Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 201710 Íslandsmót í einstaklingskeppni í boccia var haldið á vegum Íþrótta- sambands fatlaðra á Húsavík um liðna helgi. Íþróttafélagið Þjótur á Akranesi sendi níu keppendur á mótið, þar af var Guðmundur Örn Björnsson sem vann sinn riðil og kom heim með gullmedalíuna. arg/ Ljósm. Áslaug Þorsteinsdóttir Skagamaður Íslandsmeistari í boccia Í síðustu viku var tillaga að nýju svæðisskipulagi fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð kynnt fyrir íbúum sveitarfélag- anna. Kynningarfundir voru haldnir í hverju sveitarfélagi fyr- ir sig, á þriðjudaginn í Dalabúð í Búðardal, miðvikudag í skólan- um á Reykhólum og félagsheimili Hólmavíkur á fimmtudag. Starfs- menn ráðgjafafyrirtækisins Alta í Grundarfirði kynntu skipulagið en þeir hafa annast gerð þess síðustu mánuði. Þeir gerðu til að mynda sambærilegt skipulag fyrir Snæ- fellsnes fyrir nokkrum árum sem hefur reynst vel þar. Ákveðið var að ganga í gerð skipulagsins eftir síðustu sveitar- stjórnarkosningar. Meðfram þeim var lögð fram könnun til íbúa þar sem spurt var um afstöðu þeirra varðandi sameiningu sveitarfé- laga. Niðurstaðan var sú að ekki væri einhugur um þær aðgerðir en samt sem áður var talið að tækifæri væru fólgin í samvinnu þessara þriggja sveitarfélaga í stefnumót- un og myndun á framtíðarsýn fyr- ir svæðið í heild sinni. Enda hefur yfirskrift verkefnisins verið „sam- takamátturinn virkjaður“. Fyrsti fundur svæðisskipulagsnefndar var haldinn í febrúar 2016 og hafa síð- an þá verið haldnir þónokkrir opn- ir fundir svo sem súpufundir og fundur með ungu fólki af svæðinu til þess að fá sem breiðustu sýn inn í vinnu verkefnisins. Styrkja það sem fyrir er Horfa má á svæðisskipulagið sem byggðaáætlun sem og skipulags- áætlun og saman mynda þær eins konar sóknaráætlun. Markmiðið er fyrst og fremst að efla atvinnu- líf og byggð á svæðinu sem styrk- ir staðarandann og sérkenni svæð- isins. Lögð er áhersla á þrjá helstu atvinnuvegi svæðisins; landbúnað, ferðaþjónustu og sjávarnytjar. Ekki er því ætlunin að finna upp hjólið heldur styrkja betur það sem þegar er til staðar. Heilt yfir voru tæki- færi til staðar á flestum sviðum til meiri fullvinnslu afurða og sagan á hverju strái á svæðinu. Forsend- urnar fyrir hverja atvinnugrein eru greindar með stikkorðum í skipu- laginu sjálfu og þar sett fram sókn- armarkmið og að lokum leiðir að markmiðum á sviðum umhverfis og auðlinda, framleiðslu og starf- semi og menningar og þekking- ar. Í greiningarskýrslu skipulags- ins má svo finna nánari útlistun á hverju atriði fyrir sig. Fullyrt er að sérstaða svæðisins sé töluverð og þar sé margt að finna sem ekki sé endilega annars staðar. Þar megi nefna Breiðafjörðinn sem er ein- stakur á landsvísu sem og það sam- ansafn dala og fjarða sem einkenna svæðið á margan hátt. Þannig er það dregið inn í gæsalappir í til- lögunni að „hér njótum við hlunn- inda“ ekki einungis hvað auðlindir varðar heldur einnig umhverfi. Enn er hægt að senda inn umsagnir Vonast er til að svæðisskipulagið muni koma til með að veita aðil- um með starfsemi á svæðinu inn- blástur og leiði jafnvel til nýrra atvinnuhugmynda. Sveitarstjór- nir muni hafa það til hliðsjónar við sínar áherslur og