Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2017, Page 16

Skessuhorn - 18.10.2017, Page 16
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 201716 Valdimar Reynisson er skógarvörð- ur á Vesturlandi og hefur starf- að við skógrækt síðan 1990. Hann hefur starfað í Hvammi í Skorradal frá árinu 2011, en þar er starfsstöð þjóðskógasviðs Skógræktarinnar á Vesturlandi. Starfssvæði þjóðskóga- sviðs Skógræktarinnar á Vesturlandi nær frá Dölum og suður í Hafnar- fjörð og telur samtals 30 skógræktar- svæði, en þar af eru átta í Skorradal. Skessuhorn hitti Valda í Hvammi og fræddist um starfsemi þjóðskógasviðs Skógræktarinnar á Vesturlandi. „Við sjáum um jarðir sem Skógræktin á og hefur umsjá yfir, það er að segja rík- isjarðir. Samtals eru þetta 30 svæði í landshlutanum. Nokkur þeirra eru leigð út til skógræktarfélaga og ann- arra félagasamtaka, til dæmis Vatna- skógur sem er alfarið í umsjá KFUM og K, sem einmitt leigir skóginn af Skógræktinni,“ útskýrir hann. „Flest verkefni okkar eru hér í Skorradal,“ segir hann. Hjá Skógræktinni á Vesturlandi eru tveir starfsmenn í fullu starfi auk Valda og von er á einum til við- bótar um næstu mánaðamót. „Auk þess fáum við síðan til okkar nema á hverju ári frá hinum ýmsu lönd- um. Flestir koma frá Danmörku en í gegnum tíðina hafa komið hing- að skógfræðinemar frá flestum Evr- ópulöndum,“ segir Valdi. „Það er dálítið skrítið þegar maður hugsar út í það. Skógar eru ekki beint það fyrsta sem maður tengir við Ísland,“ bætir hann við. „En það eru auðvitað sömu grunnatriðin í skógrækt sama hvar maður er í heiminum. Þetta eru sömu fræðin og sömu handtökin,“ bætir hann við. Gróðursetning stærsta verkefnið Stærsta verkefni Skógræktarinn- ar er í raun einfalt; gróðursetning trjáa. „Við gróðursetjum um það bil 30 þúsund plöntur á okkar svæði á hverju ári. Í sumar gróðursettum við einkum á Stóru-Drageyri hér við Skorradalsvatn, en einnig tölu- vert í Litla-Skarði,“ segir Valdi en bætir því við að víðast hvar í lands- hlutanum hafi verið unnið að gróð- ursetningu undanfarin ár. „Við vor- um til dæmis að ljúka verkefni vestur í Dölum árið 2015. Þar var gróður- sett töluvert mikið í Laxaborg. „Það verkefni er samstarf Skógræktarinn- ar og Landsvirkjunar. Það gengur út á að þeir kolefnisjafna sína starfsemi með því að gróðursetja í landi Skóg- ræktarinnar. Síðan förum við bráðum að vinna ræktunaráætlun fyrir Skóga á Felsströnd, en vantar peninga í það verkefni sem stendur,“ bætir hann við og kveðst vona að peningar fáist í það verkefni áður en langt um líður. Við erum að hefja samstarf við Faxaflóa- hafnir í svipuðu verkefni, sem ætl- að er til að kolefnisjafna þeirra starf- semi,“ segir hann. Kolefnisjöfnun færist í aukana Verkefni við kolefnisjöfnun hafa að sögn Valda verið að færast í aukana á allra síðustu árum. „Kolefnisjöfn- un er tiltölulega nýtilkomin en verð- ur vonandi meiri í framtíðinni. Þetta er einföld leið fyrir fyrirtæki sem eru að vinna í því að fá alþjóðlega græna vottun og/eða til að minnka kolefnis- sporið sitt. Hluti af því ferli er að kol- efnisjafna starfsemina,“ segir hann. „Ef áhugi er á slíku samstarfi hjá fyr- irtækjum, stórum sem smáum, þá er Skógræktin opin fyrir því,“ bætir hann