Skessuhorn - 18.04.2018, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 18. ApRÍL 20186
Um grísahald
í garðinum
LANDIÐ: Síðustu ár
hefur færst í vöxt að
bændur og aðrir einstak-
lingar kaupi einstaka svín
til að ala sjálfir, sérstak-
lega yfir sumartímann.
Matvælastofnun hefur
nú gefið út leiðbeiningar
fyrir þá sem hafa hugsað
sér að kaupa grísi þar sem
dregin eru fram helstu at-
riði sem hafa þarf í huga.
Í leiðbeiningunum er far-
ið yfir þær kröfur sem
gerðar eru varðandi að-
búnað og velferð dýra og
mikilvægi þess að afla sér
grunnþekkingar á þörf-
um og umönnun svína. Ef
eigendur hafa í hyggju að
selja afurðir svína sinna
þurfa þeir jafnframt að
kynna sér þær reglur sem
gilda um matvælafram-
leiðslu. Við svínahald þarf
einnig að huga að smit-
vörnum. Svín geta bor-
ið með sér smit, einkum
salmonellusmit, og þurfa
kaupendur grísa að kynna
sér stöðu þess bús sem
keypt er frá. Mikilvægt er
að fólk geri sér grein fyrir
að bannað er að gefa svín-
um dýraafurðir (mjólk og
egg undanskilin) og eld-
hússúrgang sem inni-
heldur dýraafurðir eða
hefur komist í snertingu
við dýraafurðir. Fóðrun
svína með dýraafurðum
eða eldhúsúrgangi getur
haft alvarlegar afleiðing-
ar í för með sér enda tal-
in vera ein helsta smitleið
alvarlegra smitsjúkdóma í
svín.
-mm
Sjötti hver á
vinnumarkaði
er útlendingur
LANDIÐ: Árið 2017
voru að jafnaði 197.094
starfandi einstakling-
ar á vinnumarkaði hér á
landi. Af þeim voru kon-
ur 92.855 eða 47,1%
og karlar 104.239 eða
52,9%. Starfandi inn-
flytjendur voru að jafn-
aði 32.543 árið 2017 eða
16,5% af öllum starfandi,
eða sjötti hver á vinnu-
markaði. Störf útlendinga
eru m.a. á sviði ferðaþjón-
ustu, byggingastarfsemi,
iðnaðar og fiskvinnslu.
-mm
Ný forysta
kennara
LANDIÐ: Ragnar Þór
pétursson hefur tekið
við formennsku í Kenn-
arasambandi Íslands og
Anna María Gunnars-
dóttir framhaldsskóla-
kennari embætti vara-
formanns. Þingi KÍ lauk
fyrir helgi. Ragnar Þór
er grunnskólakennari og
hefur síðustu árin starfað
í Norðlingaskóla. Anna
María hefur kennt ís-
lensku í Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti. Hún
hefur einnig starfað inn-
an vébanda Kennarasam-
bandsins, var m.a. for-
maður skólamálanefnd-
ar KÍ síðustu tíu árin. Þá
hefur hún starfað sem
sérfræðingur Félags fram-
haldsskólakennara með-
fram kennslu um árabil.
Fráfarandi formaður KÍ
er Þórður Árni Hjalte-
sted og fráfarandi vara-
formaður er Aðalheiður
Steingrímsdóttir. Þeim
voru þökkuð góð störf í
þágu Kennarasambands-
ins á þinginu sem lauk á
föstudaginn. Kennara-
sambandið óskar þeim
velfarnaðar á nýjum vett-
vangi.
-mm
Vesturlandsdeild Félags kvenna í at-
vinnulífinu verður stofnuð í kvöld,
miðvikudaginn 18. apríl, á stofnfundi
í Narfeyrarstofu í Stykkishólmi. Vest-
urlandsdeildin verður þar með fjórða
landshlutadeild FKA. Fyrir eru starf-
ræktar deildir á Norðurlandi, Suður-
landi og Vestfjörðum og félagið tel-
ur ríflega 1.100 félagskonur úr öllum
greinum atvinnulífsins.
Á stofnfundinum í Stykkishólmi
mun Rakel Sveinsdóttir, formaður
FKA, kynna starfsemi félagsins og
helstu verkefni þess. Að beiðni for-
manns mun Steinunn Helgadóttir
leiða starf Vesturlandsdeildarinnar
fyrstu misserin. „Það er stefna félags-
ins að vera með deildir út um allt land
og nú er komið að okkur. Um þetta
hefur verið hugsað í langan tíma og
núna er loksins komið að því að Vest-
urlandsdeild félagsins verði stofnuð,“
segir Steinunn í samtali við Skessu-
horn.
