Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 20178
Lambalæri fyr-
ir tvo frá 1944
LANDIÐ: „Lambalæri
fyrir tvo með brúnni sósu
er nýjung í 1944 vörulín-
unni og þáttur í vöruþróun
SS á lambakjöti,“ segir í til-
kynningu. „Þetta er þægi-
leg og handhæg lausn sem
tekur aðeins 15-20 mín að
hita í stað þess að elda heilt
lambalæri í ca. 2 klukku-
stundir. Fólk ákveður síð-
an sjálft hvaða meðlæti
það velur með lambalær-
inu. Hver bakki inniheld-
ur hæfilegt magn af lamba-
kjöti og sósu fyrir tvo ein-
staklinga, sem stuðlar að
minni matarsóun. Lam-
blærið er hægeldað við 80
°C sem tryggir meyrara
kjöt og að vítamín og nær-
ingarefni halda sér. Fljót-
lega lúxusmáltíð á skyndi-
bitaverði.“
-mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana 7. - 13. október
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes: 3 bátar.
Heildarlöndun: 29.474 kg.
Mestur afli: Ebbi AK: 19.038
kg í þremur löndunum.
Arnarstapi: 2 bátar.
Heildarlöndun: 19.607 kg.
Mestur afli: Tryggvi Eð-
varðs SH: 17.070 kg í fjórum
róðrum.
Grundarfjörður: 8 bátar.
Heildarlöndun: 211.097 kg.
Mestur afli: Hringur SH:
65.702 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 7 bátar.
Heildarlöndun: 66.225 kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarna-
son SH: 14.151 kg í þremur
róðrum.
Rif: 14 bátar.
Heildarlöndun: 139.186 kg.
Mestur afli: Rifsnes SH:
73.574 kg í einni löndun.
Stykkishólmur: 5 bátar.
Heildarlöndun: 86.464 kg.
Mestur afli: Hannes Andr-
ésson SH: 30.912 kg í fimm
róðrum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Rifsnes SH - RIF:
73.574 kg. 11. október.
2. Hringur SH - GRU:
65.702 kg. 11. október.
3. Steinunn SF - GRU:
51.000 kg. 8. október.
4. Helgi SH - GRU:
46.413 kg. 9. október.
5. Farsæll SH - GRU:
40.767 kg. 10. október.
-kgk
Bleika slaufan
að seljast upp
LANDIÐ: „Landsmenn
hafa tekið átaki Krabba-
meinsfélagsins, Bleiku slauf-
unni, opnum örmum því
birgðir af slaufunni hjá
Krabbameinsfélaginu eru
uppurnar,“ segir í tilkynn-
ingu frá félaginu. Enn eru
þó til slaufur hjá einhverjum
sölustaða um landið. Silfur-
slaufan sem framleidd var í
takmörkuðu upplagi og ein-
ungis seld hjá gullsmiðum
og Krabbameinsfélaginu er
nú uppseld.
-mm
Málþing um
reiðvegi á
Íslandi
LANDIÐ: Síðastliðinn
laugardag stóð Landssam-
band hestamannafélaga fyr-
ir málþingi í Menntaskóla
Borgarfjarðar um úrbætur í
reiðvegamálum. Um mikil-
vægt málefni er að ræða fyrir
hestamenn hvarvetna á land-
inu. „Fjármagn til reiðvega
hefur staðið í stað í langan
tíma og dugar vart til að við-
halda þeim reiðvegum sem
fyrir eru. Málþinginu var
ætlað að setja saman áskor-
un til yfirvalda um aukið
fjármagn til reiðvegagerð-
ar og viðhalds, auk annarra
mikilvægra málefna eins og
að skilgreina reiðvegi í um-
ferðalögum og tryggja ör-
yggi ríðandi umferðar gagn-
vart annari umferð,“ sagði í
frétt LH af þinginu.
-mm
Briddsspilarar
byrjaðir með
vetrarstarfið
AKRANES: Félagar í
Bridgefélagi Akraness hafa
nú komið saman tvisvar í
haust yfir spilaborðinu. Spil-
að er á fimmtudagskvöldum
í sal VLFA við Kirkjubraut
40 og hefst spilamennsk-
an klukkan 19:30. Að sögn
Einars Guðmundssonar for-
manns verður næstu fimmtu-
daga spilaður tvímenningur,
stök kvöld. „Allir sem vilja
eru velkomnir og áhugasam-
ir hvattir til að mæta. Alltaf
er heitt á könnunni og gleðin
við völd,“ segir Einar.
-mm
Stjórn Viðreisnar hefur staðfest
framboðslista flokksins í Norðvest-
urkjördæmi fyrir alþingiskosning-
arnar 28. október. „Listinn end-
urspeglar þann breiða hóp sem að
framboðinu stendur; fólk úr við-
skiptalífinu, menntamálum og mat-
reiðslu. Frambjóðendurnir eru á
öllum aldri, með ólíka reynslu að
baki en sameiginlega sýn á framtíð
Íslands. Listinn er fléttaður kon-
um og körlum til jafns og er leidd-
ur af Gylfa Ólafssyni, heilsuhag-
fræðingi og aðstoðarmanni fjár-
mála- og efnahagsráðherra,“ segir í
tilkynningu. Í öðru sæti á listanum
er Lee Ann Maginnes lögfræðing-
ur, í þriðja Haraldur Sæmundsson
matreiðslumeistari, í fjórða Sigrún
Helga Lund dósent í tölfræði og í
fimmta sæti Jón Ottesen Hauksson
framkvæmdastjóri. mm
Viðreisn birti lista í Norðvesturkjördæmi
Gylfi Ólafsson skipar efsta sæti listans
líkt og fyrir síðustu kosningar.
