Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2018, Qupperneq 10

Skessuhorn - 20.06.2018, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 201810 Nýkjörin sveitarstjórn Borgar- byggðar fundaði fyrsta sinni mið- vikudaginn 13. júní síðastliðinn. Á fyrsta fundi var kosið í helstu trún- aðarstörf. Lilja Björg Ágútsdóttir var kjörin forseti sveitarstjórnar, Magn- ús Smári Snorrason fyrsti varaforseti og Finnbogi Leifsson annar vara- forseti. Samþykkt var að semja við Gunnlaug A. Júlíusson um að hann gegni áfram starfi sveitarstjóra næstu fjögur árin, eða út kjörtímabilið 2018 til 2022. Byggðarráð skipa þau Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður, Lilja Björg Ágústsdóttir varaformaður og Guðveig Eyglóardóttir. Áheyrn- arfulltrúi í byggðarráði er Magnús Smári Snorrason. Umhverfis-, skipulags- og land- búnaðarnefnd skipa Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður, María Júlía Jónsdóttir varaformaður, