Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 201828 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmar 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 7 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Skagabraut 6, Akranesi - sími: 431-5110/666-5110 www.smaprent.is - smaprent@smaprent.is Hönnum, prentum og merkjum fyrir einstaklinga, hópa, félög, samtök og fyrirtæki Smáprent Borgarbyggð er sveitarfélag í sókn og örum vexti og það er jákvætt en því fylgja vaxtarverkir og um leið óhjákvæmilega meira álag á skipu- lagssvið sveitarfélagsins. Á þeim tæpum fjórum árum sem ég hef stýrt umhverfi-, skipulags- og landbúnað- arnefnd þá höfum við afgreitt mjög mörg mikilvæg og stór mál og önnur eru í burðarliðnum. Vegna þess að ég held að fólk almennt geri sér kannski ekki grein fyrir þeim miklu umsvif- um, þá langar mig að nefna nokkur mál sem hafa verið afgreidd: Ísgöng í Langjökli, Hótel Húsafell (í tvígang), baðstaðurinn Krauma, hótel og fjöl- býlishús við Borgarbraut og fjöl- býlishús í Bjargslandi. Einnig er ver- ið að breyta gamla húsmæðraskólan- um á Varmalandi í hótel, Fosshótel Reykholt er að stækka mikið og ný gistihús í Kaupangi og Englendinga- vík hafa verið tekin í notkun. Skipu- lagsmál hótel- og íbúðabygginga á Borgarbrautar 57-59 tóku mikinn tíma m.a. vegna úrskurða úrskurð- arnefndar umhverfis- og auðlinda- mála. Búið er að vinna skipulag á Hvanneyri þar sem gert er ráð fyrir um 130 íbúðum og búið er að vinna nýtt skipulag fyrir stækkun og breyt- ingu á Grunnskólanum í Borgarnesi. Verið er að vinna deiliskipulög yfir stór sumarhúsahverfi í Munaðarnesi og Húsafelli og mun það einfalda all- ar byggingarleyfisumsóknir á þeim svæðum. Verið er að aðlaga deili- skipulag í Bjargslandi að kröfu um minni og ódýrari íbúðir að ógleymd- um öðrum stórum og smáum verk- efnum sem afgreidd hafa verið. Und- irbúningur að endurskoðun á Aðal- skipulagi Borgarbyggðar er einnig hafinn en það verk mun taka nokk- ur misseri. Nokkuð hefur borið á harkalegri gagnrýni á skipulagsmál í Borgar- byggð undanfarið. Sumt af því er réttlætanlegt og hafin er vinna við að bæta verkferla og vinnulag til að gæta þess að erindum sé svarað innan til- skilins tíma. Mikið af þessari gagn- rýni er þó ómálefnaleg og allt of oft byggð á þeim misskilningi að skipu- lagsmál taki stuttan tíma. Það er þó ekki raunin enda er lagaramminn utan um skipulags- og byggingarmál stífur og byggir á ákveðnu ferli, það er jákvætt en tekur tíma. Einnig eru þær raddir háværar sem segja að ekki sé hlustað á raddir íbúa, en mig lang- ar að nefna þrjú mál þar sem það var einmitt gert; breyting á skiplagi við Brákarsund, en þar var byggingar- magn minnkað mikið og lóðir felldar niður, fjölbýlishús við Kveldúlfsgötu, en þar var einnig byggingarmagn minnkað og að lokum mótorsports- braut við Vallarás/flugvöllinn, sem fallið var frá að gera á þeim stað. Auk þess er oft ýmsu breytt í skipulags- ferlinu sökum ábendinga og athuga- semda sem koma fram, þótt ekki sé það stórvægilegt en getur þó skipt miklu máli. En auðvitað geta komið fram mál sem eru í eðli sínu umdeild og hótel og fjölbýlishús við Borgar- braut var eitt slíkt mál, en sveitar- stjórn var einhuga um það verkefni og þar rís nú 28 íbúða hús sem mikil eftirspurn er eftir og glæsilegt hótel. Annað umdeilt verkefni er skotæf- ingasvæði í landi Hamars. Auðvitað er einhver hávaði frá skotæfingasvæði