Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 2018 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Framundan er ferðasýningin Manna- mót sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna í samstarfi við Flug- félagið Erni. Á þessari sýningu koma saman ríflega 200 ferðaþjónustufyr- irtæki af öllu landinu og kynna starf- semi sína fyrir gestum sem koma frá ferðaskrifstofum á höfuðborg- arsvæðinu og erlendis frá, stoðkerfi ferðaþjónustunnar og úr ferðaþjón- ustutengdu námi. Ekki síður er mik- ilvægt að á þessum degi nota menn tækifærið til að hitta samstarfsaðila, efla tengslin og ræða stóru málin. Mannamót, sem er fimm ára í ár, hefur vaxið á hverju ári og er nú orð- inn einn af mikilvægustu viðburð- um ferðaþjónustunnar á hverju ári. Vettvangurinn styður við stærstu áskorun íslenskrar ferðaþjónustu sem er að bæta nýtingu auðlindar- innar og tryggja að henni sé skilað áfram til næstu kynslóða svo hægt sé að byggja upp til lengri tíma og skila landi og þjóð arð af þessari auðlind um ókomna tíð. Byggja verður ferðaþjónustan upp sem öfluga atvinnugrein og í sátt við náttúruna, umhverfi og samfélag. Til að ná þessu fram þarf að ráð- ast í ýmis verkefni og má þar nefna áskoranirnar um að bæta dreifingu ferðamanna um landið og jafna árs- tíðasveifluna um allt land. Árangur í þessum stóru forgangsmálum styð- ur við uppbyggingu ferðaþjónustu- fyrirtækja í öllum landshlutum, þar sem þau geta öll bætt nýtingu sinna fjárfestinga með því að ná sem mest- um arði úr auðlindinni okkar sem er náttúra og mannlíf á Íslandi. Nú er staðan sú að á Suðurlandi, Vesturlandi, Reykjanesi og Höfuð- borgarsvæðinu hefur náðst góður árangur í að efla vetrarferðaþjónustu og minnka árstíðasveifluna. Þessi ár- angur hefur dregið að sér fjárfesta sem byggja upp öfluga afþreyingu, gistingu og veitingaþjónustu. Ríf- lega 80% fyrirtækja á þessum svæð- um er nú í heilsársrekstri sem er lyk- ilatriði í uppbyggingu ferðaþjón- ustu, skilar sér í öflugra starfsfólki og uppbyggingu svæða þar sem nú eru til staðar ný og spennandi atvinnu- tækifæri. Vestfirðir, Norðurland og Austurland eiga enn óinnleyst tæki- færi í uppbyggingu utan háannatíma vegna skorts á öruggum samgöng- um en sú uppbygging mun skila sér í gríðarlegum ávinningi fyrir landið allt þegar náðst hefur að byggja þar upp ferðaþjónustuna sem heilsárs at- vinnugrein. Vaxtartækifærin í ferðaþjónust- unni eru mikil og gríðarlegur hraði í þróun greinarinnar. Því er nauðsyn- legt að til sé heildstæð áætlun bæði til að grípa tækifærin sem skapast og ekki síður til að geta gripið inn í nei- kvæða þróun þar sem nauðsynlegt er. Markaðsstofur landshlutanna vinna nú í samstarfi við Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála að áfanga- staðaáætlunum DMP sem ætlað er að svara kalli ferðaþjónustunnar eft- ir skýrri stefnu til stuðnings við sína uppbyggingu og framkvæmd fjár- festingarverkefna. Í þessari vinnu, sem mun stuðla að uppbyggingu, þróun og vexti, er öflugt sam- tal hagsmunaað- ilanna þ.e. ferða- þjónustufyrirtækj- anna og sveitar- félaga lykilatriði en sveitarfélögin eru nú flest farin að sjá ferðaþjón- ustuna skila þeim miklum tekjum, uppbyggingu