Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 201812 Árið 2014 fór Hermann jóhannsson í Borgarnesi að kenna verkja í hnjá- liðum. Hann var þá kominn yfir sjö- tugt en að öðru leyti við góða heilsu og stundaði vinnu við akstur. Her- mann starfaði lengst af sínum starfs- aldri við akstur sjúkrabíla og hús- vörslu í Heilsugæslustöðinni í Borg- arnesi. Hann segir sjálfur að slit í hnjáliðum sé líklegur fylgifiskur starfsins og bílstjórar verði oft fyrir, ekki síst sjúkrabílsstjórar sem þá fóru oft einir í útköll og þurftu að takast á við erfið og krefjandi verkefni. Við slíkar aðstæður hafi oft reynt ótæpi- lega á liðamótin. En hvað um það, fyrir fjórum árum ákveður Her- mann að láta rannsaka ástand hnjá- liðanna og í ljós kom að þeir voru báðir slitnir og því þyrfti að skipta þeim út. Hann fer á biðlista 2015 til að fá nýtt vinstra hné sem var verra en það hægra. Nú leið og beið og ekki bólaði á aðgerð þrátt fyrir að Hermann hafi verið settur á biðl- ista til liðskipta bæði á Heilbrigðis- stofnun Vesturlands á Akranesi og á Landspítalanum í Reykjavík. „Vorið 2017 þrýtur mér svo þolinmæðin að bíða eftir að komast að hjá þessum ríkisstofnunum enda gat ég ómögu- lega fengið upp gefið hvenær röð- in yrði komin að mér. Ég pantaði því aðgerð á Klíníkinni í Reykja- vík, einkarekinni skurðstofu, þar sem sjúklingar greiða fullt verð fyr- ir alla þjónustu sem þeir fá. Það var mitt mat á þessum tímapunkti að ég vildi frekar borga fyrir aðgerð en fá í staðinn betri heilsu og geta átt lengri starfsævi. Ég vildi ekki halda áfram að vera með verkjum og horfa jafn- vel fram á að þurfa að hætta að vinna af þessum sökum. Þar var skipt um hné í Klínikinni og allt gekk ljóm- andi vel. Í framhaldinu hélt ég áfram keyrslu eins og ég hafði gert.“ Ekki á biðlista eftir „hægra“ hné! Enn líður og bíður og áfram er Hermann á biðlista eftir hnjáskipt- um, enda einungis búið að skipta út öðru veika hnénu. „Ég fékk síð- an hringingu 4. desember síðast- liðinn og mér tjáð að ég væri kom- inn að á biðlista og gat fengið tíma á Akranesi til liðskipta 12. desemb- er. Mæti svo 8. desember í viðtöl, myndatöku, blóðprufur og annað sem fylgir undirbúningi. Bæklunar- læknirinn á Akranesi hringir síðan í mig eftir að ég er kominn heim aft- ur þennan dag og tilkynnir mér að ég sé ekki á biðlista hjá honum með „hægra“ hné, heldur einungis það „vinstra“. Ég tjái lækninum að skipt hafi verið um það hné 6. apríl þá um vorið, sem hann hefði mátt lesa ef hann hefði kynnt sér læknaskýrslur um mig. Hins vegar sagði ég hon- um að enn ætti eftir að endurnýja liðinn í hægra hnénu og því upplagt að drífa þetta af. Læknirinn sagði mér þá að hann skæri aldrei upp eft- ir myndum og þyrfti að skoða mig. Þá segi ég honum að ég geti verið mættur eftir hálftíma. Hann tók því fálega og sagðist sjálfur vera að fara í nokkurra mánaða frí og ég væri einfaldlega ekki á biðlista hjá hon- um lengur. Hann biður mig ekkert afsökunar eða neitt slíkt, t.d. fyrir að vera búinn að segja upp vinnu, greiða kostnað við undirbúning að- gerðar og annað sem þessu fylgdi. Hann hreinlega henti mér út af biðlista eingöngu vegna þess að ekki var búið að bóka mig á biðlista með „hægra“ hné. Fólki til upplýsing- ar þá eru þessir liðir eins og hverj- ir aðrir varahlutir t.d. í bíla, sem eru geymdir uppi í hillu og bíða þess að vera notaðir. Þarna finnst mér ég hafa hlotið snautlega meðferð hjá þessum bæklunarlækni. Mér fyndist að ég hefði átt annað og betra skilið, hef meðal annars starfað hjá þessari stofnun í hátt í þrjá áratugi.“ Tók til sinna ráða Hermann ákveður á þessum tíma- punkti í desember síðastliðnum, þegar búið var að henda honum út af biðlista, að hann mæti heilsu sína og líðan með þeim hætti að ef hann fengi ekki bót meina sinna yrði hann að hætta vinnu, en það hafi hann síst kosið. „Ég ákveð því að leita að nýju til Klíníkunarinnar og fá seinni hnjáskiptin þar. jafnvel þótt slík aðgerð kosti á aðra millj- ón króna með öllum kostnaði. Ég fer síðan í hnjáskipti þar 9. janú- ar síðastliðinn. Fer í aðgerðina þar klukkan 16 og er útskrifaður á há- degi daginn eftir. Allt gekk eins og í sögu og þjónusta var sem fyrr öll til fyrirmyndar.