Skessuhorn


Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 18. ApRÍL 201816 Fyrir rúmlega hálfu ári var kvenna- deildin á Heilbrigðisstofnun Vest- urlands (HVE) sett í hendur nýrra kvensjúkdómalækna. Konráð Lúð- víksson og Edward Keirnan létu af störfum á síðasta ári eftir að hafa byggt upp öflugt starf á deildinni. Hrund Þórhallsdóttir tók við starfi yfirlæknis á kvennadeildinni og Katharina Shumacher tók við sem sérfræðingur. Báðar luku þær sér- fræðinámi erlendis; Hrund við Sa- hlgrenska sjúkrahúsið í Svíþjóð og Katharina í heimalandi sínu, Þýska- landi. Þær eru sammála um að starfið sem unnið er á kvennadeild- inni og sjúkrahúsinu öllu sé til fyr- irmyndar og það sé mikil gleði að koma inn í starfsumhverfi þar sem allir samstarfsfélagar séu jákvæðir og samhentir. Þá gerir smæð vinnu- staðarins það að verkum að sam- starf verður nánara. Blaðamaður settist nýverið niður með þeim og ræddi um hvernig það er að koma inn í nýtt starf á litlu sjúkrahúsi og hvernig þær sjá framtíð deildarinn- ar fyrir sér. Erilsöm deild en vel skipulögð Deildin sem Hrund og Katharina taka við er erilsöm og hefur feng- ið á sig gott orð fyrir að halda vel utan um konur, hvort sem þær hafa komið til að eiga barn eða gangast undir aðgerð. „Það er mjög öflug starfsemi hér og forréttindi að fá að taka við svona góðu búi,“ seg- ir Hrund. „Svo er það spennandi tækifæri fyrir okkur að fá að þróa deildina áfram og byggja á þeirri reynslu og þekkingu sem við höf- um meðal annars öðlast á stórum sjúkrahúsum erlendis. Okkur er sýnt mikið traust og það hefur ver- ið tekið vel á móti okkur.“ Árið 2017 fæddust 288 börn á kvennadeildinni á Heilbrigðis- stofnun Vesturlands (HVE). Ysinn á fæðingadeildinni er því talsverð- ur. En þótt að fæðingar og fæðinga- hjálp sé stór hluti, og mögulega sá sýnilegasti af starfi kvensjúkdóma- læknis, þá er starfið mun yfirgrips- meira. Árið 2017 voru einnig fram- kvæmdar 700 aðgerðir á konum, aðgerðir á borð við legnám og að- gerðir vegna grindarbotnsvanda- mála og þar af þurftu 370 konur að leggjast inn í tengslum við að- gerðir. Beint frá Svíþjóð Hrund kemur á HVE beint frá Sa- hlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Svíþjóð, þar sem hún sérhæfði sig í grindarbotnsvandamálum kvenna og stundaði rannsóknir. Henni bauðst staðan við HVE á sama tíma og heimahagarnir á Íslandi fóru að toga hana aftur heim. „Ég framkvæmdi bæði mikið af skurð- aðgerðum vegna grindarbotns- vandamála í starfi mínu í Svíþjóð og einnig fjölmargar aðrar aðgerð- ir meðal annars í gegnum kviðsjá,“ segir Hrund. Fæðingar geta meðal annars orsakað vandamál í grind- arbotni kvenna og eitt einkenni er þvagleki. „Þetta er mikið feimnis- mál hjá sumum en þessar aðgerð- ir eru gríðarlega mikilvægar. Ég vona að reynsla mín á þessu sviði geti nýst konum hér á landi sem oft lifa við verulega skert lífsgæði, jafnvel í mörg ár.“ Fyrst ástfangin af landinu Katharina kemur til Akraness beint frá stóru sjúkrahúsi í Nordrhein- Westfalen í Þýskalandi, þar sem hún er fædd og uppalin. Í Þýska- landi öðlaðist hún víðtæka reynslu í faginu enda vann hún á tveimur stórum sjúkrahúsum og fékk tæki- færi til að kynnast ólíkum svið- um kvensjúkdómalækninga. Hún kynntist Íslandi árið 2006 þegar hún kom hingað í fyrsta skipti sem læknanemi. Hún vann síðar tíma- bundið á meinafræðideild Land- spítalans áður en hún hóf störf á kvennadeild LSH, þegar hún var búin að ná góðu valdi á íslensk- unni. Hún hefur einnig búið tvö ár í Bandaríkjunum en Ísland tog- aði í hana. „Það má kannski segja að ég hafi fyrst orðið ástfangin af landinu áður en ég varð ástfang- in af manninum mínum,“ segir Katharina í gamansömum tón, en maðurinn hennar er íslenskur. Vilja stytta biðlista eftir aðgerðum Hrund og Katharina segja að starf- semi HVE og kvennadeildarinn- ar sé öflug og vel skipulögð. „En með nýju fólki koma auðvitað nýir straumar og svo er eðlileg þróun í læknavísindum líka,“ segir Hrund. „Okkur langar að þróa deildina áfram og efla starfsemina hér enn frekar. Við myndum til dæmis vilja auka aðgengi að kvensjúkdóma- og fæðingaþjónustu við deildina til þess að mæta þörfinni sem er til staðar.