Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 201810 Fiskistofa hefur eftirlit með því að yfirráð einstakra aðila yfir aflahlutdeildum fari ekki umfram þau mörk sem lög kveða á um. Úthlutað aflamark fyrirtækis í hverri kvótategund á grundvelli hlutdeilda er reiknað til þorskígilda. Þorskígildin sem þannig eru eignuð hverju fyrirtæki eru síðan lögð sam- an. Litlar breytingar eru á hvaða fyrirtæki eru í efstu sætun- um frá því sams konar upplýsingar voru birtar í september sl. í kjölfar úthlutunar aflamarks við upphaf fiskveiðiárs. Eins og undanfarin ár eru HB Grandi og Samherji í tveimur efstu sætunum. HB Grandi er með um 10,9% af hlutdeildunum en var í september með 10,4%. Samherji er með 6,3%. Sam- anlagt ráða þessi tvö stærstu útgerðarfyrirtæki landsins því yfir 17,2% af hlutdeildunum í kvótakerfinu. Í 3. til 5. sæti eru Síldarvinnslan í Neskaupstað, Þorbjörn í Grindavík og FISK-Seafood Sauðárkróki. Þegar skoðuð er krókaaflahlut- deild útgerða þá er röðin á stærstu útgerðunum hin sama og sl. haust. Grunnur í Hafnarfirði er stærstur með 4,6%, Jakob Valgeir í Bolungarvík og síðan Einhamar Seafood með um 4,1% hvor útgerð. Kvótastaða 100 stærstu útgerða 2017-2018: Röð Eigandi 418.625.711 100,00% 1 HB Grandi hf 43.555.741 10,40% 2 Samherji Ísland ehf 25.897.862 6,19% 3 Síldarvinnslan hf 22.146.249 5,29% 4 Þorbjörn hf 20.796.626 4,97% 5 FISK-Seafood ehf 18.727.596 4,47% 6 Vinnslustöðin hf 17.187.411 4,11% 7 Skinney-Þinganes hf 16.900.517 4,04% 8 Rammi hf 15.951.351 3,81% 9 Vísir hf 15.633.295 3,73% 10 Brim hf 15.525.239 3,71% 11 Ísfélag Vestmannaeyja hf 13.245.993 3,16% 12 Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf 12.393.271 2,96% 13 Nesfiskur ehf 10.496.747 2,51% 14 Eskja hf 10.091.944 2,41% 15 Gjögur hf 9.942.656 2,38% 16 Útgerðarfélag Akureyringa ehf 8.381.816 2,00% 17 Ögurvík hf 6.796.828 1,62% 18 Jakob Valgeir ehf 6.376.295 1,52% 19 Loðnuvinnslan hf 6.010.059 1,44% 20 Bergur-Huginn ehf 5.778.470 1,38% 21 K G fiskverkun ehf 5.044.306 1,20% 22 Ós ehf 4.113.281 0,98% 23 Guðmundur Runólfsson hf 3.983.110 0,95% 24 Hraðfrystihús Hellissands hf 3.835.169 0,92% 25 Stakkavík ehf 3.661.759 0,87% 26 Fiskkaup hf 3.636.813 0,87% 27 Soffanías Cecilsson hf 3.403.751 0,81% 28 Frosti ehf 3.087.074 0,74% 29 Sæból fjárfestingafélag ehf 2.839.347 0,68% 30 Oddi hf 2.766.769 0,66% 31 Runólfur Hallfreðsson ehf 2.270.744 0,54% 32 Grunnur ehf 2.093.885 0,50% 33 Huginn ehf 1.971.250 0,47% 34 Einhamar Seafood ehf 1.875.553 0,45% 35 Salting ehf 1.860.245 0,44% 36 GPG Seafood ehf 1.775.222 0,42% 37 Hjálmar ehf 1.749.047 0,42% 38 Saltver ehf 1.731.483 0,41% 39 Útgerðarfélagið Vigur ehf 1.727.493 0,41% 40 Sæfell hf 1.707.500 0,41% 41 Vestri ehf 1.688.565 0,40% 42 Þórsnes ehf 1.561.682 0,37% 43 Bergur ehf 1.550.438 0,37% 44 Bylgja VE 75 ehf 1.513.594 0,36% 45 Kristinn J. Friðþjófsson ehf 1.471.966 0,35% 46 Kleifar ehf 1.367.819 0,33% 47 Stormur seafood ehf 1.337.850 0,32% 48 Þórsberg