Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 201818 Árið 2017 var ár verulegra fram- kvæmda á vegum Stykkishólmsbæj- ar. Þegar litið er yfir verkefni síðasta árs og stöðuna sem er framundan hjá Stykkishólmsbæ er af ýmsu að taka hvað varðar uppbyggingu og bætt búsetuskilyrði í bænum. Það má halda því fram að besti mæli- kvarðinn um framvindu og árangur á kjörtímabilinu 2014 til 2018 sé sú ánægjulega staðreynd að tekjur bæj- arins hafa aukist, fjárhagsstaðan er góð og íbúum hefur fjölgað nokk- uð umfram landmeðaltal og hlut- fallslega meira en er víðast á lands- byggðinni. Samkvæmt upplýsing- um Hagstofu Íslands áttu 1177 íbú- ar lögheimili í Stykkishólmi 1. des- ember 2017 og er það 7,5% fjölg- un frá því sem var í desember 2014. Til þess að tryggja áframhaldandi fjölgun þarf að tryggja ný atvinnu- tækifæri og auka framboð af íbúð- arhúsnæði. Að því þarf að vinna fullum fetum með auknu framboði byggingalóða. Góður rekstur og bætt- ur efnahagur bæjarins Fyrri hluti yfirstandandi kjörtíma- bils fór í það verkefni að endurstilla rekstur bæjarins, gera skipulags- breytingar og móta þau verkefni sem bæjarstjórn hefur tekið ákvörð- un um að verði forgangsverkefni. Vegna kjarasamninga varð aukning á útgjöldum umfram áætlun sem hefur tekist að mæta með skipu- lagsbreytingum, sparnaði og aukn- um tekjum auk þess sem eignasala kom að nokkru til móts við fjárfest- ingar. Skuldaviðmið hefur lækkað. Það hafði verið mjög hátt í upp- hafi síðasta kjörtímabils og var um tíma yfir og við 150% mörkin sem sveitarstjórnarlög setja sem leyfi- legt hámark. Skuldaviðmið sem er skilgreint í sveitarstjórnarlögum er áætlað um 123% og skuldahlutfall- ið tæp 130% árið 2018 þrátt fyrir lántökur á síðasta ári og áform um nokkra fjárfestingu. Rekstur A og B hluta bæjarsjóðs hefur verið já- kvæður og því innan marka svo- nefndrar jafnvægisreglu sem kraf- ist er í sveitarstjórnarlögum. Þann- ig má segja að rekstur og efnahagur bæjarsjóðs sé traustur en því mið- ur hafa daggjöld ekki staðið und- ir rekstri Dvalarheimilis aldraðra. Gert er ráð fyrir því að á því verði veruleg bragarbót með því að sér- stök fjárveiting fékkst til hækkunar daggjöldum auk þess sem ríkissjóð- ur tók yfir lífeyrisskuldbindingar hluta starfsmanna dvalar- og hjúkr- unarheimila. Unnið er að uppgjöri þeirra aðgerða. Hófleg skattlagning Í fjárhagsáætlun vegna ársins 2018 er gert ráð fyrir því að útsvars- álagning verði ekki fullnýtt og verði áfram 14,37% en heimildin er 14,52%. Álagningarhlutfall fast- eignaskatts er einnig lækkað. Fasteignamatið í Stykkishólmi hefur hækkað verulega sem er af- leiðing þess að eftirspurn eftir íbúð- arhúsnæði hefur aukist og verð- ið hækkað. Fasteignaskattshlutfall íbúðarhúsnæðis lækkar úr 0,50% af matinu í það að verða 0,48%. Fasteignaskattshlutfall atvinnuhús- næðis lækkar frá því að vera 1,65% í 1,57%. Lóðarleiga íbúðarhúsnæðis lækkar einnig frá 1,18% í 1,10% af lóðarmati. Þá var samþykkt að auka afslátt af fasteignagjöldum elli- og örorku- lífeyrisþega. Sá afsláttur er tekju- tengdur og verður hámark afsláttar kr. 90.800 sem er 25% hækkun frá fyrra ári. Er þannig komið til móts við þá eigendur fasteigna sem eru lífeyrisþegar. Samningar um