Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2017, Síða 31

Skessuhorn - 18.10.2017, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Kristján Björn Snorrason varð um helgina Íslandsmeistari í einmenn- ingi í bridds. Hlaut hann 57,4% skor. Fast á hæla hans var Sigurjón Harðarson með 57,1% og þriðji Akureyringurinn Frímann Stefáns- son með 56,1%. Alls tóku 32 spil- arar þátt í mótinu að þessu sinni. Kristján Björn er Skagfirðingur að uppruna, en er vestlenskum spil- urum að góðu kunnur, bjó lengi í Borgarnesi og stýrði þar banka- útibúi. mm Kristján Björn Íslands- meistari í einmenning Snæfellskonur léku fyrsta heimaleik sinn í Domino‘s deild kvenna í körfu- knattleik þennan veturinn þegar lið- ið mætti Haukum á miðvikudag. Lið- in hafa marga hildina háð síðustu ár, leikið spennandi leiki í úrslitum Ís- landsmótsins og bikarkeppninnar. Því var búist við hörkuleik í Stykkis- hólmi og sú varð einmitt raunin. Haukar byrjuðu af krafti og kom- ust í 7-14 um miðjan upphafsfjórð- unginn en skömmu síðar hafði Snæ- fell minnkað muninn í eitt stig, 15-16. Haukar voru heldur sterkari næstu mínútur og leiddu 19-23 að loknum fyrsta leikhluta. Snæfell jafnaði og komst síðan stigi yfir snemma í öðr- um fjórðungi og ljóst að hvorugt lið ætlaði að gefa tommu eftir. Gestirnir komust yfir að nýju og liðin fylgdust að fram að hálfleik. Haukar leiddu með fjórum stigum í hléinu, 42-46. Snæfell átti góða byrjun í síðari hálfleik og jafnaði metin í 46-46. Eft- ir það tóku Haukakonur hins vegar öll völd á vellinum og náðu 16 stiga forskoti fyrir loka fjórðunginn, 51-67. En Snæfellsliðið er ekki þekkt fyrir að leggja árar í bát. Þær héldu gestunum stigalausum fyrstu fjórar mínúturnar í fjórða leikhluta og minnkuðu mun- inn í níu stig. Þær sóttu í sig veðrið eftir því sem leið nær lokum, færð- ust sífellt nær Haukum og minnkuðu muninn í tvö stig þegar aðeins 23 sekúndur voru eftir á klukkunni. En þrátt fyrir mikla og drengilega bar- áttu komust þær ekki lengra og þurftu að sætta sig við naumt tap, 72-76. Kristen McCarthy átti stórleik fyrir Snæfell og setti upp óvenjulega þrennu. Hún var með 38 stig, 10 frá- köst og hvorki fleiri né færri en 10 stolna bolta. Henni næst komu Berg- lind Gunnarsdóttir með 9 stig og 7 fráköst og María Björnsdóttir skoraði 9 stig einnig. Helena Sverrisdóttir var atkvæða- mest Haukakvenna með 25 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar. Snæfell hefur tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki vetrarins og situr sem stend- ur í 6. sæti deilarinnar, en liðin í 3.-7. sæti eru öll jöfn að stigum. Næsti leikur Snæfells fer fram í kvöld, mið- vikudaginn 18. október þegar liðið mætir Njarðvík suður með sjó. kgk/ Ljósm. sá. Snæfell tapaði fyrir Haukum í hörkuleik Kristen McCarthy skorar hér tvö af 38 stigum sínum í leiknum. Skallagrímur heimsótti Val í þriðju umferð Domino‘s deildar kvenna í körfuknattleik síðasta miðvikudag. Leikurinn var jafn og spennandi og fékk dramatískan endi. Úrslitin réð- ust ekki fyrr en á lokasekúndunum þar sem Valur marði sigur, 70-67. Valskonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og réðu ferðinni í fyrsta leikhluta. Þær höfðu 14 stiga forskot að honum loknum, 25-11 en það átti eftir að breytast. Heima- liðið byrjaði afleitlega í öðrum fjórðungi á meðan Skallagrímskon- ur léku á als oddi. á Aðeins fjórum mínútum minnkuður þær muninn í tvö stig, 26-24. Þá vöknuðu Vals- konur aðeins til lífsins og leikurinn varð jafn og spennandi til hálfleiks. Valur leiddi með þremur stigum í hléinu, 34-31. Skallagrímskonur komu ákveðn- ar til síðari hálfleiks og náðu for- ystunni stutta stund. Valur komst þá aftur yfir og hélt naumu forskoti til loka þriðja leikhluta. Þá var staðan 53-48. Upphófst þá æsispennandi lokafjórðungur. Skallagrímskonur jöfnuðu í 57-57 en frá miðjum leik- hlutanum höfðu Valskonur nokk- urra stiga forskot. Skallagrímskon- ur jöfnuðu aftur, í 63-63 þegar að- eins tvær mínútur lifðu leiks. Leik- urinn var í járnum á lokamínútun- um. Valur skoraði en Skallagrímur svaraði hverri körfu og Carmen Ty- son-Thomas jafnaði metin enn fyrir Borgnesinga þegar aðeins sex sek- úndur voru eftir á klukkunni. En sex sekúndur eru ótrúlega drjúgur tími í körfubolta og það sönnuðu Vals- konur. Þær stilltu upp í skot fyrir utan þriggja stiga línuna sem Guð- björg Sverrisdóttir setti niður um leið og lokaflautan gall. Tryggði hún Val þar með dramatískan á lokaand- artökum leiksins, 70-67. Carmen Tyson-Thomas setti upp risatvennu fyrir Skallagrím í leiknum. Hún skoraði 35 stig og reif niður 18 fráköst. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 18 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en aðrar höfðu minna. Hallveig Jónsdóttir var atkvæða- mest Valskvenna með 21 stig en þær Elín Sóley Hrafnkelsdóttir og Alexandra Petersen skoruðu 15 stig hvor. Skallagrímur hefur tvö stig eftir fyrstu þrjár umferðir vetrarins og situr sem stendur í 4. sæti deildar- innar, en liðin í 2.-7. sæti eru öll jöfn að stigum. Næst leikur Skallagrím- ur í kvöld, miðvikudaginn 18. októ- ber þegar liðið mætir Breiðabliki í Borgarnesi. kgk Skallagrímur tapaði á flautukörfu Risatvenna Carmen Tyson-Thomas dugði ekki til að knýja fram sigur Skallagríms. Ljósm. fengin af Facebook-síðu kkd. Snæfells. Borgfirðingurinn Helgi Guðjóns- son, sem spilar með meistaraflokki Fram í knattspyrnu, var á upp- skeruhátíð félagsins í síðustu viku valinn efnilegasti leikmaður liðsins. Guðmundur Magnússon var valinn besti leikmaðurinn. „Helgi, sem fæddur er árið 1999, var að leika sitt annað tímabil með meistaraflokki Fram og kom hann við sögu í 21 deildar- og bikarleik á tímabilinu og skoraði tvö mörk. Helgi átti sæti í æfingahópi U19 ára landsliðs Íslands á árinu. Hann hef- ur leikið 12 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skoraði í þeim sjö mörk. Fram væntir mikils af Helga í fram- tíðinni og það verður gaman að fylgjast með þessum mikla marka- skorara á næstu árum,“ segir í um- sögn Fram-liðsins. mm Helgi valinn efnilegasti leikmaður Fram Skallagrímsmenn gerðu góða ferð austur í Hvera- gerði á föstudag og sigruðu Hamar, 88-100, í 1. deild karla í körfuknattleik. Skallagrímur byrjaði betur í leiknum og leiddi með sex stigum um miðjan fjórðunginn, 8-14. Þá tóku heimamenn góða rispu, náðu forystunni og höfðu tveggja stiga forskot eft- ir fyrsta leikhluta, 20-18. Hamarsmenn höfðu und- irtökin í öðrum fjórðungi. Þeir náðu níu stiga forskoti um hann miðjan en eftir það sóttu Skallagrímsmenn í sig veðrið. Borgnesingar minnkuðu muninn í eitt stig, skömmu fyrir hálfleik en voru fjórum stigum á eftir í hléinu, 47-43. Leikurinn var jafn og spennandi eftir hléið. Hvergerðingar leiddu en Borgnesingar fylgdu þeim eins og skugginn. Seint í leik- hlutanum náði Hamar góð- um spretti og tíu stiga forystu. Virt- ist sem þeir ætluðu að sigla með það forskot inn í lokafjórðunginn en leikmenn Skallagríms voru ekki á þeim buxunum. Þeir kláruðu leik- hlutann af miklum krafti svo að- eins munaði einu stigi fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 73-72. Það var síðan í upphafi lokafjórðungsins að Skallagrímsmenn lögðu grunn- inn að sigri í leiknum. Með góðum spretti komust þeir í 76-82 og litu aldrei til baka eftir það. Þeir bættu við forystuna það sem eftir lifði og héldu heimamönn- um í skefjum. Að lokum fór svo að þeir unnu tólf stiga baráttusigur, 88-100. Zac Carter átti stórleik fyrir Skallagrím og skor- aði 36 stig. Eyjólfur Ás- berg Halldórsson skoraði 16 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Darrell Flake var með 15 stig og 9 fráköst og Atli Aðalsteins- son skoraði 16 stig og tók 7 fráköst. Skallagrímur hefur fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðir vetrarins og sit- ur sem stendur í öðru sæti 1. deildarinnar. Toppsætið vermir Breiðablik með jafn mörg stig en næstu lið á eftir hafa fjögur stig. Næsti deildarleikur Skalla- gríms fer fram föstudaginn 27. október. Er það nágrannas- lagur við ÍA. Verður hann leikinn í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. kgk Skallagrímur vann baráttusigur á Hamri Zac Carter átti stórleik í sigri Skallagríms. Ljósm. Skallagrímur.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.