Skessuhorn


Skessuhorn - 18.04.2018, Side 27

Skessuhorn - 18.04.2018, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 18. ApRÍL 2018 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póst- leggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 103 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Vangaveltur.“ Vinningshafi er Hrafnkell Alexandersson, Höfðagötu 15, 340 Stykkishólmi. MÁLS- HÁTTUR Áköf Óhóf Röð Áflog Bók Trippi Fram- koma Seiði Alúð Spurn Hagur Horn Völdu Blað Heil Gæði Dögun Ósínkar Mastur Erill Afar Einnig Hryssa Svertir Utan Þruma Punt Klafi Seigla 5 Fengur Depill Sífellt 999 Góð Plús Vangá Brúður 1000 Amboð Neyttu Bjálki Ílát 2 Vantrú Áhöld 11 Áköf Kló Þys Bækling- ur Neglan Æstar Murra Skjóða Berja Skarð Æti Plægja Spil Kvak Óskar Fæði Hljóta Ólíkir 9 Hnátur 51 Rækta Gleði Stund Glys 8 Höfuð- fat 7 Píla Út- hald Krap Baun Ras Runa Drykkur Óregla Keyrðu Sk.st. Litu Hraði Sómi Hljóp Hlána 1 Snör Klaki Varpa 3 Stallur Geta Nær Stafur Æst Elnaði Kvað Vissa Hvinur Grip Hlustir Temja Slítur Sérhlj. Lækur Slá 4 Eðli Korn 6 Suddi Samhlj. Mók 10 Sérhlj. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 Ó F R Ý N I L E G U R Á K Ó Ð O T A R A S J A S K A R M J A L L I S P É K T A K Ó A V A L A F N E M A F R Ó N Ó A R T T Á R S A K N A R G Ó N Æ T R A P P A O P A U N Æ R A T G A P K R Ú A F L R Á N R A T A R V N R H A S P O R A R E I N S Ó S K A F Ó L M F Æ A Á A U N N T E I N I N G M A Í E G N A S N Ú R A T R Á S S G A R R I N N V I Á L K A I Ð U N N A Ö R K G A T I N N N E I N N L A A T R É A M T L Á K Æ R A R V A N G A V E L T U R L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn pétur pétursson á Bolla- stöðum sendi einhvern tímann Rósberg Snædal eftirfarandi stöku: Skýin hanga skúraþung, skýla vanga fjallsins. Blómin fanga úðann ung á engjum Langadalsins. Ágúst Jónsson hét hinsvegar sá sem orti þessa við andlát Jóns S. Bergmann: Á mannþingum óð fram bar einatt hringa viður. Flestum yngri frægri var ferhendingasmiður. Annars hafa margar góðar vísur orðið til í tímans rás enda að öðrum kosti væri hvorki ég að festa þetta á blað né þið að lesa. Hrepp- stjóri nokkur á Austurlandi fór eitthvert sinn bæjarleið eða tvær í embættiserindum og pre- sturinn með honum. Þá varð til þessi vísa: Rataði hann rétta leið þó rigning væri og þoka. Hreppstjórinn úr hlaði reið hafði með sér poka... Vísan komst heim á prestssetrið og það með að hún væri um hreppstjórann og pres- tinn. prestur sagði þá: ,,En það er ekki minnst á mig í vísunni.“ „Ertu nú alveg viss um það, góði minn,“ sagði þá prestsfrúin. Ekki þori ég að segja hvort það var sami klerkur sem um var ort: Mikið er hvað margir lof´ann menn sem aldrei hafa séð´ann skrýddan kápu Krists að ofan, -klæddan Skollabuxum neðan. Vísan hefur orðið allþekkt í þessari útgá- fu og á það sannarlega skilið en nýlega komst ég að því að í upprunalegu gerðinni mun eiga að standa „aðeins“ en ekki ,,aldrei“ og er því hér með komið á framfæri við þá sem áhuga hafa. Bónda nokkrum sem var sóknarbarn og nágranni prests þótti vísan snjöll og gerði sitt besta til að læra hana. Eftir ár reyndi hann að kenna hana vinnumönnum sínum og hljóðaði hún þá svona: Mikið er hvað margir lof´ann, að ofan. Menn sem aldrei hafa séð´ann, að