lífeyrisréttindi Þann 19. september 2016 gerðu Bandalag háskólamanna, BSRB og Kennarasamband Íslands, annars vegar, og fjármála- og efnahags- ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, og Samband íslenskra sveitarfélaga hins vegar, með sér samkomulag um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Markmið samkomulagsins var að samræma lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Á fyrstu dögum þessa árs var kynnt hvaða fjárhagslegar kvaðir leggjast á bæ- inn vegna þessa og mun það verða tekið inn við gerð ársreiknings og endurskoðun fjárhagsáætlunar þessa árs. Þær auknu fjárhagslegu kvaðir sem leggjast á bæinn vegna þessa verður að líta á í því ljósi að breytt lífeyrisréttindi eru væntan- lega til hagsbóta fyrir launþega. Breytingar hjá sjúkrahúsinu jósep H. Blöndal sjúkrahúslæknir lét af störfum árið 2017 eftir farsæl- an feril við St. Fransickusspítalan. jósep byggði upp með St.Fransic- kussystrunum og starfsfólki spítal- ans þá einstöku starfsemi sem er hjá háls- og bakdeild sjúkrahússins. Það var af miklum metnaði sem háls- og bakdeildin var sett af stað á vegum sjúkrahúss St. Franssyskussystra á sínum tíma. Frá upphafi naut jósep mikils trausts af hálfu systranna og þær völdu þar rétt svo sem sjá má á þeim einstaka árangri sem náðst hefur á deildinni. Íbúar í Stykkis- hólmi og þeir fjölmörgu sjúklingar sem notið hafa þjónustu bakdeild- ar eru vissulega þakklátir fyrir starf þessa merka læknis. Það er fagnað- arefni að stjórnvöld og stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Vesturlands hafa tryggt áframhaldandi starfsemi bakdeildarinnar með því að ráða lækna til starfa til að taka við af jós- ep og halda merki hans áfram á lofti með þeim frábæru sjúkraþjálfurum og öðru starfsfólki sem við deild- ina starfa. Þar hefur skipt miklu máli að þeim Hafdísi Bjarnadótt- ur lífeindafræðingi og Hrefnu Frí- mannsdóttur sjúkraþjálfara var fal- ið að stjórna skipulagsbreytingum í kjölfar þess að jósep lét af störfum. Gera verður ráð fyrir því að stjórn- endur Heilbrigðisstofnunar Vest- urlands leggi áherslu á að læknarn- ir sem hér starfa setjist hér að en verði ekki verktakar. Þá er vert að geta þess að nú hillir undir að fram- kvæmdir hefjist við að byggja upp hjúkrunardeildina á sjúkrahúsinu sem mun styrkja starfsemina í heild sinni. Það eiga því að geta blasað góðir tímar við okkur sem leggjum áherslu á að St. Fransickusspitalinn sem hluti HVE haldi reisn sinni. Styrkir til félagsstarfs Það sem af er þessu kjörtímabili hefur bæjarstjórn lagt áherslu á að koma til móts við félagasamtök í bænum. Þar ber að nefna að samið var við sóknarnefnd Stykkishólms- kirkju um sérstakar greiðslur til Stykkishólmssafnaðar vegna afnota stofnana bæjarins af sal kirkjunn- ar, en skólarnir hafa góða aðstöðu í kirkjunni fyrir samkomur og tón- leikahald. Gera þarf ráð fyrir því að á því verði framhald. Með fram- lagi til kirkjunnar var unnt að kosta bráðnauðsynlegar viðgerðir á þaki kirkjunnar. Þá var veittur sérstak- ur styrkur til Körfuknattleiksdeildar Snæfells umfram hinn almenna styrk sem var jafnframt hækkaður. Styrk- urinn gaf félaginu færi á að endur- skipuleggja starfsemina. Golfklúbb- urinn Mostri sér um