en talið er að með notkun hljóðdeyfa og húss fyrir riffla, auk þess sem opn- unartími verði takmarkaður þá megi finna rými fyrir þetta sport þarna ásamt útivist, golfi og hestamennsku svipað og gert er á Akureyri. Lýsing á breytingunni hefur verið kynnt og fer hún síðan í auglýsingu eftir vand- aða yfirferð. Öll þessi verkefni og að sjálfsögðu mjög mörg önnur minni hafa verið leidd af þremur starfsmönnum; for- stöðumanni, byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa. Embætti skipu- lags- og byggingafulltrúa var skipt upp vorið 2017 og eru störf bygg- ingafulltrúa og skipulagsfulltrúa nú aðskilin. Þessi skipulagsbreyting var nauðsynleg, bæði vegna vinnuálags og síðan eru þessi verkefni flókin og kerfjast æ meiri sérhæfingar. Vinnu- álag er yfirleitt mikið þar sem mikl- ar framkvæmdir hafa verið í sveitar- félaginu á liðnum misserum. Á svið- inu hefur síðan ver- ið nokkur starfs- mannavelta sem getur verið erfitt að eiga við á svo litlu sviði þar sem sérhæfing er mikil og sífellt aukn- ar kröfur gerðar um smáa sem stóra þætti. Nú hefur verið bætt við ein- um starfsmanni, auk þess sem verk- fræðiskrifstofan Verkís hefur tekið að sér að leiða ýmsa vinnu á sviðinu. Þetta verður vonandi til þess að það takist að koma málum í þann farveg að þjónustan verði góð og erindum verði svarað fljótt og skýrt. Hér að framan hefur verið stikl- að á stóru um það helsta sem unnið hefur verið að á umhverfis- og skipu- lagssviði á liðnum misserum. Unn- ið hefur verið að mörgum málum á liðnum misserum og mikið er fram- undan sem betur fer, því það er mik- ið að gerast í stóru og kröftugu sam- félagi. Jónína Erna Arnardóttir. Höf. er formaður umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar. Skipulagsmál í Borgarbyggð Pennagrein Mannamót markaðsstofa lands- hlutanna verður fimmtudaginn 18. janúar næstkomandi í flugskýli flugfélagsins Ernis við Reykjavík- urflugvöll. Mannamóti er ætlað að vera vettvangur fyrir ferðaþjón- ustufyrirtæki á landsbyggðinni til að kynna starfsemi sína fyrir ferða- skrifstofum á höfuðborgarsvæðinu. Mannamóti er einnig ætlað að efla tengsl innan ferðaþjónustunnar og gestum gefst tækifæri á að kynn- ast því sem er að gerast í greininni annars staðar á landinu. Kristján Guðmundsson, forstöðu- maður Markaðsstofu Vesturlands, segir að nú stefndi í afar góða þátt- töku vestlenskra ferðaþjónustufyrir- tækja í viðburðinum. Alls hefðu 38 fyrirtæki af Vesturlandi boðað komu sína og fleiri kæmust ekki fyrir að þessu sinni. kgk Fjörutíu vestlenskir ferðaþjónar á Mannamóti Ef að þú strengdir áramótaheit ertu að öllum líkindum núna í seinnihluta janúar um það bil að gefast upp eða byrjaðir aldrei að borða hollt eða vakna klukkan 7 til að fara í ræktina. Það er ekki af því að þú sért svo glat- aður einstaklingur, heldur er líklegra að þessi markmið hafi ekki passað fyrir þig. Ef þú til dæmis ætlar að grenna þig af því að þú ert svo hrylli- lega feit eða feitur að það er bara ógeðslegt, en langar samt svolítið til að kaupa föt í unglingabúðum á út- sölunum, þá er það algerlega glötuð ástæða til að breytast. Af svo mörg- um ástæðum. Í síðasta pistli var fjallað um sjálfs- vinsemd og þessi er á ákveðinn hátt framhald af honum, því að breyting- ar sem eru drifnar af velvild í eigin garð eru mun líklegri til að verða að veruleika, heldur en ef þú ætl- ar að breyta þér af því að þú hatar eða kannt ekki við þig eða