Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 2018 25 Af umræðu síðust vikna og mánaða má heyra að flestum er orðið ljóst það ófremdarástand sem er á veg- tengingu sunnanverðs Vesturlands við höfuðborgarsvæðið. Staða þessa hluta vegakerfisins hefur mér þótt vekja furðu lítinn áhuga undanfar- in ár, en nú næst vonandi með sam- stilltu átaki að koma nauðsynlegum verkefnum rækilega á kortið. Sundabraut – Kjalarnes – Göngin - Grunnafjörður – Norður fyrir Borgarnes Það má segja að hægt sé að skipta verkefninu upp í fimm hluta, fram- kvæmdalega er Kjalarnesið fremst í röðinni, síðan ætti að vera hægt að vinna í Vesturlandsvegi frá Fiski- læk og upp í Borgarnes. Á með- an þessir tveir framkvæmdahlutar sem liggja í núverandi veglínu eru í gangi þurfa til þess bærir aðilar að einhenda sér í undirbúning, hönn- un og skipulagsvinnu vegna Sunda- brautar og færslu þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall með þverun Grunn- afjarðar. Umræðu um tvöföldun Hvalfjararganga ætla ég að taka út fyrir sviga í þessum skrifum. Alvarleg staða – fátt hefur gerst undan- farin kjörtímabil Síðan Hvalfjarðargöngin voru tek- in í notkun hefur fátt áunnist á veg- arkaflanum frá Borgarnesi og suð- ur til Reykjavíkur, utan þess að veg- urinn í gegnum Mosfellsbæ hefur verið endurbyggður. Á kjörtímabilinu 2003-2007 var unnið hörðum höndum að undir- búningi Sundabrautar, en nú, rúm- um áratug síðar, er verkefnið fjær því að verða að veruleika en þá var. Reykjavíkurborg hefur í tengslum við verkefnið lagt alla þá steina sem skipulagsyfirvöld í borginni hafa fundið í götu framkvæmdarinnar, nú síðast með skipulagi svokall- aðrar Sundabyggðar, sem útilok- ar „innri“ leiðina við val á tenginu Sundabrautar við stofnbrautakerfi Reykjavíkur. Samanburður Vestur- landsvegar við Suðurland- veg og Reykjanesbraut Ef bornar eru saman fjárveitingar til hinna þriggja meginstofnbrauta út frá höfuðborginni, þ.e. Reykja- nesbrautar, Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar, þá er staðan æði ójöfn, sé horft til síðustu 12 ára. Á þessum tíma hefur margt áunnist á Reykjanesbraut og á Suðurlands- vegi, og er það vel. En það er ótæk staða að ein tenging landsbyggð- ar við höfuðborg sé látin mæta af- gangi. Samkvæmt síðustu áætlunum samgönguyfirvalda, þá er ætlunin að Vesturlandsvegur um Kjalarnes verði 2+1 vegur, það sem eftir er af Reykjanesbrautinni verði 2+2 vegur og Suðurlandsvegurinn verði skipt lausn, þ.e. 2+2 vegur næst Reykja- vík, síðan taki við 2+1 vegur yfir Hellisheiði að Kömbunum og síð- an verði 2+2 vegur á milli Hvera- gerðis og Selfoss. Inn í þessa mynd samgönguyfir- valda vantar viðunandi lausn norðan Hvalfjarðarganga, það er frá gang- namunna vestur fyrir Akrafjall, um Grunnafjörð og norður fyrir Borg- arnes. Umferð um þennan vegkafla verður ágætlega sinnt með 2+1 vegi um fyrirsjáanlega framtíð, en inn í þá framtíð verða íbúar á Vestur- landi og aðrir þeir sem um veginn fara að komast. Samanburður á fjölda bíla Þegar tekist er á um fjárveitingar til vegaframkvæmda, það er hvaða framkvæmd er „næst í röðinni“, er meðal annars horft til umferðar- þunga. Til að bera saman megin- stofnæðarnar út frá höfuðborginni notast ég hér við svokallaða árdags- umferð (ÁDU) sem er meðalum- ferð á sólahring á ársgrundvelli. Suðurlandsvegur - Hellisheiði: ÁDU vestan við Þrengslaafleggjara er 9.300, síðan áfram um 8.000 yfir Hellisheiðina. Á milli Hveragerðis og Selfoss er ÁDU 8.700 bílar á sólarhring, skv. talningu Vegagerð- arinnar. Vesturlandsvegur: Í Kollafirði er umferðin 8.100 bílar og norðan við Grundahverfið er hún 7.100 bílar, skv. þessum upplýs- ingum úr umferðargreini Vegagerð- arinnar var umferð um Hvalfjarðar- göng 6.400 bílar, en rauntala fyrir 2017 er rétt um 7.000 og má ætla að hægt sé að uppfæra allar aðrar tölur í þessari samantekt hlutfallslega, enda markmiðið að bera svæðin saman. Reykjanesbraut: Sunnan við gatnamót við Kapla- krika er ÁDU 47.000 bílar, við ál- verið í Straumsvík er umferð- in 15.000 bílar og hún helst þann- ig í megindráttum til Keflavíkur, með lækkun í 14.000 bíla vestan við Grindavíkurafleggjarann. Á Grind- arvíkurveginum er umferðin síðan 4.200 bílar á sólarhring. Af þessari einföldu samantekt um umferðarmagn má sjá að Reykja- nesbrautin sker sig nokkuð úr hvað umferðarmagn varðar, en Suður- landsvegurinn um Hellisheiði og svo áfram á milli Hveragerðis og Selfoss annars vegar og Kjalarnes- ið hins vegar, eru á pari hvað