Skessuhorn - 06.06.2018, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 20188
Heyrnarfræði
löggild
LANDIÐ: Svandís Svavars-
dóttir heilbrigðisráðherra
hefur sett reglugerð sem
kveður á um menntun, rétt-
indi og skyldur heyrnarfræð-
inga og skilyrði til að hljóta
starfsleyfi. Reglugerðin fel-
ur í sér löggildingu stéttar-
innar og hefur sá einn rétt
til að kalla sig heyrnarfræð-
ing og starfa sem slíkur hér
á landi sem hefur fengið til
þess leyfi landlæknis.
-mm
Akstursbann á
hálendisvegum
LANDIÐ: Akstursbann er
nú á fjölmörgum hálendis-
vegum og -slóðum sem eru
mjög viðkvæmir meðan frost
er enn að fara úr jörð. „Því
miður ber talsvert á því að
ökumenn virði ekki merk-
ingar um þessar lokanir sem
settar eru á til að hlífa bæði
vegunum sjálfum og nátt-
úrunni í kringum þá fyr-
ir átroðningi og skemmd-
um sem auðveldlega verða
á þessum árstíma. Því er rétt
að árétta að það er lögbrot að
fara inn á veg framhjá merk-
inu allur akstur bannaður,“
segir í tilkynningu frá Vega-
gerðinni. -mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana 26. maí - 1. júní
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes: 16 bátar.
Heildarlöndun: 24.167 kg.
Mestur afli: Ísak AK: 3.439
kg í tveimur róðrum.
Arnarstapi: 15 bátar.
Heildarlöndun: 22.331 kg.
Mestur afli: Grímur AK:
4.342 kg í þremur róðrum.
Grundarfjörður: 17 bátar.
Heildarlöndun: 344.476
kg.
Mestur afli: Hringur SH:
63.034 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 34 bátar.
Heildarlöndun: 217.736
kg.
Mestur afli: Egill SH:
31.450 kg í þremur róðrum.
Rif: 27 bátar.
Heildarlöndun: 326.747
kg.
Mestur afli: Tjaldur SH:
77.418 kg í tveimur löndun-
um.
Stykkishólmur: 25 bátar.
Heildarlöndun: 97.624 kg.
Mestur afli: Jökull SH:
7.863 kg í fjórum róðrum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Hringur SH - GRU:
63.034 kg. 30. maí.
2. Vörður EA - GRU:
60.480 kg. 27. maí.
3. Áskell EA - GRU:
58.856 kg. 28. maí.
4. Örvar SH - RIF:
52.815 kg. 30. maí.
5. Steinunn SF - GRU:
52.049 kg. 27. maí.
-kgk
Nú hafa nemendur verið braut-
skráðir frá öllum deildum Land-
búnaðarháskóla Íslands, en starf-
semin fer eins og kunnugt er fram
á nokkrum stöðum. Fyrsta braut-
skráning fór fram 1. maí sl. þeg-
ar 24 nemendur útskrifuðust af
námskeiðaröðinni Reiðmaður-
inn í endurmenntunardeild LbhÍ.
Þá fór brautskráning nemenda
af garðyrkjubrautum við LbhÍ
fram í Hveragerðiskirkju 26. maí
sl. Brautskráning nemenda á bú-
fræðibraut og á háskólabrautum á
Hvanneyri fór fram í Hjálmakletti
í Borgarnesi 1. júní síðastlið-
inn. Sæmundur Sveinsson, rektor
LbhÍ, flutti ræðu og óskaði nem-
endum velfarnaðar í framtíðinni.
Jóhannes Torfason bóndi á Torfa-
læk II, tækifærisræðumaður Önd-
vegisdeildar - 50 ára búfræðikand-
ídata hélt ræðu fyrir hönd útskrift-
arnema 1968. Tónlistaratriði voru
í höndum þeirra Evu Margrétar
Jónudóttur og Ágústar Gests Guð-
bjargarsonar útskriftarnema 2018.
Um undirleik sáu þau Anna Sólrún
Kolbeinsdóttir og Jón S. Snorri
Bergsson.
Verðlaun fyrir góðan
árangur
Alls útskrifuðust 28 nemend-
ur af búfræðibraut. Rebekka Rún
Helgadóttir dúxaði á búfræðiprófi
með einkunnina 9,13. Hún hlaut
jafnframt viðurkenningu fyrir
góðan árangur í sauðfjárrækt sem
og nautgriparækt. Elvar Friðriks-
son hlaut verðlaun fyrir góðan ár-
angur í bútæknigreinum og góðan
árangur í hagfræðigreinum. Hann
fékk einnig verðlaun fyrir frábær-
an árangur fyrir lokaverkefni á bú-
fræðiprófi. Jóhannes Geir Gunn-
arsson hlaut verðlaun fyrir góðan
árangur í námsdvöl.