ehf 1.328.065 0,32% 49 agustson ehf 1.288.493 0,31% 50 Hásteinn ehf b.t. Sigrún A. Jónasdóttir 1.232.944 0,29% 51 Steinunn hf 1.223.150 0,29% 52 Útnes ehf 1.166.307 0,28% 53 Frár ehf 1.143.638 0,27% 54 Sigurbjörn ehf 1.104.860 0,26% 55 Dóri ehf 1.104.608 0,26% 56 Blakknes ehf 1.023.078 0,24% 57 Skarðsvík ehf 963.256 0,23% 58 Valafell ehf 948.601 0,23% 59 Geir ehf 917.927 0,22% 60 Nesver ehf 911.939 0,22% 61 Sigurður Ólafsson ehf 868.117 0,21% 62 Útgerðarfélagið Glófaxi ehf 841.565 0,20% 63 Útgerðarfélag Sandgerðis 831.560 0,20% 64 Fagranes útgerð ehf 798.956 0,19% 65 Breiðavík ehf 749.271 0,18% 66 Hafborg ehf 729.627 0,17% 67 Guðbjartur ehf 723.911 0,17% 68 Marver ehf 722.529 0,17% 69 Siglunes hf 716.960 0,17% 70 Ölduós ehf 708.381 0,17% 71 K & G ehf 696.650 0,17% 72 Sandbrún ehf 690.506 0,16% 73 Bárður SH 81 ehf 639.096 0,15% 74 Esjar ehf 633.067 0,15% 75 Litlalón ehf 609.120 0,15% 76 Grábrók ehf 581.256 0,14% 77 Norðureyri ehf 578.662 0,14% 78 Mýrarholt ehf 558.164 0,13% 79 Melnes ehf 557.206 0,13% 80 Akraberg ehf 551.609 0,13% 81 Narfi ehf 548.319 0,13% 82 Sólrún ehf 544.784 0,13% 83 Nónvarða ehf 519.207 0,12% 84 Flugalda ehf 501.507 0,12% 85 Dögun ehf 498.970 0,12% 86 Sjávarmál ehf 483.400 0,12% 87 Skarfaklettur ehf 470.079 0,11% 88 BESA ehf 459.556 0,11% 89 EA-30 ehf 445.948 0,11% 90 Sverrisútgerðin ehf 435.604 0,10% 91 Manus ehf 434.187 0,10% 92 Hólmsteinn Helgason ehf 414.185 0,10% 93 Útgerðarfélagið Guðmundur ehf 392.312 0,09% 94 Útgerðarfélagið Már ehf 389.375 0,09% 95 SE ehf 385.993 0,09% 96 Sæbjörg ehf 385.032 0,09% 97 Útgerð Arnars ehf 368.151 0,09% 98 Útgerðarfélagið Dvergur hf 362.035 0,09% 99 Dodda ehf 361.817 0,09% 100 Útgerðarfélagið Haukur hf 359.623 0,09% mm Áfram óbreytt röð stærstu útgerðarfyrirtækjanna Þau eru ýmis ævintýrin sem henda á jöklum landsins þegar þar er rekin ferðaþjónusta allan ársins hring. Fyrr í þessari viku atvikaðist svo að stór jeppi sem ferjaði fólk á Langjökul festist í snjó í Geit- landi skammt neðan við jökulinn. Næstu bíll á eftir var jöklarútan Sleipnir, stærsti bíll landsins, sér- smíðaður jöklatrukkur í eigu Ást- valdar Óskarssonar. Þar sem jepp- inn teppti slóðann sem aka þurfti eftir hugðist Ástvaldur, sem sjálfur stýrði ökutæki sínu, krækja framhjá bílnum til að draga hann upp. Ekki vildi betur til en svo að Sleipnir fór á kaf í krapaelg utan slóðans og í hliðarhalla. Um borð voru 37 as- ískir ferðamenn á leið á jökulinn. Kalla þurfti til jarðýtu og belta- gröfu til að ná Sleipni upp og tókst það um hálfum sólarhring síðar. Ekki væsti um ferðafólkið, en það beið í bílnum en komst nokkrum klukkutímum síðar þurrum fótum yfir í annan bíl. mm/ Ljósm. Þorsteinn Bjarki Pétursson Stærsti bíll landsins sat fastur í krapaelg Til að átta sig á stærð bílsins birtum við þessa mynd. Hvíti jeppinn er af Patrol gerð. Ljósm. es. Sleipnir hálfur á kafi. Hér er verið að draga jöklabílinn upp.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.