Skessuhorn - 21.02.2018, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 21. feBRúAR 20182
Það eru umhleypingar í kort-
unum með öllu því sem til-
heyrir, slabbi á götum. Þá er
gott að eiga góða vatnshelda
skó og jafnvel taka með sér
auka sokka hvert sem haldið
er. Þá gildir einu hvort þeir eru
samstæðir eður ei.
Á morgun, fimmtudag, er útlit
fyrir sunnan- og suðvestanátt,
13-18 m/s en hægari vind og
léttskýjað á norðausturhorn-
inu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.
Gengur í suðaustanstorm eða
-rok með talsvert mikilli rign-
ingu eða slyddu á föstudag. Úr-
komuminna fyrir norðan. Hiti
2 til 7 stig síðdegis. Á laugar-
dag spáir hvassviðri eða stormi
að sunnan framan af degi, en
dregur síðan talsvert úr vindi.
Rigning eða slydda, en þurrt að
kalla nyrðra. Kólnar í veðri. Suð-
læg átt og dálítil slydda eða
rignin á Austurlandi á sunnu-
dag. Annars staðar hægt og
þurrt. Hlýnar smám saman. Á
mánudag er útlit fyrir milda
suðaustanátt með smá vætu á
Suður- og Vesturlandi. Bjart fyr-
ir norðan.
„Hversu mikið kaffi drekkur
þú?“ var spurningin sem lögð
var fyrir á vef Skessuhorns í
liðinni viku. „3-5 bolla á dag“
sögðu flestir, 37% en næstflest-
ir, 21%, kváðust ekki drekka
kaffi. „Fleiri en 5 bolla á dag“
sögðu 18%, „1-2 bolla á dag“
sögðu 15% og 9% sögðust ein-
faldlega drekka „of mikið“.
Í næstu viku er spurt:
„Gætir þú hugsað þér að
starfa í sveitarstjórn?“
Einar Örn kraftlyftingar-
maður setti þrjú Íslandsmet
um helgina.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Í umræðunni
að byggja nýja
slökkvistöð
BORGARNES: Sveitastjórn
Borgarbyggðar samþykkti á síð-
asta ári að afhenda björgunar-
sveitinni Brák lóð undir nýtt
húsnæði við fitjar í Borgarnesi.
Óformlegar umræður hafa ver-
ið í kjölfarið hjá sveitarstjórn að
fara í húsbyggingaframkvæmd-
irnar með björgunarsveitinni og
byggja þá nýtt hús fyrir slökkvi-
liðið. „Safnahúsið er með
geymslur við hliðina á slökkvi-
liðinu okkar við Sólbakka og
hefur óformlega verið rætt hjá
okkur um að stækka þá aðstöðu
og færa björgunarsveitina í hús-
næði með björgunarsveitinni
Brák,“ segir Björn Bjarki Þor-
steinsson, forseti sveitastjórnar,
í samtali við Skessuhorn. „Það
eru margir kostir þess að hafa
þessa viðbragðsaðila; slökkvilið-
ið og björgunarsveitina, á sama
stað. Þetta eru þó aðeins vanga-
veltur ennþá og ljóst að þetta
mun taka einhvern tíma í viðbót
í umræðunni áður en ákvörðun
verður tekin. Lóðin er í raun
eyrnamerkt Brák og stendur
björgunarsveitinni að sjálfsögðu
til boða, sama hver niðurstaðan
með þessa hugmynd verður,“
bætir Björn Bjarki við.
-arg
Kært til
landlæknis
SNÆFELLSBÆR: Landlækn-
isembætti hefur nú borist kæra
frá karlmanni í Ólafsvík þar
sem kvartað er undan læknis-
þjónustu í bæjarfélaginu. Mað-
urinn lýsti reynslu sinni í ítar-
legri færslu á facebook í síð-
ustu viku. Hann segir lækni
hafa hafnað því að veita konu
sinni viðeigandi læknisþjónustu
eftir slys sem varð í heimahúsi
21. janúar. Konan féll og hlaut
höfuðhögg. eftir að hafa kallað
til sjúkrabíl segist eiginmaður
konunnar hafa fengið þau svör
að viðkomandi læknir hafi ekki
viljað koma með í útkallið en
látið senda konuna með sjúkra-
bíl á bráðamóttöku í Reykjavík.
Konan lést rúmri viku síðar 63
ára gömul. fram kemur einnig
í færslu mannsins að hún hafi
um árabil glímt við veikindi.
Málið er samkvæmt heimildum
Skessuhorns til skoðunar hjá
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
og verður rannsakað hjá emb-
ætti landlæknis. eins og einatt
í slíkum málum tjá heilbirgðis-
starfsmenn sig ekki um mál eins-
takra sjúklinga.
-mm
Rannsaka
mannslát
KVÍABRYGGJA: Lögregl-
an á Vesturlandi fer með rann-
sókn á mannsláti í fangelsinu á
Kvíabryggju við Grundarfjörð á
þriðjudag í liðinni viku. Greint
var fyrst frá málinu á vef frétta-
blaðsins og þar sagt að fanginn
hafi svipt sig lífi.
-mm
Skálasnagi er drangur sem stend-
ur úr sjó undir Svörtuloftum vest-
ast á Öndverðarnesi á Snæfellsnesi.