“ Á landsvísu hafa biðlistar eftir kvensjúkdómaaðgerðum ver- ið langir og eru dæmi um að kon- ur þurfi að bíða í allt að tvö ár eft- ir aðgerð. „Á síðasta ári veitti hins vegar velferðarráðuneytið aukið fjármagn í valdar aðgerðir, eink- um vegna legnáms,“ segir Hrund. „Við höfum tekið þátt í þessu átaki og erum því að leggja okkar lóð á vogarskálina í því að stytta biðl- ista.“ Fjöldinn allur af konum velur að eiga börn sín á sjúkrahúsinu á Akranesi. „Um þriðjungur allra kvenna sem sóttu þjónustu á deild- ina okkar á síðasta ári voru kon- ur af höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hrund, sem finnst jákvætt að kon- ur hafi val um hvar þær fæði börn sín eða gangast undir aðgerð. Náið samstarf Báðar koma þær til starfa á Akra- nesi eftir að hafa starfað við mun stærri spítala erlendis. Þeim finnst takturinn á HVE vera þægilegur og vinalegur og starfsumhverfið náið og persónulegt. „Hér er færra starfsfólk svo maður þekkir fag- fólkið innan teymisins betur,“ seg- ir Hrund. Katharina bætir við að þessu fylgi kostir. „Það að þekkjast vel er uppskriftin að því að vinna vel saman.“ Þær benda einnig á að öflugar ljósmæður starfi á stofnun- inni. Hluti af þeim starfar einnig á öðrum stærri heilbrigðisstofnun- um eins og fæðingadeild Landspít- ala og koma þannig með þekkingu og reynslu sem nýtist á báðum stöðum. Allt starfsfólkið á skurð- stofu sé einstakt. Á skurðstofunni ríki góður andi þar sem þaulvant fólk starfar, sem sé ómetanlegt við krefjandi aðgerðir. Svæfingalækn- arnir við HVE séu mjög færir og með mikla reynslu, sem veiti mik- ið öryggi. Eftirfylgni mikilvæg Katharina nefnir það oft að kven- sjúkdómalækningar séu gefandi starf. „Ég vissi alltaf að ég vildi verða kvensjúkdómalæknir,“ segir hún. „Ég er þakklát á hverjum degi að fá að vinna þetta starf.“ Hún segir að starfið sé spennandi, ekki síður en mikilvægt. „Það er svo gefandi að fylgjast með konu fæða barn,“ segir Katharina en bendir á að það sé þó ekki bara gleði sem fylgir starfinu. „Við sjáum mikla gleði en stundum líka sorg. Maður þarf að vera við öllu búinn þegar maður sinnir fæðingahjálp.“ Kat- harina og Hrund leggja áherslu á að konum sé fylgt eftir, sé þess þörf því eftir fæðingu geta komið upp ýmis vandamál hjá konum. Beint á Akranes Katharina og Hrund fluttu báð- ar með fjölskyldur sínar frá út- löndum til að taka við stöðunum á Kvennadeild HVE. Hrund flutti með eiginmanni sínum og tveimur dætrum sínum frá Svíþjóð og Kat- harina með eiginmanni sínum og tveimur börnum frá Þýskalandi. Hrund settist að í Reykjavík og keyrir á milli Reykjavíkur og Akra- ness á hverjum degi. Þrátt fyrir sterkar vindhviður á Kjalarnesinu í febrúar hefur hún hingað til ekki verið í vandræðum með að keyra á milli. Katharina hefur búið sér og fjölskyldu sinni heimili á Akra- nesi og líkar vel. „Mér finnst frá- bært að búa hérna og þá sérstak- lega með börn,“ segir Katharina. Krakkarnir hafi nú þegar aðlagast lífinu á nýjum stað og líkar vel í skóla og leikskóla. „Svo er spenn- andi að flytja hingað þegar mað- ur kemur úr mildara loftslagi eins og í Þýskalandi, en það er ekkert sem smá hlífðarföt fá ekki leyst.“ Hrund og Katharina eru sammála því að útsýnið út um skrifstofu- gluggann þeirra sé ómetanlegt. Snæfellsjökull blasir við yfir hús- þökunum. Katharina viðurkennir að það sé örlítið öðruvísi að búa í litlum bæ og starfa þar sem kven- sjúkdómalæknir. „En mér finnst gaman að sjá konur, eða kannski frekar börnin, þar sem ég var við- stödd fæðinguna. Það er gaman að fylgjast með.“ klj Vilja þróa kvennadeildina áfram Hrund Þórhallsdóttir og Katharina Schumacher eru nýir fæðinga- og kvensjúkdómalæknar við kvennadeild HVE Kvennadeildin á Akranesi tekur þátt í átaki velferðarráðuneytisins til að stytta biðlista fyrir kvensjúkdómaaðgerðir, einkum vegna legnáms. Hrund og Katharina eru metnaðarfullar og hafa bjarta framtíðarsýn fyrir kvennadeildina á HVE. Hér er Hrund hægra megin og Katharina vinstra megin. Einn hvítvoðungur fékk að vera með á myndinni, foreldrar hans eru Ingunn Þóra Jóhannesdóttir og Daníel Viðarsson. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.