Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018 13
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur, fyrir hönd íslenska ríkisins, afhent
óbyggðanefnd kröfur ríkisins um þjóðlendur á svonefndu svæði 9B, sem
tekur til Snæfellsness ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógar-
strandarhreppi. Tilkynning um kröfurnar var birt í Lögbirtingablaðinu 23.
febrúar síðastliðinn og er útdráttur úr efni hennar nú birtur hér í samræmi við
2. mgr. 10. gr. laga nr. 58/1998.
Á svæði 9B eru eftirtalin sveitarfélög: Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Eyja-
og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær, hluti Borgarbyggðar
(fyrrum Kolbeinsstaðahreppur) og hluti Dalabyggðar (fyrrum Skógarstrand-
arhreppur). Þjóðlendukröfur ríkisins ná til fimm sérgreindra hluta svæðisins,
það er 1) Eyrarbotns, 2) Snæfellsjökuls, 3) lands sunnan og austan Snæfells-
jökuls, 4) landsvæðis milli Hraunhafnardals, Mælifells og Bjarnarfossdals og
5) fjalllendis milli Elliða og Lágafells, auk Baulárvalla. Nánari lýsingu krafna
og yfirlitskort er að finna á vefsíðunni obyggdanefnd.is og á skrifstofum við-
komandi sveitarfélaga og sýslumannsembættis.
Skorað er á þá er telja til eignarréttinda eða annarra réttinda á
þeim svæðum sem ríkið gerir kröfur til að lýsa kröfum sínum
skriflega fyrir óbyggðanefnd, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík, í
síðasta lagi föstudaginn 25. maí 2018. Með kröfunum þurfa að
fylgja þær heimildir og gögn sem aðilar byggja rétt sinn á.
Leiðbeiningar um frágang kröfulýsinga, þ.á m. korta, er að finna á vefsíðunni
obyggdanefnd.is og fást jafnframt á skrifstofu óbyggðanefndar. Óbyggða-
nefnd er úrskurðarnefnd á stjórnsýslustigi. Hlutverk nefndarinnar samkvæmt
7. gr. laga nr. 58/1998 er að 1) kanna og skera úr um hvaða land telst til
þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda, 2) skera úr um mörk
þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur og 3) úrskurða um eignar-
réttindi innan þjóðlendna.
Í samræmi við ákvæði 2. mgr. 10. gr. laga nr. 58/1998 verður yfirlýsingu um
þjóðlendukröfur ríkisins þinglýst á þær fasteignir á svæðinu sem skráðar eru
í þinglýsingabók og eru á viðkomandi svæði.
Óbyggðanefnd
Áskorun frá
óbyggðanefnd
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200
bokasafn.akranes.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Sýningin verður opnuð
10. mars kl. 13:00.
Við opnun verður boðið upp á
atriði frá Tónlistarskólanum.
Kaffiveitingar.
Kona á skjön – sýning um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi
Allir velkomnir
Sýningartími: 10. mars - 21. apríl.
Opin á opnunartíma safnsins.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Tillaga að breytingu á
deiliskipulagi í Ólafsdal
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 20. febrúar
2018 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Ólafsdal
í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst meðal annars í ákveðnum áherslubreytingum
frá gildistöku þess. Til að mynda er nýr byggingarreitur fyrir
vélaskemmu, víkkun heimilda á núverandi byggingareitum
og nýr kafli um verndun menningarlandslags.
Tillögurnar liggja frammi frá 8. mars 2018 á skrifstofu
Dalabyggðar, Miðbraut 11 í Búðardal og einnig á
heimasíðu sveitarfélagsins www.dalir.is.
Athugasemdum ber að skila til skrifstofu skipulagsfulltrúa
að Miðbraut 11, 370 Búðardal eða á netfangið
byggingarfulltrui@dalir.is fyrir 20. apríl 2018.
