Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018 19 Karlakórinn Heimir heldur tónleika á Akranesi föstudaginn 9. mars kl. 20.30 í Tónbergi og í Reykjavík laugardaginn 10. mars kl. 14.00 í Langholtskirkju Æringjarnir Óskar Pétursson, Birgir Björnsson og Valmar Väljaots koma fram með kórnum. Stjórnandi: Stefán R. Gíslason. Undirleikari: Thomas R. Higgerson. www.heimir.is Miðar seldir við innganginn, miðaverð: kr. 4.000 SK ES SU H O R N 2 01 8 Breyting á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 20. febrúar 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016, í samræmi við 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögur að breytingum á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 varðandi íbúðarsvæði í Búðardal, stækkun verslunar- og þjónustu- svæðis í Búðardal og frístundasvæði í landi Hlíðar í Hörðudal. Tillögurnar liggja frammi frá 8. mars 2018 á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11 í Búðardal og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.dalir.is. Athugasemdum ber að skila til skrifstofu skipulagsfulltrúa að Miðbraut 11 í Búðardal eða á netfangið byggingarfulltrui@dalir.is fyrir 20. apríl 2018. Dalabyggð 28. febrúar 2018 Bogi Kristinsson Magnusen Skipulags- og byggingarfulltrúi Lýsing á breytingu á aðalskipulagi á Akranesi vegna Grenja H3 Bæjarstjórn Akraness samþykkti 27. febrúar 2018 að auglýsa lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Grenja H3, hafnarsvæði. skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhuguð er stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis. Samhliða breytingu á aðalskipulagi verður deiliskipulag fyrir reitinn kynnt. Hægt er að nálgast lýsinguna á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is og í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18. Ábendingar varðandi tillögugerðina eiga að vera skriflegar og berast í síðasta lagi 21. mars 2018 í þjónustuver Akraneskaupstaðar Stillholti 16-18 eða á netfangið skipulag@akranes.is. Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs SK ES SU H O R N 2 01 8 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Allir geta dansað er nýr skemmti- þáttur sem hefur göngu sína á Stöð 2 að kvöldi sunnudags, 11. mars næstkomandi, strax að loknum frétt- um. Þættirnir eru gerðir eftir fyrir- mynd bandarísku þáttanna Danc- ing with the Stars. Tíu þjóðþekktir einstaklingar eru paraðir við fagfólk í dansi. Eitt par dettur úr keppni í hverjum þætti þar til eitt par stend- ur uppi sem sigurvegari. Hæfileikafólk af Vesturlandi verður áberandi í þáttunum. Stjórn- endur þáttanna eru Skagakonurnar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Eva Laufey Kjaran Hermannsdótt- ir. Báðar eru þær landsmönnum af góðu kunnar fyrir störf sín í fjöl- miðlum og á öldum ljósvakans. „Í öllu falli mega áhorfendur búast við góðri skemmtun og ég tel víst að frammistaða keppenda muni koma á óvart. Nú er þetta fólk sem tald- ist byrjendur fyrir aðeins örfáum vikum síðan, en það er alveg magn- að hvað keppendur hafa náð að til- einka sér á þessum stutta tíma,“ seg- ir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir í sam- tali við Skessuhorn. Bergþór Pálsson, söngvari úr Borgarfirði, er einn þeirra tíu þekktu einstaklinga sem munu spreyta sig á dansgólfinu. Dans- félagi hans er Hanna Rún Bazev Ólafsdóttir atvinnudansari. Þá mun Daði Freyr Guðjónsson, dansari úr Reykholtsdal, einnig koma fyrir í þáttunum. Hann er margreyndur í faginu þrátt fyrir ungan aldur og margverðlaunaður dansari. Daði verður dansfélagi Hugrúnar Hall- dórsdóttur fjölmiðlakonu. kgk Vestlendingar áberandi í Allir geta dansað Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir eru stjórnendur þáttanna Allir geta dansað. Ljósm. Stöð 2. Smyrill nokkur hefur haldið sig í nágrenni Innsta-Vogs við Akranes um langa hríð. Hann hefur verið vinsælt myndefni áhugaljósmynd- ara sem gjarnan leita fallega fugla uppi. En lífsbaráttan getur stund- um verið erfið og lífið hverfult. Um liðna helgi drapst fuglinn. Um dán- arorsök er ekki vitað, en örlög jarð- neska leyfa hans var að verða fóður fyrir hrafninn, sem þakkaði fyrir sig og flaug á braut. gó Eins dauði er annars brauð Á Búnaðarþingi sem lauk í gær var Sindri Sigurgeirsson endurkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands, með 39 af 48 greiddum atkvæðum. Arnar Árnason, formaður Lands- sambands kúabænda, fékk þrjú at- kvæði og Ingvi Stefánsson, for- maður Svínaræktarfélags Íslands, fékk eitt atkvæði en allir félags- menn voru sjálfkrafa í kjöri. Guðrún Tryggvadóttir í Svart- árkoti kemur ný inn í stjórn BÍ í stað Guðnýjar Helgu Björnsdótt- ur á Bessastöðum sem baðst undan endurkjöri. Þeir Eiríkur Blöndal á Jaðri, Gunnar Eiríksson í Túns- bergi og Einar Ófeigur Björns- son á Lóni II gáfu allir kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn og voru endurkjörnir ásamt formann- inum. Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Yfirskrift þingsins að þessu sinni var „Hér á ég heima“. Fjölmörg mál voru á dagskrá þingsins, m.a. um endurskoðun búvörusamninga, viðbrögð við yfirvofandi innflutn- ingi á hráu kjöti, tollamál búvara, upprunamerkingar á mat og eftir- lit með þeim, menntun í landbún- aði, loftslagsmál og endurheimt votlendis, lífrænan landbúnað og fleira. mm/ Ljósm. Bændablaðið/HKr. Sindri endurkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.