Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 9 2017 Vökudagar Vökudagar á Akranesi #Vokudagar MIÐVIKUDAGUR 25. OKT. Kl. 20 Akraneskirkja Upptaktur fyrir Vökudaga: Nistarnir á loftinu.Tónleikar fyrir fjölskylduna FIMMTUDAGUR 26. OKT. Kl. 11:30 Bókasafn og Tónlistarskóli Opnun á Barnamenningarhátíð - 6. bekkir grunnskóla sunnan Skarðsheiðar Kl. 13-17 Samsteypan, Mánabraut 20 Opin vinnustofa hjá Gyðu L. Jónsdóttur Wells Kl. 15 Tónlistarskóli Tónleikar elstu nemenda Vallarsels og eldri hóps skólakórs Grundaskóla Kl. 16–17 Akranesviti 3. hæð Opnun, Eitt lítið ljós, myndlistarsýning Gróu Dagmarar Kl. 17–20 Lesbókin Café Opnun, Mettuð, listsýning Tinnu Royal Kl. 17:30 Lesbókin Café Bókmenntaganga - Akranes heima við hað (endurtekin). Lýkur með tónlist FÖSTUDAGUR 27. OKT. Kl. 12 Lesbókin Café Kjötsúpuhádegis konsert með Bigga Þóris Kl. 13–17 Samsteypan, Mánabraut 20 Opin vinnustofa hjá Gyðu L. Jónsdóttur Wells Kl. 15–19 Tónlistarskóli Málþing um áhrif knattspyrnunnar á Akranesi Kl. 19:15 Íþróttahúsið við Vesturgötu ÍA - Skallagrímur í körfubolta Kl. 20 Stillholt 23 (áður Hljómsýn) Opnun ljósmyndasýningar Vitans Í GANGI ALLA HÁTÍÐINA Akranesviti, hæð 2 Vitinn í túlkun leikskólabarna Akranesviti, hæð 3 Eitt lítið ljós - myndlistarsýning Gróu Dagmarar Bókasafn Sýning á verkum 6. bekkinga Dularfulla búðin myndlistarsýning Brynjars Marar Garðakaf Gömul leikföng til sýnis Guðnýjarstofa Sýning á verkum 6. bekkinga Hákot, Kirkjubraut 12 Húsin í bænum, málverkasýning af húsum eftir listamenn frá Akranesi HVE Sjómaðurinn á Akratorgi, myndlistasýning - Teigasel Höfði Það sem auga mitt sér, ljósmyndasýning - Garðasel Lesbókin Café Mettuð, listsýning Tinnu Royal Penninn Eymundsson Einu sinni var Akraborg, Dagbjört Guðmundsdóttir sýnir brot úr bók í vinnslu Smiðjuvellir 32 (Bónus) Ég og fjölskyldan mín, myndlistarsýning - Akrasel Stillholt 23 Ljósmyndasýning Vitans - félags áhugaljósmyndara á Akranesi Tónlistarskóli Kalmannsvíkin og umhverð okkar, ljósmyndasýning - Vallarsel Tónlistarskóli Sýning á verkum 6. bekkinga Vesturgata 142 Opinn vinnuskúr hjá Ernu Hafnes Kl. 20:30 Lesbókin Café Tónleikar Margrétar Sögu og Marinós Halloween helgi í Dularfullu búðinni LAUGARDAUR 28. OKT. Kl. 11–13 Bókasafnið Smiðja fyrir börnin, stafaþrykk með Bryndísi Siemsen Kl. 12–17 Ægisbraut 11, skúrinn Opið hús hjá Erling Kl. 13–17 Samsteypan, Mánabraut 20 Opið hús Kl. 13–17 Skólabraut 25a Kynning á star Rauða krossins á Akranesi Kl. 14–17 Vesturgata 142 Opnun á vinnuskúr hjá Ernu Hafnes Halloween helgi í Dularfullu búðinni SUNNUDAGUR 29. OKT. Kl. 12–17 Ægisbraut 11, skúrinn Opið hús hjá Erling Kl. 13–14 Íþróttahúsið við Vesturgötu Fullorðins- og foreldraklifur Kl. 13–17 Samsteypan, Mánabraut 20 Opin vinnustofa hjá Gyðu L. Jónsdóttur Wells Kl. 14–15 Tónlistarskólinn, andyri Íslensk sönglög Hanna Þóra og Birgir Þórisson. Halloween helgi í Dularfullu búðinni kr. kr. kr. kr. Kostar inn á viðburðinn Fjölskylduvænn viðburður Athugið að dagskráin getur breyst. Nánari upplýsingar um alla viðburði á akranes.is og á facebook AKRANES SVONA HEFJAST Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði nr. 577/2016. Veittir verða veita styrkir úr sjóðnum til:  viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum, og öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.  byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær.  sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð. Umsóknir eru metnar með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á vef Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2017. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun styrkja. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit um verndarsvæði í byggð og um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á vef Minjastofnunar Íslands (undir Gagnasafn) og á Húsverndarstofu í Borgarsögusafni Reykjavíkur/Árbæjarsafni. Suðurgötu 39,101 Reykjavík Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is husafridunarsjodur@minjastofnun.is Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2018 Búið er að koma fyrir klifurvegg í íþróttasal leikskólans Akrasels á Akranesi. Var veggurinn tekinn í notkun þriðjudaginn 10. október síðastliðinn. Þórður Sævarsson var einn þeirra sem smíðaði vegginn, skreytti hann og málaði og kom fyr- ir á Akraseli. Þórður kennir íþróttir á leikskólanum og er jafnframt þjálf- ari hjá Klifurfélagi Akraness. Hann var að vonum hæstánægður með nýja klifurvegginn og segir að hann verði hér eftir fastur liður í íþrótta- kennslu og hreyfitímum á leikskól- anum. „Klifur hentar mjög vel sem hreyfing fyrir börn á leikskólaaldri. Í því felst góð þjálfun bæði hvað varð- ar styrk, samhæfingu og jafnvægi. Klifurveggurinn er því góð viðbót við íþróttatímana hér,“ segir Þórður og bætir því við að krakkarnir hefðu tekið vel í þessa nýjung. Börnin sjálf tóku undir það og sögðu að þeim þætti gaman að klifra. Virtust börn- in hvert öðru ánægðara þar sem þau klifruðu upp og niður vegginn þeg- ar Skessuhorn leit við í íþróttatíma á Akraseli í síðustu viku. kgk Klifurveggur settur upp á Akraseli Krakkar á Akraseli alsælir við klifur. Veggurinn er í einum enda íþróttasalarins á Akraseli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.