Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 201728 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmar 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 7 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Pennagrein Pennagrein www.skessuhorn.is KOSNIN GAR 2017 Ég er 42ja ára, kvæntur og á þrjú börn með konunni minni Írinu L Óskarsdótttur. Ég starfa sem flug- stjóri hjá Icelandair og bý í Kópa- vogi. Ég er alinn upp í Reykholts- dal í Borgarfirði, en foreldrar mín- ir Þorvaldur Jónsson og Ólöf Guð- mundsdóttir eru bændur í Brekku- koti. Nú langar til að leggja mitt að mörkum fyrir land og þjóð, fyrir ÍSLAND ALLT. Við þurfum sem þjóð að komast út úr þessari fyrir og eftir hrunspólitík. Halda áfram og horfa fram á veginn og vinna sam- an að skynsamlegum lausnum. Við eigum ekki að gleyma hvað gerð- ist, við eigum að læra af því. Ísland er land tækifæranna. Við erum rík þjóð og höfum öll verkfærin sem til þarf í okkar höndum til að búa svo um hnútana að allir fái að vaxa og dafna, hver á sinn hátt en mynda um leið órofa heild. Við þekkjum öll samtakamátt og einingu þessar- ar þjóðar. Það höfum við marg sýnt eins og t.d. við náttúruhamfarir eða stórsigra í íþróttum. Það er kominn tími á samfélags- sáttmála. Að við ákveðum í hvern- ig samfélagi við viljum búa. Hinn gullni meðalvegur er vandratað- ur en hann er hægt að skapa. Allir þurfa að hafa aðgang að húsnæði, heilsugæslu og heilnæmri fæðu, orku og hreinu vatni. En einnig að góðri menntun. Ekki bara bók- námi, heldur líka verk og tækni- námi. Það er afar mikilvægt að að- gengi að menntun eins og reyndar heilsugæslu sé óháð efnahag. Vegna þess að þekking og nýsköpun er hreyfanleg og ótæmanleg auðlind og ef við útilokum einhvern ákveð- inn hóp frá þátttöku vegna efnahags þá erum við að loka námu sem er fullt af verðmætum. Byggðamál eru mér ofarlega í huga. Byggðir landsins þurfa að vera sterkar og styðja hver við aðra. Sum byggðarlög afla sjáfar- fangs og dafna á því, aðrar á því að rækta búfé, þjónusta ferðamenn, sinna verslun, menntun, þjónustu, heilsugæslu o.s.fv. Það er mikilvægt að skilja samhengi hlutanna þegar rætt er um byggðamál. Forsenda góðrar byggðastefnu eru góðar samgöngur og fjarskipti. Við þurf- um að ljósleiðaravæða allt land- ið og vera tilbúin að þróast. Mörg störf getur fólk unnið hvaðan sem er ef nettenging er góð og áræðan- leg. Það gefur fólki val um búsetu. Samgöngur eru önnur grunnstoð. Vegakerfið okkar var hannað fyrir áratugum síðan og miðaði við allt annan umferðaþunga en nú mæð- ir á því. Ríkið innheimtir gjöld sem ætluð eru til uppbyggingar og við- halds á þessu kerfi en þeir pening- ar skila sér ekki í þau verkefni sem þeim var ætlað. Við þurfum að breyta því og ráðast í framkvæmdir í samvinnu við einkaaðila um upp- byggingu og viðhald á vegakerfi landsins. Það er afar brýnt að ekki sé verið að horfa eingöngu til verk- efna á sv horni landsins, heldur einnig í hinum dreifðu byggðum og að við gerum áætlanir sem eru raunhæfar og klárum af krafti þau verkefni sem ráðist er í hverju sinni svo þau geti farið að skila okkur arði sem þjóð. Ég sækist eftir atkvæði þínu í komandi Alþingiskosningum. X-M! Kveðja, Jón Þór Þorvaldsson Kæru kjósendur! Í lok síðustu viku vakti ungt fólk at-hygli á þeim mikla aðstöðumun sem felst í því að eiga langveikt barn á landsbyggðinni. Þórir og Guðrún Kristín eru búsett á Ísafirði og eiga soninn Birki Snæ sem er tæplega tveggja ára gamall. Birkir Snær hef- ur verið veikur frá fæðingu, og var greindur með krabbamein í apríl í fyrra. Það fylgir því mikið álag og vinna að eiga langveikt barn. Birk- ir Snær þarf að sækja sína sérhæfðu læknisþjónustu á Landsspítalann. Þar er hann í lyfjameðferð og rann- sóknum að minnsta kosti einu sinni í mánuði, stundum oftar. Þetta þýð- ir mikinn ferðakostnað og vinnutap foreldranna og til að bæta gráu ofan á svart er aðeins greitt fyrir einn fylgdarmann með barninu. Í svona aðstæðum þarf barn á báðum for- eldrum sínum að halda og foreldr- arnir þurfa hvort á öðru að halda. Þegar fólk þarf að ferðast svona oft til að sækja læknisþjónustu með til- heyrandi vinnutapi og kostnaði fer þetta að taka verulega í budduna hjá öllu venjulegu fólki. Á síðasta ári fengu þau Þórir og Guðrún Krist- ín 60% endurgreitt