Skessuhorn


Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 18. ApRÍL 201830 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Ert þú búin að skipuleggja sumarfríið þitt? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Arndís Baldursdóttir Já, ég ætla bara að vera heima og taka því rólega. Atli Vikar Ingimundarson Nei. Fríða Rún Gylfadóttir Nei, ég er ekki búin að því. Elvar Sigurjónsson Ég er námsmaður svo ég ætla að vinna og taka eins lítið sumarfrí og ég get. Gunnar Mýrdal Já, nokkurn veginn. Við hjónin ætlum að ferðast innanlands með hjólhýsið og hafa það huggulegt. Svo ætlum við að vera í húsinu okkar á Spáni í september og október. Skallagrímskonur léku síðasta leik sinn á þessu tímabili í Domino‘s deild kvenna á þriðjudaginn í síð- ustu viku þegar þær mættu Hauk- um. Í leiknum meiddist Gunn- hildur Lind Hansdóttir, leikkona Skallagríms, illa á hné. Blaðamað- ur sló á þráðinn til Gunnhildar í gær og spurði hana út í stöðuna á hnénu. „Heilsan er fín og þetta er allt að mjakast í rétta átt held ég. Ég get labbað en er ekki alveg 100% og þarf að hafa bundið um hnéð,“ segir hún. Meiðslin urðu þegar Gunnhildur var að verjast og hopp- ar upp og sköflungurinn og lær- leggurinn virðast ekki vilja fara í sömu átt og hnéð sat eftir. „Ég var að hoppa upp og renna mér til hlið- ar, svona eins og maður gerir oft, en í þetta skipti varð hnéð eftir. Til- finningin sem ég fann var eins og ég væri með þykka teygju í hnénu sem slitnar,“ lýsir Gunnhildur „Ég veit þó ekki hvort eitthvað sé slitið eða hvað nákvæmlega er að. Ég fer í myndatöku 28. apríl og þá veit ég meira,“ bætir hún við. Nú tekur við hvíld næstu vik- ur og segir Gunnhildur það í raun vera það erfiðasta við þetta allt. „Mér til mikillar mæði get ég ekki hreyft mig eins og ég er vön. Ég get þó gert armbeygjur en vantar að ná hjartslættinum upp,“ segir hún og hlær. „Þegar ég veit meira hvað er nákvæmlega að verður auðveldara að finna hreyfingu sem ég get gert. Ég þori svo lítið að gera núna því ég vil ekki skemma neitt. Ég reyni bara að vera þolinmóð,“ segir hún hress þrátt fyrir aðstæður. Gunn- hildur verður vonandi fljót að ná sér en hún er einmitt væntanleg til starfa hjá Skessuhorni í lok næsta mánaðar. arg/ Ljósm. glh Leið eins og eitthvað hefði slitnað í hnénu Lokamót Vesturlandsdeildarinnar í hestaíþróttum fór fram fimmtudags- kvöldið 12. apríl í Faxaborg. Keppt var í tölti og flugskeiði. Sigurodd- ur pétursson sigraði í einstaklings- keppninni annað árið í röð og Randi Holaker varð önnur. Leiknir/Skán- ey vann liðakeppnina einnig í annað skipti. Fasteignamiðstöðin og Chil- déric/Lundar/Nettó höfnuðu í falls- ætunum og tapa því öruggum sætum í deildinni að ári. Úrslit í tölti: 1. Siguroddur pétursson og Steggur frá Hrísdal - 7,39 2. Hrefna María Ómarsdóttir og Íkon frá Hákoti - 6,94 3. Berglind Ragnarsdóttir og Ómur frá Brimilsvöllum - 6,61 4-5. Randi Holaker og Þytur frá Skáney - 6,50 4-5. Haukur Bjarnason og Ísar frá Skáney - 6,50 Úrslit í flugskeiði: 1. Húni Hilmarsson og Lilja frá Dalbæ - 5,0 2. Þorgeir Ólafsson og Ögrun frá Leirulæk - 5,04 3. Bjarki Þór Gunnarsson og Glóra frá Skógskoti - 5,06 4. Guðjón Örn Sigurðsson og Lukka frá Úthlíð - 5,18 5. Hrefna María Ómarsdóttir og Vörður frá Hafnarfirði - 5,23 Einstaklingskeppni, niðurstöður að loknu tímabilinu: 1. Siguroddur pétursson 57 stig 2. Randi Holaker 40,5 stig 3. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir 36 stig 4. Haukur Bjarnason 28,5 stig 5. Berglind Ragnarsdóttir 28 stig 6. Hrefna María Ómarsdóttir 25,5 stig 7. páll Bragi Hólmarsson 20 stig 8. Húni Hilmarsson 12 stig 9. Þorgeir Ólafsson 11 stig 10. Líney María Hjálmarsdóttir 10 stig 11. Guðmar Þór pétursson 10 stig 12. Heiða Dís Fjeldsted 10 stig 13. Anna Lena Renisch 9 stig 14. Guðjón Örn Sigurðsson 8 stig 15. Bjarki Þór Gunnarsson 8 stig 16. Máni Hilmarsson 6 stig 17. Halldór Sigurkarlsson 5,5 stig 18. Linda Rún pétursdóttir 5 stig 19. Elvar Logi Friðriksson 4 stig 20. Konráð Valur Sveinsson 4 stig 21. Valdís Björk Guðmundsdóttir 4 stig 22. Maiju Varis 2 stig 23. Súsanna Sand Ólafsdóttir 2 stig 24. Konráð Axel Gylfason 1 stig Liðakeppni, staðan að loknu tíma- bilinu: 1. Leiknir/Skáney 282 stig 2. Stelpurnar frá Slippfélaginu &Su- per Jeep 260 stig 3. Berg/Hrísdalur/Austurkot 216 stig 4. Hestaland 192 stig 5. Hrímnir 179,5 stig 6. Childéric/Lundar/Nettó 164 stig 7. Fasteignamiðstöðin 92,5 stig mm/bmþ/ Ljósm. bmþ Úrslit liggja nú fyrir í Vesturlandsdeildinni Þrjú efstu í einstaklingskeppninni. Lið Skáney/Leiknir. F.v. Randi, Berglind og Haukur. Siguroddur Pétursson og Steggur frá Hrísdal urðu langefstir í einstaklings- keppninni. Ljósm. iss.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.