Skessuhorn


Skessuhorn - 21.02.2018, Page 14

Skessuhorn - 21.02.2018, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 21. feBRúAR 201814 Síðastliðinn sunnudag buðu The Ducklings Movement, eða Andar- ungarnir, gestum í heimsókn í gamla Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. And- arungarnir eru alþjóðleg samtök tölvuleikjaspilara sem spila fjölspil- unarleiki á netinu. Samtökin keyptu gamla skólahúsið fyrir nokkrum árum og hyggjast byggja þar bæ fyrir tölvu- leikjaspilara. Skessuhorn fjallaði ný- verið ítarlega um það verkefni. Á sunnudaginn gafst öllum áhugasöm- um kostur á að koma og fræðast um starfsemi Andarunganna og þeirra hugmyndir til að efla samfélagið á svæðinu. Boðið var upp á leiðsöng um skólann og fræðslu auk þess að þiggja rússneskan mat og nammi. arg Bjarni Jónsson, varaþingmaður VG í Norðvesturkjördæmi, lagði í byrj- un febrúar fram þingsályktunar- tillögu um uppbyggingu Skógar- strandarvegar. Samkvæmt henni yrði samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra falið að gera fjölþætta hag- kvæmnisathugun á uppbyggingu vegarins sem heilsársvegar. Athug- unin á að taka til samfélagslegra og byggðarlegra áhrifa þess að efla með því samgöngur milli byggðarlaga á norðanverðu Snæfellsnesi, um Dali, í Reykhólasveit, sunnanverða Vest- firði og norður á Strandir. Sérstak- lega skuli líta til styrkingar svæðisins sem eins þjónustusvæðis, uppbygg- ingar ferðaþjónustu og vegaörygg- is. Kallað er eftir því í tillögunni að ráðherra leggi niðurstöður könnun- arinnar fyrir Alþingi ásamt kostnað- aráætlun vegna uppbyggingar veg- arins eigi síðar en 15. september næstkomandi. Málið komist á dagskrá Í greinargerð með tillögunni er fjallað um ástand vegarins og vísað til rannsóknar sem gerð var 2007 til 2010. Leiddi hún í ljós að Skógar- strandarvegur reyndist einn þriggja hættulegustu vega landsins. frétt- ir af óhöppum þar séu tíðar, ástand vegarins bágborið og ljóst að hann standi ekki undir umferðinni né því hlutverki sínu að mynda greið tengsl milli byggðarlaga. Þá hafi viðhald og endurbætur á veginum verið litl- ar sem engar undanfarin ár og ára- tugi. „Mér finnst fáir hafa talað fyrir Skógarstrandarvegi af einhverju afli og tekið undir með heimamönn- um um mikilvægi hans. Hann er oft nefndur með öðru í almennri um- ræðu en er aldrei tekinn fyrir einn og sér sem forgangsverkefni eins og ætti að gera að mínum dómi. Ég vonast til að tillagan og umræða sem hún kallar fram, hafi þau jákvæðu áhrif á gerð samgönguáætlunar, að Skógarstrandarvegur verði settur á dagskrá af einhverri alvöru og lagð- ur heilsársvegur um Skógarströnd,“ segir hann í samtali við Skessuhorn. Hann telur víst að þær 125 millj- ónir sem gert er ráð fyrir í samgön- guáætlun vegna vegarins á þessu ári dugi aðeins fyrir lágmarksviðhaldi. Hefði gífurleg margfeldisáhrif Bjarni segir gerð heilsársvegar um Skógarströnd í sjálfu sér ekki flók- ið verkefnið. „Vegurinn liggur á láglendi við sjóinn og yrði fyrir- hafnarlítið að halda honum opn- um þegar hann er kominn. Það myndi gjörbylta búsetuskilyrð- um á svæðinu og styrkja byggðar- lögin sem eina heild,“ segir hann. „eins og staðan er í dag þarf fólk í Búðardal að krækja alla leið suð- ur í Borgarnes ef það á erindi í Stykkishólm að vetri. Það er í rauninni alveg fáránlegt,“ segir Bjarni ómyrkur í mál og er þeirr- ar skoðunar að bættar samgöng- ur um Skógarströnd séu byggða- mál ekki síður en samgöngumál. Ég held að margir, þar með tal- in samgönguyfirvöld, átti sig ekki á því hvaða þýðingu þessi sam- göngubót gæti haft til að styrkja þessi samfélög. Þegar verið er að tala um að styrkja byggðarlög verður að huga að því að tengja þau betur saman. Heilsársvegur um Skógarströnd hefði gífurleg margfeldisáhrif fyrir byggðirnar á svæðinu. Það yrði algjör bylt- ing fyrir byggðarlögin, bæði við- skiptalega, þjónustulega og sam- félagslega,“ segir Bjarni Jónsson að endingu. kgk/ Ljósm. úr safni. Heilsársvegur um Skógarströnd yrði bylting fyrir byggðarlögin Svipmynd frá Skógarstrandarvegi. Bjarni Jónsson, varaþingmaður NV- kjördæmis. Buðu gestum í heimsókn í gamla Heiðarskóla Í einu rýminu í gamla skólahúsinu hefur verið sett upp góð tölvuleikjaaðstaða. Andarungarnir tóku vel á móti gestum á sunnudaginn, klæddir hvítum sloppum. Boðið var upp á rússneskar pönnukökur, sem eru alls ekki ólíkar þeim íslensku, með sultu, bankabyggi eða steiktum sveppum og lauk. Auk þess sem gott úrval var af rússnesku sælgæti. Teikningar af bæ sem Andarungarnir hafa í huga að byggja við gamla Heiðar- skóla í Hvalfjarðarsveit. Þar gæti mögulega risið 500 íbúa byggð. Þar sem Andarungarnir eru alþjóðleg samtök og meðlimir staddir víðs vegar um heiminn var sett upp fjarfundar- herbergi í einu rými skólans.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.