rekstur tjald- stæðisins og aflar þannig klúbbn- um tekna um leið og veitt er þjón- usta við ferðamenn sem færir einnig tekjur til bæjarins. Í fjárhagsáætlun 2018 er gert ráð fyrir því að vinna að endurskipulagningu þjónustunnar á tjaldsvæðinu en stóraukin umferð ferðamanna kallar á bætta aðstöðu. Síðast en ekki síst var veittur umtals- verður styrkur til hesteigendafélags- ins til byggingar reiðskemmu sem hafði verið lengi á döfinni. Styrk- urinn til Hesteigendafélags Stykk- ishólms nemur nærri 18 milljónum króna þegar talin eru með lögboð- in byggingarleyfisgjöld en þeim var bætt við styrkinn. Leikskólinn stækkaður og leikvellir endurbættir Barnafjölskyldur í Stykkishólmi og þar með samfélagið í heild sinni nýt- ur þess að börn eru tekin inn í leik- skólann 12 mánaða gömul. Það er meiri þjónusta en veitt er á höfuð- borgarsvæðinu svo merkilegt sem það er. Fjölgun barna á leikskóla- aldri fylgir íbúafjölguninni og kall- aði á stækkun leikskólans. Því verk- efni er lokið og rekstur hafinn í nýrri deild sem hefur fengið nafnið Bakki þar sem er deild yngstu barnanna. Þetta verkefni var á dagskrá 2018 en var flýtt vegna fjölgunar barna á leik- skólaaldri. Viðhaldi opinna leikvalla í bænum hafði ekki verið nægjanlega sinnt mörg undanfarin ár. Í samstarfi við Rólóvinafélagið hefur verið haf- ist handa við viðhald og endurnýjun leiktækja og lagfæring á völlunum. Gert er ráð fyrir því í fjárhagsáætlun þessa árs að gera nokkra bragarbót á þeim leikvöllum sem eru til staðar í misgóðu ástandi. Þá er vert að geta þess að settur var upp svonefndur Ærslabelgur við lóð skólans og nýt- ur hann mikilla vinsælda hjá börn- um bæjarins sem í gleði hoppa þar og skoppa. Með stækkun leikskóla og endurbætur leikvalla er komið til móts við þá þörf sem blasir við í stækkandi bæjarfélagi. Breytingar við rekstur Dvalarheimilis aldraðra og samstarf við Sjúkrahús HVE Eins og þekkt er og margrætt er stefnt að sameiningu Dvalarheim- ilis Stykkishólmsbæjar og Fran- sickussjúkrahús HVE með því að færa hjúkrunardeild dvalarheimil- is á nýja endurbyggða hjúkrunar- deild í sjúkrahúsinu. Með þeirri að- gerð er stefnt að því að bæta mjög alla aðstöðu fyrir þá sem þurfa að njóta þjónustu á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Fyrsti áfangi þessara breytinga hófst haustið 2016 þegar eldhúsin voru sameinuð og nú hef- ur öll matreiðsla fyrir dvalarheimilið og grunnskólann verið færð í eldhús sjúkrahússins. Bærinn annast rekst- ur eldhússins í umboði HVE. Með samstarfi Stykkishólmsbæjar, Heil- brigðisráðuneytis, Sjúkrahúss HVE og Framkvæmdasýslu ríkisins hefur verið unnið að endurskipulagningu og hönnun breytinga á hjúkrunar- deildum sjúkrahússins sem og öðr- um endurbótum á sjúkrahúsinu sem m.a. tengjast háls- og bakdeildinni. Í fjárlögum ársins 2017 var samþykkt fjárveiting til endurbóta á hjúkrun- Pistill bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar við upphaf ársins 2018 „Það eiga því að geta blasað við góðir tímar við okkur sem leggjum áherslu á að St. Fransickusspitalinn sem hluti HVE haldi reisn sinni.“ Starfsmenn Fagverks vinna hér að malbika Hafnargötu á liðnu ári. Sturla Böðvarsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.