Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018 29 Akranes - fimmtudagur 8. mars ÍA tekur á móti FSu í lokaleik tímabilsins í 1. deild karla í körfuknattleik. Leikið verður í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi frá kl. 19:15. Grundarfjörður - fimmtudagur 8. mars „Ljúfir tónar við lygnan fjörð“. Tónleikar í Grundarfjarðarkirkju kl. 20:00. Fram koma Sandra Lind Þorsteinsdóttir sópran, Una María Bergmann mezzosópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Jón Ásgeirsson, Jórunni viðar, Atla Heimi Sveinsson, Tryggva M. Baldvinsson, Hjálmar Ragnarsson, Mozart, Heinrich Schütz, Saint-Saëns og Leo Delibes. Tækifæri til að kynnast fjölbreyttum íslenskum sönglögum og dúettum úr ýmsum áttum. Aðgangseyrir er kr. 1.500. Borgarbyggð - fimmtudagur 8. mars Félagsvist. Fimmta kvöldið í fjögurra kvölda keppni, sem dreifist á sex kvöld. Spilað í hátíðarsalnum í Brákarhlíð í Borgarnesi frá kl. 20:00. Að vanda góð kvöld- og lokaverðlaun og veitingar í hléi. Allir velkomnir. Borgarbyggð - fimmtudagur 8. mars Opið hús hjá Skotíþróttafélagi Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi kl. 20 til 22. Skotíþróttafélag Vesturlands heldur úti glæsilegri æfingaraðstöðu innadyra. Þar eru 10 brautir fyrir loftgreinar á 10 metrum og 5 púðurbrautir á 25 metrum. Skotstjóri er á staðnum, sem veitir aðgang og leiðbeinir hverju sinni. Hægt er að mæta í prufutíma undir handleiðslu skotstjóra. Allir velkomnir, jafnt konur sem karlar. Krakkar eldri en 15 ára mega mæta með leyfi forráðamanna. Gott aðgengi er fyrir fatlaða. Alltaf heitt á könnunni. Einnig verður húsið opið á sama tíma mánudaginn 12. mars. Borgarbyggð - föstudagur 9. mars Skallagrímur lyftir deildarmeistarabikarnum! Skallagrímur tekur á móti Vestra í 1. deild karla í körfuknattleik kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Að leik loknum fá liðsmenn Skallagríms afhentan deildarmeistarabikarinn. Stykkishólmur - föstudagur 9. mars. Snæfell fær Breiðablik í heimsókn í 1. deild karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Borgarbyggð - föstudagur 9. mars Leikdeild Umf. Skallagríms sýnir gamanleikinn 39 ½ vika eftir Hrefnu Friðriksdóttur í leikstjórn Hrundar Ólafsdóttur. Sýnt er í Lyngbrekku kl. 20:30. Miðapantanir í síma 846-2293 og á leikdeildskalla@gmail.com. Miðaverð er kr. 3.000. Posi á staðnum. Næstsíðasta sýning! Stykkishólmur - laugardagur 10. mars. Ratleikur fyrir hressa krakka í Amtsbókasafninu frá kl. 12:00 til 14:00. Stykkishólmur - laugardagur 10. mars Aðalfundur Aftanskins, félags eldri borgara í Stykkishólmi og nágrenni, verður haldinn í Setrinu kl. 14:00 til 16:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Dalabyggð - laugardagur 10. mars Kótilettukvöld Lionsklúbbs Búðardals í Dalabúð frá kl. 19:30. Kótilettur, happdrætti, söngur, skemmtiatriði og dansleikur. Allir sem að skemmtuninni koma gefa vinnu sínu og allur ágóði rennur til styrktar Auðarskóla, Björgunarsveitarinnar Ósk og Slysavarnardeildar Dalasýslu. Miðaverð 6.000 kr. Bar á staðnum, aldurstakmark 18 ár. Skráning á annae@simnet.is eða í síma 897-4724. Athugið að skráningar þurfa að berast fyrir fimmtudaginn 8. mars. Akranes - laugardagur 10. mars Söngleikurinn Með allt á hreinu frumsýndur í Bíóhöllinni kl. 20:00. Uppselt er á frumsýningu en örfáir miðar lausir á næstu sýningar. Sjá nánar auglýsingu og umfjöllun í Skessuhorni vikunnar. Borgarbyggð - laugardagur 10. mars Síðasta sýning! Leikdeild Umf. Skallagríms sýnir gamanleikinn 39 ½ vika eftir Hrefnu Friðriksdóttur í leikstjórn Hrundar Ólafsdóttur. Sýnt er í Lyngbrekku kl. 20:30. Miðapantanir í síma 846-2293 og á leikdeildskalla@gmail.com. Miðaverð er kr. 3.000. Posi á staðnum. Grundarfjörður - sunnudagur 11. mars Grundfirðingar taka á móti ÍBV í 3. deild karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 13:30 í íþróttamiðstöðinni. Reykhólahreppur - sunnudagur 11. mars Æskulýðsmessa í Reykhólakirkju. Æskulýðsmessa verður sunnudaginn 11.mars kl.17.00 í Reykhólakirkju