Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 13
Ef eitthvað er að marka þær skoð-
anakannanir sem birtar hafa verið
að undanförnu mun Vinstri hreyf-
ingin grænt framboð auka veru-
lega við fylgi sitt í næstu kosning-
um. Kannanir eru samhljóða um að
VG verði stærsti flokkurinn á þingi.
Könnun sem Stöð 2 birti síðastlið-
inn fimmtudag um fylgi flokka sem
bjóða fram í Norðvesturkjördæmi
sýndi VG með ríflega 30 prósenta
fylgi. Yrði það niðurstaðan mun
Rúnar Gíslason, þriðji maður á lista
flokksins, komast á þing og verða
um leið yngsti kjördæmakjörni
þingmaður Íslandssögunnar; 21 og
hálfs árs að aldri. Rúnar er fæddur
í apríl 1996. Fyrstu árin bjó hann í
Lundarreykjadal áður en fjölskyld-
an flutti í Borgarnes þar sem hún
hefur búið síðan. Við tókum Rúnar
tali þegar hann átti leið á ritstjórn
Skessuhorns, en hann er nú á full-
um krafti í undirbúningi fyrir kosn-
ingar ásamt flokksfélögum sínum.
Mikil breidd
í listanum
„Ég hef frá því ég var unglingur
verið pólitískur. Fékk fljótt óbil-
andi áhuga á félagsmálum og eft-
ir að ég fór að hugsa um pólitík
fann ég samhljóm með lífsskoðun-
um mínum og stefnu VG,“ segir
Rúnar. Í aðdraganda kosninga fyr-
ir ári fór flokkur hans í forval og
hafnaði Rúnar þá í fjórða sæti. Að
þessu sinni var starfandi uppstill-
ingarnefnd og gátu frambjóðendur
óskað eftir sætum. „Ég bauð fram
krafta mína ofar á lista en ég gerði
í fyrra. Líklega hefur það hjálpað
mér nú að ég tók mjög virkan þátt
í kosningaslagnum á síðasta ári og
fyrir vikið mat uppstillingarnefnd
það svo ég skyldi færður upp um
eitt sæti og skipa nú það þriðja,“
segir Rúnar og bætir því við að
hans mati sé VG að bjóða fram
sterkan lista í kjördæminu. „Lilja
Rafney er reynslubolti í pólitík
og kjölfestan í starfi okkar. Auk
þess er mikið litið upp til hennar
bæði innan flokksins og ekki síst á
hennar heimaslóðum þar sem hún
er mjög virt. Bjarni Jónsson, sem
skipar annað sætið, er vinnusam-
ur og reynslumikill á sveitarstjórn-
arstiginu. Hann náði auk þess
að stimpla sig rækilega inn þeg-
ar hann tók sæti sem varamaður á
þingi í vor í forföllum Lilju.“
Skagfirðingar
eiga erfitt val!
Rúnar er stúdent af félagsfræði-
braut Menntaskóla Borgarfjarðar
og byrjaði í haust nám utan skóla
í stjórnmálafræði við Háskóla Ís-
lands. Í sumar starfaði hann í lög-
reglunni á Sauðárkróki og segist
aðspurður vel geta hugsað sér að
starfa við löggæslumál í framtíð-
inni. „Þetta er skemmtilegt starf.
Þarna starfaði ég undir handleiðslu
Stefáns Vagns Stefánssonar yfir-
lögregluþjóns sem svo skemmti-
lega vill til að skipar þriðja sætið
á lista Framsóknarflokksins í okk-
ar kjördæmi. Skagfirðingar standa
því frammi fyrir erfiðu vali, þegar
þeir þurfa að velja hvor okkar þarf
að víkja úr starfi á lögreglustöðinni
fyrir norðan,“ segir Rúnar og hlær.
Áður hafði hann starfað á Land-
námssetrinu í Borgarnesi, á leik-
skóla og í grunnskóla og auk þess í
umönnun með fötluðum.
Málefni ungs
fólks sett á oddinn
Rúnar segist ekki kvíða því að setj-
ast á þing, ef til þess kemur, þrátt
fyrir ungan aldur. „Það er vissu-
lega áskorun að verða mögulega
yngsti þingmaður sögunnar. Mér
skilst að einu sinni hafi þó yngri
einstaklingur tekið sæti á Alþingi,
en það var Halldór Bjarni Janus-
son sem er varaþingmaður fyrir
Viðreisn í Suðvesturkjördæmi og
tók þar sæti í vor. Rödd ungs fólks
á tvímælalaust að heyrast á þingi,“
segir Rúnar.
