Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 201818 endurbyggt, klætt að utan og lagt torfþaki. Að innanverðu var reynt að nýta gamalt efni og skapa stemn- ingu liðins tíma þar sem gömlu jöt- urnar er enn að finna og á veggjum eru m.a verk sem Páll hefur teikn- að á lúið timburverk úr útihúsum. „Burðarvirki í fjósinu er t.d. úr gömlu Norðtungubrúnni sem við fengum gefið þegar brúin var end- urbyggð fyrir nokkrum árum. Fjós- ið hýsir meðal annars olíumálverk eftir Palla af sveitungum okkar og frændfólki ættuðu frá Húsafelli en einnig sýnishorn af höggmyndum úr öllum þeim steintegundum sem í Húsafellslandi er að finna. Meira að segja er eitt verk unnið í perl- ustein úr Prestahnjúki, fjallinu sem einu sinni voru uppi hugmyndir um að flytja út þar sem einangrun- argildið er svo mikið í steininum,“ segir Þorsteinn bróðir Páls. Svæðið allt skipulagt Verkefni þetta er allt vel ígrund- að og skipulagt. „Það er heildstætt skipulag fyrir svæðið sem við för- um eftir. Við höfum lagt áherslu á að framkvæma ekki neitt nema það rúmist innan þessa skiptulags og það hjálpar öllum sem að þessu hafa komið. Leitað var til færustu arkitekta og verkfræðinga og þá fengum við umhverfisfræðinga frá Landlínum til að hanna umhverf- ið með okkur. Legsteinasafnið er síðan hannað í samstarfi við Bisk- upsstofu sem sýnt hefur þessu verk- efni mikinn áhuga enda um fyrsta safn sinnar tegundar að ræða hér á landi,“ segir Helgi. Steinasafn- ið verður uppsteypt hús og útlit þess í takti við eldri húsin sem það stendur við; með torfþaki, timbur- klætt að utan auk þess sem grjót- hleðslur Unnsteins hleðslumeist- ara munu ramma það inn. Í húsinu verður hægt að sjá tilhoggna nytja- hluti sem gerðir voru í Húsafelli og varðveist hafa sem og legsteinana sem eru margir og býsna merki- legir,“ segir Helgi. Vonast er til að nýja húsið verði fokhelt og tilbúið að utan næsta haust en þá verður eftir að innrétta það og opna sem safn í framhaldinu. Varðveislan á sér langa sögu En það er ekki nýtt af nálinni að menn hafi viljað varðveita gömlu legsteinana. Í fórum sínum á Páll afrit af bréfum frá 1929 sem rituð voru til þáverandi þjóðminjavarð- ar, Matthíasar Þórðarsonar. Þar skrifar Kristleifur Þorsteinsson á Stóra-Kroppi og tjáir þjóðminja- verði frá verki Jakobs Guðmunds- sonar, gamals vinnumanns á Húsa- felli, sem beitti sér fyrir því að hinir fornu legsteinar sem þá voru í nið- urníðslu í kirkjugarðinum á Húsa- felli yrði bjargað. Þá þegar lágu þeir undir skemmdum. Í bréfi Krist- leifs segir að séra Snorri Björns- son á Húsafelli hafði vitjað Jakobs vinnumanns í draumi og óskað eft- ir því að hann gerði sitt til að stein- arnir yrðu varðveittir. Beitti Jakob sér fyrir því að garðurinn var afgirt- ur traustri girðingu og með sálu- hliði og legsteinunum fundið við- eigandi skjól. Sögu um langa hefð nytjavinnslu í stein í Húsafelli. Nú, níutíu árum síðar, er útlit fyrir að steinum þessum verði komið fyrir í nýju húsi sem verið er að reisa sér- staklega yfir þá. Hótelskreyting vekur heimsathygli Gaman er að rifja það upp að fyr- ir tveimur vikum var kunngjört að hið nýja og glæsilega Hótel Húsa- fell hefði hlotið verðlaun National Geographic sem einstakur gisti- staður á heimsvísu. Meðal þess sem umsagnaraðili NG nefnir er sú virðing sem borin er fyrir sjálfbærni í hótelrekstri, en ekki síst frágangi umhverfis hótelið, listaverk Páls Guðmundssonar og hleðslur eft- ir Unnstein Elíasson. „Ég er virki- lega stoltur af hvernig til tókst með hótelið og skreytingar inni sem úti. Ég fékk það hlutverk að leggja til myndverk og höggmyndir og valdi Hellismannasögu sem þemu. Á öll- um herbergjum eru myndir af úti- legufólki af báðum kynjum með til- vísun í söguna, sem er jú hluti af okkar arfleifð. Þannig má segja að Húsfellingum hafi tekist í þessu nýjasta verkefni að tengja umhverfi stærsta vinnustaðarins við söguna með áþreyfanlegum hætti. Ég er stoltur og ánægður með þessa hug- sjón frændfólks míns hér,“ segir Páll. Í heimsókn blaðamanns á Húsa- fell endurtók sig það sem gerst hefur áður. Tíminn týndist. Það var komið undir kvöld þegar við kvöddumst á bæjarhlaðinu í Húsa- felli og haldið var í vestur til móts við kvöldhúmið. Við kveðjum þá Pál, Þorstein og Helga sem af mikilli framsýni undirbúa nú að opna dyr húsanna undir fellinu þar sem arfleifð íbúa verður sýnd á einstakan hátt. mm Búið er að steypa upp hús fyrir væntanlegt steinmunasafn. Fyrrum litataska á turnloftinu. Á lokinu er mynd af Eiríksjökli en minnsta stein- harpan í botninum. Olíumálverk af gömlum sveitungum hanga fyrir ofan fjósjötuna. Eitt þekktasta listaverk Páls, Fjallkonan, vakir yfir umhverfinu á hólnum norðan við gömlu útihúsin. Svipmynd af veggnum á jarðhæð súrheysturnsins. Frændur hans greyptir í gamlar fjárhússhurðir. F.v. Magnús í Vatnsnesi, Þorsteinn á Húsafelli og Jakob á Húsafelli. Hluti gömlu legsteinanna sem nú er verið að byggja yfir. Sá elsti var á gröf Gríms Jónssonar prests sem dó um 1650. Á innanverðum gafli fjóssins er sýnishorn af verkum sem unnin eru í ólíkar stein- tegundir sem finnast í Húsafelli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.