vinni þann- ig saman að eflingu svæðisins í heild sinni. Hægt verður að senda inn umsagnir um tillöguna til 28. október og því er tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á fram- færi. Nánari upplýsingar um það má finna á heimasíðu verkefnis- ins www.samtakamattur.is en þar er einnig hægt að skoða tillöguna sjálfa. Stefnt er að því að lokatil- laga verði lögð fram á vormán- uðum næsta árs eða fyrir sveitar- stjórnarkosningar. sla Samtakamátturinn virkjaður í samstarfi þriggja sveitarfélaga Dalabyggð, Reykhólahreppur og Strandabyggð standa saman að gerð svæðisskipulags Yfir hundrað manns sóttu kvöld- fund með frambjóðendum Sjálf- stæðisflokksins sem haldinn var í mötuneyti Landbúnaðarháskól- ans á Hvanneyri á þriðjudags- kvöldið í síðustu viku. Á fundin- um kynntu Haraldur Benedikts- son, oddviti flokksins í Norðvest- urkjördæmi, og Óli Björn Kára- son alþingismaður, hugmyndir að nýrri byggða- og landbúnaðar- stefnu. Sérstakur gestur var Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins en fundinum stýrði Þórdís Kol- brún R Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Að loknum framsögum sköpuðust líflegar umræður enda lá fundar- gestum ýmislegt á hjarta. Bænd- ur fjölmenntu á fundinn auk ann- arra gesta sem voru á öllum aldri. Meðal þess sem hvað hæst bar á góma voru málefni landbúnað- arins, einkum sauðfjárræktarinn- ar, og samgöngumál. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu á Facebook en hægt er að horfa á upptökuna af fundinum á Facebo- ok síðu flokksins í kjördæminu. Haraldur Benediktsson kynnti hugmyndir að nýrri kynslóð land- búnaðarsamninga, samninga um hvernig samfélagið getur fjárfest í íslenskum landbúnaði með það að markmiði að varðveita hrein- leika afurðanna, vernda náttúr- una og bæta nýtingu landkost- anna. Tvinnast hugmyndir um að- gerðir í loftslagsmálum inn í hina nýju kynslóð landbúnaðarsamn- inga. „Með því að horfa á margt með nýjum hætti og leyfa okkur að hugsa út fyrir kassann, þá fel- ast í því ótrúlega mikil tækifæri vegna þess að tækifærin liggja úti um allt. Ég held að landsbyggðin komi jafnvel ennþá sterkar út úr því heldur en höfuðborgarsvæðið. Með nokkrum skýrum, einföldum markmiðum getum við samþætt hagsmuni þeirra sem búa í þétt- býli og dreifbýli og þannig stuðl- að að því að höfuðborgin ræki sín- ar skyldur og landsbyggðin ræki sínar skyldur við höfuðborgina,” sagði Haraldur á fundinum. Hann sagði að frambjóðendur átti sig vel á hversu viðkvæm stað- an er orðin í byggðum landsins vegna stöðu sauðfjárbænda. „Það hlýtur því að vera og verður for- gangsmál Sjálfstæðisflokksins fyr- ir og eftir kosningar að reyna að koma á þeim aðgerðum sem duga til þess að endurreisa viljann til búskapar og viljann til þess að halda áfram starfsemi,“ sagði Har- aldur ennfremur. mm Kynntu hugmyndir um nýja kynslóð búvörusamninga Þórdís Kolbrún stýrði fundi. Auk hennar Bjarni Benediktsson, Óli Björn Kárason og Haraldur Benediktsson. Svipmynd yfir salinn. Þarna ber sr. Geir Waage upp fyrirspurn. Kynningarfundur í Dalabúð í Búðardal. Björg Ágústsdóttir og Matthildur Kr. Elmarsdóttir frá Alta kynntu tillöguna fyrir íbúum á þremur fundum í liðinni viku.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.