Skessuhorn


Skessuhorn - 06.06.2018, Page 12

Skessuhorn - 06.06.2018, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 201812 Veðurfarið að undanförnu hefur ekki beint gefið til kynna að hér væri komið vor, hvað þá sumar. Flestir starfsmenn upplýsingamiðstöðva fyrir ferðamenn á Vesturlandi eru sammála um að veðrið eigi drjúgan þátt í rólegri byrjun á sumarumferðinni. Ferðafólki hefur fjölgað í landshlutanum á síðustu árum en nú virðist sem aukning sé ekki lengur til staðar milli ára. Engu að síður leggja gestir leið sína í lands- hlutann árið um kring og verða sér úti um upplýs- ingar í leiðinni. Skessuhorn heyrði hljóðið í nokkr- um sem starfa við upplýsingamiðlun til ferðafólks. Akranes: Býst við svipaðri traffík í sumar Hilmar Sigvaldason, betur þekktur sem Hilmar vitavörður, stendur vaktina á Breiðinni á Akranesi og tekur á móti gest- um hvaðanæva úr heiminum. Hann er bjartsýnn á sumarið framundan. „Ferðamenn er farið að drífa að þrátt fyrir leið- inlegt veður í maímánuði,“ segir Hilmar glaður, enda náðu geislar sólar að ylja upp þegar rætt var við hann í síðustu viku þar sem við tökum tal við vitann. Hann segist búast við ósköp svipaðri vertíð og fátt verði um breytingar. „Það er mikið um fjölskyldufólk og aðra ferðamenn á eigin vegum sem koma hingað til okkar. Einnig eru skipulagðir hópar alltaf á ferðinni og stoppa við.“ Aðspurður hvað mætti betur fara segir Hilm- ar að bæjarfélagið í heild, stjórnkerfið og íbúar, mættu vera meira samstíga í ferðaþjónustutengdum málum til að auka sókn gesta á Akranes. Borgarnes: Maí var undir væntingum Í Borgarnesi hefur umferð ferðafólks farið rólega af stað í sumar og mætti segja að veðrið hafi haft áhrif á það. Sam- kvæmt Gunnhildi Rós, starfsmanni í Upplýsingamiðstöðinni í Hyrnutorgi, þá hefur maímánuður verið rólegri en gert hafði verið ráð fyrir en þó er aukning frá því í fyrra þegar mánuð- urinn er tekinn saman. Býst hún við fleiri ferðamönnum nú í júní. „Það er töluvert um einstaklinga á ferðinni. Hóparnir eru skipulagðir langt fram í tímann og eru lítið að sækja þjón- ustu til okkar,“ segir Gunnhildur. „Ferðamenn sem koma til okkar eru yfirleitt ekki búnir að skipuleggja ferðirnar sínar og eru því duglegir að nýta sér þjónustu okkar,“ bætir hún við. Breiðablik: Game of Thrones fjallið vinsælast Upplýsingamiðstöðin Breiðablik í Eyja- og Miklaholtshreppi var opnuð í lok júlí í fyrra. Hún var í fyrstu opnuð sem tilraun- arverkefni til tveggja mánaða en hefur verið starfrækt síðan og þar hefur verið tekið á móti gestum. „Það koma hingað til okkar um 300 manns yfir daginn að jafnaði,” segir Jón Grétar. starfsmaður upplýsingamiðstöðvarinnar og talar þá jafnframt um sumarmánuðina. Segir hann væntingar um að gestafjöldi verði svipaður í ár. Breiðablik er á sunnanverðu Snæfellsnesi. Flestir ferðamenn sem leggja leið sína á Snæfellsnes staldra við og verða sér úti um upplýsingar um staði til að heimsækja á leið sinni. „Kirkjufell er lang vinsælasti viðkomustaðurinn. Oft er fólk einnig að