Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 201822 Gróa Dagmar Gunnarsdóttir er ung og efnileg listakona á Akranesi. Hún fæddist 2001 og flutti á Akranes þegar hún var fjögurra ára gömul og hefur búið þar síðan. Hún hóf nám á náttúrufræðibraut við Fjölbrauta- skóla Vesturlands síðastliðið haust, vinnur í Lindex samhliða námi og stefnir í listaháskóla í Bandaríkjun- um þegar hún hefur lokið stúdents- prófi. Gróa hefur málað og teiknað myndir frá því hún hafði fyrst tök á að beita penslinum. „Ég lék mér ekki mikið með leikföng sem barn heldur fór ég að lita og mála myndir þeg- ar ég var pínulítil. Einnig lék ég mér mikið með leir og hafði í raun allt- af gaman að því að skapa eitthvað. Ég fékk nýjan leir í hverjum mán- uði og það var alltaf til nóg af blöð- um fyrir mig til að mála á, þó það hafi ekki alltaf dugað til og ég stund- um gert listaverk á veggina,“ segir Gróa og hlær. „Ég hafði alltaf frelsi til að gera nákvæmlega það sem ég vildi og er ég afskaplega þakklát fyr- ir það. Ég er ekki viss um að ég væri að gera það sem ég elska í dag ef ég hefði ekki haft þennan stuðning sem barn,“ bætir hún við. „Eitt lítið ljós“ Aðspurð hvort listahæfileikarnir liggi í fjölskyldunni hlær Gróa og segist í það minnsta ekki hafa erft þá frá foreldrum sínum. „Mamma og pabbi mála ekki en lengra aftur í ættir má finna mjög færa mynd- listarmenn. Mamma mín hefur listahæfileika á öðrum sviðum, hún syngur og er mjög fær að sauma og prjóna. Amma mín var mjög fær að teikna og mála og kenndi hún mér mikið af því sem ég kann, sérstak- lega hvað varðar tæknilega hluti eins og hvernig á að beita penslin- um. Hún er minn helsti innblást- ur í dag,“ segir Gróa. „Mér þykir skemmtilegast að vinna með olíu- málningu og vatnsliti vegna þess að með málninguna er maður frjálsara en með blýantinn. Ég geri samt líka stundum blýantsteikningar og hef alltaf gaman að því að prófa eitthvað nýtt,“ segir Gróa aðspurð hvernig myndir henni þykir skemmtilegast að gera. „Teikningar krefjast mikill- ar nákvæmni og oftast fer lengri tími í að teikna á rissblað heldur en að teikna verkið sjálft. Ég byrja í raun á að teikna á rissblað til að sjá hvort ég kunni yfir höfuð að teikna það sem ég hef í huga,“ segir Gróa og hlær. „Hlutföll og önnur smáatriði þurfa að vera mun nákvæmari í teikning- um en málverkum, Það er erfiðara að leiðrétta teikningarnar, þær geri ég bara einu sinni en þegar ég mála get ég farið margar umferðir yfir og breytt myndinni þar til ég er sátt,“ segir Gróa. Gróa hélt sína fyrstu myndlistar- sýningu síðastliðið haust á Vökudög- um þar sem hún sýndi bæði olíumál- verk og vatnslitaverk. Sýningin var í Akranesvita og bar nafnið Eitt lítið ljós. „Myndirnar sem ég var með á sýningunni voru allar frekar dökk- ar og drungalegar myndir af lands- lagi. Fyrir miðju hverrar myndar setti ég smá gull sem átti að tákna ljósið í myrkrinu. Boðskapurinn var að sama hversu mikið myrkrið virð- ist stundum vera er alltaf hægt að finna smá ljós,“ segir Gróa og bætir því við að hún noti listina gjarnan til að koma tilfinningum sínum frá sér. „Sýningin heppnaðist mjög vel og ég er glöð og þakklát fyrir viðbrögð- in sem ég fékk.“ Aðspurð hvort hún ætli að halda fleiri sýningar á næst- unni segir hún það ekki liggja fyrir. „Vonandi held ég sýningu aftur en það er ekki búið að skipuleggja neitt eins og er. Þetta er töluverð vinna og mikill tími sem fer í að halda svona sýningu. Ég var margar klukku- stundir á hverjum degi í skúrnum að mála dagana fyrir sýninguna.