Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 201812
Lögreglustjórinn á Vesturlandi
hefur sent erindi til allra sveit-
arstjórna á Vesturlandi þess efn-
is að samkomulag verði gert um
að skipa sameiginlega almanna-
varnanefnd í umdæmi lögreglunn-
ar á Vesturlandi. Fyrir liggur að
dómsmálaráðherra staðfestir leyfi
þess efnis að almannavarnanefnd-
ir á Akranesi, Borgarfirði, Dölum
og á Snæfellsnesi verði sameinað-
ar í eina almannavarnanefnd í sam-
ræmi við óskir lögreglustjórans og
sveitarfélaganna tíu sem tilheyrðu
gamla Vesturlandskjördæmi.
Almannavarnanefnd verður
skipuð lögreglustjóra auk full-
trúa allra sveitarfélaga. Þá skulu
slökkviliðsstjórar sveitarfélaga
sitja í nefndinni sem og yfirlög-
regluþjónn. Það verður svo sam-
komulag sveitarstjórna á hverjum
tíma hverjir aðrir skuli eiga sæti í
nefndinni. Almannavarnanefndin
kýs sér sjálf formann og varafor-
mann. Hlutverk almannavarna-
nefndar verður að móta stefnu og
skipuleggja starf sitt að almanna-
vörnum í umdæmi lögreglunnar
á Vesturlandi í samræmi við lög
um almannavarnir. Lögreglustjóri
stýrir aðgerðum í héraði þegar al-
mannavarnaástand ríkir. Hann sit-
ur í aðgerðastjórn ásamt fulltrúa
almannavarnanefndar, fulltrúa
Slysavarnafélagsins Landsbjargar,
fulltrúa Rauða kross Íslands, hlut-
aðeigandi viðbragðsaðila, sbr. við-
bragðsáætlun, svo og öðrum hlut-
aðeigandi aðilum sem tengjast að-
gerðum hverju sinni. Sveitarfélög
og stofnanir á þeirra vegum skulu,
í samvinnu við ríkislögreglustjóra,
kanna áfallaþol í umdæmi lög-
reglustjórans á Vesturlandi. Þá
skal almannavarnanefndin, í sam-
vinnu við ríkislögreglustjóra, gera
viðbragðsáætlun í samræmi við
hættumat í umdæminu. Um starf-
semi almannavarnanefnda að öðru
leyti vísast til laga nr. 82/2008 um
almannavarnir, segir í erindi sem
sveitarstjórnir á Vesturlandi hafa
nú til afgreiðslu.
mm
Unnið að stofnun einnar almanna-
varnanefndar á Vesturlandi
Alls eru sveitarfélögin 74 og hafa mörg sveitarfélög sameinast í eina nefnd, en
21 almannavarnanefnd var á síðasta ári starfandi í níu umdæmum landsins
samanber meðfylgjandi mynd frá Almannavörnum.
Saltskipið Citadel frá Hollandi
skipaði á mánudaginn á land í
Ólafsvík 1500 tonnum af salti.
Hluta þess verður svo dreift á aðra
útgerðarstaði á Snæfellsnesi, að
sögn Pétur Bogasonar hafnarvarð-
ar. Þetta er mesta magn af salti sem
skipað hefur verið upp úr einum
farmi, að sögn Péturs, sem bend-
ir á að hingað til hafi mest verið
skipað upp þúsund tonnum í einu.
Ragnar og Ásgeir ehf. sjá um upp-
skipunina líkt og undanfarin ár.
af
Stærsti saltfarmurinn frá upphafi
Eyrarrósin, sem árlega er veitt
framúrskarandi menningarverk-
efni á landsbyggðinni, var afhent
við hátíðlega athöfn á fimmtudag-
inn. Það var listahátíðin Ferskir
vindar frá Garði sem hlaut viður-
kenninguna að þessu sinni. Dóm-
nefnd hafði meðal annars þetta um
listahátíðina Ferska vinda að segja:
„Aðstandendur Ferskra vinda
hafa ekki bara sýnt metnað í verki
við skipulag hátíðarinnar heldur
seiglu og úthald sem hefur skilað
sér viðburði sem hefur gildi bæði
fyrir Reykjanes og íslenskt menn-
ingarlíf.“
Frú Eliza Reid, verndari Eyr-
arrósarinnar, afhenti verðlaunin.
