Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 2018 11 RÚMFÖT FRÁ 6294 SENDUM FRÍTT ÚR VEFVERSLUN Á NÆSTA PÓSTHÚS SMÁRATORGI | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS ÚTSALAN ER Í FULLUM GANGI Blóðberg 140x200 verð áður 11.490 kr verð nú 6.894 kr Frostrós 140x200 verð áður 13.490 kr verð nú 10.117 kr Geldingahnappur 140x200 verð áður 15.790 kr verð nú 10.074 kr Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 8 Endurskoðun aðalskipulags Akraness Almennur kynningarfundur dags. 25. janúar 2018 kl. 18:00 Sú meginbreyting er gerð að felld eru út áform um s.k. Skarfatangahöfn sunnan núverandi hafnarmannvirkja. Nokkrar aðrar breytingar eru gerðar en að mestu byggist endurskoðað skipulag á gildandi aðalskipulagi. Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt að kynna vinnslutillögu að Aðalskipulagi Akraness 2018-2030 fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum áður en gengið verður frá henni til formlegrar auglýsingar. Almennur kynningarfundur verður haldinn í bæjarþingsalnum 3. hæða að Stillholti 16-18, fimmtudaginn 25. janúar 2018 kl. 18:00. Gerð verður grein fyrir tillögunni, stefnu bæjarstjórnar, helstu forsendum skipulagsins, breytingum frá gildandi aðal- skipulagi og umhverfisskýrslu. Bæjarbúar og aðrir hagsmunaað- ilar eru hvattir til þess að mæta á fundinn og kynna sér tillöguna. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 8 1267. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 23. janúar kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Garðakaffi, laugardaginn 20. janúar • kl. 10.30. Björt framtíð að Smáraflöt 1, sunnudaginn 21. janúar kl. 20.00.• Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, • laugardaginn 20. janúar kl. 11.00. Bæjarstjórnarfundur Frestur til að skila inn athuga- semdum vegna vinnslutillögu að aðalskipulagsbreytingum Reyk- hólahrepps vegna Vestfjarðaveg- ar rann út föstudaginn 5. janúar. Alls bárust hreppnum átta athuga- semdir og sex umsagnir. Skipu- lags-, húsnæðis- og hafnarnefnd Reykhólahrepps tók þær til um- fjöllunar á fundi sínum mánudag- inn 8. janúar. Tvær veglínur eru til skoðunar hjá sveitarfélaginu; Þ-H leið sem liggur um Teigs- skóg og D2 leið sem liggur í göng- um undir Hjallaháls og með nýjum vegi um Ódrjúgsháls. Í umsögn Landverndar er ein- dregið mælt með að farin verði leið D2. Telur Landvernd að leið ÞH sé í mikilli andstöðu við náttúruvernd- arlög sem og lög um vernd Breiða- fjarðar. Auk þess bendir Landvernd á að norðurströnd Þorskafjarðar og fjörur í Djúpafirði séu svæði á nátt- úruminjaskrá. Landvernd telur að ekki sé um brýna nauðsyn að ræða varðandi röskun á leirum og vist- kerfum við þverun fjarða eins og gert er ráð fyrir í ÞH leið. Þar sé aðeins um ódýrari lausn að ræða. Þá nefna samtökin einnig að atriði er snúa að verndargildi Teigsskóg- ar, efnistökusvæði, verndargildi jarðminja og bætt raforkuöryggi mæli með leið D2. Í athugasemd Skipulagsstofnun- ar er bent á að sveitarfélagið þurfi að leita umsagna bæði Hafrann- sóknastofnunar og Náttúrufræði- stofnunar verði leið ÞH fyrir val- inu. Ástæðan er atriði sem komu fram í áliti Skipulagsstofnunar um umhverfismat Vestfjarðavegar. Þá þurfi niðurstöðukafli að fylgja skipulagstillögu og yfirlit um skil- mála og aðgerðir sem grípa verður til svo hægt verði að draga úr nei- kvæðum áhrifum á umhverfið. Í svari skipulagsnefndar kemur fram að aflað hafi verið upplýsinga um botndýralíf, straummælingar og þá þætti er getið var um í áliti stofn- unarinnar. Einnig hafi verið óskað eftir frekari gögnum og frekari rök- stuðningi Vegagerðarinnar. Vilja D2 með styttri göngum Reynir Bergsveinsson og Sævar Reynisson frá Gufudal óska eftir því að Vegagerðin rökstyðji hönn- un vegar yfir Ódrjúgsháls sam- kvæmt leið D2. Gerir hún ráð fyr- ir vegi mun austar og hærra en núverandi vegur liggur, en ekki nær núverandi vegi eða jafnvel enn utar og lægra, austanvert við Lómahnjúk. Í svari kemur fram að sveitarfélagið hafi óskað eftir rök- stuðningi frá Vegagerðinni fyr- ir útfærslu á leið D2 með tilliti til ábendinga. Leifur Z. Samúelsson í Djúpa- dal slær svipaðan tón í athuga- semd sinni. Hann leggur áherslu á að leið D2 verði fyrir valinu, en legu hennar breytt og gerð styttri göng. Sömuleiðis vekur Leifur at- hygli á löngum afleggjara inn að Djúpadal samkvæmt leið ÞH, sér- staklega í tengslum við skólaakst- ur og snjómokstur. Ómar Ragnarsson leggur sömu- leiðis til gangnagerð í athuga- semd sinni og bendir á að lítið sé til af gögnum um göng á leið D2. Leggur hann til hugmyndir að staðsetningu gangnamunna og um leið legu styttri ganga. Í svari nefndarinnar segir að tillagan verði borin undir Vegagerðina og kallað eftir viðbrögðum. Gunnlaugur Pétursson og fólkið frá Gröf í Þorskafirði lögðu fram álit og rökstuðning fyrir vali á leið D2, meðal annars vega umferð- ar- og rekstraröryggis, styttingu ferðatíma, greiðra samgangna og umhverfisáhrifa. Í athugasemd- inn er lagt til að Reykhólahreppur hafni leið ÞH, meðal annars vega umhverfisáhrifa. Nefndin svaraði því til að tekið yrði tillit til sjón- armiða og rökstuðnings fyrir leið D2 við ákvörðun um leiðarval. Samgöngur batni sem fyrst Einnig komu fram óskir um að fara með veginn um Teigs- skóg. Frá Sæmundi Guðmunds- syni og fjölskyldu annars vegar og Önnulísu Magnúsdóttur hins vegar. jafnframt eru stjórnendur hreppsins hvattir til að hefja fram- kvæmdir sem allra fyrst svo ekki verði frekari tafir á vegabótum. Nefndin tekur undir þau sjónar- mið að bæta verði samgöngur og leggur áherslu á að það gerist hið fyrsta. Gunnbjörn jóhannsson frá Kinnarstöðum telur að skoða eigi leið I sem valkost. Það yrði láglendisvegur sem skapa myndi hringtengingu í sveitarfélaginu og stytta skólaakstur. Í svari nefndar- innar kemur fram að sveitarfélagið hafi skoðað alla valkosti sem hafa verið metnir með tilliti til um- hverfisáhrifa. Leið I hafi ýmsa kosti en niðurstaða fyrri vinnu hafi verið sú að leiðir ÞH og D2 væru megin valkostirnir. kgk Telur Teigsskógarleið stangast á við lög Nokkrar athugasemdir bárust vegna aðalskipulagsbreytinga í Reykhólahreppi Svipmynd af veginum niður Ódrjúgsháls. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.