af ferðakostn- aði, sem þau voru búin að leggja út fyrir. Þessu þarf að breyta. Sjúkratryggingakerfið þarf að virka fyrir fólk og á að jafna að- stöðumun, og gera fólki kleyft að sækja þá þjónustu sem þörf er á hverju sinni. Í 1. grein laga um sjúkratryggingar segir að mark- miðið með lögunum sé að tryggja sjúkratryggðum aðstoð til vernd- ar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Til að uppfylla þetta lagaákvæði þarf augljóslega að hækka endur- greiðslur vegna ferðakostnaðar. Það er ekki í lagi að fárveik börn geti ekki haft báða foreldra sína hjá sér án þess að þurfa bera megnið af kostn- aðinum sjálf. Ég vil að foreldrar langveikra barna fái að beina kröftum sínum í umönnun barnanna sinna og hugsa um hvort annað í erfiðu aðstæðum. Þess vegna verðum við að breyta kerfinu og láta það virka fyrir fólk. Við í Samfylkingunni viljum öfl- uga, opinbera heilbrigðisþjónustu og vera í fremstu röð þjóða á því sviði. Þjónustan sé öllum aðgengi- leg óháð efnahag og búsetu og að kröfur um gæði, hagkvæmni og ör- yggi séu skýrar. Arna Lára Jónsdóttir Höf. skipar 2. sæti á lista Samfylk- ingarinnar í Norðvesturkjördæmi Heilbrigðiskerfið þarf að virka fyrir fólk Mikill vöxtur hefur verið í ferða- þjónustu síðustu ár. Einhverjum þykir sá vöxtur e.t.v. of mikill en það er ekki síst greininni að þakka hvað heilsársstörfum hefur fjölgað og búseta hefur verið tryggð fyrir fjölmarga á landsbyggðinni. Efna- hagsbati hefur verið góður í land- inu og talið er að um 50% af hag- vaxtaraukningu megi rekja til grein- arinnar. Mikilvægt er að forsvars- menn ferðaþjónustunnar, ríkið og sveitarfélög komist að samkomu- lagi um stýringu og uppbyggingu í greininni í sátt við náttúru landsins og íbúa. Nýverið komu fram hugmyndir um aukna skattheimtu á greinina í formi hækkunar á virðisaukaskatti. Þessar viðbótarálögur á greinina koma fram á þeim tíma sem afkoma í ferðaþjónustunni hefur hrapað vegna styrkingu krónunnar. Ljóst er að ákvarðanir um frekari skatt- heimtu hafa verið teknar í fljót- færni, af litlum skilningi á greininni og í engu samráði við hagsmuna- samtök greinarinnar. Mikil fjárfest- ing hefur átt sér stað á síðustu árum í uppbyggingu tengdri ferðarþjón- ustu um land allt. Eftirfarandi eru nokkrir punktar sem vert er að hafa í huga. • Ferðaþjónustan er útflutn- ingsgrein. Munurinn á ferðaþjón- ustunni og öðrum útflutningsgrein- um er sá að salan á vörunni (pakka- ferðum til landsins) fer fram erlend- is en varan er afhent hér á landi. • Ferðaþjónustan greiðir nú þegar 11% virðisaukaskatt ólíkt okkar stóru útflutningsgreinum sem greiða engan virðisaukaskatt. • Algengt er að launakostn- aður sé um 40% af veltu í ferða- þjónustu. Ferðaþjónustan greiðir því hærri skatta en flestar atvinnu- greinar í formi launatengdra gjalda til ríkis og sveitarfélaga. Ljóst er að ferðaþjónustan er eins og aðrar útflutningsgreinar í sam- keppni um viðskipti á alþjóðamark- aði. Því er mikilvægt að tryggja greininni rekstraraðstæður sem eru samkeppnishæfar við önnur lönd sem við erum í samkeppni við. Ástæðan fyrir miklum afbókunum ferðasöluaðila hér á landi snemma á árinu má rekja til þess að pakkaferð- ir til landsins voru orðnar tugpró- sentum hærri en sambærilegar ferð- ir til samkeppnislanda okkar. Þau rök sem legið hafa að baki frekari skattheimtu á greinina snúa að því að nauðsynlegt sé að fækka ferða- mönnum og draga úr vexti. Þó ein- hverjum þyki e.t.v. höfuðborgin og Suðurlandið vera fullsetið ferða- mönnum þá blasir sú staða alls ekki við á landsbyggðinni. Ferðaþjónustan er orðin ein af þremur stærstu atvinnugrein- um landsins í gjaldeyrisöflun. Hér erum við með atvinnugrein sem er að festa sér rætur um land allt með jákvæðum samfélagslegum áhrifum og bættum búsetuskilyrðum. Mik- ilvægt er að þær ákvarðanir sem teknar eru sem lúta að afkomu og uppbyggingu greinarinnar sér vel ígrundaðar. Við megum hreinlega ekki við því á landsbyggðinni að sú uppbygging sem hefur átt sér stað á skömmum tíma glatist. Greinin þarf svigrúm til að vaxa og dafna í sátt við náttúru landsins og þjóð okkur öllum til heilla. Guðveig Anna Eyglóardóttir. Höf. skipar 5. sæti á lista Fram- sóknarflokksins í NV kjördæmi. Skattur á ferðaþjónustu Pennagrein

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.