líkamann þinn. Alveg sama hve markmiðin eru sett skipulega og skynsamlega upp og brotin samviskusamlega í raun- hæf þrep, þá náum við þeim sjaldn- ast nema ef breytingarnar skipta okk- ur einhverju máli. Tökum dæmi; ef þú telur heilsuna vera mikilvæga, þú hefur kannski fengið áminningu, ert með einhvern lífsstílssjúkdóm sem hægt er að stjórna með mataræði eða hreyfingu og þér finnst mikilvægt að ná heilsunni aftur, þá er strax lík- legra að þér takist að breyta lífsstíln- um til frambúðar. Það merkilega er samt að ef læknir skipar þér að gera það, þá virkar það næstum örugglega ekki. Breytingar á lífi okkar getum við gert ef við viljum sjálf, ef þær eru mikilvægar fyrir okkur og í samræmi við lífsgildin okkar. Þannig að taktu snöggvast fram áramótaheitin og spurðu þig: „Er þetta heit mikilvægt fyrir mig?“ Og ef svo er „af hverju“? Þú þarft kannski að spyrja „af hverju“ oftar en einu sinni til að komast að kjarnanum, t.d. ef við höldum áfram með dæmið að ofan: Ég vil grennast af því að ég vil kaupa föt í tískubúð, sem er mikilvægt því að mig langar að vera pæja, sem er mikilvægt því að allar konur eiga að vera pæjur og ég vil ekki vera púkó, sem er mikilvægt því að sjálfsmyndin mín kemur frá því aðrir segja um útlit mitt… Nei bíddu…. Við getum tekið ákvörðun um lífs- breytingu, eða strengt heit hvenær sem er. Mitt 16. janúarheit er til að mynda að vanda mig við að lifa eft- ir eigin höfði og venja mig af sjálftali eins og: „Hvað ætli fólk haldi?“ Það skiptir gríðarlegu máli að vera heiðarleg/ur við sjálfa/n sig um hvað það er sem er mikilvægt og hvað þér finnst að lífið eigi að snúast um. Hver og ein/-n setur sín gildi, það er ekki eitt réttara en annað. En þegar gildin eru fundin verða ákvarðanir um fram- haldið augljósari og þú getur mátað markmiðin við gildin. Gildi eru mik- ilvægu hlutirnir - sem eru oftast ekki hlutir - sem við viljum verja ævinni í að gera, eða vera. Dæmi um gildi eru: Heiðarleiki, góðvild, húmor (að hafa gaman), sparsemi, snyrti- mennska og fleira. Þetta hljómar líkt og listi af styrkleikum, en gild- in rista dýpra, eru nær kjarnanum okkar, eru bókstaflega lífsmarkmið okkar. Viljum við að okkar ver- ið minnst sem umhverfisverndar- sinna eða pæju sem var alltaf í smart skóm? Bæði er gott, þú þarft bara að vita hvort ert „þú“ eða hvort þú ert jafnvel bæði. Þegar þú þekkir þig og fyrir hvað þú vilt standa þá verður eftirleik- urinn auðveld- ari. Þú kemst kannski að því að þér er eiginlega alveg sama hvort öðr- um finnst þú í smörtum skóm, en leggur meira uppúr því að þeir séu heppilegir til göngu því að þú geng- ur frekar en að hreyfa bílinn af um- hverfisverndarástæðum. Eða öfugt, ef það er mikilvægara fyrir þig að vera óaðfinnanlega klædd þá kaupir þú fínu skóna sama hvað þeir kosta. En ef sparsemi er mikilvægt gildi, skiptir mestu að skórnir fáist á góðu verði... og svo framvegis. Þetta er í alvörunni allt gott að mínu mati, ég er ekki að gera grín að því að fólk leggi mikið upp úr útliti. Það ger- ir daginn okkar allra aðeins betri að mæta fólki sem hefur lagt það á sig að vanda útlitið og viðhalda sínum eigin stíl. En við þurfum ekkert öll að vera þar. Við gerum best með því að vera við sjálf, enda augljós- lega ekki bara erfitt heldur útilokað að vera einhver annar. Smáborgarakveðja, Steina Heilsupistill Steinunnar Evu Hvað ætli fólk haldi?

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.