En hvaða málaflokka heldur
Rúnar að hann taki sérstaklega upp,
ef hann fer á þing? Persónulega hef
ég mikinn áhuga á friðarmálum, en
mun ef ég kemst á þing vinna að
málum sem snerta mína kynslóð
og minn landshluta sérstaklega. Þá
mun ég gera allt sem í mínu valdi
stendur til að gera landsbyggðina
samkeppnishæfari en hún er, til
dæmis hvað samgöngurnar varða.
Það er samfélagsleg skylda okkar
að gera betur við ungt fólk en gert
hefur verið, bæði varðandi mögu-
leika þess til náms og almennt að
eyða óvissu barnafólks. Eins og
málum er háttað nú er ungu fólki
nánast refsað fyrir það að stunda
kynlíf! Þær gleðistundir sem fylgja
því að eignast börn, eru um leið
mestu áhyggjustundir unga fólks-
ins, ekki síst varðandi möguleika til
náms og að koma sér þaki yfir höf-
uðið. Það er of dýrt að leigja íbúð-
arhúsnæði og nánast útilokað að
kaupa það. Þannig á þetta ekki að
vera. Á undanförnum árum hefur
þar að auki alltof lítið verið byggt
og hús eru því að eldast og þarfn-
ast mikils viðhalds. Nú er búið að
koma hlutunum þannig fyrir að það
er gróðasjónarmið að stofna leigu-
félag og verið að stunda hreint og
klárt ofbeldi gagnvart ungu fólki
sem dæmt er inn á leigumarkað-
inn. Við í Vinstri grænum munum
því leggja áherslu á að hér verði til
leigufélög og kaupleigukerfi sem
ekki verður byggt upp með gróða-
sjónarmið að leiðarljósi. Í heil-
brigðiskerfinu er það sama. Þing-
menn og þjóðin verða að taka
stöðu með unga fólkinu í landinu,
framtíðarfólkinu, sem hefur nú al-
gjört val um hvor það vill búa hér
á landi, eða annarsstaðar þar sem
betur er hlúð að því,“ segir Rúnar.
Berst fyrir
félagslegu réttlæti
Eftir því sem fleiri kannanir sýna
vaxandi fylgi VG hefur hræðslu-
áróður gagnvart flokki Rúnars
færst í aukana. „Við höfum talað
fyrir því í VG að hækka skatta á
þá sem eru aflögufærir. Það er ein-
faldlega sú félagslega vinstri hugs-
un sem við stöndum fyrir. Við vilj-
um sækja peninga þangað sem þá
er að finna en munum ekki hækka
skatta á lágtekju- og millitekjufólk-
ið sem er burðarásinn í atvinnulíf-
inu. Stefna okkar er skýr; það þarf
að jafna stöðu landsmanna í kjör-
um og aðbúnaði. Nú er svo komið
að tíu prósent þjóðarinnar á rúm-
lega helming allra eigna og það
sér það hver maður að slíkt er ekki
félagslega réttlætanlegt. Við finn-
um hins vegar vel fyrir því að eft-
ir því sem fylgið eykst, er harðar
sótt að okkur frá hægri. Við erum
það sem peningavaldið óttast mest.
Okkar flokki er því kennt um allt
sem mögulega hefur aflaga farið í
áratugi, ef ekki aldir. Gott ef ekki
er búið að kenna VG um Tyrkja-
ránið og Skaftáreldana! En auð-
vitað er þetta pólitíkin, svona er
hún bara, getur verið grimm. Þeg-
ar flokkar fá mikið fylgi í könnun-
um er mikilvægt fyrir þá að halda
haus. Mér er alls ekki tamt að nota
sífellt afleiki annarra, fólks eða
flokka, mér til framdráttar. Það er
miklu hreinskiptara og réttara að
bera okkar eigin stefnu á borð fyr-
ir kjósendur, aðrir verða svo að sjá
um sig og sín mistök. Ég hef kom-
ist ágætlega áfram í mínu stutta
lífi á eigin verðleikum og ætla því
ekki að taka þátt í einhverju stríði
við pólitíska andstæðinga. Þetta er
auðvitað allt ágætis fólk. En ég vil
fyrst og fremst hvetja ungt fólk til
að nýta kosningaréttinn sinn þann
28. október. Við erum vonandi að
kjósa fólk til forystu sem vill taka
að sér stjórn landsins næstu fjög-
ur árin. Þessi fjögur ár skiptir máli
fyrir framtíð unga fólksins hvaða
fólk velst til valda,“ segir Rúnar
Gíslason. mm
Rúnar Gíslason.
Rúnar Gíslason yrði yngsti þingmaður sögunnar hljóti hann kosningu
Barneignir eiga að vera mestu gleðistundir
fólks - ekki þær áhyggjufyllstu