Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 27
Pennagrein
Pennagrein
KOSNINGAR2017
Það var greinilega fátt sem hefði
raskað ró ferðamannsins sem svaf
í tjaldinu sínu skammt fyrir neð-
an þjóðveginn frá Grundarfirði til
Ólafsvíkur. Hann bærði ekki á sér
þegar unnið var að því að koma smá-
bíl upp á þjóðveginn sem farið hafði
útaf rétt við hlið tjaldsins. Mikl-
ar tilfæringar með tilheyrandi há-
vaða þurfti til að koma bílnum aft-
ur upp á veginn, en hann hafði farið
langt út af og endað ofan í lítilli vík
sem þarna er og rétt sást í bílinn frá
veginum. Það er spurning hvort það
var ferðaþreyta eða hreina íslenska
sveitaloftið í nágrenni Kirkjufellsins
sem varð til þess að tjaldbúinn svaf
allt af sér. þa
Áð utan skilgreindra tjaldstæða
Í hverri einustu kosningavertíð
keppast flokkar við að lofa hinu og
þessu fyrir eldri borgara. En ekkert
gerist, sama hversu oft sömu flokk-
arnir lofa sömu aðgerðunum, sem
er ákaflega furðulegt þar sem eldri
borgarar eru ekki bara með öflug-
ustu kjörsóknina heldur hafa þeir
líka haft heila ævi til að kjósa sér yf-
irvöld við hæfi. Maður myndi halda
að hópurinn með flest atkvæðin
og bestu kjörsóknina hefði valdið,
svo afhverju er þetta svona hávært
kosningamál?
Þennan heilabrjót hef ég kall-
að „eldri borgara-þversögnina“ og
svarið liggur í rotnum innviðum
lýðræðis á Íslandi.
Annað dæmi væri hvernig reglu-
gerðir og aðgerðir húsnæðismark-
aðarins miðast við að allir lands-
menn tilheyri einhvers konar
ímyndaðri millistétt. Svo ekki sé
minnst á kvótakerfið. Ég hef tak-
markaðan áhuga á því málefni, en
hvort sem þú ert með því eða á
móti þá vill stór hluti þjóðarinnar
breytingar á sjávarútvegi, en aldrei
kemst umræðan lengra en pistlar
í fjölmiðlum. Eitthvert dulið vald
hindrar almannaviljann. Ég kem
frá stöðum þar sem fólk byggir ekki
bara vikuna sína heldur búsetu og
ævi í kringum útgerðarfyrirtæki
sem svo kasta mannafla sínum fyrir
borð við minnsta tilefni. Þú getur
gefið fyrirtæki lífið þitt, en þegar
lýðræði skortir færðu ekki að ráða
meiru en bragði frostpinnans.
Hér vil ég benda ykkur á stefnu-
mál Pírata, sem aldrei hafa svikið
eldri borgara: Afnám frítekjumarks,
uppboðslausn kvótans, gagnsæja
stjórnsýslu og
opið lýðræðis-
legt ferli flokks-
ins, svo fátt eitt sé nefnt.
En það skiptir engu máli hvað Pí-
ratar ætla að gera á meðan lýðræð-
isvitund Íslands stendur á brauðfót-
um. Það er Gamla-Íslands pólitík-
in að flokkar valsi inn á peningum
og glysi og segi kjósendum hvað sé
í boði. Það er sú pólitík sem hefur
komið okkur hingað, og sú pólitík
sem við viljum leggja niður. Hvorki
ég né einhver bakherbergjanefnd
erum í neinni aðstöðu til að ákveða
hvað sé eldri borgurum fyrir bestu.
Það er eldri borgara að ákveða það.
Í lýðræði segja kjósendur stjórn-
völdum hvað sé í boði.
Það er firra að halda að lýðræði
sé að velja á milli gálga og fallöxi á
fjögurra ára fresti. Lýðræði hvorki
byrjar né endar á kjörstað. Lýðræði
byrjar á heimilinu, í skólanum, á
vinnustaðnum og úti á götu.