Dalabyggð 28. febrúar 2018
Bogi Kristinsson Magnusen
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Í liðinni viku kom Guðrún A.
Sveinsdóttir frá Skaganum 3X á
Akranesi og færði hjúkrunar- og
dvalarheimilinu Höfða að gjöf
EKG hjartalínuritstæki af full-
komnustu gerð. Að sögn Kjartans
Kjartanssonar framkvæmdastjóra
Höfða var eldra tæki heimilisins úr
sér gengið og því var þessi gjöf afar
kærkomin fyrir starfsemina. Hall-
veig Skúladóttir hjúkrunarforstjóri
veitti gjöfinni viðtöku.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Skaginn 3X styður við starfsemi
Höfða. Fyrir nokkrum misserum
færði fyrirtækið heimilinu að gjöf
tvær loftdýnur ásamt dælum. „Við
á Höfða viljum þakka eigendum
Skagans 3X fyrir höfðinglegar gjaf-
ir og þann hlýhug sem þeir bera
til heimilisins. Allar þessar gjaf-
ir munu nýtast vel á Höfða,“ segir
Kjartan Kjartansson. mm
Skaginn 3X færði Höfða að
gjöf hjartalínuritstæki
Hallveig Skúladóttir veitti gjöfinni viðtöku frá Guðrúnu A Sveinsdóttur.
Herrakvöld Víkings í Ólafsvík var
haldið með pompi og prakt laug-
ardagskvöldið 3. mars. Var kvöld-
ið hið veglegasta eins og venjulega
hjá Víkingum. Margt var gert til
skemmtunnar. Veislustjóri kvölds-
ins var Hjörvar Hafliða, Dóra Unn-
ars skemmti gestum með uppistandi
eins og henni einni er lagið og Ev-
geny Makeev flutti nokkur lög á gít-
ar. Borinn var fram matur að hætti
Víkinga og rann hann ljúflega nið-
ur í gesti kvöldsins, en það voru þeir
Lárus Einarsson og Stefán Krist-
ófersson sem sáu um matinn. Ræðu-
maður kvöldsins var Jóhann Péturs-
son formaður Knattspyrnudeildar
Víkings.
Á hverrakvöldinu var dregið í
leikmannahappdrætti Víkings og
voru góðir vinningar þar á ferð. Þá
var einnig uppboð sem gekk mjög
vel enda veglegir munir á uppboð-
inu en boðnar voru upp ljósmynd-
ir frá Þresti Albertssyni og Tómasi
Frey Kristjánssyni, treyjur af Aroni
Pálmasyni, Gylfa Sigurðssyni og
Pirlo ásamt eldri Víkingstreyjum.
Jónas Gestur Jónasson fyrrverandi
formaður knattspyrnudeildarinnar
hélt ræðu þar sem hann fór yfir þau
17 ár sem hann var formaður í fé-
laginu. Við þetta tækifæri var hon-
um veitt Gullmerki KSÍ fyrir störf
sín í þágu knattspyrnunnar. Það var
Magnús Gylfason sem afhenti hon-
um það. Heppnaðist kvöldið mjög
vel og var vel mætt. Að venju þjón-
uðu strákarnir í meistarflokki til
borðs og sáu um uppvaskið. þa
Jónas Gestur sæmdur
Gullmerki KSÍ á herrakvöldi
Magnús Gylfason afhenti Jónasi Gesti Jónassyni Gullmerki KSÍ.
Ljósmyndir eftir Þröst Albertsson og Tómas Frey Kristjánsson voru boðnar upp.
Minnum á óbreyttan skilafrest auglýsinga
Auglýsingar í Skessuhorn þurfa að berast í síðasta lagi á hádegi á
þriðjudögum á netfangið auglysingar@skessuhorn.is.
Auglýsendum er einnig bent á heimasíðuna
www.skessuhorn.is þar sem boðið er
upp á helstu stærðir vefborða.
Nánari upplýsingar í síma 433-5500.