Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 21 Sigrún. „Ákveðið var að hafa yngstu börnin á nýju deildinni, því þar verð- ur hægt að hafa meiri ró fyrir þau. Allt sem börnin þurfa verður fyrir hendi á nýju deildinni og ættu þau því lítið að þurfa að koma yfir í aðal húsnæðið, nema í söngstundir og ef þau vilja nýta sameiginlegu rýmin,“ bætir Sigrún við. Skammarlega lág laun Aðspurð hvort ekki væri skortur á starfsfólki segist Sigrún vera búin að manna allar stöður. „Það hefur sjald- an verið jafn erfitt að manna eins og núna, enda er ekkert atvinnuleysi hér. En við náðum að fullmanna og vorum svo heppin að fá alveg frábært fólk. Ef ekkert breytist erum við með fullmannað út skólaárið.“ Það er vel þekkt að starfsmannabreytingar séu örar í leikskólum en Sigrún segir það ekki hafa verið mikið vandamál hjá þeim. „Við höfum lengi verið með fastan kjarna, tíu konur sem hafa unnið hér í 20 ár eða lengur. Vissu- lega eru aðrir sem koma og fara en vegna þess að kjarninn er svo þétt- ur hafa starfsmannabreytingar lít- il áhrif á starfið. Það eru ekki bara slæmar hliðar á starfsmannaveltu en því fylgir oft mikill fjölbreytileiki og með nýju fólki koma nýjar hug- myndir. Núna eru hjá okkur tvær pólskumælandi konur og þrír karl- ar, en það væri óskandi að fleiri karl- menn myndu vinna í leikskólum. Starfsmannahópurinn okkar hefur því sjaldan verið jafn fjölbreyttur og í dag, sem er mjög jákvætt. Starfsfólk sem kemur til starfa í styttri tíma er venjulega ungt fólk, en það er mjög jákvætt að fá ungt fólk með okkur miðaldra konunum,“ segir Sigrún og hlær. „Þetta unga fólk er gjarnan að vinna í leikskólum þar til það fær eitthvað betra, sem ég skil mjög vel því leikskólastarfsmenn eru skamm- arlega illa launaðir,“ segir Sigrún og bætir því við að hún hafi fyrir stuttu komist að því að um 60% starfs- manna á leikskólanum í Stykkishólmi eru að vinna fleiri störf til að ná end- um saman. „Það er mjög krefjandi, bæði líkamlega og andlega, að vinna í leikskóla og launin duga fæstum til að lifa. Skiljanlega er fólk því oft að leita að betur launuðu starfi á með- an það vinnur í leikskóla. Mér þætti gaman að sjá vilja í verki fyrir því að þessu verði breytt því við erum að missa af svo mörgu góðu fólki úr þessu starfi vegna lélegra launa. Ég er alltaf skíthrædd þegar ég fæ starfs- fólk inn á skrifstofu til mín. Ég ótt- ast að viðkomandi ætli að segja upp, sem ég myndi alveg skilja.“ Sigrún segir það mikilvægt að koma til móts við fólk eins og hægt er í svona starfi. „Þegar launin eru svona skammarlega lítil og vinnu- dagurinn mjög krefjandi getur það gert gæfumuninn fyrir fólk að fá sveigjanleika með vinnutíma. Þegar fólk kemur til mín með beiðni um breyttan vinnutíma reyni ég allt- af að finna flöt á því,“ segir Sigrún. „Þessi vinna er einstaklega skemmti- leg og gefandi, það er ástæðan fyrir því að fólk er í þessu starfi. Ekki eru það launin. Það eru mikil forréttindi að vinna með börnum, en líka mjög krefjandi. Mér finnst það því sorg- legt hversu vanmetin þessi störf eru. Á þeim 20 árum sem ég hef unnið hér hafa laun lítið sem ekkert lagast, sérstaklega hjá ófaglærðum,“ bætir Sigrún við. Jákvætt að búa í fjölmenningarsamfélagi „Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að við búum í fjölmenn- ingarsamfélagi og að það er jákvætt. Mér þykir mikilvægt að fólk láti ekki eins og fjölmenningin ógni íslensku samfélagið. Við eigum frekar að taka fólki opnum örmum og bjóða inn- flytjendur velkomna, ég er ekki viss um að við gætum haldið uppi ís- lensku samfélagi án þeirra,“ seg- ir Sigrún „Hér í leikskólanum eru mörg börn af erlendum uppruna, flest frá Póllandi, og við tökum því bara fagnandi. Næst á dagskrá hjá okkur er til að mynd að halda upp á þjóðhátíðardag Póllands sem er 11. nóvember. Við héldum þennan dag einnig hátíðlegan í fyrra og var mik- il ánægja með það svo við ætlum að endurtaka leikinn. Í fyrra vorum við í samstarfi við foreldra og t.d. var eld- uð sérstök pólsk súpa í hádeginu og svo fengum við mjög góðar pólsk- ar eplalummur í síðdegiskaffinu. Ég held að þetta sé góð leið til að sýna innflytjendum að þeir eru velkomnir í okkar samfélag og þeirra hefðir og venjur skipti líka máli. Það er alveg pláss fyrir okkur öll á Íslandi og siðir eins hóps þurfa ekki að ógna siðum annars hóps,“ segir Sigrún að end- ingu. arg EXPLORE WITHOUT LIMITS ® ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMABÓKANIR Í SÍMA 540 4900 JEPPADEKK fyrir íslenskar aðstæður VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT DEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR JEPPA OG JEPPLINGA. Laugardaginn 7. október voru 60 ár liðin frá því leikskólinn í Stykkishólmi var fyrst opnaður. Eins og Skessu- horn hefur þegar greint frá voru mik- il hátíðarhöld í tilefni afmælisins 2. – 7. október. „Við gerðum nokkuð mikið úr þessu afmæli, enda stór af- mælisdagur fyrir leikskóla. Við vor- um með viðburði alla vikuna fyrir af- mælisdaginn og voru allir velkomnir sem vildu kíkja. Afmælishátíðin sjálf var á laugardeginum og fór mæting fram úr vonum. Hingað komu marg- ir fyrrum starfsmenn, gamlir nem- endur og aðrir bæjarbúar,“ segir Sig- rún Þórsteinsdóttir leikskólastjóri. „Við settum upp síðu á Facebook fyr- ir afmælishátíðina og þar myndaðist mikil stemning. Við settum inn á síð- una gamlar og góðar myndir og fólk fór að rifja upp gamla tíma. Ég held að þessi síða hafi átt stóran þátt í því hversu margir mættu á sjálfa afmæl- ishátíðina,“ bætir Sigrún við. Lögðu áherslu á fjölmenningu á afmælishátíðinni Fyrsti viðburðurinn var á mánudeg- inum þegar Fríða B. Jónsdóttir verk- efnastjóri fjölmenningar í leikskólum hjá Reykjavíkurborg kom og hélt fyr- irlesturinn Heimurinn er hér. „Við búum í fjölmenningarsamfélagi og hér á leikskólanum hjá okkur eru margir nemendur af erlendum upp- runa og því lögðum við mikið upp úr fjölmenningu í tilefni afmælis- ins. Fríða hélt frábæran fyrirlestur um fjölmenningu og voru þeir sem mættu mjög ánægðir,“ segir Sigrún. Á þriðjudeginum var tekið smá skref aftur í tímann þegar gamlir nem- endur, og aðrir gestir, mættu í söng- stund í sal gamla leikskólans og sungu saman lög sem börn í grunnskólan- um völdu. „Í þessum sal voru syst- urnar vanar að sýna myndina Malú þegar þær sáu um sunnudagaskólann. Þeir Hólmarar sem þá voru hjá þeim systrum muna flestir vel eftir þessari mynd, en hún var í miklu uppáhaldi hjá börnunum þá. Í minningu flestra var þetta bara venjuleg teiknimynd í lit og með tali, það er þó ekki raun- in. Myndin er svarthvít, ekki með tali heldur aðeins frönskum texta. Það voru systurnar, sem margar töluðu frönsku, sem sögðu söguna á með- an myndin var látin rúlla. Ég vona að við höfum samt ekki skemmt góðar minningar með að sýna myndina aft- ur núna,“ segir Sigrún og hlær. Unga fólkið að flytja heim Mikil fjölgun hefur verið á börnum í Stykkishólmi undanfarin ár og segir Sigrún þau finna það mjög greinilega í leikskólanum. „Ég held að þetta sé því yngra fólkið er farið að flytja heim aftur. Áður fluttu allir í Reykja- vík en núna er þetta að breytast. Hér er ekkert atvinnuleysi og þá vill fólk koma aftur heim, eina vandamálið er að hér hefur verið skortur á hús- næði,“ segir Sigrún. Leikskólinn var upphaflega byggður fyrir 74 börn frá 18 mánaða aldri en frá því byrjað var að taka inn börn við 12 mánaða aldur þurfti að fækka plássunum. „Það þarf meira pláss fyrir litlu börnin svo við gátum ekki tekið inn 74 börn þegar við vorum að taka þau inn svona lít- il,“ segir Sigrún. „Hér er engin dag- mamma svo við höfum þurft að taka inn börn þó plássið bjóði ekki endi- lega uppá það. Það hefur því ver- ið frekar þröngt inni á deildum. Því var ákveðið að bæta við fjórðu deild- inni með því að flytja hingað færan- lega kennslustofu. Við fengum 60 fermetra hús sem áður var notað við Listaháskóla Íslands í Reykjavík og er húsið mjög hentugt fyrir okkur. Þegar við fórum að skoða húsið fyrst sáum við að það gæti hentað okkur vel a.m.k. tímabundið. Maður upp- lifir ekki að þetta sé einhver kofi. Það er mjög hlýtt inni í húsinu og það nýtist mjög vel fyrir okkar starf,“ bætir Sigrún við. Á nýju deildinni er ætlunin að hafa yngstu börn leikskólans og til að byrja með verða þau ellefu tals- ins. „Líklega verður þeim fjölgað í 16 en það kemur í ljós. Með tilkomu nýju deildarinnar, sem hefur fengið nafnið Bakki, mun ástandið á hin- um deildunum batna til muna, því við getum fært þessi allra minnstu út. Í lok febrúar gerum við ráð fyrir að vera komin með 78 börn á leik- skólann, ef ekkert breytist,“ segir Vill sjá leikskólakennara og annað starfsfólk leikskólanna fá betri kjör Í heimsókn hjá Sigrúnu Þórsteinsdóttur leikskólastjóra í Stykkishólmi Forsetahjónin komu á afmælishátíð Leikskólans í Stykkishólmi. Á myndinni eru, Elísabet Lára Björgvinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri, Hafdís Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar, Sigrún Þórsteinsdóttir leikskólastjóri, Eliza Reid forsetafrú, Guðni Th. Jóhannesson forsesti Íslands og Sturla Böðvarsson bæjarstjóri. Fjórða deildin verður opnuð í færanlegri kennslustofu sem hlotið hefur nafnið Bakki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.