Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 201820 „Ég fór í fyrsta megrunarklúbbinn þegar ég var sjö ára gömul. Ég var með spjald og var vigtuð og mæld,“ segir Jóhanna Sigmarsdóttir, sem fór í magabandsaðgerð fyrir rúmu ári. „Ef ég hafði misst kíló yfir vik- una þá fékk ég að velja mér verðlaun og ég valdi alltaf að fara á Pizzahús- ið sem var þá á Grensásveginum.“ Þannig lýsir Jóhanna því hvernig yf- irþyngdin hefur plagað hana allt frá æsku. Hún ákvað fyrir rúmu ári að reyna svokallaða magabandsaðgerð sem missheppaðist. Í viðtalinu heyr- um við sögu Jóhönnu. Jójó í mörg ár Jóhanna ólst upp í Reykjavík, en býr núna á Akranesi ásamt manni sínum og tveimur börnum þeirra. Sjálf á Jó- hanna fjögur börn í viðbót, sem búa hjá fyrrverandi eiginmanni hennar í Vestmannaeyjum. Henni líka vel á Akranesi. „Ég er í fæðingarorlofi eins og er, en er að byrja að vinna uppi á Dvalarheimilinu Höfða í um- önnun.“ Hún á stutt eftir til að ljúka námi fyrir sjúkraliðann og stefnir að því í framtíðinni; „þó maður sé orð- inn þetta gamall,“ skýtur hún bros- andi inní. „Ég byrjaði svo ung að eiga börn svo skólinn var tekinn í stuttum skorpum,“ segir Jóhanna sem eign- aðist fyrsta barnið átján ára en fyrsta stjúpbarnið sautján ára. Alls á hún sjö börn í dag, að meðtöldu stjúp- barninu. Tvö börn búa hjá fyrrver- andi eiginmanni Jóhönnu en hin eru flutt að heiman. Tvö yngstu börnin, þriggja ára og hálfsárs, á hún með núverandi manni sínum. Fyrir rúmu ári síðan gekkst Jó- hanna undir magabandsaðgerð í Keflavík. Aðgerðin gekk ekki sem skyldi og er hún magabandslaus í dag. „Ég hef alltaf verið í yfirvigt,“ segir hún. „Ég hef oft tekið mig á og misst mörg kíló. Ég hef farið í einka- þjálfun og misst þrjátíu kíló. En þau hafa alltaf komið aftur.“ Kílóin skila sér aftur hægt og rólega þegar einkaþjálfun er lokið, gamlar hefðir séu fljótar að snúa aftur. Hún lýsir sjálfri sér sem jójói; hún fari upp og niður á vigtinni. Árið 2016 vildi Jó- hanna gera eitthvað róttækt í sínum málum. Þá bjuggu hún og núverandi eiginmaður hennar í Noregi. Hún rak augun í auglýsingu um maga- band og fékk strax áhuga á því að láta reyna á svona aðgerð. „En þessi aðgerð er ekki gerð í Noregi svo ég lagði þetta bara á hilluna.“ Fullkomnir kandídatar Magabandsaðgerð er framkvæmd þannig að sílíkon hringur er settur utanum magaopið á sjúklingnum. Hringurinn er tengdur með slöngu við port sem er fest framan á maga- vegginn. Í gegnum portið er hægt að bæta vatni í bandið, eða minnka vatn í bandinu. Þetta veldur því að maga- opið þrengist eða víkkar, eftir því hvað er gert. „Þú getur borðað hvað sem er, en þú kemur ekki eins miklu niður í magann,“ útskýrir Jóhanna. Við þrenginuna sendi maginn frá sér merki um að maginn sé fullur og því verður viðkomandi södd eða saddur fyrr. Þau hjónin komu þó fljótlega heim aftur frá Noregi, eða í októ- ber 2016. „Þá var ég búin að sjá að það væri skurðlæknir að framkvæma þessa aðgerð á Íslandi.“ Þau hjónin ákváðu að kíkja í viðtal til læknisins. „Maðurinn minn er líka í mikilli yf- irvigt svo við ákváðum að fara saman að forvitnast um þetta.“ Þau fóru saman í eitt viðtal til læknisins sem rekur einkastofu í Keflavík en er einnig með skrifstofu í Domus Medica. „Hann sá strax að við værum kandídatar í allar skurð- aðgerðirnar; magaband, magaermi og hjáveituaðgerð á Reykjalundi.“ Þau máttu síðan bara hafa sam- band ef þau hefðu áhuga á að láta til skara skríða. „En svona aðgerð kost- ar eina milljón króna svo við höfð- um bara efni á því að að annað okkar gerði þetta,“ segir Jóhanna. Maður- inn hennar hafi ekki sýnt því áhuga að fara í aðgerð og því ákvað Jó- hanna að slá til. „Ég hef alltaf verið í kringum hundrað kíló og mig lang- ar svo að vera um það bil sjötíu og tvö kíló.“ Aðgerðin var því bókuð og framkvæmd í lok janúar 2017. Sýking og gríðarlegir verkir „Fljótlega eftir aðgerðina fór að bera á roða í kringum skurðinn, við port- ið,“ segir Jóhanna sem samvisku- samlega merkti roðann með penna til að fylgjast með. Þegar roðinn var orðinn á stærð við lófa ákvað hún að láta kíkja á portið hjá sér. „Ég lét kíkja á þetta á stofunni hjá læknin- um. Hann sagði það það eina í stöð- unni væri að fjarlægja portið. Þá er aðgerðin í raun og veru ónýt,“ segir Jóhanna. Þá sé ekki hægt að stjórna vatnsmagninu í bandinu lengur. Tek- in var ákvörðun um að taka portið og klippa á slönguna sem tengist maga- bandinu. „Um leið og hann klippir á slöng- una finn ég verk í magasvæðinu.“ Læknirinn sagði það vera fylgikvilla þess að portið væri fjarlægt. Það ætti að líða hjá á nokkrum dögum. Skurðurinn var ennþá opinn og átti að vera þangað til sýkingin væri farin að fullu. „Ég var sett á sýklalyf og svo var sett tróð í skurðinn. Ég fer svo heim og á að koma og láta skipta á þessu reglulega.“ Verkurinn í kring- um magann var þó enn á sínum stað. „Svo var enginn vökvi í bandinu og ég gat borðað hvað sem er.“ Á bráðamóttöku vegna verkja Jóhanna fékk símanúmer hjá lækn- inum til að hringja í til að láta vita ef eitthvað væri að. Hún segir að hún hafi fengið þau skilaboð frá Land- spítalanum að þau gætu lítið grip- ið inn í þar sem aðgerðin var fram- kvæmd á einkastofu af lækni sem er ekkert tengdur spítalanum. „Ég var komin á þann stað að verkirnir voru það miklir að ég gat varla andað né gengið. Ég átti mjög erfitt með and- ardrátt og endaði niðri á bráðamót- töku í eitt skipti.“ Þar lá hún í nokkra tíma áður en hún var send heim aft- ur. Jóhanna er ekki ánægð með vinnu- brögð læknisins sem framkvæmdi aðgerðina. Hún lét reglulega skipta á skurðinum, eins og henni var sagt að gera. Allt fór það fram í Reykjavík á stofunni hans í Domus Medica. Oft- ast sá hjúkrunarkona um að skipta á sárinu og þá var öllum hreinlæt- isstöðlum fylgt. Allt hafi verið til- búið áður en hún kom og hjúkrunar- konan var með hanska við vinnuna. „Tvisvar þurfti hann sjálfur að skipta á þessu. Í bæði skiptin var hann ekki með neitt tilbúið og notaði ekki hanska. Mér fannst þetta ekki fag- legt,“ segir Jóhanna og bætir við að hún skilji ekkert í sjálfri sér að hafa ekkert sagt þá. Jóhanna var með opið sár á maganum í um tvo mánuði. Ólétt í aðgerð Verkurinn við magann fór ekki og að endingu var tekin sú ákvörðun að taka magabandið alveg um þrem- ur til fjórum vikum eftir að það var sett á. Það þýddi ný aðgerð með svæfingu. Þá var þegar komið í ljós að Jóhanna væri ólétt. Ákveðið var að láta til skara skríða engu að síð- ur. „Ætli ég hafi ekki verið komin um níu vikur þegar ég er svæfð aft- ur.