Ég heiti Halldór Logi Sigurð-
arson og er stuðningsfulltrúi við
Langholtsskóla, uppalinn í Döl-
unum, Akranesi, Hvalfjarðarsveit,
Hornafirði og höfuðborginni. Ég
er 6. maður á lista Pírata í Norð-
vesturkjördæmi en vil minna á að
það skiptir ekki máli hvaðan gott
kemur. Ný öfl, hvort sem það eru
Píratar eða aðrir, eru komin til að
vera og bjóða almenningi að taka
loksins þátt í lýðræðinu.
Í okkar framtíð hafa allir rödd.
Halldór Logi Sigurðsson
Höf. skipar 6. sæti á lista Pírata í
NV kjördæmi.
Eldri borgara-
þversögnin
Pennagrein
Að klára nám, finna sér góða vinnu,
byrja í sambandi, stofna fjölskyldu
og kaupa sér íbúð. Í grunninn er
þetta planið hjá flestum. Ekkert
endilega í þessari röð samt. En
þetta eru stigin á ákveðnu öryggi.
Að vera í góðri vinnu og safna sér
pening er eitthvað sem flestir vilja.
Flestir vilja einnig fara í nám og
læra það sem þeir vilja til að auð-
velda sér sín framtíðarstörf. Því
miður er galli á þessum stigum.
Að klára nám getur verið erfitt
því ekki eru allir jafnir í mennta-
kerfinu. Ríkisrekna framhalds-
skóla- og háskólastigið er að mestu
hannað fyrir nema af höfuðborgar-
svæðinu sem kemst í tíma á hverj-
um degi og er ekki að vinna með
námi til að halda sér uppi.
Að byrja í sambandi og stofna
fjölskyldu getur samt verið auð-
velt. Það er meira að segja hægt
að skella þessu tvennu saman með
einu tinderdeiti og tveimur rauð-
vínsglösum.
En síðan kemur að því að finna
sér húsnæði fyrir sig og fjölskyld-
una sína. Ég hugsa það að flest-
ir vilji ekki búa inná foreldrum
sínum, með sinn maka og börn.
En húsnæðismarkaðurinn býð-
ur manni varla upp á neitt ann-
að. Húsnæðisverð er svo hátt að
maður horfir á tölurnar og hugs-
ar með sér að maður muni aldrei
eiga svona mikinn pening á lífs-
leiðinni. Síðan kom leiðin „fyrsta
fasteign“ sem auðveldaði fólki að
miklu leyti að eiga fyrir útborgun í
íbúð. Við í Framsókn viljum ganga
lengra. En hvernig?
Flestir byrja að vinna um 15 ára,
sumir fyrr og sumir seinna. Þeg-
ar launin eru reiknuð út í hverj-
um mánuði er hluti af þeim tekinn
settur í lífeyrissjóð. Vinnuveitandi
tvöfaldar þennan hluta og legg-
ur í sjóðinn. Þetta er kallað ið-
gjald. Við viljum að fólk eigi þann
möguleika að taka út þetta iðgjald
og nota sem útborgun í íbúð. Þeg-
ar íbúðin er seld þá fer þetta ið-
gjald aftur í lífeyrissjóðina. Þetta
hefur verið prófað í Sviss og virkar
vel þar.
Þú ert í raun að taka lán hjá
sjálfum þér.
Án afborganna.
Án vaxta.
Það er ekki auðvelt að eign-
ast íbúð, en það á ekki að vera
ómögulegt. Við viljum auðvelda
ungu fólki að eiga möguleika á því
að stofna sitt eigið heimili, en ekki
búa í kjallaranum hjá mömmu og
pabba fram á fertugsaldurinn.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir.
Höf. skipar 4. sæti á lista Fram-
sóknarflokksins í NV kjördæmi.
Í kjallaranum hjá
mömmu og pabba
Það eru víst að koma kosningar, ef það
skyldi hafa farið framhjá einhverjum.
Fram til 28. október munu nokkrar
mismunandi stofnanir reyna að sann-
færa þig um að þær séu besta stofnun-
in. Að þær séu stofnunin sem beri að
treysta Íslandi fyrir. Þið þekkið þessar
stofnanir kannski sem flokka.