og jákvæðum áhrifum á samfélagið. Sýningin Mannamót er frábært vettvangur til að efla þetta samtal og óhætt að segja að á undan- förnum árum hafi orðið þar til góð- ar hugmyndir sem öflugir aðilar hafa síðan hrint í framkvæmd. Arnheiður Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Snæfell tók á móti Skallagrími í Vest- urlandsslag 1. deildar karla í körfu- knattleik á mánudagskvöld. Eftir hnífjafnan síðari hálfleik og spenn- andi lokafjórðung voru það Borgnes- ingar sem fóru með sigur af hólmi, 95-100. Snæfell hafði heldur yfirhöndina í upphafi leiks. Hólmarar leiddu 15-10 eftir fimm mínútna leik og 24-19 seint í fyrsta leikhluta. En Skalla- grímur kláraði leikhlutann af krafti og jafnaði metin. Staðan var 27-27 að loknum fyrsta fjórðungi. Skallagrím- ur komst sex stigum yfir snemma í öðrum leikhluta og stjórnaði ferð- inni allt til hálfleiks. Borgnesingar bættu enn við forskotið á lokaspretti fyrri hálfleiks og höfðu tíu stiga for- skot í hléinu, 37-47. Snæfellsliðið mætti ákveðið til síðari hálfleiks og minnkaði forskot Skallagríms smám saman eftir því sem leið á þriðja leikhluta. Þegar sjö mínútur höfðu verið leiknar af síðari hálfleik voru Snæfellingar búnir að jafna og eftir það var leikurinn í járn- um. Snæfell leiddi 70-67 fyrir loka- fjórðunginn. Skallagrímur komst fimm stigum yfir snemma í fjórða, 72-77 áður en Snæfell jafnaði í 83-83 um miðjan leikhlutann. Skallagrím- ur skoraði næstu stig, náðu að halda Snæfelli í skefjum á lokamínútunum og hafði að lokum sigur, 95-100. Christian Covile var atkvæðamest- ur í liði heimamanna. Hann skoraði 31 stig og reif niður 19 fráköst. Vikt- or Marinó Alexandersson skoraði 17 stig og gaf sjö stoðsendingar og Geir Elías úlfur Helgason var með 17 stig einnig. Aaron Parks var stigahæstur í liði Skallagríms með 22 stig og gaf hann fimm stoðsendingar að auki. Bjarni Guðmann jónsson skoraði 22 stig og tók 12 fráköst og Eyjólfur Ásberg Halldórsson var með 19 stig, ellefu fráköst og átta stoðsendingar. Staða liðanna í deildinni er á þá leið að Skallagrímur trónir á toppn- um með 24 stig, tveimur stigum fyrir ofan Breiðablik. Snæfell er í fjórða sæti með 18 stig, tveimur stig- um á eftir Hamri og jafn mörg stig og Vestri en hefur leikið einum leik fleira. Næst leikur Skallagrímur á morg- un, fimmtudaginn 18. janúar, í topps- lag gegn Breiðabliki í Borgarnesi. Snæfell leikur hins vegar á sunnu- daginn, 21. janúar, þegar liðið tekur á móti Gnúpverjum. kgk Skallagrímur sótti sigur í Stykkishólm Stórleikur Christian Covile dugði heimamönnum ekki til að knýja fram sigur gegn toppliði Skallagríms. Ljósm. úr safni/ kgk. Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur slitið samstarfi við Ricardo González Dávila, þjálfara meistara- flokks kvenna og yngri flokka hjá félaginu. Frá þessu er greint í til- kynningu á Facebook-síðu félagsins á sunnudag. Þar kemur einnig fram að unnið sé að ráðningu nýs þjálfara kvennaliðsins, en Skallagrímur er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Domino‘s deildar kvenna. Sömuleið- is er unnið að því að finna þjálfara til að hafa umsjón með þeim æfingum yngri flokka félagsins sem Richardo