Þar stendur einnig Skálasnagaviti
uppi á þessum hrikalegu hömrum
ofan við kraftmikið brimrótið. fal-
legt er um að litast á þessum stað
enda vinsæll áningarstaður ferða-
manna og ljósmyndara. Til eru ótal
ljósmyndir þaðan hver annarri fal-
legri. Brimið sverfur að þarna eins
og annars staðar við opið haf og
nýverið varð útlitsbreyting á Ská-
lasnaga. Á toppnum á honum stóð
stór steinn sem nú hefur látið und-
an brimrótinu og fallið af stalli sín-
um. Þetta er talsverð útlitsbreyt-
ing og lækkaði drangurinn töluvert
við þetta. einu sinni var stærðar
steinbrú sem tengdi Skálasnaga við
land en hún hrundi árið 1973 og
hefur hann staðið í þessari mynd
síðan þá.
tfk
Breytt ásýnd á Skálasnaga
Skálasnagi 8. febrúar síðastliðinn. Mynd frá svipuðum stað tekin í mars 2014.
Slæmt veður setti víða strik í reikn-
inginn á miðvikudag og þar voru
Dalirnir engin undantekning.
Vegagerðin hafði í nógu að snúast
þótt ekki hafi verið hægt að halda
öllum vegum opnum. Snemma
dags þurfti að loka Bröttubrekku
og það vildi ekki betur til en svo
að þegar starfsmaður var að setja
upp lokunarskilti rétt við fells-
enda tókst skiltið á loft og fannst
ekki fyrr en síðar um daginn. Sunn-
an við Bröttubrekku sátu tveir bílar
með erlendum ferðamönnum fast-
ir og komu starfsmenn Vegagerðar-
innar þeim til hjálpar.
Unnið var hörðum höndum að
því að halda opnu um Laxárdals-
heiði og Heydal. Um kvöldmatar-
leyti var orðið þungt á Heydal þar
sem átta bílar voru í vandræðum og
vann Vegagerðin að því að aðstoða
vegfarendur.
Um miðjan dag valt mjólkurbíll
Mjólkursamsölunnar við Gróustaði
í Reykhólasveit en bílstjórinn slapp
ómeiddur. Í lok dags var kallað eftir
aðstoð dráttarbíls upp á Svínadal til
að bjarga lítilli rútu sem þar var föst
með átta manns innanborðs. Vega-
gerðarmenn fóru með mokstursbíl
og snjóblásara til að opna veginn og
fólkið var ferjað í Búðardal meðan
unnið var að því að losa rútuna.
Sjúkrabíll var kallaður út í neyð-
arakstur þar sem flytja þurfti sjúk-
ling á sjúkrahús. Vegna ófærðar
þurfti að fara lengri leiðina yfir
Laxárdalsheiði og Holtavörðu-
heiði. Á þeim tíma voru Mýrarn-
ar ófærar og því ekki hægt að fara
yfir Heydal.
Vegurinn milli fagradals og
Klifmýrar hafði verið lokaður síð-
an á laugardag og á miðvikudag-
inn lokaðist svo vegurinn sunnan
megin við Á á Skarðsströnd.
Allur skólaakstur lá niðri við
Auðarskóla og ákveðið var að
fresta öskudagsskemmtun á vegum
skóla og foreldrafélags til fimmtu-
dags. Á öskudag hefur Auðarskóli
þann háttinn á að sameina nem-
endur í hópa og ganga í fyrirtæki
en vegna aðstæðna var haft sam-
band við fyrirtæki á svæðinu og
tilkynnt um tifærsluna með góð-
um viðtökum.
sm
Óveður hafði talsverð áhrif í Dölum
Mjólkurbíll valt og margir bílar festust
útlit er fyrir að miklar breytingar
verði á skipan bæjarstjórnar Stykk-
ishólmsbæjar að komandi sveitar-
stjórnarkosningum afloknum. All-
ir bæjarfulltrúarinir sjö sem kosn-
ir voru sem aðalmenn í bæjarstjórn
fyrir fjórum árum síðan ætla að
draga sig í hlé.
H-listi var sigurvegari í kosning-
unum fyrir fjórum árum og hlaut
fjóra menn kjörna; Hafdísi Bjarna-
dóttur, Sigurð Pál Jónsson, Katr-
ínu Gísladóttur og Sturlu Böðv-
arsson. Sturla staðfestir í sam-
tali við Skessuhorn að þau hygg-
ist ekki gefa kost á sér til áfram-
haldandi setu í bæjarstjórn. Hafdís
mun ekki taka sæti á lista vegna
búferlaflutninga úr bæjarfélaginu
og Sigurður Páll hefur tekið sæti á
þingi, til að mynda.
L-listi hlaut þrjá menn kjörna í
sveitarstjórnarkosningunum 2014;
Lárus Ástmar Hannesson, Ragn-
ar M. Ragnarsson og Helgu Guð-
mundsdóttur. Lárus Ástmar stað-
festir í samtali við Skessuhorn að
þau ætli ekki að gefa kost á sér í
kosningunum í vor.
kgk
Allir bæjarfulltrúar draga sig í hlé
Aðalmenn og varamenn í bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að loknum fyrsta fundi núverandi bæjarstjórnar fyrir tæpum
fjórum árum síðan. Ljósm. úr safni/ sá.