Steinunn er lærður einkaþjálfari frá
Keili. Helstu áhugamál hennar eru
útivist og íþróttir og hefur hún marg-
oft tekið þátt í fitnessmótum. Hún er
eigandi veitingastaðarins Narfeyr-
arstofu í Stykkishólmi ásamt eigin-
manni sínum, Sæþóri Þorbergssyni.
Eru þau búsett í Hólminum og eiga
tvö börn; Þorberg Helga og Anítu
Rún. Þorbergur er matreiðslunemi á
Narfeyrarstofu og Aníta stundar nám
við Háskóla Íslands. „Ég og Sæþór
tókum við rekstri Narfeyrarstofu árið
2001 og höfum rekið staðinn allar
götur síðan, fyrir utan þrjú ár sem við
tókum okkur í frí vegna veikinda Sæ-
þórs. En alla okkar tíð höfum við rek-
ið staðinn saman og skipt daglegum
rekstri á milli okkar; ég sé um salinn
og Sæþór um eldhúsið,“ segir hún.
Kjarninn að efla tengsl
Aðspurð kveðst hún ekki hafa rek-
ist á veggi í sínum rekstri af því að
hún er kona. „En það er ekki þar
með sagt að maður vilji ekki hjálpa
öðrum konum, því ég veit að marg-
ar konur í félaginu hafa aðra sögu að
segja en ég. Kjarninn í starfi félagsins
er enda að efla tengsl milli kvenna í
atvinnurekstri og þannig skapa kon-
um bakland og stuðning í hvorri ann-
arri,“ segir Steinunn. „Réttindabar-
átta kvenna hefur alltaf verið hluti af
mínu lífi. Ég hef svo sem ekki tekið
virkan þátt í þeirri baráttu en alltaf
fylgst náið með gangi mála. Nú hef
ég tíma til að stíga aðeins til hliðar á
öðrum vígstöðum og þá getur mað-
ur boðið fram krafta sína á þessum
vettvangi,“ segir hún. „Þetta skipt-
ir mig miklu máli og við verðum líka
að hugsa um dætur okkar, næstu kyn-
slóðir,“ bætir hún við. Af þeim sök-
um fór hún að kynna sér starfsemi
FKA og segist hafa heillast strax af fé-
laginu. „Þetta félag heillaði mig alger-
lega upp úr skónum. Innan vébanda
þess starfa frábærar konur sem hafa
mikinn áhuga á og styðja við bakið á
hvorri annarri. Ég þurfti því ekki að
hugsa mig tvisvar um þegar formað-
urinn bað mig að annast stjórn félags-
ins,“ segir Steinunn. „Ég hef trú á því
að stofnun deildarinnar muni styrkja
konur í atvinnurekstri á Vesturlandi
og efla tengslanetið til muna,“ bætir
hún við.
Starf vetrarins
undirbúið
Auk Steinunnar verður fyrsta stjórn
Vesturlandsdeildar FKA skipuð þeim
Gyðu Steinsdóttur, viðskiptafræðingi
og verkefnastjóra hjá KpMG í Stykk-
ishólmi, Önnu Melsteð, eiganda
margmiðlunarfyrirtækisins Anok í
Stykkishólmi, Björgu Ágústsdóttur,
lögfræðingi og verkefnisstjóra Alta í
Grundarfirði, Júníönu Björgu Ótt-
arsdóttur, verslunarstjóra Blómstur-
valla á Hellissandi og Söndru Mar-
gréti Sigurjónsdóttur á Akranesi,
framkvæmdastjóra rekstrarsviðs
Landhelgisgæslu Íslands. „Allar voru
þær mjög jákvæðar fyrir starfinu þeg-
ar falast eftir kröftum þeirra í stjórn.
Við byrjum á að kjósa stjórnina til
eins árs, sjáum hvernig það gefst og
endurmetum þá stöðuna eftir árið,“
segir Steinunn.
Aðspurð segir hún að fyrsti fund-
urinn eftir stofnun félagsins verði
haldinn í maí og í framhaldi þess fari
ný stjórn að undirbúa starf vetrar-
ins. „Það mun einkum felast í heim-
sóknum til annarra kvenna í atvinnu-
rekstri í landshlutanum, fá fyrirles-
ara á fundi og fara á námskeið. Við
munum reyna að fara í eins margar
heimsóknir og við mögulega getum
og efla tengslin um allt Vesturland,“
segir hún. kgk
Vesturlandsdeild Félags kvenna
í atvinnulífinu stofnuð í kvöld
Stofnfundur á Narfeyrarstofu í Stykkishólmi
Steinunn Helgadóttir verður fyrsti formaður Vesturlandsdeildar FKA. Hún er eigandi
Narfeyrarstofu í Stykkishólmi ásamt eiginmanni sínum, Sæþóri Þorbergssyni. Hér
eru þau á veitingastaðnum ásamt börnum sínum Þorbergi Helga og Anítu Rún.
Ljósm. aðsend.