Flokkur fólksins býður fram í
Norðvesturkjördæmi undir lista-
bókstafnum F. Í efsta sæti listans
er Magnús Þór Hafsteinsson fv.
alþingismaður, fiskifræðingur og
rithöfundur á Akranesi. Í öðru sæti
er Hjördís Heiða Ásmundsdótt-
ir, húsmóðir í Borgarnesi, í þriðja
sæti Júlíus Ragnar Pétursson, sjó-
maður Patreksfirði, í fjórða sæti
Ágúst Heiðar Ólafsson kerfóðr-
ari Akranesi og í fimmta sæti Erna
Gunnarsdóttir húsmóðir Borgar-
nesi.
mm
Magnús Þór efstur á lista Flokks fólksins
Miðflokkurinn, nýr flokkur undir
forystu Sigmundar Davíðs Gunn-
laugssonar, hefur nú kynnt fram-
boðslista sinn í Norðvesturkjör-
dæmi. Flokkurinn býður fram
undir listabókstafnum M. Efsta
sæti listans skipar Bergþór Óla-
son framkvæmdastjóri á Akra-
nesi. Í öðru sæti er Sigurður Páll
Jónsson, útgerðarmaður í Stykk-
ishólmi og í þriðja sæti er Jón Þór
Þorvaldsson flugstjóri, búsett-
ur í Reykjavík en frá Reykholti
í Borgarfirði. Fjórða sæti skip-
ar Maríanna Eva Ragnarsdóttir
bóndi á Stórhóli í Húnavatnssýslu
og fimmta sæti Aðalbjörg Óskars-
dóttir, kennari og útgerðarkona á
Drangsnesi. mm
Miðflokkurinn kynnti framboðslista
í Norðvesturkjördæmi
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir,
Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári
McCarthy hafa fengið umboð sem
málsvarar Pírata og samingamenn
í komandi kosningum. Þetta var
ákveðið á félagsfundi Pírata. Þór-
hildur Sunna verður aðalsamnings-
aðili Pírata og mun því gegna hlut-
verki „ígildis formanns flokksins í
komandi stjórnarmyndunarviðræð-
um,“ eins og það er orðað.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er
oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suð-
ur. Hún er lögfræðingur að mennt
en hún lærði alþjóða- og Evrópu-
lög í háskólanum í Groningen og
sérhæfði sig með meistaragráðu í
mannréttindum og alþjóðlegum
refsirétti í háskólanum í Utrecht.
Hún er þingmaður Pírata frá árinu
2016, er varaformaður þingflokks
Pírata og hefur starfað í trúnaðar-
stöðum fyrir flokkinn síðan árið
2015. „Skipun Þórhildar Sunnu,
Helga og Smára er liður í lokaund-
irbúningi Pírata fyrir kosningar en
fjárlög Pírata og helstu áherslumál
verða kynnt í þessari viku,“ sagði í
tilkynningu. mm
Skipuð til forsvars hjá Pírötum
Síðastliðið fimmtudagskvöld sýndi
Stöð2 kjördæmaþátt þar sem leið-
togar níu framboða sem bjóða fram
í Norðvesturkjördæmi sátu fyr-
ir svörum undir stjórn Höskuldar
Kára Schram fréttamanns. Í þætt-
inum var birt niðurstaða skoð-
anakönnunar sem stöðin lét fram-
kvæma í kjördæminu. Samkvæmt
henni eru miklar sviptingar í fylgi
flokka frá kosningunum fyrir ári
síðan.
Vinstri hreyfingin grænt fram-
boð mældist í könnuninni stærsti
flokkurinn í kjördæminu, með
30,2% fylgi. Sjálfstæðisflokkur er
næststærstur með 26,1%. Þriðji
stærsti flokkurinn er Samfylking
með 11% og Miðflokkurinn mælist
með litlu minna fylgi eða 10,3%.
Fylgistap Framsóknarflokks er um-
talsvert, en flokkurinn mælist nú
með 6,2% og Píratar tapa einnig,
mælast með 5,5%. Aðrir flokkar
eru langt frá því að ná manni á þing
samkvæmt könnuninni. Flokkur
fólksins mælist með 3,4%, Viðreisn
1,4% og Björt framtíð 1,1%. Gera
má ráð fyrir að ef þetta yrði niður-
staða kosninga muni VG fá þrjá
kjördæmakjörna þingmenn í NV
kjördæmi, Sjálfstæðisflokkur tvo,
en Samfylking og Miðflokkur sitt
hvorn. Áttundi þingmaður kjör-
dæmisins er landskjörinn og ræðst
því af „ónotuðu“ fylgi viðkomandi
flokka á landsvísu. Kjördæmakjör-
inn þingmaður gæti þannig komið
frá Framsóknarflokki, Sjálfstæðis-
flokki eða Pírötum samkvæmt þess-
um niðurstöðum. mm
Leiðtogar lista í NV kjördæmi
hittust í spjallþætti á Stöð2