og grill á eftir fyrir alla. Verða það sunnudagaskólabörnin, fermingarbörnin og æskulýðsfélagið sem leiða messuna ásamt barnakórnum. Athugið að ekki er sunnudagaskóli vegna þessa. Borgarbyggð - sunnudagur 11. mars Skallagrímur tekur á móti Val í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Akranes - miðvikudagur 14. mars Menningarhátíðin Írskir vetrardagar stendur yfir á Akranesi dagana 14. - 18. mars næstkomandi. Sjá nánar auglýsingu í Skessuhorni vikunnar og ítarlega uppfærða dagskrá á www. akranes.is. Stykkishólmur - miðvikudagur 14. mars Snæfell tekur á móti Haukum í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Leikið verður í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi frá kl. 19:15. Akranes - fimmtudagur 15. mars Örnefnagöngutúr með starfsfólki Landmælinga Íslands í tilefni af Írskum vetrardögum. Gönguferðin hefst kl. 17:30 á Akratorgi. Þaðan verður gengið að Merkigerði, Krókalóni og Bakkatúni áður en haldið verður aftur að Akratorgi þar sem gangan endar. Borgarbyggð - fimmtudagur 15. mars Fyrirlestur í Safnahúsi Borgarfjarðar kl. 20:00. Guðlín Erla Kristjánsdóttir og Jónína Pálsdóttir segja frá ferð sinni um Jakobsveginn sl. haust. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni 28. febrúar. Drengur. Þyngd: 3.450 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Fjóla Þórisdóttir og Kristinn Arnar Benjamínsson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. Sumardekk með felgum Óska eftir sumardekkjum og felgum, 215/60 R17. Vinsamlegast sendið tölvupóst á 67dagny@gmail.com ef þú lumar á lítið slitnum dekkjum í þessari stærð og/eða felgum 5x114,3. Lítil gömul ritvél Áttu „litla og gamla“ ritvél sem er líka með þessu tákni: @ og vilt koma í verð? Sendu mér þá tölvupóst á c@ vortex.is Ath. að sendingarkostnaður greiðist af mér. Kveðja, Carl. VW Caddy Til sölu VW Caddy, árg. 2013. Ekinn 82 þúsund km. Beinskiptur, dísel á vsk númerum. Mjög heillegur bíll. Verð 1.590 þús m.vsk. Er til sýnis á Bílás Akranesi. Uppl. í síma 894-8998. Rúlluvél til sölu Welger RP 220 rúlluvél með netbindingu og söxunarbúnaði, árg 2004. Notkun: 16.028 rúllur. Verð kr. 1.390.000 + vsk. Uppl. í síma: 861-3878, Þröstur. Rúllupökkunarvél Kverneland pökkunarvél til sölu, er með búnað fyrir 75 cm filmu. Nýir borðar og ný dekk. Verð kr. 150.000 + vsk. Uppl. í síma 861-3878, Þröstur. Til sölu sláttuvél Samaz tromlusláttuvél, árg 2013, vinnslubreidd 185. Er með vökvatjakk f. lyftingu. Verð kr. 250.000 + vsk. Uppl. í síma 861-3878, Þröstur. Héðins hurðir Til sölu 8 stk. Héðins hurðir, 3 m á breidd og 2,3 m á hæð. Hurðirnar eru mjög vel með farnar og hafa eingöngu verið notaðar innanhúss. Hurðirnar lyftast upp um 40 cm. Hurðirnar eru staðsettar á Akranesi. Uppl. gefur Sig- hvatur í síma 858-1173. Markaðstorg Vesturlands ÓSKAST KEYPT 20. febrúar. Stúlka. Þyngd: 3.148 gr. Lengd: 49 cm. Foreldrar: Stefanía Sólborg Guðmundsdóttir og Sindri Magnússon, Ólafsvík. Ljósmóðir: Anna Björnsdóttir/Aníta Rut Guðjónsdóttir. TIL SÖLU Í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi var hefðbundin kennsla lögð niður í síðustu viku fyrir þemadaga. Þá fengu nemendur að spreyta sig á ýmsum öðruvísi verkefnum í stærri og minni hópum og var þetta kærkomin tilbreyting frá hefðbundnu skólastarfi, bæði fyrir nemendur og kenn- ara. Að þessu sinni var þemað Saga jarðvangur og unnu hóp- arnir ýmis verkefni sem tengdust því verkefni auk þess sem nemendur hlustuðu á kynningu á Sögu jarðvangi. Þema- dögum lauk síðastliðin föstudag á kynningum nemenda á niðurstöðum sínum eftir vikuna. arg/Ljósm. aðsendar. Þemadagar í Menntaskóla Borgarfjarðar Nemendur í sal að læra allt um hópavinnu hjá Signýju Óskarsdóttur hjá Creatrix. Nemendur og kennarar heimsóttu Kraumu og Deildartunguhver. Í heimsókn við Deildartunguhver. Nemendur í hópavinnu í skólanum. Á síðasta degi í þemavikunni kynntu nemendur niðurstöður sínar. Nemendur að kynna niðurstöður sínar í lok þemaviku.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.