við. „Þegar við semjum við fyr- irtæki þá er oftast samið um ákveðna upphæð á ári sem dugar þá fyrir tölu- verðu magni af plöntum. Skógræktin vinnur skýrslu og viðurkenndur aðili þarf að skrifa upp á að kolefnisjöfn- unin hafi farið fram samkvæmt bók- inni og allar mælingar og útreikning- ar hafi verið framkvæmdir með við- urkenndum hætti,“ útskýrir Valdi. Hann segir kolefnisjöfnun vera hluta af svokölluðu grænu bókhaldi fyrirtækja, þ.e. bókhald um hvern- ig umhverfismálum er háttað í við- komandi starfsemi. „Það hefur orð- ið mikið stökk fram á við hvað þetta varðar. Fólk er farið að hugsa að það þurfi kannski að gera eitthvað til að bregðast við loftslagsbreytingum og losun gróðurhúsalofttegunda,“ seg- ir Valdi og brosir. „Ein einfaldasta og líklega hagkvæmasta leiðin til að binda kolefni er einmitt með því að rækta skóg.“ Viðhalda og auka auðlindina Aðspurður um verkefni komandi tíð- ar hjá Skógræktinni á Vesturlandi segir Valdi að þar fari mest fyrir gróðursetningu. „Við viljum gjarnan ná plöntufjöldanum upp aftur. Það varð mikill niðurskurður á framlög- um til Skógræktarinnar eftir hrun og þá féll plöntufjöldi á landinu úr 6,2 milljónum plantna sem plant- að var árlega og niður í um það bil þrjár milljónir. Fjöldi plantna í dag er tæplega fjórar milljónir og við vild- um helst ná honum upp í sex millj- ónir aftur á næstu árum, en allt velt- ur þetta á því fjármagni sem við höf- um til ráðstöfunar. Fyrst og fremst viljum við gróðursetja til að viðhalda og auka þá auðlind sem skógurinn er, en um leið bindum við gríðarlegt magn af kolefni og jarðvegi. Við eig- um töluvert mikið land á Vesturlandi sem er óplantað. Það er því töluverð vinna framundan við gróðursetningu næstu árin,“ segir hann. Elkem stærsti viðarkaupandinn Skóga þarf að grisja reglulega til að hann geti vaxið og dafnað sem best. „Við reynum að nota haustin og vet- urinn sem mest í það,“ segir Valdi. Þá eru veikburða tré felld og þar með fá stærri og burðugri tré sem eftir standa meira pláss til að vaxa og dafna. Fyrir vikið verður skógurinn sterkari og gefur af sér betri við með tímanum. Við grisjun skóga fellur til töluvert mikið af viði sem Skógrækt- in selur. Elkem Ísland er stærsti ein- staki kaupandi trjáa sem felld eru, en trjákurl er keyrt inn á ofna Járn- blendiverksmiðju Elkem á Grund- artanga. Járnblendiverksmiðjan not- ar kurlið til að ná úr því kolefninu, kolefnið er notað í málmblöndurnar. „Með því að nota timbur í stað kola eða koks sem kolefnisgjafa næst betra kolefni sem nýtist í meiri gæðamálm- blöndur. Elkem kaupir langmest af grisjunarviði sem gerir okkur í raun og veru kleift að grisja skógana eins og við þurfum. Ef þeirra viðskipta nyti ekki við ættum við í vanda með að losna við allt efnið sem til fell- ur,“ segir Valdi. „Engu að síður hefur orðið mikil aukning síðustu ár í sölu á kurli og eldivið til einstaklinga og fyrirtækja. Við vildum gjarnan hafa breiðari markað, því skógarnir eru orðnir betri og sífellt stærri hluti af því sem fellur til við grisjun væri hægt að nýta í flettingu, það er að segja spýtur,“ segir hann. „Við erum svona að stíga inn í það hér á Íslandi að eiga alvöru nytjaskóga en virðiskeðjan er ekki tilbúin ennþá. Það er til