Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018 15
1270. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í
bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 13. mars
kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir
til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því
að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir:
Sjálfstæðisflokkurinn í Garðakaffi, laugardaginn 10. mars •
kl. 10.30.
Björt framtíð að Smáraflöt 1, sunnudaginn 11. mars kl. 20.00.•
Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, •
laugardaginn 10. mars kl. 11.00.
Frjálsir með framsókn að Vesturgötu 32, mánudaginn •
12. mars kl. 20.00.
Bæjarstjórnarfundur
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Dagskrá Írskra vetrardaga
á Akranesi
Miðvikudagurinn 14. mars
20:00 Með allt á hreinu í Bíóhöllinni
20:00 Kvöldstund með Ellý og Margréti Blöndal í Stúkuhúsinu
Fimmtudagurinn 15. mars
17:30 Örnefnagöngutúr með starfsfólki Landmælinga Íslands
21:00 Kvöldvaka á Gamla Kaupfélaginu: Grafík
Föstudagurinn 16. mars
21:00 Kvöldvaka á Gamla Kaupfélaginu: Jón Jónsson og
Friðrik Dór
Laugardagurinn 17. mars - Dagur heilags Patreks
13:00 Frændur eða fjendur? Sjálfstæðisbarátta Íslendinga og
Íra, fyrirlestur Sólveigar Jónsdóttur á Bókasafninu.
Auk þess verða írskar bókmenntir í öndvegi á Bókasafninu.
Ef þú vilt láta vita af viðburði sendu okkur línu á
akranes@akranes.is.
Allar nánari upplýsingar í viðburðadagatali
á www.akranes.is.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Óskum eftir
sumarhúsi á leigu
Starfsmannafélag HS Orku óskar eftir
sumarhúsi á leigu frá júní til lok ágúst.
Æskileg staðsetning er innan 100 km
radíuss frá Reykjavík.
Áhugasamir vinsamlega sendið upplýsingar
á sig@hsorka.is
hsorka.is
„Blek og lína“
Opnun sýningar á verkum
Cristinu Cotofana
10.03. - 20.04. 2018
Sýningin er í Hallsteinssal í Safnahúsinu að
Bjarnarbraut 4-6 í Borgarnesi. Hún stendur
til 20. apríl. Opið er til kl. 16.00 á
opnunardaginn og eftir það á
afgreiðslutíma bókasafns, kl. 13.00 - 18.00
virka daga. Ókeypis aðgangur.
Ef breytingar verða á auglýstri dagsetningu
verður það tilkynnt á www.safnahus.is
Myndlistarsýning Cristinu Cotofana
verður opnuð laugardaginn 10. mars
n.k. kl. 13.00. Cristina flutti til Íslands
2011 og býr í Borgarfirði. Hún teiknar
að mestu leyti með penna og bleki og
verk hennar eru gjarnan innblásin af
þjóðsögum og íslensku landslagi.
Við opnunina verður boðið upp á
hátíðardrykk og konfekt.
Allir velkomnir!
433 7200 - safnahus@safnahus.is
Hjónin Valgerður Jónsdóttir og
Þórður Sævarsson standa í stór-
ræðum þessa dagana en þau eru
að hefja framkvæmdir við nýtt af-
þreyingarsetur að Smiðjuvöllum
17 á Akranesi. Þetta nýja fyrirtæki
þeirra hjóna hefur fengið nafnið
Smiðjuloftið. „Ætlunin er að setja
upp klifursal á neðri hæðinni og
vera með sal sem hægt er að nýta
fyrir námskeið og ýmsa viðburði
á efri hæðinni,“ segir Valgerður í
samtali við Skessuhorn. Hún seg-
ir þau hjónin hafa verið að skoða
þennan möguleika frá því síðast-
liðið haust vegna aðstöðuleysis
hjá Klifurfélagi ÍA.
„Þórður stofnaði klifurfélagið
og er að þjálfa þar. Aðsókn hefur
aukist mjög mikið og annar nú-
verandi aðstaða ekki eftirspurn.
Við sáum þarna möguleika á að
setja undir sama þak þá starfsemi
sem við höfum verið að byggja
upp á síðustu árum, þ.e. klifr-
ið og svo tónlistarnámskeið sem
ég hef staðið fyrir sem og þjóð-
lagadagskrána okkar Travel Tu-
nes Iceland. Þetta verður án efa
mikil lyftistöng fyrir klifuríþrótt-
ina á Akranesi og skemmtileg við-
bót við menningarlífið í bænum,“
segir Valgerður. „Auk þessa verð-
ur möguleiki á að nýta aðstöðuna
fyrir barnaafmæli, fundi og mót-
töku hópa,“ bætir hún við. Að-
spurð hvenær þau stefni á að opna
Smiðjuloftið segir hún ekki komna
neina dagsetningu. „Ég þori ekki
að nefna nákvæma dagsetningu.
Við vorum að fá lyklana afhenta
og vinnan við uppsetningu á að-
stöðunni er rétt að hefjast, en við
stefnum á að geta byrjað í maí,“
segir hún að lokum.
arg
Framkvæmdir að hefjast við
Smiðjuloftið á Akranesi
Hjónin Valgerður Jónsdóttir og Þórður Sævarsson ætla að opna afþreyingasetur á
Akranesi. Með þeim á myndinni er Sylvía, dóttir þeirra hjóna.
Ljósm. Guðni Hannesson.
Samráðsfundir um framtíðarstefnu
Borgarbyggðar í málefnum aldr-
aðra voru nýverið haldnir í félags-
starfi aldraðra í Borgarnesi og
Borgarfirði. Í frétt Borgarbyggðar
segir að fundirnir hafi verið haldnir
í samstarfi Eldri borgara ráðs, Fé-
lags aldraðra í Borgarfjarðardölum,
Félags eldri borgara í Borgarnesi
og nágrenni og velferðarnefnd-
ar Borgarbyggðar. Markmið sam-
ráðsfundanna var að leita svara við
því hvernig stuðla megi að farsæl-
um efri árum íbúa í sveitarfélaginu.
Góð mæting var á báða fundina og
sköpuðust umræður um hvað gott
sé við að eldast í Borgarbyggð og
hvað eldri borgarar geti sjálfir gert
til að stuðla að farsælum efri árum.
Einnig var óskað eftir tillögum og
hugmyndum um hvernig sveitarfé-
lagið getur stuðlað að farsælum efri
árum varðandi búsetulífsgæði, sam-
göngur og umhverfi, forvarnir og
tómstundastarf. Að lokum var rætt
um þátttöku og virkni eldri borg-
ara og miðlun þeirrar þekking-
ar sem þeir búa yfir til yngri kyn-
slóða t.d. með samstarfi eldri borg-
ara og skóla. „Niðurstöður sam-
ráðsfundanna verða nýttar í stefnu-
mótun í málefnum aldraðra og er
áætlað að ný stefna til næstu ára
verði sett í vor,“ segir í frétt Borg-
arbyggðar.
mm
Hafa samráð um farsæl efri ár
Svipmynd úr skemmtiferð sem farin var á vegum félags aldraðra.
Ljósm. úr safni. Anna Hallgrímsdóttir.