Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 2018 23 aði Steinþór með að verða einn til að byrja með og að Lesbókin yrði kvöld- kaffihús þar til hann fengi starfs- mann. „En ég fékk starfsmann strax til að taka dagvaktinar og sló því til og hef opið allan daginn,“ segir hann. „Þegar hlutirnir gerast svona hratt er ekki hægt að vera tilbúinn með heild- arplan. En það var ekkert annað að gera en að kýla á þetta,“ segir Stein- þór og bætir því við að eftir því sem fram líða stundir hyggist hann hafa opið frá morgni til kvölds. „Í fram- tíðinni stefni ég að því að opnunar- tíminn verði lengri en verið hefur. Núna er opið frá 9:00 á morgnana til 22:00 á kvöldin en verður opið til 23:00 um helgar. Áfram verður hér lifandi kaffihús. Ef einhver er áhuga- samur um að standa fyrir viðburðum þá er ég meira en tilbúinn til að setj- ast niður með viðkomandi og skoða það,“ segir Steinþór Árnason að end- ingu. kgk Nú í vor fara fram sveitastjórnar- kosningar og þá fer að hefjast um- ræða og mótun á nýrri bæjarstjórn í bryggjuskúrum og kaffistofum eða maður á mann niður í kaupfélagi. Í Norðvesturkjörkjördæmi eru 26 sveitarfélög með samtals 30.340 íbúa á síðustu haustmánuðum sam- kvæmt heimildum Hagstofu Ís- lands. Í kosningum árið 2014 voru rúmlega 700 manns í framboði ef miðað er við þann fjölda framboða sem voru í boði. Bara í Sveitarfé- laginu Skagafirði voru 72 í fram- boði enda voru fjögur framboð til sveitastjórnarkosninga. Þetta er dágóður fjöldi og segir margt um áhuga fólks á sínu nærumhverfi. Í þessum 26 sveitarfélögum eru 166 sem starfa í sveitastjórnum og jafn margir til vara og þá ótalið þau sem starfa í nefndum og ráðum fyr- ir sitt sveitarfélag. Miklu skiptir að fá gott fólk til starfa. Það þarf að hafa mikla þekkingu á breiðu sviði og mannlega hæfni til samstarfs og stjórnunar og miklu skiptir að hafa brennandi áhuga á samfélaginu. Enda þarf sveitastjórnarfólk að eyða miklum tíma í sveitastjórnar- mál sem yfirleitt er tekinn af tíma fjölskyldu og áhugamála viðkom- andi. Á næstu vikum verður farið að huga að framboðsmálum. Þeir sem sitja nú þegar í sveitarstjórn gera upp hug sinn til áframhaldandi setu og leita þarf að nýjum aðilum til að fylla í skarð þeirra sem hætta. Það skiptir miklu máli að sveita- stjórnarfólk hafi góðan stuðning samborgara sinna og öflugt stuðn- ingsnet ekki bara í kringum kosn- ingar heldur kjörtímabilið út. Und- anfarin ár hefur verið mikil skipti inn í sveitastjórnum og fólk endist stutt. Kannski ekkert skrýtið alltaf eru að aukast verkefni sveitastjórna og verkefnin umfangsmikil. Skipu- lagsmál og velferðamál og önn- ur viðkvæm mál geta tekið toll og tíma. Verkefni í nærumhverfi okk- ar kemur okkur við og eðliegt að ólíkar skoðanir séu um lausnir og leiðir. Gleymum samt ekki að hafa gagnrýni uppbyggilega og styðj- andi og vegum ekki að persónum sveitastjórnarfólks. Hér gildir eins og annarstaðar að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Öll viljum við öflugt sveitarfé- lag og gleymum ekki og þátttaka allra telur í lífi og starfi. Fulltrú- ar í sveitastjórn getur endurspegl- að þann mannauð sem býr í hverju samfélagi gegn góðum stuðningi íbúa. Halla Signý Kristjánsdóttir Höf. er 7. þingmaður NV kjör- dæmis. Þátttaka í samfélagi Pennagrein Steinþór Árnason er nýr eigandi Les- bókarinnar Café við Akratorg á Akra- nesi. Keypti hann rekstur kaffihúss- ins af Christel Björgu Rúdólfsdóttur Clothier og Guðleifi Rafni Einars- syni, sem opnuðu Lesbókina í janúar- byrjun á síðasta ári. „Ég skrifaði und- ir í gær,“ segir Steinþór í samtali við Skessuhorn á fimmtudaginn. Hann kveðst ekki ætla að gera stórtækar breytingar á rekstrinum. „Lesbók- in hefur staðið sig vel, maður heyrir ekkert annað en að hér hafi hlutirn- ir verið gerðir vel. Það sem boðið var upp á bæði þjónustulega og vörulega séð held ég að hafi ríkt ánægja um. Þess vegna ætla ég til dæmis að halda nafninu og ekki gera verulegar útlits- breytingar á staðnum,“ segir hann. „Stærstu breytingarnar verða þær að ég ætla að stækka staðinn. Sófahorn- ið fer í burtu og í staðinn koma borð og stólar. Hér hefur ekki verið leyfi fyrir meira en 25 manns en ég sæki um leyfi fyrir 50 til 75 manns,“ bætir hann við. Ástæða þess er að á staðn- um hafa gestir aðeins haft aðgang að einu salerni. Hins vegar er annað sal- erni í húsinu og hyggst Steinþór leysa málið með því að veita gestum að- gang að því. Þar með getur hann tvö- faldað leyfilegan