“ Hún upplifði mikla óvissu þeg- ar hún fór í aðgerðina og er sérstak- lega minnisstætt þegar settur var upp æðaleggur með drippi sem var síðan snarlega rifinn úr henni aft- ur. „Ég var margbúin að endurtaka að ég væri ólétt. Ég bara skil þetta ekki. Það vissu allir að ég væri ólétt. Ég var ólétta konan með magaband- ið sem fékk sýkingu.“ Barnið hlaut þó engan skaða og er hress nokkurra mánaða piltur í dag og sefur úti í vagni á meðan blaðamaður ræðir við Jóhönnu. Af og til má heyra sældar- stunu í talstöðinni sem fylgist með honum í vagninum. Stórt ör til minningar Jóhanna var með opið sár eftir að- gerðina í tvo mánuði. „Mér var boð- ið að fá magabandið aftur eftir fæð- inguna eða fá bara endurgreitt,“ seg- ir Jóhanna. Enginn vafi hafi þó verið í huga hennar eftir þess lífsreynslu og hún þáði að fá endurgreitt. Í dag er hún ekki með magaband, aðeins sex sentímetra ör á maganum til minn- ingar um aðgerðina. „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum þennan sársauka sem ég var með þegar magabandið var enn í mér. Ég er búin að fæða fjögur börn og tvö tekin með keisara. Þetta var verra en það.“ Í dag er hún töluvert léttari en þegar hún fór í aðgerðina, enda með tvö ung börn og saman hafa þau hjónin nýlega gerst stuðn- ingsfjölskylda hjá Akraneskaupstað. Hugarfarið skrýtið „Ég myndi ekki ráðleggja neinum að gera þetta nema lífið lægi við,“ seg- ir hún með áherslu. „Ekki fá þenn- an aðskotahlut inn í líkamann.“ Hún segir að hugarfarið fyrir svona að- gerðir sé brenglað. „Mér finnst þetta næstum eins og fólk sé bara að fara í plokk og lit.“ Hún þekkir marga í kringum sig sem hafa farið í einhvers konar aðgerðir og þá helst maga- bandsaðgerð. Fjölmargir séu í vand- ræðum eftir aðgerðina en oftast sé ekki talað um þá sem eiga í erfið- leikum eftir svona aðgerðir. Meira er horft til þeirra sem hafa náð gríð- arlegu þyngdartapi. „Svo þekkti ég eina sem lést eftir að hafa magaermi hjá þessum skurðlækni.“ Hún segir að það sé ekkert auðvelt við að fara í svona skurðaðgerð. Þetta sé inn- grip í líkamann og líkaminn sé lengi að jafna sig eftir það. „Mín tilfinning er að þetta sé nokkurs konar færi- bandavinna þarna í Keflavík.“ Eitt sé þó víst að þótt aðgerðin hafi ekki gengið fyrir hana þá séu margir sem séu í skýjunum með þær. „Sumir elska þetta, aðrir hata þetta. Þetta er ekki allra. En af hverju að fara í þessa aðgerð? Það eru margar aðrar leiðir til að grípa inn í.“ klj Gekkst undir magabandsaðgerð sem misheppnaðist Jóhanna Sigmarsdóttir segir hugarfarið fyrir magaaðgerðir brenglað Jóhanna og fjölskyldan sem býr á Akranesi. Atli, dóttirin Kristrún Huld og sonurinn Jökull Veigar. Jóhanna Sigmarsdóttir. Jóhanna segir að fólk eigi að hugsa sig um oftar en einu sinni og oftar en tvisvar áður en ákveðið er að fara í aðgerð til að auka þyngdartap.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.