Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 201810 Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskól- ans á Bifröst, kveðst í samtali við Skessuhorn vera bjartsýnn í upp- hafi nýs árs og nefnir m.a. að að- sókn nýnema á áramótum hafi ver- ið mun meiri en undanfarin ár. Þá var rekstur skólans á síðasta ári já- kvæður, en á sama tíma fyrir ári var um 50 milljóna króna tap. Loks hef- ur mikið áunnist í sölu eigna og þar með afléttingu skulda sem hvílt hafa á skólanum og dótturfélögum sem átt hafa og rekið íbúðarhúsnæði. Nú hafa íbúðir í eigu tveggja íbúða- félaga á Bifröst, Selfells ehf., sem átti Sjónarhól, og Vikrafells ehf. sem átti aðra, þriðju og fjórðu hæð Hamragarða, verið seldar en þetta er um helmingur íbúðaeininga í há- skólaþorpinu. Kaupandi er óstofn- að hlutafélag í eigu tveggja manna, þeirra Reynis Karlssonar lögmanns og Braga Sveinssonar bókaútgef- anda. Fyrir liggur samkomulag um að þeir kaupi jafnframt rekstur Hót- els Bifrastar og neðstu hæðina í Hamragörðum þar sem skólinn hef- ur m.a. verið með bókasafn og skrif- stofur. Vilhjálmur segir að með þessu sé verið að stíga mikilvæg skref í fjár- hagslegri endurskipulagningu íbúða- félaganna á Bifröst. „Í framhaldinu verður svo væntanlega gerður sér- stakur samningur um fjárhagslega endurskipulagningu á Kiðá ehf. en það félag á og rekur annað íbúðar- húsnæði á Bifröst, svo sem Kotin og Garðana. Þessari eignasölu fylgir að endurskipuleggja þarf notkun á hús- næði skólans og flytja til kennsluað- stöðu, bókasafn og skrifstofur sem hafa verið á fyrstu hæð Hamragarða. „Miklar breytingar þurfa að verða um garð gengnar fyrir upphaf næsta skólaárs til þess að aðstaða nemenda verði áfram eins og best verður á kosið,“ segir Vilhjálmur. Gert upp með hagnaði Rekstur Háskólans á Bifröst lagað- ist að sögn Vilhjálms mikið á árinu 2017. „Gripið var til aðgerða til að lækka launakostnað um 61,5 millj. kr., m.a. með nýju launakerfi. Al- þingi hækkaði framlög til skólans frá fjárlagafrumvarpi til fjárlaga um 46,3 millj. kr. Þetta skipti sköpum og væntalega verður rekstur skól- ans gerður upp með smávægilegum afgangi fyrir árið 2017 en á árinu 2016 varð 49,5 millj. kr. tap,“ segir Vilhjálmur. Nú hefur rekstraráætl- un fyrir árið 2018 verið samþykkt af stjórn skólans. Vilhjálmur seg- ir að hún miðist við áframhaldandi smávægilegan afgang af rekstrin- um. „Framlag ríkisins hækkar um tæpar 30 millj. kr. milli ára sem er vel viðundandi ekki síst í ljósi þess að hækkunin á árinu 2017 hélst áfram inni. Gert er ráð fyrir áfram- haldandi aðhaldi í rekstri skólans en nokkurt svigrúm fæst þó til við- haldsverkefna og fjárfestinga í nýrri tækni og upplýsingakerfum. Laun fastra starfsmanna og stundakenn- ara hækka almennt um 6% þann 1. júlí 2018 en ekki verða miklar breytingar á mannahaldi þegar á heildina er litið,“ segir Vilhjálmur að endingu. mm Búið er að selja um helming íbúða á Bifröst Hátt í fjörutíu iðnaðarmenn starfa nú við byggingu á nýju hóteli, verslunarrými og íbúðablokk við Borgarbraut 57-59 í Borgarnesi. Stefnt er á að hótelið verði tilbúið til móttöku fyrstu gesta í vor en að lokið verði við byggingu íbúða- blokkarinnar síðari hluta þessa árs. jóhannes Freyr Stefánsson hjá Ánaborg ehf. fer með verkstjórn á byggingarstað en það er fyrir- tækið Hús og lóðir ehf. sem fjár- festir í mannvirkjunum. Húsin eru reist úr forsteyptum einingum frá Smellinn. jóhannes segir í samtali við Skessuhorn að framkvæmdir hafi gengið vel eftir að þær fóru í gang að nýju eftir hlé á síðasta ári sem varð vegna deilna um skipulag á miðbæjarreitnum. Byggingarnar samanstanda af 84 herbergja hót- eli á fimm hæðum, fjögur hundruð fermetra tengibyggingu á jarðhæð sem hugsuð er fyrir verslun og/ eða þjónustu auk 28 íbúða blokkar á sjö hæðum en þær verða boðnar til sölu fyrir eldri borgara. Alls er byggingamagnið 8500 fermetrar og því langstærsta einstaka bygg- ingaframkvæmdin sem í gangi er í héraðinu. jóhannes Freyr fór með blaða- manni Skessuhorn um hótelbygg- inguna og tengibyggingu á jarð- hæð. Eftir á að reisa tvær síðustu hæðir íbúðablokkarinnar. Ljóst er að engu er til sparað í byggingu húsanna en herbergi á hótelinu verða rúmgóð og með góðu út- sýni. Á efstu hæð eru hótelíbúðir og frá svíta í suðvesturhorni bygg- ingarinnar er stórbrotið útsýni yfir héraðið. Á jarðhæð hótelsins verður m.a. matsalur, móttaka, bar og fundaherbergi en í kjall- ara verður t.d. aðstaða fyrir sauna og heitir pottar. Í fjögur hundr- uð fermetra tengibyggingu milli húsanna er gert ráð fyrir að hægt verði að stúka svæðið niður í t.d. fjögur aðskilin hundrað fermetra verslunarrými. Í kjallara undir tengibyggingunni verða bílastæði fyrir íbúðablokkina. Aðspurður segir jóhannes að mikið sé spurt út í íbúðir í fjölbýlishúsinu en sala á þeim hefjist þó ekki fyrr en líður nær verklokum. mm Hótel og íbúðablokk í Borgarnesi Byggingarnar setja mikinn svip á miðbæ Borgarness, en stutt er í ýmsa þjónustu, svo sem í Hyrnutorgi og Hjálmaklett, handan við götuna. Jóhannes Freyr Stefánsson stýrir framkvæmdum við byggingarnar. Hér er verið að undirbúa að steypa veggi við akstursramp niður í kjallara tengibyggingarinnar. Séð út úr herbergi í norðausturhorni hótelsins. Í stærstu svítunni á efstu hæð hótelsins. Útsýni yfir Borgar- fjörð og upp í héraðið. Byrjað er að undirbúa hótelherbergi fyrir málara og aðra iðnaðarmenn sem þurfa að ljúka að innrétta herbergin fyrir vorið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.