Skessuhorn


Skessuhorn - 06.06.2018, Page 30

Skessuhorn - 06.06.2018, Page 30
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 201830 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað var skemmtilegast að skoða á Snæfellsnesi? Spurni g vikunnar Ashley Pratt frá Bandaríkjun- um: Kirkjufell. Bob Iieland frá Írlandi: Allan fjölbreytileikann í náttúr- inni. Antonio Puente frá Spáni: Kirkjufell. Selwyn Domingo frá Suður Afríku: Allar þessar fallegu náttúruperl- ur. Sanjay Taneja frá Indlandi: Arnarstapa. (ferðamenn á Snæfellsnesi spurðir) Akranesleikarnir í sundi fóru fram um síðustu helgi, dagana 1. til 3. júní. Synt var í Jaðarsbakkalaug. Mótið var vel sótt, en 302 keppend- ur frá 13 sundfélögum skráðu sig til leiks, þar af eitt félag frá Kanada. „Frábær helgi, frábærir krakkar og góð stemning,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Sundfélags Akraness. Mótið er stigakeppni milli fé- laga þar sem fyrstu fimm keppend- ur í hverri greint safna stigum fyr- ir sitt félag. Tvöföld stigagjöf er í boðsundsgreinum. Fór svo að lok- um að Sundfélag Hafnarfjarðar stóð uppi sem sigurvegari á mótinu en gestgjafarnir í Sundfélagi Akraness hrepptu annað sætið. Sundfélagið Óðinn frá Akureyri hafnaði í þriðja sæti mótsins. Ágúst Júlíusson átti stigahæsta sundið og Brynhildur Traustasdótt- ir það næststigahæsta. Bæði synda þau fyrir Sundfélag Akraness. Þriðja stigahæsta sundið átti Þura Snorra- dóttir úr Óðni. Sundfélagið Óðinn var valið prúðasta liðið í mótinu. kgk Sundfélag Hafnarfjarðar stigahæst á Akranesleikunum Kári féll úr Mjólkurbikar karla eftir 3-4 tap gegn Víking R. í ótrúlegum leik í Akraneshöllinni á fimmtu- dagskvöldið. Kári leikur sem kunn- ugt er í 2. deild en Víkingur tveim- ur deildum ofar, í Pepsi deildinni. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega. Strax á 3. mínútu fengu Káramenn þrjú góð færi í sömu sókninni en Serigne Mor Mbaye, markvörður gestanna, varði vel í þrígang. Á 19. mínútu kom fyrsta mark leiksins þegar Örvar Eggertsson kom Vík- ingi yfir. En Káramenn voru ekki lengi að svara fyrir sig því Ragnar Már Lárusson jafnaði metin að- eins fjórum mínútum síðar. Næsta korterið eða svo voru gestirnir mun meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi. Skömmu fyrir hálf- leik fékk Kári aukaspyrnu á víta- teigsboganum. Páll Sindri Einars- son tók spyrnuna og gerði sér lítið fyrir og skoraði með glæsilegu skoti efst upp í markhornið. Aðeins mín- útu síðar nýtti Andri Júlíusson sér vandræðagang í vörn Víkings og kom Kára í 3-1 áður en flautað var til hálfleiks. Gestirnir mættu mjög ákveðn- ir til síðari hálfleiks og voru fljótir að minnka muninn. Á 47. mínútu skoraði Davíð Örn Atlason með skalla eftir aukaspyrnu. Leikurinn var fjörlegur næstu mínúturnar og ekki leið á löngu þar til næsta mark leit dagsins ljós. Það skoraði Rick Ten Voorde með skalla eftir fyrir- gjöf Örvars og gestirnir búnir að jafna í 3-3. Bæði lið fengu sín tækifæri til að skora það sem eftir lifði venjulegs leiktíma. Hvorugu tókst hins vegar að nýta þau færi og því varð að grípa til framlengingar. Var það ekki fyrr en á 113. mínútu sem næsta mark var skorað og voru það gestirn- ir sem gerðu það. Nikolaj Hansen skallaði þá boltann til Alex Freys Hilmarssonar sem kláraði færið vel og tryggði Víkingi sigurinn. kgk Káramenn höfðu í fullu tré við úrvalsdeildarliðið Byrjunarlið Kára fyrir leikinn gegn Víkingi R. Ljósm. Knattspyrnufélagið Kári. Skagakonur þurftu að játa sig sigr- aðar gegn Þrótti R. þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í knatt- spyrnu á föstudagskvöld. Leikur- inn fór fram á Akranesi þar sem gestirnir skoruðu tvö mörk gegn engu. Þróttarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust yfir strax á 3. mínútu þegar Andrea Rut Bjarnadóttir skoraði með föstu skoti. Aðeins sex mínútum síðan bættu gestirnir öðru markinu við þegar Gabriela Maria Mencotti skoraði eftir að hafa leikið á varn- armann ÍA. Draumabyrjun Þrótt- ar sló Skagakonur út af laginu og áttu þær erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Þeim gekk illa að skapa sér færi og gestirnir voru nær því að bæta við en ÍA að minnka mun- inn. ÍA liðið komst betur inn í leikinn í síðari hálfleik og náði að skapa sér nokkur ákjósanleg marktækifæri. Þróttarar lágu til baka og fengu nokkur tækifæri eftir skyndisókn- ir. Hvorugu liðinu tókst hins vegar að nýta þau færi sem sköpuðust og hægt og rólega fjaraði leikurinn út. Lokatölur á Akranesvelli urðu því 0-2, Þrótti í vil. ÍA situr í öðru sæti deildarinn- ar með níu stig eftir fjóra leiki, jafn mörg og topplið Fylkis sem á þó leik til góða. Næst leikur ÍA þriðjudaginn 19. júní þegar liðið heimsækir Keflavík. kgk Erfið byrjun reyndist Skagakonum dýrkeypt Bergdís Fanney Einarsdóttir í baráttunni við leikmann Þróttar. Ljósm. sas. Víkingur Ó. tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Maltbikars karla með 0-1 útisigri á Fram á mið- vikudagskvöld. Heimamenn byrj- uðu af krafti en Víkingur Ó. var engu að síður sterkara liðið í fyrri hálfleik. Það kom því ekki mikið á óvart þegar þeir komust yfir á 36. mínútu. Ívar Reynir Antonsson fékk boltann hægra megin í teign- um og fékk góðan tíma til að at- hafna sig. Hann þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að finna Vigni Snæ Stefánsson sem var aleinn á mark- teignum og lagði boltann snyrti- lega í netið. Laglegt mark hjá Víkingi Ó. en varnarmenn Fram hefðu líklega átt að gera betur. Framarar voru ákveðnari framan af síðari hálfleik án þess þó að skapa sér nein alvöru marktækifæri. Dró síðan til tíðinda á 65. mínútu. Guð- mundur Magnússon, sóknarmaður Fram, var rekinn af velli og Fram- arar því manni færri. Ólafsvíking- ar sluppu einir í gegn skömmu síðar en náðu ekki að nýta færið. Heimamenn sóttu í sig veðrið og sóttu mun meira það sem eftir lifði leiks, manni færri, en náðu ekki að gera sér mat úr því. Jafnt varð í lið- unum í uppbótartíma þegar Vign- ir Snær fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að stöðva skyndisókn heimamanna. Fleiri mörk voru ekki skoruð og Víking- ur Ó. fór því með sigur af hólmi. Í átta liða úrslitum mæta þeir nöfn- um sínum í Víkingi Reykjavík. Sá leikur fer fram í Reykjavík mið- vikudaginn 18. júlí. kgk Víkingur Ó. áfram í bikarnum

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.