“ Hermann segist í framhaldi þess- arar reynslu sinnar hafa ákveðið að láta fólk í sínu nærumhverfi vita af þessum valkosti sem fólk hefur og vekja athygli á því sem hann kall- ar argasta óréttlæti. Meðal ann- ars finnst honum stórfurðulegt að Sjúkratryggingar Íslands sem hafa samning við spítala á Norðurlönd- unum greiða allan kostnað sjúklinga við aðgerðir ef farið er þangað, en ekki við Klíníkina í Ármúla sem þó er að hans mati flottasta sjúkrahús á landinu. jafnvel eru dæmi um að sömu læknar og starfa á Klíníkinni, fari með sjúklinga sína til Svíþjóð- ar og geri sömu aðgerðir þar, en ís- lenska ríkið borgar allan kostnað af því samningur er við viðkomandi heilbrigðisstofnun. Þetta er nátt- úrlega hrein vitleysa,“ segir Her- mann. Skilvirkni kerfisins ábótavant „Mér finnst að fólk eins og ég eigi ekki að þurfa að dúsa á biðlistum svo árum skiptir vegna duttlunga kerfisins og óskilvirkni. Við Íslend- ingar erum betur staddir en svo að slíkt eigi að viðgangast átölulaust. Skilvirni kerfisins er heldur ekki nægjanlega mikil, eins og glöggt sést í mínu tilfelli. Það er þjóð- félaginu ekki til framdráttar að fólk liggi heima hjá sér bryðjandi pill- ur, en gæti verið nýtir þegnar úti í samfélaginu ef heilbrigðisþjónust- an væri skilvirkari. Við sjáum best muninn að í Klínikinni, einkareknu heilbrigðisfyrirtæki, er hægt að af- greiða fjögur hnjáskipti á dag. Sjálf aðgerðin tekur rúman klukkutíma en sjúklingnum er ekki haldið leng- ur inni en þörf krefur, ólíkt því sem tíðkast sums staðar annars staðar! Ég er í það minnsta mjög ánægð- ur með þá þjónustu sem ég hef í tvígang fengið hjá þessari einka- reknu sjúkrastofnun og leyfi mér að mæla með henni. Að sama skapi er ég hryggur yfir þeirri óskilvirkni og reyndar snautlegu framkomu sem ég tel mig hafa fengið hjá bæklun- arlækninum á Akranesi,“ segir Her- mann að endingu. mm Finnst kerfið hafa brugðist sér og sótti þjónustu á einkarekna skurðstofu: Allt betra en liggja heima bryðjandi pillur Hermann Jóhannsson hleypur nú um keikur með nýja hnjáliði. Nú eru í gangi framkvæmdir fyrir opnun nýs veitingastaðar í Ólafs- vík í gamla húsnæði Sparisjóðs Ólafsvíkur. Veitingastaðurinn mun fá nafnið Sker. Skessuhorn hafði samband við Arnar Laxdal sem er einn af eigendum veitingastaðar- ins ásamt fjölskyldu sinni. „Þessa dagana erum við að hreinsa út og svo tekur uppbyggingin við, en við stefnum á að opna í maí ef allt geng- ur upp,“ segir Arnar. „Hugmyndin hjá okkur er að setja hér upp fjöl- skylduvænan veitingastað sem býð- ur mat á hagstæðu verði. Við gerum ráð fyrir að verða með sæti fyrir 70 til 100 manns.“ Arnar kveðst bjartsýnn á að ferðamenn staldri lengur við í bæj- arfélaginu og vonar að þeim muni fjölga á landinu. „Allavega er ég bjartsýnn á vöxt ferðaþjónustunnar, annars værum við ekki að þessu,“ segir Arnar. Í húsnæði gamla Sparisjóðsins verður einnig hannyrðaverslunin Rifssaumur sem hefur rekið verslun í Rifi til fjölda ára. Arnar bætir við að margir iðnarmenn sem komi að verkinu séu úr Snæfellsbæ og það sé einnig stefnan að verða með hrá- efni úr héraði við eldamennskuna. Systir hans, Lilja Hrund jóhanns- dóttir sem er nýútskrifuð sem mat- reiðslumaður, verður yfirkokkur á Skerinu. af Unnið að opnun veitinga- staðarins Skers í Ólafsvík Feðgarnir Jóhann Rúnar Kristinsson og Arnar Laxdal til hægri ásamt þeim Stefáni Svanssyni og Ingva Rafn Aðalseinssyni. Peningageymslan í gamla Sparisjóðnum var býsna rammgerð og hefði ekki verið áhlaupaverk að brjótast inn í hana. Arnar Laxdal kátur inn í gamla sparisjóðsstjóraherberginu, en þar er áætlað að Rifssaumur verði með starfsemi sína.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.