Skessuhorn


Skessuhorn - 21.02.2018, Side 17

Skessuhorn - 21.02.2018, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 21. feBRúAR 2018 17 Að venju var líf og fjör á Öskudag- inn síðastliðinn miðvikudag. Með- fylgjandi myndir voru teknar þá, en víðast hvar fóru börn í fyrirtækja- heimsóknir, sungu og fengu eitt- hvað gott að launum. Veður þenn- an dag setti þó strik í reikninginn á nokkrum stöðum. mm Líf og fjör á öskudaginn þrátt fyrir slæmt veður Í Stykkishólmi féll árleg skrúðganga um bæinn niður vegna veðurs. Haldið var inn í íþróttahús þar sem krakkar tóku þátt í þrautum og leikjum af ýmsu tagi. Ljósm. sá. Þessi hressilegi hópur kom við á ritstjórn Skessuhorns. Veðrið var með verra móti að þessu sinni, en hetjur láta slíkt ekki aftra sér. Ljósm. mm. Kíkt við hjá Þórði og félögum í Olís í Borgarnesi. Ljósm. þg. Vegna veðurs var lítið um trítlandi grímubúningaklædd börn á götum Grundar- fjarðar að þessu sinni. Þó fóru krakkarnir í fyrirtækin og sungu fyrir nammi. Þeim var þá yfirleitt skutlað af foreldrum. Svo var farið í íþróttahúsið þar sem það var skemmtun, þrautabraut og kötturinn sleginn úr tunnunni. Ljósm. tfk. Það var líf og fjör hjá nemendum 5. til 7. bekkjar Grunnskóla Snæfellsbæjar á öskudaginn. Leiðindaveður var þennan dag en nemendur létu það ekki á sig fá og mættu hinar ýmsu furðuverur í skólann. Nemendur ásamt kennurum skelltu sér í íþróttahúsið þar sem farið var í ýmsa leiki og gert sér dagamun í tilefni dagsins. Ljósm. þa. Það var mikið fjör í skíðabrekk- unni í Grundarfirði um liðna helgi. Veðrið lék við gesti og mjög gott færi var. Bæði heimamenn sem gestir nýttu sér þessar góðu að- stæður. Skíðadeild Snæfellsness bauð einnig upp á skíðakennslu á sunnudeginum en Haukur Árni Hjartarson sá um að kenna yngstu kynslóðinni réttu hand- og fótatök- in í lyftunni og í brekkunum. Nú er bara að vona að veðrið verði til friðs svo að opnunardagar geti orð- ið fleiri þennan veturinn. tfk Frábær skíðahelgi að baki Fréttaritari Skessuhorns skellti sér í fjallið og smellti af þessari „sjálfu“ á toppnum. Haukur Árni skíðakennari er hér að kenna einum nemand- anum réttu tökin í lyftunni. Telma Dís Ásgeirsdóttir skemmti sér konunglega í brekkunni. Ung fræðakona úr héraði kveð- ur sér hljóðs í Snorrastofu í Reykholti næst- komandi þriðju- dag. Anna Heiða Baldurs- dóttir doktors- nemi í sagnfræði flytur fyrirlest- urinn: „Dán- arbúsuppskriftir og munasöfn. Ís- lenskt samfélag á 19. öld í gegnum efnismenningu.“ Snorrastofa býður til fyrsta fyrir- lestrar ársins. Í honum fjallar Anna Heiða um íslenskt samfélag á 19. öld og hvaða mynd megi fá af því í gegn- um dánarbúsuppskriftir og muna- söfn sem varðveist hafa. Sérstak- lega verður greint frá niðurstöðum rannsóknar á efnismenningu nokk- urra borgfirskra dánarbúsuppskrifta og sagt frá gripum sem er að finna í munasafni Þjóðminjasafns Íslands frá sama tíma. Anna Heiða býr í Múlakoti í Lund- arreykjadal og það er Snorrastofu sérstök ánægja að bjóða velkomna til leiks, unga og efnilega fræðakonu úr héraði. fyrirlesturinn hefst í Bók- hlöðu Snorrastofu kl. 20:30. Um efni fyrirlestursins segir Anna Heiða: „Oft hefur því verið fleygt að þeir hlutir sem við eigum segi margt um okkur sjálf. Þeir endurspegli á einhvern hátt einstaklinginn og um- hverfið sem viðkomandi lifir í. Það er því forvitnilegt að velta því fyrir sér hvað fólk átti í fyrri tíð til að fá betri mynd af samfélagi þess tíma.“ Í von um betra ferðaveður en verið hefur að undanförnu, hvetur Snorra- stofa fólk til að koma á fyrirlesturinn og kynna sér þetta áhugaverða verk- efni. Að venju verður boðið til kaffi- veitinga og umræðna, aðgangseyrir er kr. 500. -fréttatilk. Rannsakar samfélagsgerð út frá dánarbúsuppskriftum Anna Heiða Baldursdóttir. Ljósm. gó. Þegar allar stórvirku vinnuvélarnar eru upp- teknar við að ryðja vegi og hreinsa götur er gott að hafa hugvitið í lagi og nýta minni vélar til slíkra verka. Meðfylgjandi mynd var tekin á bílastæðinu við Hótel Hamar í Borgar- nesi í síðustu viku. Þar var starfsmaður hótelsins í óða önn að ryðja snjó af planinu á sérútbúnu fjór- hjóli. Gekk verkið prýði- lega. þg Margur er snjóruðningsklár - þótt hann sé smár

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.