Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 201726 Í gæða súkkulaði eru einung- is þrjú innihaldsefni. Þau eru kakómassi, kakósmjör og reyr- sykur. Eftir ristun á kakóbauninni eru næstu skref að búa til ann- ars vegar kakómassa og hins vegar kakósmjör. Kakómassi verður til þegar kakóbaunirnar eru malaðar saman og til verð- ur þykkur massi. Hins vegar til að ná kakósmjörinu frá kakó- bauninni þarf að pressa baun- irnar undir hita, en við pressun- ina verður til aukaafurðin kakó sem er ca 50% af kakóbauninni. Síðustu skrefin í súkkulaðigerð- inni er blöndun á kakómassa, kakósmjöri og sykri og þá loks erum við komin með súkkulaði. Í massa súkkulaðiframleiðslu eru hjálparefni mikið notuð. Með notkun á hjálparefninu so- jalesitín næst að stytta framleiðslu- tímann í allt að dag, auka geymslu- þol og gera súkkulaðið minna við- kvæmt fyrir hitabreytingum. Í gæða súkkulaði er innihaldið ein- ungis þessi þrjú fyrr nefndu og tek- ur framleiðsluferlið allt að 12 daga. En hvað er það sem gerir súkkul- aði svona vinsælt? Það er ekki bara bragðið heldur leitum við í áhrif súkkulaðisins. Við verðum hálf- gerðir súkkulaðifíklar. En af hverju? Svarið felst sennilega í innihaldi ka- kóbaunarinnar. Í kakóbauninni og þ.á.m. í dökku súkkulaði eru nefni- lega allskonar góð efni eða hátt í 300 efnasambönd sem hafa margs konar virkni og áhrif á okkur. Með- al þess má nefna koffín og þeó- brómin sem bæði eru örvandi efni sem draga úr áhrifum þreytu, örva vöðva og víkkun æða. Kakóbaunin inniheldur einnig „ástarlyfið“ tryp- tófan sem er a m í n ó s ý r a sem notuð er í framleiðslu á taugaboð- efninu seró- tónin sem getur kallað fram gleði og fení let í lam- ín sem örvar gleðistöðvar heilans. Vegna þessara fjög- urra þátta var og er súkkul- aði oft kall- að fæða guð- anna og er þá verið að vísa í ástarguði. Það sem hins vegar hefur vakið mesta umræðu síðastliðin ár um mögulega hollusta súkkulað- is eru fjölfenólar eða andox- unareiginleikar kakóbaunar- innar sem meðal annars haft hjartaverndandi áhrif. Ekki má gleyma að súkkulaði inniheld- ur einnig ýmis vítamín og stein- efni. Dökkt súkkulaði er ágætis uppspretta járns, magnesíums og kopars og inniheldur einnig eitthvað af B-vítamínum og ein- staka kakóbauna tegund inni- heldur einnig D vítamín. Hollusta súkkulaðis fer þó alltaf eftir kakómassa innihald- inu, því hærri prósenta því holl- ara. 100% súkkulaði er hollasta súkkulaðið sem hægt er að setja ofaní sig en það er langur vegur frá því að það sé gott en áhrif- in eru æði. Því minna sykur inni- hald, því betra. En ágætis þum- alputta regla er varðandi syk- ur innihald súkkulaðis er 70% súkkulaði er 30% sykur, 85% súkkulaði inniheldur 15% sykur. Ástarguðin Eros Í dag eru til allskonar útgáfur af „súkkulaði“ þar sem kakó- massi er sættur með t.d. stevíu, pálmasykri eða annarri sætu og þá þarf að athuga innihaldslýs- ingu mjög vel því þá er oft öðr- um hráefnum bætt við sem eiga ekkert skilt við súkkulaði. Eins og áður sagði eiga einungis að vera þrjú innihaldsefni í góðu dökku súkkulaði þ.e. kakómassi, kakósmjör og sykur og að sjálf- sögðu er langbest að öll inni- haldsefnin séu lífrænt vottuð. Súkkulaði fæða guðanna Heilsuhorn Kaju Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 77 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Ofsakæti.