Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 201830 Viktor Helgi Benediktsson hefur samið við Knattspyrnufélag ÍA til þriggja ára og mun því leika með liði Skagamanna út sumarið 2020. Viktor er fæddur árið 1998, upp- alinn hjá FH en spilaði með HK í 1. deildinni síðasta sumar, undir stjórn jóhannesar Karls Guðjóns- sonar, núverandi þjálfara ÍA. Lék hann 19 leiki með Kópavogsliðinu í fyrra og skoraði í þeim þrjú mörk. „Það er mikill heiður að fá að spila fyrir klúbb með jafn mikla sögu og ÍA. Þetta var í raun aldrei nein spurning eftir að jói Kalli hringdi í mig og sagðist vilja sjá mig í gulu. Ég átti frábært ár hjá HK 2017 undir hans stjórn og ég veit að það verður frábært að fá að vinna með honum aftur. Það skemmir svo alls ekki fyrir að hafa Sigga jóns við hlið hans. Það eru rosalega spenn- andi tímar framundan hér á Skag- anum og ég get ekki beðið eftir því að byrja,“ segir Viktor Helgi. Þjálfarinn lýsir sömuleiðis yfir ánægju sinni með að fá leikmann- inn til liðs við ÍA. „Ég er virkilega ánægður með að hafa fengið Viktor Helga til liðs við okkur á Skagan- um. Viktor passar vel inn í framtíð- armarkmið okkar sem eru að búa til öfluga liðsheild og koma Skaganum aftur í efstu deild,“ segir jóhannes Karl þjálfari. kgk ÍA semur við Viktor Helga Frá undirritun samningsins. F.v. Hulda Birna Baldursdóttir, framkvæmdastjóri KFÍA, Viktor Helgi Benediktsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari mfl. karla og Magnús Guðmundsson, formaður KFÍA. Ljósm. KFÍA. ÍA mætti Breiðabliki í 1. deild karla í körfuknattleik að kvöldi mánu- dags. Leikur liðanna fór fram í Kópavogi. Blikar höfðu undirtök- in í allan leikinn og höfðu að lok- um 14 stiga sigur, 99-85. Breiðablik byrjaði leikinn mun betur en Skagamenn voru nokkrar míntútur að finna taktinn. Blikar leiddu 20-4 um miðjan fyrsta leik- hluta en þá tók ÍA liðið við sér og náði að minnka muninn í 28-20 áður en upphafsfjórðungurinn var úti. Skagamenn komu ákveðnir til annars leikhluta, minnkuðu muninn í fjögur stig og hleyptu Blikum ekki frá sér næstu mínúturnar. En þegar nær dró hléinu spýttu Blikar heldur betur í og tryggðu sér 19 stiga for- skot í hléinu, 58-39. Forysta Breiðabliks hélst meira og minna óbreytt allan þriðja leik- hluta. Skagamenn náðu ekki að minnka muninn að ráði og fyrir vik- ið voru heimamenn 16 stigum yfir fyrir lokafjórðunginn, 78-62. Það sem eftir lifði leiks var svipaða sögu að segja. Breiðablik hafði góð tök á leiknum og Skagamenn náðu ekki að laga stöðuna nema um örfá stig. Blikar sigruðu 99-85. Marcus Dewberry átti stórleik fyrir Skagamenn, skoraði 40 stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsend- ingar. Sigurður Rúnar Sigurðsson skoraði 18 stig og tók fimm fráköst en aðrir höfðu minna. Sex leikmenn Breiðabliks skor- uðu tíu stig eða meira í leiknum. Stigahæstur þeirra var jeremy Her- bert Smith sem setti upp huggulega þrennu. Hann skoraði 29 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Skagamenn sitja enn á botni deildarinnar, stigalausir eftir 13 leiki spilaða. Framundan er erfið ferð vestur á Ísafjörð þar sem ÍA mætir Vestra tvo daga í röð, laug- ardagin 20. janúar og sunnudaginn 21. janúar næstkomandi. kgk/ Ljósm. úr safni/ jho. Skagamenn töpuðu fyrir Breiðabliki Undanúrslit Maltbikars kvenna í körfuknattleik voru leikin í Laugar- dalshöllinni í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag. Í fyrri leiknum mættust Skallagrímur og Njarðvík og í þeim síðari áttust við Snæfell og Kefla- vík. Báðir leikirnir voru æsispenn- andi og hefði sigurinn getað end- að hvorum megin sem var. En lukk- an snerist ekki á sveif með Vestur- landsliðunum, því bæði Skalla- gríms- og Snæfellskonur máttu bíta í það súra epli að þurfa að játa sig sigraðar í undanúrslitum. Það var síðan Keflavík sem hampaði bikar- meistaratitli kvenna, annað árið í röð eftir sigur á Njarðvíkingum. Í karlaflokki var það Tindastóll sem stóð uppi sem bikarmeistari. Er það fyrsti stóri titill Sauðkrækinga í körfuknattleik. Stigalausar en í úrslitin Skallagrímur var sterkara lið- ið framan af undanúrslitaleiknum gegn Njarðvík. Þær höfðu fimm stiga forskot að loknum fyrsta leik- hluta, 26-21 og héldu nokkurra stiga forystu allan annan leikhluta. Mest komst Skallagrímur níu stig- um yfir skömmu fyrir hálfleik, en hafði sjö