Hvernig getur nokkur metið að ein
stofnun sé betri en önnur? Hver eru
viðmiðin? Er stofnun ekki góð, nema
hún hafi verið til síðan alltaf? Er stofn-
un ekki góð, nema hún sé nýmóðins?
Er stofnun ekki góð, nema hún sé átt-
glögg og þekki vinstri frá hægri? Eða
er stofnun kannski ekki betri en fólkið
sem ræður innan stofnunarinnar?
Það er erfitt að segja. Það hef-
ur nefnilega enginn sannað að ein-
hver ein stofnun sé best. Þær taka líka
breytingum ár frá ári – eftir því sem
samfélagið breytist og manntal stofn-
ananna með. Eftir því sem eftirsóknar-
verð gildi breytast þá breytast stofnan-
irnar. Allt er breytingum háð.
Öll viljum við að þær stofnanir sem
koma að stjórn landsins sýni okkur
virðingu. Að þær taki tillit til þess sem
okkur finnst. Að þær vilji okkur vel.
Kannski að stofnanirnar láti mótast
af fólkinu í stað þess að þær reyni að
móta fólkið að stofnuninni?
Stofnanir eru í eðli sínu ófullkomn-
ar. Ef þær væru fullkomnar væru þær
nefnilega ímyndun. Hvort sem stofn-
unin er eilífðarvera eða nýburi þá er
hún ófullkomin. Ég veit að við viljum
helst að allir angar allra stofnana ein-
beiti sér eingöngu að því sem kemur
okkur við og teljum jafnvel að það sé
ákveðin fullkomnun. Þá má spyrja –
hvað kemur okkur við? Ætli svörin séu
ekki jafnmörg og fólkið sem spurt er.
Það sem ætti þó að koma öllum við
er að stofnanirnar leitist við að finna
gott svar. Ekki endilega rétt, enda erf-
itt að þekkja hvað er sannanlega rétt,
en allavega gott. Að möguleikar og
málefni séu könnuð og mið tekið af
ólíkum pólum. Ímyndum okkur að
málefnin séu kassi. Við viljum þá að
kassinn sé í þrívídd – með sex hliðar
og innihald að auki – en ekki tvívídd
– með eina hlið, í mesta lagi þrjár, og
ómögulegt að sjá innihaldið.
Það er kannski auðveldara að skoða
kassann þegar hann er í tvívídd. Hann
er mjög auðmeltur. Maður þarf ekki að
hugsa mikið um kassann. En þó kass-
inn sé flóknari í þrívídd þá er heimur-
inn í þrívídd eftir allt saman en ekki
tvívídd. Það er því alger óþarfi að láta
hræða sig með því að kassinn innihaldi
Íslands rjúkandi rústir, eins og gjarn-
an er reynt í kringum kosningar. Það
er afar ólíklegt að það sé niðurstað-
an í þrívídd. Það
er nefnilega allt-
of einföld niður-
staða.
Í Pírötum ræð-
ur enginn einn. Öfugt við það sem
fólk kann að halda þá eru Píratar for-
mannslausir og hafa alltaf verið. Fólk-
ið innan flokksins sker úr um stefnu-
málin. Allir geta skráð sig í flokk-
inn. Allir geta lagt fram tillögu að því
loknu. Líka þú. Fólkið í framlínunni
er einungis í forsvari og vinnur eftir
grunngildum flokksins að niðurstöð-
um í ólíkum málaflokkum. Það hef-
ur kannski einhver sagt þér að Píratar
hafi ekkert gert. Sé það melt í þrívídd
þá má sjá að Píratar hafa ýmislegt gert
og ýmsu náð í gegnum þingið – og það
þrátt fyrir að hafa aldrei verið í ríkis-
stjórn. Píratar leitast við að finna góð
svör sem standast skoðun. Þess vegna
finnst mér þeir bestir. Eða í öllu falli
skástir. Enginn er fullkominn.
Ég trúi því að Píratar séu besta leið-
in til framtíðar sem við getum verið
stolt af. Þess vegna mun ég setja X við
P.
Leifur Finnbogason.
Höf. skipar 13. sæti á lista Pírata í
NV kjördæmi.