“ Vinningshafi er Breki Berg Guðmundsson, Jörundarholti 212, 300 Akranesi. Máls- háttur Hús- næði Skáþak Svall Strax Verur Titill Umfang Upphr. Öslaði Pílári Hönd Reim Sundin Reiði- hljóð Óregla Slúður Hita- tæki Tími Rösk Sagnir Knæpa Leyf- ist Flan Tautar Æst Pípa Ruglið Púkar Kunn- átta Óritað Lúxus Bumba Næði Samhlj. Í hálsi Sk.st. 2 Tvíhlj. Spil Á fæti 9 Til Tölur Snitti Hæla Mas 7 Duft Mistur Bragð Alda Aldinn Sjór Elskar Dregur Röst Jórinn Skot Vagga Reika Skorta Röð Grunar Rótar Gróður Mjög Blæja Annríki 5 Sær Á fæti Spyrja Samþ. Hæð Píla 10 Klisja Mak Egnir Keyra Smálest Kraftur Ókunn Skífa Tollir Grípa Botn- fletir Frá Dvelur Ekran 1 Hætta Flan Nöldrar Skapaði Spakar 6 Vafi Bók Hvíldi Hópa Klæði Óreiða Reykur Rann- saka Úrugir Gat Tónn 3 Sverta 8 Dvali Tölur Nuddir Á reikn. 4 Kl. 15 Samhlj. Hérað Ans Elfa Hroki Fenna 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 T H O P P O G H Í L A U S N Ó R A N U S T A L A R B R Ú U S L A R L L O F A R T Ö F E O R K A L A G A R H Ó L M I F A R F I S I T Á Þ J Á N T R Ú S S N A M J Ó Á F A S E T J A R A S Á S A R I Ð O G Á G Ó Ð I L R M A T J A T A U L L E Ð A L Ó A A G A R O R F K A F E F I A R R A U S T K I L Á Á Ð U R V A G N K O M U M A Ð U R R A L L A A F A M Æ T A R Ó L V Æ L R A Ð A R A N T A U M R L N I Ð A R T Á R R Ú A T O F S A K Æ T I L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Guðbrandur Jónsson hefur sent bæjarstjórn Snæfellsbæjar erindi þar sem farið er fram á að fá að- stöðu fyrir styttu af landvætti Ís- lands yst í vesturfjórðungi lands- ins, en sá landvættur er griðungur- inn í skjaldarmerkinu. „Hugmynd mín er sú að reisa fjórar styttur í fjórum landsfjórðungum af land- vættum Íslands. Landvættirnir sem koma fyrir á skjaldarmerki Ís- lands sem griðungur í vestur, dreki í norður, gammur í austur og berg- risi í suður. Sjálfur kalla ég þessar styttur; Verndarvætti Íslands. Þetta sama erindi hef ég því sent á sveit- arfélagið Fjallabyggð, Fjarðabyggð og Samtök sveitarfélaga á Suður- landi,“ segir Guðbrandur í samtali við Skessuhorn. Hann segir að þessi hugmynd hafi fæðst fyrir tveimur árum, að reisa styttur af landvættum Ís- lands. Hver stytta á að vera tákn fyrir þessa gömlu trú og eins og sést á skjaldarmerki Íslands. Ég er sannfærður um að þetta mun vekja mikla athygli. Ég geri ráð fyrir því að hver stytta verði um fjórir metr- ar á hæðina og að útlitið fyrir hverja verði svipað og við sjáum á skjalda- merkinu. Ég er viss um að hver stytta mun draga að ferðamenn; ís- lenska sem erlenda.“ Guðbrand- ur bendir á að sagan segi að ekki megi styggja landvætti, það boði ólán. Hann hyggst senda beiðni um styrk til Ferðamálastofu og ef hann fái jákvæðar undirtektir þaðan sem og frá sveitarfélögunum sem í hlut eiga muni hann leita til hópfjár- mögnunar um verkefnið. mm Guðbrandur Jónsson. Vill reisa styttur af landvætt- unum í hverjum fjórðungi Skjaldarmerki Íslands sýnir fjóra land- vætti sem Guðbrandur vill minnast með því að reisa styttu um hvern og einn í fjórum landshlutum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.