dæm- is lítill markaður fyrir íslenskan við, þó skógarnir séu að komast í svipað ástand og þekkist í alvöru skógrækt- arlöndum,“ útskýrir hann. „Það er mjög gaman fyrir mig, sem búinn að vera lengi í þessum bransa, að upplifa það,“ segir Valdi og brosir. Íslenskur viður er góður kostur Sem reyndur skógarbóndi kveðst hann sjá marga möguleika til fram- tíðar í skógrækt á Íslandi. „Ef við náum að sannfæra byggingariðnað- inn um að íslenskt timbur sé góður kostur í klæðningar til dæmis þá gæt- um við aukið framleiðslu töluvert,“ segir hann. „Hins vegar er ljóst að hér er ekki hægt að rækta mesta há- gæðaefnið, það er of kalt til að rækta bæði eik og beyki að einhverju gagni hérlendis,“ segir hann. „En við erum með gott greni og prýðilegt lerki. Síðan er það öspin. Hún fékk á sig vont orð því talið var að rætur hennar hefðu skemmt ýmis mannvirki í borg- um og bæjum auk þess að vera ónýt- ur smíðaviður. Það er ekki alls kostar rétt en hún líður enn fyrir það. Öspin er mjög hentugur viður til að smíða til dæmis hurðir og innréttingar úr. Hún er létt og sveigjanleg en á sama tíma feykilega sterk,“ segir Valdi. Gaman að taka á móti hópum Eitt af verkefnum Skógræktarinn- ar undanfarin ár hefur verið að opna skóga landsins. „Í því felst að gera skógana aðgengilega til að fólk geti notið þeirra. Til þess þarf meðal ann- ars að leggja göngustíga og fleira í þeim dúr. Á næsta ári eigum við von á hópi frá sjálfboðaliðasamtökunum Seed, sem munu vinna við gangstíga- gerð í okkar umdæmi, undir hand- leiðslu verkstjóra að sjálfsögðu,“ seg- ir Valdi. Hann segir það hafa færst í aukana að fólk heimsæki skógana, komi jafnvel við hjá honum og vilji fræðast. „Eitt af hlutverkum Skóg- ræktarinnar er að miðla þekkingu á skógrækt. Það er mikilvægt því þá get- um við bent fólki á að gera ekki sömu mistökin og við,“ segir hann léttur í bragði, „en auk þess að auka skilning almennings á vistkerfinu „skógur“ og þýðingu skóga fyrir land og þjóð,“ bætir hann við. „Það er alltaf gam- an að fá hópa í heimsókn, hvort sem það eru ferðamenn eða skólahópar. Sérstaklega gaman er þegar leik- og grunnskólabörn koma í heimsókn. Þá er oft glatt á hjalla, eins og fyrir jól- in þegar krakkarnir sækja sér jólatré. Við höfum haft eina helgi opna í Sel- skógi þar sem fólk kemur og hegg- ur sitt tré, þiggur ketilkaffi og kakó. Það er alltaf sama fólkið sem kemur og mjög skemmtilegt. En síðan eru börnin frá Hvanneyri með alveg sér dag. Þá velja þau tré fyrir skólann sinn, höggva það undir handleiðslu okkar og kennaranna og drösla því síðan inn í rútu. Þau taka alveg hálf- an daginn í verkið og það er alltaf jafn gaman,“ segir Valdi að endingu. kgk „Ein einfaldasta leiðin til að binda kolefni er að rækta skóg“ - segir Valdimar Reynisson, skógarvörður á Vesturlandi Valdimar Reynisson, skógarvörður á Vesturlandi. Valdi sagði blaðamanni frá hinum ýmsu tegundum sem blasa við í kringum húsnæði Skógræktarinnar í Skorradal. Hér segir hann frá fjallarósinni sem enn má sjá nokkuð víða í görðum, einkum í eldri hverfum. Blöð gráreynis og ber hans í bakgarðinum í Hvammi. Tegundirnar skóginum í Hvammi eru fjölbreyttar. Með voldug grenitré í baksýn.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.