neðan. Séra Jakob Guðmundsson á Sauðafelli orti um kirkjulegar athafnir séra Ólafs í Viðvík: Helgar tíðir hann þá söng hjartans mál fram bar hann; orðasmíð hans ei var löng en efnisheppinn var hann. Fljótamaðurinn Birgir Hartmannsson he- fur held ég ekki sinnt kirkjulegum athöfnum svo mjög en efnisheppinn hefur hann oft ver- ið: Ég hef strokið strengi brags í stuðla þokað línum. Einnig mokað leiftrum lags úr ljóðapoka mínum. Oft við finnum fyrir því för þó linna kunni að bestu kynnin endast í endurminningunni. Og Jóhann í Holti hefur þetta að segja um sínar yrkingar: Vísa byggist grein af grein og geymir hugsun merka. Það læðist stundum ein og ein inn á milli verka. Oft hafa menn kvartað undan bágri fjármálastöðu hérlendis. Já og jafnvel engri fjármálastöðu. Mörgum þótti á sínum tíma fengur í kortamenningunni en Anna Árnadót- tir á Blönduósi hafði þó þetta að segja: Vertu gætinn, gæskurinn gættu að þínum högum. Þó með korti kaupum inn kemur að skuldadögum. Jón Tryggvason frá Finnstungu eða Ártú- num var lengi söngstjóri Karlakórs Bólstaðar- hlíðarhrepps eða í 35 ár. Einhvern tímann á seinni árum sínum þegar hann var farinn að finna fyrir ellinni varð þessi til: Líður hratt á mátt og megin, margt sem gengur ekki í haginn. Eg er svona einhvern veginn orðinn fyrir vestan daginn. Flestir hafa einhverja fasta morgunrútínu sem getur verið í ýmsu falin. Sigurður Han- sen var einn morgun fyrir nokkru að gá til veðurs ásamt því að dusta tóbaksklút sinn en samtímis fagnaði honum fjártík hans svo sem hún hafði tamið sér en óhöppin gera ekki all- taf boð á undan sér: Ég gat ekki að sprellinu spaugað því spellvirkið var svo þekkt. Tíkin fékk tóbak í augað og taldi það óþægilegt. Ýmsir hafa líka einhverja fasta helgarrútínu í markaðssetningu hins lífræna holds en það getur nú brugðið til ýmsra átta þar sem víðar eins og Rögnvaldur Rögnvaldsson benti á: Margur hefur löngum leitað lífs um stræti eftir vífs og vínsins kæti en verið heldur seinn á fæti. Það var hinsvegar Jakob Ó. pétursson, sá er orti undir nafninu peli, sem gerði þessa: Það ber vott um þroskastig þegna föðurlandsins, hve oft þeir vilja eðla sig utan hjónabandsins. Allavega er oft gott að hafa í huga þes- sa ágætu vísu Jóns Bjarnasonar frá Garðsvík. Hef sjálfur reynt það stundum en að vísu með misjöfnum árangri: Alvörunni helst ég hef hafnað öðru fremur þó hún reynist ágæt ef til alvörunnar kemur. Jóhannes Kjarval held ég sé óumdeildur sem fremstur listmálara hérlendis. Hann náði að opna augu samferðamanna sína og eftirko- menda fyrir fegurð hrauna og náttúrunnar yfirleitt en skáldið Þórarinn Eldjárn lýsir því eftirminnilega með ljóðinu ,,Kjarval málar“ og bendir okkur á hvað hefðin og viðtek- nar venjur hafa mikil áhrif á smekk okkar og skoðanir: Kjarval fór að mála stóra mynd mörgum fannst það vera skömm og synd að hann skyldi mála mosa og grjót. Myndin fannst þeim ljót. Síðan liðu ótal ár öllum fór að þykja hann klár. Enginn kvartar lengur hætishót við horfum uppi í sveit á mosa og grjót. Enginn heyrist segja. Þvílík synd! Við segjum: „Fallegt eins og Kjarvalsmynd.“ Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Tíkin fékk tóbak í augað - og taldi það óþægilegt

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.