um- ferðarmagn varðar. Það skýtur því skökku við að horft hafi verið fram hjá Kjalarnesinu hvað fjárveiting- ar varðar undanfarin kjörtímabil, á sama tíma og mikið hefur áunnist á Suðurlandsveginum og enn meira á Reykjanesbrautinni. Þetta þarf að laga. Gjaldtaka og fjármögnun Á árinu 2016 hafði ríkissjóður tekjur af ökutækjum og umferð upp á um 46 milljarða króna (án VSK). Á sama tíma voru framlög ríkissjóðs til Vegagerðarinnar um 26 milljarð- ar. Rétt er að halda því til haga að ofangreind tala eru ekki markað- ir tekjustofnar til Vegagerðarinnar (þeir skila sér) heldur heildartekjur af ökutækjum og umferð, án virðis- aukaskatts. Það má því ljóst vera að bifreiðaeigendur landsins eru skatt- lagðir ríflega. Afstaða undirritaðs hefur verið sú að hærra hlutfall af tekjum ríkis- sjóðs af umferð og ökutækjum ætti að renna til vegagerðar. Um það er slegist á hinum pólitíska sviði. Nýsamþykkt fjárlög gefa því mið- ur ekki miklar vonir um að það sé skoðun núverandi ríkisstjórnar. Í aðdraganda kosninga varð frambjóðendum tíðrætt um að nota „einskiptistekjur“ sem skapast þegar eigið fé bankakerfisins verður lækk- að, til innviðauppbyggingar, meðal annars til uppbyggingar í vegakerf- inu. Þær áherslur ríkisstjórnarinnar verða ljósar með framlagningu rík- isfjármálaáætlunar í mars. Við fram- lagningu áætlunarinnar er mikil- vægt að komi til hraustleg innspýt- ing í framkvæmdahluta vegagerðar- innar. Nú sér fyrir endann á gjaldtöku Spalar í Hvalfjarðargöngum og er það mikið fagnaðarefni. Hug- myndir hafa skotið upp kollinum um að halda gjaldtökunni áfram, með þeim rökstuðningi að nota þær tekjur til vegagerðar um Kjal- arnes, nú eða bara af því að það er svo þægilegt, sem eru töluvert verri rök en þau vel meintu að verja tekj- unum til vegagerðar um Kjalarnes. Í mínum huga er augljóst að gjald- tökunni verði hætt, í samræmi við þegar gerða samninga. Verði síðan tekin sérstök ákvörðun síðar um að taka upp veggjöld á Vesturlandsveg- inum, hvort sem það væri í göngun- um, á Kjalarnesi, á Sundabraut eða annars staðar á leiðinni, þá verður það ekki gert nema í tengslum við heildstæða endurskoðun á gjald- töku, þar sem samræmis verði gætt á milli landshluta. Tímaramminn Hvað framkvæmdir á Vesturlands- vegi varðar, þá á að vera raunhæft, takist mönnum að vinna saman af skynsemi hvað skipulagsmál, hönn- un og fjármögnun varðar, að ljúka þeim vegköflum sem eru í núver- andi veglínu á næstu 4-6 árum, með Kjalarnesið í algerum forgangi á mun skemmri tíma. Þeir vegkaflar sem kalla á meiri hönnun og breyt- ingu á skipulagi, fyrst og fremst Sundabraut og þverun Grunna- fjarðar, eiga að geta klárast á næstu 6-8 árum. Nokkur orð um þverun Grunnafjarðar Þverun Grunnafjarðar og færsla þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall er aðgerð sem er mikilvægt að kom- ist aftur á dagskrá. Vegagerðin hef- ur þegar unnið töluverða undirbún- ingsvinnu og treystir sér til að standa þannig að framkvæmdinni að hún hafi ekki teljandi áhrif á lífríki svæð- isins, sem er eitt af þremur svæðum á Íslandi sem falla undir Ramsar- sáttmálann um verndun votlendis. Mikilvægasta atriðið í þeim efnum er að tryggja full vatnsskipti. Þverun Grunnafjarðar stytt- ir hringveginn lítillega, en leiðina Akranes-Borgarnes stórlega, eða um rúma 7 km. Veglínan mun þá fara um mildara svæði hvað veður- far varðar og Akranes fær tengingu við þjóðveg 1. Vegagerðin hefur m.a. sagt að lega lands og landrými á þessari leið (um Grunnafjörð) sé ákjósanleg fyrir mögulega breikkun vegarins og að sú leið feli í sér mun færri tengingar en núverandi veglína og það bætir umferðaröryggi vegar- ins verulega. Að þessu sögðu vona ég að vel takist til um þær mikilvægu fram- kvæmdir sem nauðsynlegt er að ráð- ist verði í og ég vona að heimamenn standi þétt við bakið á okkur þing- mönnum þegar kemur að því að ýta þessum verkefnum áfram. Það þarf bæði að auka fjárveitingar til vega- gerðar og tryggja að þeim sé skipt með sanngjörnum hætti. Bergþór Ólason Höf. er alþingismaður Miðflokks- ins og formaður umhverfis- og sam- göngunefndar Alþingis. Tenging Vesturlands við höfuðborgina – stóra myndin Pennagrein Vesturlandsvegur - Umferðartalning Vegagerðarinnar 2016.Suðurlandsvegur - Umferðartalning Vegagerðarinnar 2016. Mögulegar veglínur eftir þverun Grunnafjarðar, úr skýrslu Hönnunar ehf. fyrir Akraneskaupstað 2005. Vegagerðin hefur horft til grænu línunnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.