stiga forskot í hléinu, 46-39. Strax í upphafi síðari hálfleiks kvað við annan tón í leiknum og Njarðvíkurliðið gerði öllum full- ljóst að þær ætluðu ekki að tapa leiknum fyrr en í fulla hnefana. Með mikilli baráttu og vel skipu- lögðum leik náði Njarðvík að gera forystu Skallagríms að engu og hleypa mikilli spennu í leikinn. Frá miðjum þriðja leikhluta fylgdust liðin að en Skallagrímur var tveim- ur stigum yfir fyrir lokafjórðung- inn, 60-58. Njarðvík komst yfir í upphafi fjórða leikhluta en Skalla- grímur jafnaði. Liðin skiptust á að skora þar til Njarðvík náði yfir- höndinni eftir miðjan fjórðung- inn. Þegar tvær mínútur lifðu leiks voru Skallagrímskonur sex stigum undir, 69-75. Þær minnkuðu mun- inn í þrjú stig og fengu síðasta skot leiksins og tækifæri til að jafna met- in. Skotið geigaði og urðu Skalla- grímskonur að sætta sig við þriggja stiga tap, 75-78. Njarðvíkurliðið er hins vegar vitnisburður um að allt getur gerst í bikarnum. Liðið situr á botni Domino‘s deildarinnar, hef- ur ekki unnið deildarleik í allan vet- ur, en fer aftur á móti í úrslit Mal- tbikarsins. Zimora Esket Morrison var at- kvæðamest í liði Skallagríms með 25 stig, 15 fráköst, fimm stoðsend- ingar og fjögur varin skot. Carmen Tyson-Thomas var með 17 stig og sjö fráköst og jóhanna Björk Sveinsdóttir tíu stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Shalonda Winton var stigahæst í liði Njarðvíkur með 31 stig og tók sjö fráköst að auki. Hrund Skúla- dóttir var með 14 stig og fimm frá- köst og Erna Freydís Traustadóttir ellefu stig. Framlengdur háspennuleikur Spennan var ekki minni í síðari und- anúrslitaleiknum en þeim fyrri. Þar mættust Snæfell og Keflavík. Lið- in byrjuðu leikinn nokkuð brösu- lega enda spennustigið hátt. Það fór hins vegar ekki framhjá nein- um að bæði ætluðu þau sér sigur í leiknum. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og Snæ- fell leiddi með einu stigi að hon- um loknum, 20-19. Keflavík hafði heldur yfirhöndina framan af öðr- um fjórðungi. Suðurnesjakon- ur komust sex stigum yfir en Snæ- fell var aldrei langt undan. Eft- ir því sem leið nær hálfleik þjarm- aði Snæfell stöðugt meira að Kefla- vík og með þriggja stiga flautukörfu náðu höfðu þær eins stigs forystu í hléinu,41-40. Leikurinn var hnífjafn eftir hléið og liðin fylgdust að hvert fótmál. Keflavík náði yfirhöndinni um miðj- an þriðja leikhluta og hafði sjö stiga forskot að honum loknum, 56-63. En Snæfellsliðið var hvergi af baki dottið og með sterkum varnarleik náðu þær að minnka muninn í eitt stig áður áður en lokafjórðungur- inn var hálfnaður. Með góðri rispu undir lok leiks komst Snæfell fjór- um stigum yfir þegar mínúta lifði leiks, 75-71. Keflavíkurkonur svör- uðu með stuttri sókn og stálu síðan boltanum og jöfnuðu metin í 75-75. Snæfell fékk hins vegar síðasta skot leiksins. Kristen McCarthy lyfti sér upp og lét skotið vaða. Boltinn skoppaði fjórum sinnum á hringn- um áður en hann féll af. Drama- tískara verður það varla og því varð að grípa til framlengingar. Keflavík hafði heldur undirtökin í framlengingunni en Snæfell sá til þess að halda spennunni í hámarki. Keflavík skoraði fyrstu fimm stigin en Snæfell náði að minnka mun- inn í eitt stig þegar mínúta var eft- ir, 81-82. Keflavík klikkaði í næstu sókn og Snæfell fékk tækifæri til að komast yfir. Skot Snæfells geigaði þegar fimm sekúndur voru á klukk- unni og því urðu þær að brjóta. Keflavík bætti við einu stigi af víta- línunni og þar við sat. Lokatölur 81-83, Keflavík í vil. Kristen McCarthy átti stórleik fyrir Snæfell, skoraði 40 stig, reif niður 18 fráköst og var með fimm stolna bolta. Berglind Gunnars- dóttir kom henni næst með 26 stig. Brittany Dinkins var með 35 stig, tólf fráköst og fimm stoðsendingar í liði Keflavíkur og Birna Valgerð- ur Benónýsdóttir 15 stig og fimm fráköst. kgk Bikarævintýri Vesturlandsliðanna á enda Lið Snæfells fyrir undanúrslitaleik bikarsins. Ljósm. þe. Skallagrímskonur fara yfir málin rétt fyrir undanúrslitaleikin gegn Njarðvík. Ljósm. Skallagrímur. Kristen McCarthy, leikmaður Snæfells, tekur lokaskot venjulegs leiktíma fyrir sigri gegn Keflavík. Skotið skoppaði fjórum sinnum á hringnum áður en hann féll af. Snæfell þurfti síðan að játa sig sigrað eftir framlengingu. Ljósm. þe.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.