Um ófullkomnun stjórnmála
Pennagrein
Við Íslendingar erum fljótir að gagn-
rýna aðrar þjóðir þegar þær fara aug-
ljóslega útaf sporinu. Okkur þótti
Færeyingar óttalega ábyrgðarlausir
í fjármálum þegar þeir lentu í sinni
kreppu 1990 i), en vöruðum okk-
ur ekki á því að við gætum líka lent
í kreppu. Við vorum viss um að við
værum miklu betri og ábyrgari í fjár-
málum en Færeyingar.
Grikkland
Okkur þótti Grikkir óttalega ábyrgð-
arlausir í fjármálum. Gríska ríkið
lenti í skuldavanda eins og íslensku
bankarnir í hruninu. Það var vegna
þess að óábyrgir stjórnmálamenn
höfðu rekið ríkið með halla í lang-
an tíma. Það var hægt meðan það var
ótakmarkað framboð á lánsfé. Eft-
ir nokkur neyðarlán frá Evrópusam-
bandinu og AGS eru skuldir Grikkja
320 milljarðar evra ii). Á núvirði eru
þetta 40 þúsund milljarðar íslenskra
króna. Þetta er há fjárhæð, en ís-
lensku bankarnir fóru á hausinn með
7,5 þúsund milljarða tapi. Þetta tap
er meira á hvern Íslending en hver
Grikki skuldar. Kröfuhafar íslensku
bankanna sátu uppi með tapið.
Þetta voru aðallega erlendir bankar.
„Hrægammarnir“ svokölluðu. iii)
Er hægt að bera þetta saman?
Grískir stjórnmálamenn létu rík-
ið safna skuldum. Íslenskir stjórn-
málamenn (Sjálfstæðis og Fram-
sókn) seldu bankana félögum sínum
og létu þá óáreitta þó að þeir söfn-
uðu gífurlegum skuldum. Í Grikk-
landi var mjög erfitt fyrir erlendar
eftirlitsstofnanir að fá upplýsingar um
ástandið í fjármálakerfinu. Á Íslandi
var Þjóðhagsstofnun lögð niður þeg-
ar hún fór að benda á gífurlegan við-
skiptahalla. Stjórnmálamenn í báðum
löndum sýndu fádæma ábyrgðarleysi
í stjórnun landsmálanna. Leyndar-
hyggjan hjálpaði þeim með að kom-
ast upp með það.
Trump
Við horfum til kosningar Trumps í
Bandaríkjunum með fyrirlitningu
iv). Hvernig geta þeir verið svona
vitlausir að velja mann sem segir
alveg mismunandi hluti um sama
málefnið, bara eftir því hverjir eru
að hlusta? Aðferðin var að punda
röngum upplýsingum á facebook
síður almennings.
Er eitthvað þannig í gangi hér?
Jú, hér stundar hægri hlið stjórn-
málanna alveg sömu vinnubrögð.
Hér fáum við kostuð skilaboð frá
„Andríki“, „sam-
tök skattgreið-
enda“ og „Kosn-
ingar 2017“ v) inná
facebook reikn-
inga okkar. Þetta er rakalaus þvætt-
ingur, en það er nafnlaust, svo það
er eins og að berjast við vindmyllur
að svara því.
Niðurstaða
Núna þurfum við að vara okkur
á áróðrinum. Hann hefur skaðað
aðrar þjóðir, og getur skaðað okk-
ur. Við ættum ekki að umbera það
að uppnefnið „Skatta Kata“ sé not-
að, bara af því að við höfum séð það
svo oft.
Reynir Eyvindsson.
Höf. skipar 7. sæti á lista VG í
Norðvesturkjördæmi.
i) Googlið: „faroe islands financial crisis“
ii) Googlið: “Greek government-debt crisis”
sjá wikipedia/Economic statistics
iii) Ath! Icesave skuldin bliknar í samanburði
við gjaldþrot íslensku bankanna.
iv) Þarna á ég við fólk flest. Ég þekki samt aðila
sem eru ánægðir með að Trump sé að „stríða“
vinstri mönnum með loftslagsmálunum og
fleiru. Þeim finnst það mikilvægara, en sjálf til-
vera jarðarbúa!
v) Ath sama nafn og grúppa sem RUV heldur
úti, en alls ekki sama innihald.
Hlustum og lærum