Skjaldborg, hátíð íslenskra heim-
ildarmynda, Patreksfirði og sam-
tímalistasýningin Rúllandi snjó-
bolti, Djúpavogi sem einnig voru
tilnefnd til verðlaunanna hlutu
hvort um sig 500 þúsund krónur
peningaverðlaun. Sú hefð hefur
skapast á undanförnum árum að
verðlaunaafhendingin fari fram í
höfuðstöðvum verðlaunahafa síð-
asta árs. Sami háttur var hafður á
nú og því voru verðlaunin veitt í
Egilsbúð í Neskaupsstað þar sem
handhafi 2017 var þungarokkshát-
íðin Eistnaflug. mm
Ferskir vindar frá Garði hljóta Eyrarrósina
Verðlaunahafar,
úthlutunarnefnd og
verndari hátíðarinnar.
Ný skýrsla hagdeildar ASÍ um
vinnumarkaðinn fjallar um þær
breytingar sem orðið hafa á ís-
lenskum vinnumarkaði síðustu ár
og áratugi. Í henni er m.a. vak-
in athygli á misræmi milli þróunar
starfa og menntunar. Hlutfallslega
hröð fjölgun á störfum í þjónustu
og verslun, þrátt fyrir síhækkandi
menntunarstig þjóðarinnar, vek-
ur upp spurningar um hvort skort-
ur á skýrri atvinnustefnu á Íslandi
hafi valdið hlutfallslega lítilli fjölg-
un virðisaukandi starfa.
Skýrslan varpar einnig ljósi á
stöðu erlends launafólks á Íslandi.
Aukin eftirspurn eftir starfsfólki í
ferðaþjónustu og byggingaiðnaði
hefur kallað á aðflutning erlends
starfsfólks hingað til lands í rík-
ari mæli en nokkru sinni fyrr. Árið
2017 var fjöldi erlendra ríkisborg-
ara sem fluttust til Íslands, umfram
þá sem fluttust héðan, í sögulegu
hámarki og nú er talið að erlent
launafólk sé um 13% launafólks á
Íslandi.
Loks er í skýrslunni sagt að brot
á launafólki einskorðast þó ekki við
erlent launafólk. „Fjallað er um
réttindi hlutastarfsmanna, tíma-
bundið ráðinna starfsmanna og
verktaka og mikilvægi þess að rétt-
indi þeirra séu tryggð. Á síðustu
árum hafa ráðningarform orðið
lausari í sniðum þar sem vinnu-
tími er slitróttur og atvinnuöryggi
lítið. Afstaða ungs fólks til vinnu-
markaðarins er að einhverju leyti
ólík því sem áður hefur þekkst, en
þættir eins og sveigjanleiki og fjöl-
breytni þykja ekki síður eftirsókn-
arverðir en föst ráðningarsambönd
til langs tíma. Því er mikilvægt að
verkalýðshreyfingin og stjórnvöld
tryggi að verja megi réttindi, og
bæta megi kjör, alls launafólks óháð
ráðningarformi.“ mm
Nýjar áskoranir á
vinnumarkaði
Annað mót Vest-
urlandsdeildarinn-
ar í hestaíþróttum
fer fram föstudags-
kvöldið 9. mars í
Faxaborg, Borg-
arnesi. Keppnis-
grein kvöldsins er
slaktaumatölt og
verður þetta í ann-
að sinn sem keppt
verður í þeirri grein
í deildinni. Berg-
lind Ragnarsdótt-
ir með Óm frá Brimilsvöllum sigr-
aði í fyrra og má gera ráð fyrir því
að þau geri sér ferð niður í Borgar-
nes til að verja titilinn. Húsið verð-
ur opnað klukkan 19.00 og fyrsti
hestur mætir stundvíslega í braut
kl. 20.00. Miðaverð er 1000 krónur
en frítt inn fyrir tíu ára og yngri.
Vesturlandsdeildin er einstak-
lings- og liðakeppni en 34 knapar
mynda sjö, fjögurra og fimm manna
lið sem etja kappi í sex greinum
hestaíþrótta.
mm
Slaktaumatölt
Vesturlandsdeildarinnar
í boði Hótel Húsafells