Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018 5 Leiklistarklúbbur Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi er að hefja sýningar á söngleiknum „Með allt á hreinu“. Frumsýningin er 10. mars n.k. í Bíóhöllinni á Akranesi. Þar verður mikið fjör og möguleiki á að Egill Ólafsson eða hinn sanni ,,Stinni stuð" láti sjá sig. Nánar um sýningar inni á www.her-nuna.is Styrkleikarnir þínir Þú lærir að finna og nýta persónulega styrkleika (VIA) sem eykur sjálfstraust og vellíðan. Næsta námskeið verður næstu fjögur þriðju- dagskvöld í Café Kaju. Nánar tiltekið 13. og 27. mars, og 3. og 10. apríl, frá 19:30 til 21:30. Verð er 16.000 kr. innifalið eru námskeiðsgögn og hressing. Kennari er Steinunn Eva Þórðardóttir, reyndur sálfræðikennari og lýðheilsufræð- ingur með diplóma í jákvæðri sálfræði, stofnandi Hér núna. Skráning er á facebook: @hernuna eða í síma 893-1562 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggða- nefnd kröfur ríkisins um þjóðlendur á svonefndu svæði 9B, sem tekur til Snæfellsness ásamt hluta úr Borg- arbyggð og Dalabyggð, þ.e. fyrr- um Kolbeinsstaðahreppi og Skóg- arstrandarhreppi. Óbyggðanefnd er sjálfstæð úrskurðarnefnd sem starfar á grundvelli þjóðlendulaga nr. 58 frá 1998. Tilkynning um kröfurnar var birt í Lögbirtingablaðinu 23. febrú- ar síðastliðinn en útdrátt úr kröfu- lýsingu ráðherra er að finna í aug- lýsingu hér í blaðinu í dag. Svæðið sem nú er gerð krafa um þjóðlendur í nær yfir Snæfellsbæ, og þar með talið m.a. allan Snæfellsjökul, Grundarfjarðarbæ, Eyja- og Mikla- holtshrepp, Helgafellssveit, Stykkis- hólmsbæ ásamt hluta Borgarbyggð- ar og Dalabyggðar. Þjóðlendukröfur ríkisins ná til fimm sérgreindra hluta svæðisins, það er 1) Eyrarbotns, 2) Snæfellsjökuls, 3) lands sunnan og austan Snæfellsjökuls, 4) landsvæðis milli Hraunhafnardals, Mælifells og Bjarnarfossdals og 5) fjalllendis milli Elliða og Lágafells, auk Baulárvalla. Nánari lýsingu krafna og yfirlitskort er að finna á vefsíðunni obyggda- nefnd.is og má þar m.a. finna 70 síðna skjal ásamt kortum af því svæði sem ráðherra ásælist fyrir hönd ríkis- ins. Einnig má nálgast upplýsingar á skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga og sýslumannsembættis. Í auglýsingu er skorað á þá sem telja til eignar- réttinda eða annarra réttinda á þeim svæðum sem ríkið gerir kröfur til að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir óbyggðanefnd í síðasta lagi föstudag- inn 25. maí nk. mm Óbyggðanefnd lýsir kröfum í land á Snæfellsnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.