“ Horfði bara á vel teikn- aðar teiknimyndir „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á teiknimyndum og þegar ég var yngri horfði ég aðeins á þær teiknimynd- ir sem voru vel teiknaðar að mínu mati. Ef myndin var illa teiknuð fannst mér hún leiðinleg og skipti söguþráðurinn þar engu máli,“ seg- ir Gróa og brosir. „Það var mik- il sorg hjá henni þegar fyrstu tölvu- teiknuðu myndirnar komu,“ bætir Hulda Gestsdóttir, mamma Gróu, við. „Mér fannst bara svo magn- að að hugsa til þess að hver teikni- mynd væri samspil fjölmargra mjög nákvæmra teikninga og fannst því mjög leitt þegar farið var að teikna í tölvu. Það er minn stærsti draum- ur þegar ég verð eldri að læra að teikna teiknimyndir og vinna við það,“ segir Gróa. „Teiknimyndir geta glatt svo mikið, ég gleymi því aldrei þegar litli bróðir minn horfði fyrst á myndina „Frozen“ og ég sá hvað myndin gerði hann hamingju- saman. Mig langar líka að geta gert þetta fyrir lítil börn.“ Aðspurð hverjar séu hennar uppá- halds teiknimyndir er hún fljót að svara því að Fríða og Dýrið og Litla hafmeyjan hafi alltaf verið í miklu uppáhaldi. „Þessar tvær myndir eru að mínu mati virkilega vel teiknaðar, svona eins og mig langar að teikna í framtíðinni. Þó eflaust verði ekki farið að handteikna teiknimyndir aftur,“ segir hún og hlær. „Þegar ég hef lokið stúdentsprófi stefni ég á að fara til Bandaríkjanna í listaháskóla þar sem teiknarar fyrir Disney hafa lært. Það væri algjör draumur fyrir mig að fara í þann skóla, en það er erfitt að komast inn og maður þarf að hafa góðar einkunnir og góða möppu sem sýnir hvað í manni býr. Hér í Fjölbrautaskóla Vesturlands er enginn listaáfangi kenndur, sem er mjög leiðinlegt. Ég get vel skilið að það sé erfitt að bjóða upp á verklega áfanga en það væri kannski hægt að bjóða upp á bóklega listaáfanga, eins og listasögu,“ segir Gróa. Vill sjá raunverulegri teiknimyndapersónur Að eigin sögn er Gróa mikill fem- ínisti og vill sjá líkamsform teikni- myndapersóna breytast. „Mér finnst líkamsform teiknimyndapersóna oft mjög óraunhæf og sjaldnast í rétt- um hlutföllum miða við alvöru fólk. Persónur í teiknimyndum eru raun- verulegar fyrirmyndir ungra barna og ég held þetta geti haft skaðleg áhrif á sjálfsálit þeirra. Það skiptir máli að teiknimyndapersónur end- urspegli raunverulegt fólk eins og hægt er,“ segir Gróa. „Þetta hef- ur sem betur fer verið að þróast í rétta átt en við eigum enn töluvert langt í land myndi ég segja. Ég man hvað ég var glöð þegar ég sá mynd- ina Lilo og Stitch og ein kvenkyns persónan var með nokkuð eðlilegan líkamsvöxt. Eftir að þessi mynd kom út hefur mér fundist fleiri teikni- myndapersónur hafa raunveru- legt vaxtarlag. Það eru samt enn of margar persónur sem samsvara sér ekkert. Ég held að þetta gæti breyst ef fleiri konur myndu taka þátt í að teikna þessar myndir. Fyrir rétt rúmu ári skoðaði ég hverjir væru að teikna fyrir Disney og gat ekki bet- ur séð en að í hópi 56 teiknara hafi aðeins verið ein kona. Mér þótti það svo fáránlegt og fann þá að þetta er það sem mig langar að gera. Það þarf fleiri konur á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum.“ arg Langar að teikna myndir fyrir Disney teiknimyndaframleiðandann Rætt við Gróu Dagmar Gunnarsdóttur, unga og upprennandi listakonu á Akranesi Gróa Dagmar Gunnarsdóttir hélt listasýninguna „Eitt lítið ljós“ síðastliðið haust. Á myndinni er Gróa með eitt af listaverkunum af sýningunni. Gróa teiknaði þessa mynd af hundinum Nóra og gaf tengdamömmu sinni í jólagjöf. Myndin er teiknuð með hvítu koli á svartan pappír. Tölvuteikning sem Gróa teiknaði með teikniborði og tölvuforriti. Ljósm. Gróa Dagmar Gunnarsdóttir. Málverk af sýningunni „Eitt lítið ljós“ sem Gróa hélt í Akranesvita síðastliðið haust.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.