spyrja um „Game of Thrones“ fjallið sem er skemmtilegt, og á þá við Kirkjufellið.” Game of Thro- nes eru geysivinsælir ævintýraþættir sem eru framleiddir í Bandaríkjunum og greinilegt að sýning þeirra hefur markaðs- sett landshlutann rækilega. Stykkishólmur: Vantar upplýsingamiðstöð Nadine Walter, markaðsstjóri Sæferða í Stykkishólmi, vonar að sumartraffíkin bæti upp fyrir dræma aðsókn í haust og vet- ur. „Vetrarmánuðirnir voru ekki góðir fyrir Sæferðir og haust- ið var sérstaklega slæmt. Stundum voru bara tíu að fara með bátnum sem tekur 134 farþega,“ segir Nadine, en ætla má að óhagstætt veðurfar hafi gert ferðamönnum erfitt fyrir. Ekki er upplýsingamiðstöð til staðar í Hólminum og segir Nad- ine slíkt bráðvanta. Átti nýja miðstöðin í Breiðabliki að bæta upp fyrir það. „Það er fínt að hafa miðstöðina í Breiðabliki, en þegar ferðamenn eru komnir hingað þá vilja þeir oftar en ekki sækja sér upplýsingar á staðnum. Þessa þjónustu vantar hér í bæinn,“ segir Nadine. Grundarfjörður: Sjá annað sjónarhorn á fjallið Sunna Njálsdóttir, forstöðumaður bókasafnsins og starfsmað- ur upplýsingamiðstöðvarinnar í Grundarfirði, býst ekki við mikilli aukningu í fjölda ferðamanna frá því í fyrra. „Ég held þetta verði ósköp svipað hjá okkur. Það var svolítið rólegt hjá okkur eftir páska en umferðin er að aukast núna í lok maí,“ segir Sunna. Yfir sumartímann tífaldast gestafjöldinn sem um Grundafjörð fer og er það Kirkjufell sem er vinsælast, eins og áður hefur komið fram. „Flestir sem leggja leið sína hingað eru auðvitað að koma til og skoða Kirkjufell. Hins vegar þeg- ar fólk kemur inn í bæinn norðanmegin frá þá er töluvert ann- að sjónarhorn á fjallið og ferðamenn koma þá stundum í ör- væntingu sinni til mín og spyrja hvar Kirkjufell eiginlega sé,“ segir Sunna og hlær. Malarrif: Dregur úr fjölgun gesta Daglega eru gestir taldir á Gestastofunni að Malarrifi á Snæ- fellsnesi. Þar var opnað fyrir rúmum tveimur árum og sækja um 15% gesta sem um Snæfellsnesið fara staðinn. Jón Björns- son er þjóðgarðsvörður. „Ferðamenn stoppa að meðaltali í tvær klukkustundir í Þjóðgarðinum sem þekur 170 ferkílómetra vestast á Snæfellsnesi og fellur Snæfellsjökull allur innan hans.“ Jón segir að fjölgun gesta milli áranna 2010 til og með 2013 hafi verið um 7% á ári. Milli áranna 2014 til 2017 var hins veg- ar nær 30% árleg fjölgun gesta. Aftur á móti hafa fyrstu fjór- ir mánuðir þessa árs gefið til kynna mun minni fjölgun, en hún mælist 9% frá því á sama tíma í fyrra. glh Ferðamannastraumurinn fer hægt af stað á Vesturlandi Ferðamenn ná mynd af sér með Akranesvita í bakgrunn. Gunnhildur Rós að störfum í Upplýsingamiðstöðinni í Borgarnesi. Ferðamaður sest niður í sólinni á Breiðinni. Ferðamaður nýtir sér aðstöðu og þjónustu í Breiðabliki. Nadine stendur vaktina á skrifstofu Sæferða. Horft niður á höfn í Stykkishólmi. Upplýsingamiðstöðin í Grundarfirði sem hýsir einnig bókasafn bæjarins og Kaffi Emil. Vitinn að Malarrifi.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.