Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 2018 21 Nokkur félög kvenna í Snæfellsbæ tóku sig saman nýverið og héldu Kvennakvöld í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Haldið var fjáröflunar- kvöld og tilgangurinn að safna fyr- ir nýjum kvenskoðunarbekk fyr- ir Heilsugæslustöðina í Snæfellsbæ. Keyptur verður svokallaður gyn- skoðunarbekkur, en hann mun m.a. nýtast bæði við mæðraeftirlit og krabbameinsskoðanir. Gamli bekk- urinn er kominn vel til ára sinna og þörf á endurnýjum. Félögin sem stóðu að kvöldinu voru Kvenfélag Hellissands, Kvenfélag Ólafsvíkur, Kvenfélagið Sigurvon í Staðarsveit, Lionsklúbburinn Rán, Lionsklúbb- urinn Þernan og Soroptimistaklúbb- ur Snæfellsness. Kvennakvöldið fór fram föstu- daginn 12. janúar og heppnaðist vel að sögn kvennanna. Boðið var upp á léttar veitingar frá Galito, kynn- ingar- og sölubásar voru frá Hár- greiðslustofu Gunnhildar, Pastel hársnyrtistofu, Snyrtistofu Kristjönu og Snyrtistofunni Rán. Verslunin Blómsturvellir var með tískusýningu, Trausti Leó og Kristbjörg Ásta fluttu tónlist og þá var sýnd stuttmynd þar sem ljósmóðirinn og ónefnd kona fóru á kostum. Veislustjórar kvölds- ins voru þær Sólveig Bláfeld Agnars- dóttir og Sigrún Baldursdóttir og héldu þær fjörinu uppi. Sýndu þær konum meðal annars hvernig ætti að föndra skó sem reynast vel í hálku. 150 miðar seldust á kvöldið og giltu þeir einnig sem happadrættismið- ar en 18 vinningar voru dregnir út, Þema kvöldsins var Charleston og var húsið skreytt í samræmi við það. Með sameiginlegu átaki kvenna og fyrirtækja tókst að safna fyrir nýj- um bekk. Vilja kvennafélögin fá að koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem styrktu kvöldið eða gáfu vinnina. Happadrættisvinninga gáfu Anna Þóra joga, Apotek Ólafsvík- ur, Brimhestar Veronica & Gunn- ar, Deysi makeup, Hárgreiðslustofa Gunnhildar, Hársnyrtistofa Pastel, Hótel Búðir, Hraðbúðin á Hellis- sandi, Hraunsmúli, Olis, Rifsaumur Kata, Snyrtistofa Kristjönu, Snyrti- stofan Rán, Verslunin Blómstur- vellir, Verslunin Hrund og Versl- unin Kassinn. Styrki veittu eftirfar- andi fyrirtæki: Breiðavík ehf, Krist- inn j. Friðþjófsson. ehf, Nónvarða ehf, útgerðarfélagið Glaumur ehf, Hellnaferðir Slf, Brauðgerð Ólafs- víkur, Skarðsvík ehf, Steinunn hf, Tannlæknastofa AB slf., Esjar ehf, Sandbrún, Snæfellsbær, Kvenfélagið Sigurvon, útgerðarfélagið Guð- mundur ehf, Hraðfrystihús Hellis- sands, Melnes og KG fiskverkun. þa Félög kvenna söfnuðu fyrir skoðunarbekk Pétur Bogason hafnarvörður í Ólafs- vík segir í samtali við Skessuhorn að aflabrögð báta í Snæfellsbæ að und- anförnu hafi ekkert verið til að hrópa húrra fyrir. „Það eru þrír netabátar á veiðum og afli þeirra er um fjög- ur til fimm tonn í róðri og meðal- afli hjá dragnótarbátum er þetta um tvö til þrjú tonn. Að vísu kom Egill SH að landi með 7,7 tonn á mánu- dag af blönduðum afla. Stóru línu- bátarnir, Tjaldur SH landaði einnig í Ólafsvík á mánudag 44 tonnum og í Rifi lönduðu Örvar SH 70 tonnum og Rifsnes SH 64 tonnum. „Það eru helst minni línubátar sem hafa verið að fá ágætis afla að undanförnu en tíðarfar hefur verið leiðinlegt í janú- ar,“ segir Pétur og tekur fram að þetta séu svipuð aflabrögð og voru á sama tíma í fyrra. af Aflabrögðin í janúar svipuð og í fyrra Frændurnir Óðinn Kristmundsson og Ægir Ægisson á Steinunni SH að landa á mánudagskvöldið. Aflinn var 3,5 tonn. Emir Dokara og Pétur Pétursson á netabátnum Bárði SH voru að landa 5 tonnum að góðum og flottum þorski. Ægir Ægisson með fína rauðsprettu. Karlakórinn Söngbræður hélt sína árlegu stórveislu í félagsheimilinu Þinghamri á laugardagskvöldið. Löng hefð er fyrir þessari skemmt- un sem nýtur alltaf mikilla vin- sælda enda húsfyllir hverju sinni, sama hversu stórt félagsheimil- ið er. Vel á fjórða hundrað manns mætti að þessu sinni og skemmtu gestir sér vel yfir mat, drykk og söng. Matseðilinn var hefðbund- inn; saltað hrossakjet og svið frá Kópaskeri ásamt tileyrandi með- læti. Kórinn skemmti gestum en honum stjórnaði sem fyrr Viðar Guðmundsson. Heimir Klemenz- son sá um undirleik ásamt hljóm- sveit kórsins og nokkrir karlar sungu einsöng með félögum sín- um. Um hljóðblöndun sá Ing- þór Bergmann Þórhallsson. Loks voru gestasöngvarar. Þær Ásta Marý Stefánsdóttir frá Skipa- nesi og Þorgerður Ólafsdóttir frá Sámsstöðum sungu listavel við góðar undirtektir. Loks tók Stefán St. jónsson lagið með fyrrum fé- lögum sínum í Söngbræðrum og spilaði loks undir í fjöldasöng. mm Fjölmenni á sviðaveislu Söngbræðra

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.