Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 20186 Síðastliðinn mánudag kom í tví- gang upp eldur á kjúklingabúi skammt neðan við Ferstikluskála á Hvalfjarðarströnd. Allur tiltækur mannskapur frá Slökkviliði Akra- ness og Hvalfjarðarsveitar var kall- aður á staðinn. Í húsum á tveim- ur samliggjandi lóðum, sem kall- ast Krókur og Oddsmýri, er rek- ið kjúklingaeldi á vegum Reykja- garðs. Eldurinn kom upp í rými í hluta húsanna á Oddsmýri þar sem dagsgamlir kjúklingar voru hýst- ir. Að sögn Björns Fálka Valsson- ar staðarráðsmanns höfðu ungarn- ir komið dagsgamlir í hús fyrr um daginn. Talið er líklegt að kviknað hafi í út frá hitablásara en ungarn- ir eru hafðir á spæni og líklegt að glóð hafi komist í hann. Slökkvi- starf gekk vel en glóð leyndist milli þilja og um kvöldið var slökkviliðið að nýju kallað á staðinn. Þá tók það slökkviliðsmenn einungsi tíu mín- útur að komast fyrir eldinn. Talið er að tjónið í eldsvoðanum nemi um tíu milljónum króna, eink- um á búnaði og húsi. Um 12 þús- und dagsgamlir kjúklingar drápust. mm Fangelsisdómur fyrir nauðgun VESTURLAND: Héraðs- dómur Vesturlands dæmdi síðastliðinn föstudag karl- mann til tveggja og hálf árs fangelsisvistar auk greiðslu 1,5 milljónar króna í miska- bætur, vaxta og málsvarn- arkostnaðar fyrir að hafa nauðgað konu aðfararnótt 1. júlí 2017 á Akranesi. Í reif- un dómsins segir m.a. að; „ákærði er í máli þessu bor- inn sökum um nauðgun með því að hafa umrætt sinn haft samræði og önnur kynferðis- mök við brotaþola gegn vilja hennar með því að notfæra sér að hún gat ekki veitt hon- um mótspyrnu vegna nánar tiltekins ástands hennar, auk þess sem hann hafi notfært sér að hún væri einsömul, í ókunnugu húsnæði og hann væri henni ókunnugur.“ -mm Nýjar heimasíð- ur leikskólanna BORGARBYGGÐ: Búið er að opna nýjar heimasíður fyrir leikskóla Borgarbyggð- ar. Á þeim má nálgast al- mennar upplýsingar um dag- legt skólastarf. Heimasíðurn- ar eru hluti af leikskólakerfi sem nefnist Karellen. Kerfið býður einnig upp á App fyrir foreldra en þar eiga þeir að geta séð viðveruskráningu barna sinna sem og matar- og svefnskráningu. Að auki eru bein samskipti á milli kennara og foreldra auð- veldari með skilaboðaskjóðu. Foreldrar geta t.d. tilkynnt veikindi barna sinna eða sagt til um það hver kemur að sækja barnið á meðan leik- skólakennarar geta minnt á aukaföt eða komið einhverj- um öðrum skilaboðum beint til foreldra. Loks má sjá mat- seðil mánaðarins og við- burðadagatal í appinu. Slóð- in á heimasíðurnar bera nafn viðkomandi leikskóla, punkt og leikskólinn.is Þann- ig er t.d. slóðin á heimasíðu Andabæjar; http://andabær. leikskolinn.is. -mm Víðtæk leit að manni RVK: Rúmlega 140 leit- armenn, þ.á.m. björgunar- sveitarfólk af Akranesi, tóku á laugardagsmorgun þátt í leit að eldri manni í Árbæ í Reykjavík sem saknað var. Maðurinn glímir við heila- bilun og var veður á þessum tíma slæmt og því mikill við- búnaður. Leitarmenn notuð- ust meðal annars við spor- hund og leitarhunda, vélhjól, reiðhjól og dróna við leitina. Búið var að boða enn fleiri leitarmenn, meðal annars af Suðurlandi og Vesturlandi, þegar maðurinn fannst heill á húfi síðar um daginn. -mm Í símanum á of miklum hraða VESTURLAND: Í lið- inni viku voru 18 ökumenn stöðvaðir fyrir að aka of hratt í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Sá sem hraðast ók var á 119 km/klst á vegar- kafla þar sem hámarkshraði er 70 km/klst. Reyndist öku- maður einnig vera að tala í farsíma án handfrjáls búnað- ar og var hann einnig sektað- ur fyrir það. Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lítilræði af kanna- bisefnum fannst við leit á farþega í annarri bifreiðinni. Að sögn lögreglu urðu sjö umferðaróhöpp í umdæm- inu síðastliðna viku og voru þau öll minniháttar. -mm Fráteknar lóðir undir gagnaver GRUNDARTANGI: Á fundi stjórnar Faxaflóa- hafna síðastliðinn föstudag var tekin fyrir umsókn Mel- ónu ehf. um skilyrta úthlut- un lóðanna Tangavegur 9 og Tangavegur 11 á Grundar- tanga til byggingar og rekst- urs gagnavers. Gísla Gísla- syni hafnarstjóra var falið að gefa tímabundið vilyrði fyr- ir skilyrtri úthlutun lóðanna. Það eru franskir fjárfestar sem standa að baki fyrirtæk- inu Melónu ehf. Málið er á algjöru byrjunarstigi og eftir á m.a. að tryggja fjármögnun og raforku vegna hugsanlegs reksturs gagnavers. -mm Eldur kom upp í kjúklingabúi á Hvalfjarðarströnd Samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytið og Vegagerðin hafa ákveð- ið að auka vetrarþjónustu og hálku- varnir á ákveðnum köflum á þjóð- vegum landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Markmiðið er að bæta umferðarör- yggi og er þarna verið að bregðast við kröfu atvinnulífsins en ekki síst ferðaþjónustunnar sem er að fá til sín gesti allt árið. Undanfarið hafa ráðherra og vegamálastjóri kannað með hvaða hætti og hvar þurfi helst að bæta þjónustuna. Á Vesturlandi verður þjónusta á vegum milli Borg- arness og Vegamóta á Snæfellsnesi færð upp um þjónustuflokk, sem og leiðin milli Borgarness og Hvann- eyrar. Einnig verður snjómoksturs- dögum fjölgað úr tveimur í fimm og sömuleiðis uppfært þjónustustig á leiðinni upp í Húsafell (á Hálsasveit- arvegi). Þjónusta verður sömuleið- is aukin á útnesvegi á Snæfellsnesi, en umferð um hann er meiri en um Fróðárheiði þar sem þjónustan hefur verið meiri hingað til. Hundrað milljónir í aukna þjónustu Sigurður Ingi jóhannsson, sam- gönguráðherra, segir brýnt að bæta vetrarþjónustu á vegum víða um land vegna aukinnar umferðar. Bæði vegna atvinnusóknar milli byggð- arlaga og aukinna umsvifa í ferða- þjónustufyrirtækja sem bjóði í aukn- um mæli upp á ferðir árið um kring. „Með þessu eykst öryggi á þjóðveg- unum enda nauðsynlegt að koma til móts við aukinn umferðarþunga og tryggja öruggar samgöngur allt árið. Reglur um snjómokstur hafa ekki verið endurskoðaðar í nokkur miss- eri og þörfin var orðin brýn. Við tryggjum meira fé til þjónustunnar í þágu aukins öryggis en um leið vil ég minna á að við þurfum alltaf að aka eftir aðstæðum og huga að hinum ís- lenska vetri,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt áætlunum Vegagerð- arinnar mun kostnaður vegna auk- innar vetrarþjónustu og hálkuvarna á landinu öllu nema um 100 milljón- um króna. Verða breytingar á vetr- arþjónustunni innleiddar eins fljótt og auðið er með þeim tækjakosti og búnaði sem þegar er til staðar hjá Vegagerðinni. kgk/ Ljósm. úr safni. Vetrarþjónusta aukin á þjóðvegum landsins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.