hafði á sinni könnu. „Körfuknatt- leiksdeild Skallagríms þakkar þjálfar- anum og fjölskyldu hans öflugt fram- lag til félagsins og óskar þeim góðs gengis í þeim verkefnum sem þau taka sér fyrir hendur í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Í gærmorgun var síðan greint frá því að félagið hefði samið við Ara Gunnarsson um þjálfun meistara- flokks kvenna út keppnistímabilið. Fyrsti leikur Skallagríms undir hans stjórn verður Vesturlandsslagurinn gegn Snæfell í kvöld, miðvikudaginn 17. janúar. Sá leikur fer fram í Borg- arnesi. kgk Skallagrímur skiptir um þjálfara Ricardo González Dávila fer yfir málin með leikmönnum kvennaliðs Skallagríms fyrr í vetur. Ljósm. Skallagrímur. Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Har- aldsson, leikmaður sænska úrval- seildarliðsins Halmstads BK, skor- aði fjórða mark Íslands þegar lið- ið vann stórsigur á Indónesíu, 0-6 í vináttuleik í Indónesíu á fimmtudag. Var þetta fyrsta mark Tryggva fyrir A landsliðið. Mark Tryggva er ekki síst merki- legt fyrir þær sakir að foreldrar hans, Haraldur Ingólfsson og jónína Víg- lundsdóttir, hafa bæði skorað mörk fyrir A landslið Íslands. jónína skor- aði tvö mörk í ellefu leikjum fyr- ir Íslands hönd á árunum 1993 til 1997 og Haraldur skoraði eitt mark í 20 landsleikjum á árunum 1990 til 1996. Ritstjórn er ekki kunnugt um annan markaskorara landslið- anna sem báðir foreldrar hafa einnig skorað fyrir A landslið Íslands. kgk Mótanefnd hestamannafélaganna sem staðið hafa að KB mótaröðinni í hestaíþróttum í Borgarnesi hefur ákveðið að tvö mót verða haldin í KB mótaröðinni í vetur. Fyrra mót- ið verður laugardaginn 24. febrúar og seinna mótið laugardaginn 24. mars og fara bæði fram í Reiðhöll- inni Faxaborg. Flokkaskipting er þannig að keppt verður í barna- flokki, unglingaflokki, ungmenna- flokki og 1. flokki og 2. flokki full- orðinna. Eingöngu verður um ein- staklingskeppni að ræða þetta árið, segir í tilkynningu frá nefndinni. Á mótinu laugardaginn 24. febrú- ar verður keppt í tölti, barnaflokki og 2. flokki, í tölti T7 (hægt tölt, svo snúið við, frjáls ferð á tölti). Þá mun verða keppt í unglingaflokki, ungmenna og 1. flokki í tölti T3 (hægt tölt svo snúið við, hraða- breytingar á tölti og greitt tölt) Á mótinu 24. mars verður keppt í fjórgangi. Börn og 2. flokkur keppa í fjórgangi V5 (frjáls ferð á tölti, brokk, fet og stökk). Ungling- ar, ungmenni og 1. flokkur keppa í fjórgangi V2 (hægt tölt, brokk, fet, stökk, greitt tölt). Að báðum mótum loknum munu fimm efstu í hverjum flokki verða verðlaunaðir fyrir samanlagðan ár- angur beggja mótanna. „Við hvetj- um fólk til að hafa samband ef það hefur tök á að vinna á mótunum. Skráningargjald verður 2500 fyr- ir fullorðna og ungmenni og 2000 fyrir börn og unglinga,“ segir í til- kynningu frá mótsnefnd. mm Haldin verða tvö KB mót Fetað í fótspor foreldranna Frá verðlaunaafhendingu fyrir fjórgang í ungmennaflokki á síðasta ári. Ljósm. úr safni Skessuhorns/ iss. Mannamót – mikilvægur vettvangur í ferðaþjónustu Pennagrein Tryggvi Hrafn Haraldsson fagnar marki með ÍA síðasta sumar. Ljósm. úr safni/ gbh.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.