Þá var einnig útskrifað á há-
skólabrautum. 12 nemendur út-
skrifuðust með BS próf í búvísind-
um. Verðlaun fyrir góðan árang-
ur á BS prófi á búvísindum hlaut
Bjarni Sævarsson með einkunnina
9,12.
Fjórir nemendur luku BS prófi
í náttúru- og umhverfisfræði. Julia
Carolina Bos hlaut verðlaun fyrir
frábæran námsárangur á BS prófi á
brautinni með einkunnina 9,23.
Fjórir nemendur luku BS prófi á
skógfræði- og landgræðslu. Jakob
Wayne Robertson hlaut verðlaun
fyrir góðan árangur á landgræðslu-
línu og Sigríður Hrefna Pálsdóttir
hlaut verðlaun fyrir góðan árangur
á BS prófi á skógfræðilínu. Sigríð-
ur hlaut einnig verðlaun fyrir góð-
an árangur í námskeiðinu plönt-
unotkun.
Þá útskrifuðust sjö nemendur
með BS próf í Umhverfisskipu-
lagi. Esther Thaagaard Andreasen
hlaut verðlaun fyrir góðan árangur
á BS prófi á brautinni sem og fyrir
góðan árangur í skipulagsfögum.
Julia Carolina Bos hlaut verðlaun
fyrir frábæran árangur fyrir loka-
verkefni á BS prófi með einkunina
9,4 sem og verðlaun fyrir bestan
árangur á BS prófi við LbhÍ vorið
2018 með einkunnina 9,23 .
Þrír nemendur luku MS prófi
í rannsóknartengdu einstaklings-
miðuðu meistaranámi, Guðríður
Baldvinsdóttir lauk prófi í skóg-
fræði, Gunnar Reynisson í hesta-
fræði og Jón Hjalti Eiríksson lauk
prófi í búvísindum og hlaut hann
jafnframt verðlaun fyrir frábæran
árangur á MS próf við LbhÍ með
einkunnina 9,44.
Einn nemandi lauk MS próf
ií skipulagsfræðum, Þórður Már
Sigfússon, og hlaut hann viður-
kenningu frá Skipulagsfræðinga-
félagi Íslands.
Brautskráð af garð-
yrkjubrautum
Brautskráning nemenda af garð-
yrkjubrautum við Landbúnað-
arháskóla Íslands fór fram 26.
maí sl. Alls var 21 nemandi braut-
skráður, sjö luku bóklegum hluta í
garðyrkjuframleiðslu en námið er
þannig upp sett að nemandi klárar
tvö ár bókleg á Reykjum í Ölfusi
og tekur svo verklegt nám innan
greinarinnar. Níu nemendur luku
bóklegu námi í skrúðgarðyrkju og
fimm útskrifuðust sem skrúðgarð-
yrkjufræðingar en það nám er lög-
gild iðngrein. Við athöfnina söng
Einar Clausen tvö lög við undir-
leik Jóns Kristófers Arnarsonar.
Sæmundur Sveinsson, rektor
LbhÍ, og Guðríður Helgadóttir,
forstöðumaður starfs- og endur-
menntunardeildar og staðarhald-
ari á Reykjum, fluttu ávörp og ósk-
uðu nemendum til hamingju með
daginn.
Í garðyrkjuframleiðslu hlutu þrír
nemendur viðurkenningu. Þröstur
Þórsson hlaut viðurkenningu fyrir
hæstu einkunn á garð- og skógar-
plöntulínu með 9,61. Íris Grétars-
dóttir hlaut viðurkenningu fyr-
ir hæstu einkunn af línu lífrænn-
ar ræktunar matjurta með ein-
kunnina 9,59. Í ylræktun var Ing-
vari Þorsteinssyni færð viðurkenn-
ing fyrir bestan árangur með ein-
kunnina 9,20.
Jóhann Böðvar Skúlason fékk
viðurkenningu fyrir hæstu meðal-
einkunn útskrifaðra nema úr bók-
legu og verklegu námi á skrúð-
garðyrkjubraut en meðaleinkunn
hans var 8,6. Helle Laks fékk við-
urkenningu fyrir hæstu einkunn úr
bóklegu skrúðgarðyrkjunámi eða
9,75. Hún var einnig dúx skólans
að þessu sinni.
mm/LbhÍ
Brautskráning frá
Landbúnaðarháskóla Íslands
Útskriftarnemar í garðyrkjufræðum. Ljósm. gh.
Brautskráð var frá LbhÍ á Hvanneyri við athöfn sem að þessu sinni var haldin í menningarhúsinu Hjálmakletti í Borgarnesi. Ljósm. aós.