Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 201718 Í tilefni af þingi Arctic Circle, sem fram fór í Reykjavík um liðna helgi, var finnskur ísbrjótur til sýn- is í Reykjavíkurhöfn. Ísbrjóturinn hefur siglt bæði Norðaustur leið- ina, meðfram strönd Rússlands, og Norðvestur leiðina, meðfram strönd Bandaríkjanna og Kanada. Ferðir skipsins hafa þannig varp- að ljósi á þær breytingar sem eru að verða á Norðuslóðum. Finnar gegna nú formennsku í Norður- skautsráðinu og var koma ísbrjóts- ins einnig tengd kynningu á stefnu Finnlands í málefnum Norðurslóða sem fram fór á allsherjarþinginu. mm Finnskur ísbrjótur í Reykjavíkurhöfn „Reynsla seinustu ára hefur leitt í ljós að til þess að tryggja varðveislu gamalla tréskipa geti verið æskilegt að halda þeim sjófærum og á floti,“ segir í tilkynningu frá Ágústi Ólafi Georgssyni hjá Þjóðminjasafninu. „Í Þjóðminjasafni Íslands eru tvö skip; Norðurljósið ÍS 537, súðbyrðingur með þilfari sem smíðaður var af Sig- mundi Falssyni árið 1939, og Snari ÞH 36, opinn vélbátur frá 1953 smíð- aður af Aðalsteini Aðalsteinssyni. Ástand beggja kallar á viðgerð og því leitar safnið eftir því hvort áhugasam- ir skipasmiðir eða söfn væru reiðu- búin að ganga til samninga um við- gerð og varðveislu þessara skipa. Það eru eindregin tilmæli að þeir sem hafa þekkingu, hæfni, áhuga og bolmagn á slíkum verkefnum setji sig í samband við Þjóðminjasafn Íslands við fyrsta hentugleika,“ segir Ágúst Ólafur sem bendir á símanúmerið 530 2294 eða agust@thjodminjasafn.is. mm Þjóðminjasafn Íslands óskar eftir samstarfi við skipasmiði eða söfn Rebekka Sif Sigurðardóttir er tví- tug Skagastúlka. Eftir grunn- skóla lá leið hennar líkt og flestra á Akranesi í Fjölbrautaskóla Vest- urlands en nú í haust söðlaði hún um, flutti austur á land og stundar nú nám í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Þar hefur hún eign- ast góðan hóp vina og segir um- hverfið heillandi. „Ég vissi ekki einu sinni að skól- inn væri til, fyrr en mamma og pabbi sáu þátt um hann á sjón- varpsstöðinni N4 fyrir um tveim- ur árum. Ég vissi reyndar að syst- ir pabba hefur farið í hússtjórnar- skóla, en ég man ekki einu sinni hvaða skóli það var. Foreldrar mín- ir héldu að ég myndi kannski hafa gaman af því að fara í þennan skóla og hvöttu mig til að skoða mögu- leikann. Þar sem ég var ekki búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera eftir námið í FVA fannst mér þetta mjög spennandi og fór að kynna mér skólann betur og ákvað að slá til. Námið býður upp á marga möguleika og tækifæri til að nýta sér það í daglegu lífi og til fram- tíðar,“ segir Rebekka Sif í samtali við Skessuhorn. Eflir sjálfstraustið Rebekka segir að nemendur í Hús- stjórnarskólanum á Hallormsstað séu fimmtán nú á fyrri hluta haust- annar; fjórtán stelpur og einn strák- ur, en fleiri nemendur séu væntan- legir á seinna tímabil haustannar- innar, eða seinni spönnina eins og það er kallað. Pláss er á heimavist- inni fyrir 22 nemendur. Nemend- ur nú koma víða af landinu. Með- al annars úr Borgarnesi, en einnig frá Vestmannaeyjum, Hvolsvelli, Kirkjubæjarklaustri, Egilsstöðum, Húsavík, Akureyri, Keflavík og af höfuborgarsvæðinu. „Mér finnst skemmtilegast hvað hópurinn var fljótur að ná vel saman og hversu góðir vinir og náin við erum orð- in. Við erum samheldinn hópur og þetta er eins og önnur fjölskylda mín og Hússtjórnarskólinn er orð- ið mitt annað heimili. Umhverfið og andrúmsloftið er mjög róandi og hefur jákvæð áhrif á mig. Til dæmis á ég erfitt með að slaka á á nýjum stöðum og er feimin að tala við ókunnuga. En hér fór ég strax að tala við aðra nemendur og eign- ast nýja vini og finnst mér ég verða hugrakkari fyrir vikið.“ Væri til í lengra nám Rebekka segir að fyrirkomulag námsins sé þannig að það standi yfir í eina önn og er henni skipt niður í tvær spannir. „Nemend- ur eru eina spönn í matreiðslu og vefnaði og hina spönnina í fata- saumi, útsaumi, hekli og ýmsu sem tengist handverki eins og jurta- litun og kynningu á efnum. All- ir eru saman í prjóni, hreinlætis- fræði, útivist og næringarfræði. Þótt að námið sé bara ein önn er skólinn krefjandi og ég væri mikið til í að lengja námstímann eins og var hægt hér á árum áður. Uppá- halds fagið mitt er prjón en mér finnst eiginlega ekkert beint leið- inlegt. Þó viðurkenni ég alveg að ég hef minnst gaman af hreinlæt- isfræði þegar við þurfum að þrífa húsið vikulega.“ Heimavistin heillar og ekki síður umhverfið „Þetta er heimavistarskóli og ótrú- lega gaman að búa saman og hóp- urinn verður mun nánari vegna þess,“ segir Rebekka og kveðst ákveðin í að fara í Landbúnað- arháskólann á Hvanneyri og læra þar búfræði. „Ég ætla að verða bóndi. Eftir þennan skóla þá væri ég þó til í halda áfram og fara t.d. í textílnám. Allt námið hér er met- ið í framhaldsskólaeiningum og möguleiki að nýta áfanga í fram- haldsnámi á sviði matreiðslu, framreiðslu og þjónustu og í text- ílgreinum.“ Rebekka Sif nýtur þess að búa á Hallormsstað. „Hér er umhverfið fallegt og sérstakt þar sem skógur- inn og Lagarfljótið mætast. Ég er ekki vön að búa eða vera í kringum skóg og upplifi þetta eins og að vera í útlöndum, algjört ævintýri! Hér er ýmis afþreying. Meðal annars hesta- og fjórhjólaleiga. Við stofn- uðum gönguhóp og förum alla daga í góða skógargöngu og tökum ýmsar æfingar þegar heim er komið. Mér finnst umhverfið alltaf jafn fallegt og ótrúlega gaman að fara í reiðtúr í gegnum skóginn. Umhverfið er aldrei eins og breytist sífellt. Skóg- urinn og nýir staðir eru uppgötv- aðir. Þá heillar kyrrðin og myrkrið því norðurljósin eru svo falleg og stjörnurnar svo skýrar hér. Ég mæli því eindregið með þessum skóla,“ segir Rebekka Sif að endingu. mm/ Ljósm. Bjarney Þórarins- dóttir. Skagastúlka nýtur þess að vera við nám í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað Umhverfið fagurt og félagarnir heilla Rebekka Sif Sigurðardóttir. „Allt nám er metið í framhaldsskólaeiningum og möguleiki að nýta áfanga í fram- haldsnámi á sviði matreiðslu, framreiðslu og þjónustu og í textílgreinum.“ Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.