gestafjölda hverju sinni. „Að vera með 25 manna stað í hundrað fermetra rými á jarðhæð er mjög vel í lagt. Það er pláss fyrir ann- að eins af fólki í húsinu og þarf að- eins að veita aðgang að öðru salerni til að tvöfalda kaffihúsið að stærð,“ segir hann. Heilsusamlokur og safar Hvað varðar veitingarnar boðar Steinþór ekki miklar breytingar en nokkrar nýjungar þó. „Ég ætla að bjóða upp á ferska safa og hollustu- samlokur í anda joe & the juice og Lemon. Ég vonast til að geta byrj- að að bjóða upp á það mjög fljót- lega. Síðan er ég menntaður bak- ari og í kökuskreytingum. Ég ætla að vera með heimabakað en einbeta mér að því klassíska. Ég trúi því að heimabakað góðgæti sé það sem fólk vill fá á góðu kaffihúsi. Þannig að hér verður hægt að fá hér marmaraköku, sjónvarpsköku og fleira í þeim dúr í bland við hnallþórur eins og rjóma- og súkkulaðitertur. Hér verður bröns um helgar og súpan í hádeginu verð- ur á sínum stað eins og verið hefur,“ segir hann. „Þá vonast ég til að geta kannski boðið upp á ís í sumar. Það er engin ísbúð hérna niðri í bæ og það væri gaman að vera með nokkrar bragðtegundir af kúluís. Ég á eftir að útfæra hugmyndina en áhuginn er til staðar og vonandi styðja Skagamenn vel við rekstur á metnaðarfullu kaffi- húsi,“ segir Steinþór. Í mörg horn að líta Steinþór sá um rekstur 19. holunn- ar, golfskála Golfklúbbsins Leynis, síðastiðið sumar og kveðst eiga von á því að reka skálann áfram á komandi sumri. Í vetur tók hann við mötuneyti Grundaskóla auk þess sem hann festi kaup á rekstri Vitakaffis á Akranesi. Verður þeim stað breytt í „gastro- pub“ og ljáð nafnið The Irish Bar. Það verður því í nógu að snúast hjá Stein- þóri á næstunni. „Ég er með puttana í öðru líka,“ segir Steinþór og hlær við. „Það verður nóg að gera en ég er alveg maður í það. Ég hafði hugsað mér að standa sjálfur vaktina hérna á Lesbókinni frá 17:00 til 22:00, þang- að til Grundaskóli er kominn í sum- arfrí. Þá legg ég grunninn að öllu sem verður selt yfir daginn; geri klárt fyrir súpurnar, kökurnar og starfsmaður- inn sem mætir um morguninn klár- ar það síðan,“ segir Steinþór. „Hvað varðar Vitakaffi þá þarf ég minna að vera á staðnum þar. Ég sé um rekstur- inn, innkaup mannaráðningar, ráðn- ingar á skemmtikröftum og svoleið- is. En ég tek auðvitað veikindavaktir og stend síðan aðrar vaktir á háanna- tíma. Stefnan á Vitakaffi er að halda breytingum áfram og fljótlega verð- ur byrjað aftur með börger og bolt- ann. Vitakaffi fær síðan formlega nýtt nafn 18. mars, samhliða St. Patricks Day og verður haldið opnunarpartí í tilefni þess,“ segir Steinþór. „Ég er kaffihúsamaður“ En þá er ein spurning sem brennur á blaðamanni; af hverju ákvað Steinþór að festa kaup á rekstri Lesbókarinn- ar? „Fyrir það fyrsta þá er þetta miklu frekar ég heldur en Vitakaffi. Ég er kaffihúsamaður og hef rosalega gam- an af því að vinna við þetta. Ég hef átt Segafredo kaffihús á miðju Lækj- artorgi, í hjarta Reykjavíkur. Ég rak það og átti í tvö og hálft ár við góðan orðstír. Það fannst mér rosalega gam- an og vann þar sjálfur alla daga frá sjö á morgnana til tólf á kvöldin,“ segir Steinþór og brosir. „Þannig að ég veit alveg hvað ég er að gera en síðan er það annað. Ef ég hefði ekki hoppað á þetta tækifæri þá hefði einhver annar keypt Lesbókina,“ segir hann. Hann viðurkennir þó að hafa velt þessum möguleika fyrir sér áður. En þegar gæsin gefst þá verður að grípa hana. „Ég var búinn að hugsa málið áður, en síðan setur maður það bara á ís og fókuserar á það sem maður er að gera hverju sinni. En svo þeg- ar tækifærið bankar upp á þá verður maður bara að vera dálítið kaldur og gera það sem maginn segir manni að gera,“ segir Steinþór. „Kaffihúsa- rekstur er það sem mig langar að fást við og ég sé gríðarlega möguleika. Ný byggð er væntanleg hér fyrir neð- an í framtíðinni, torgið hefur verið tekið vel í gegn og hér í miðbænum er skemmtilegur kjarni af rótgrónum verslunum og nýjum. Ég er bjartsýnn á þetta.“ Lengri opnunartími Vegna þess hve kaupin á Lesbókinni höfðu skamman aðdraganda reikn- Steinþór Árnason er nýr eigandi Lesbókarinnar „Ef ég hefði ekki hoppað á þetta tækifæri hefði einhver annar keypt“ Steinþór Árnason, nýr eigandi Lesbókarinnar Café við Akratorg á Akranesi. Steinþór hellir upp á, ekki í fyrst skipti og ekki það síðasta. Nýr eigandi hyggst stækka staðinn og mun sófahornið víkja fyrir borðum og stólum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.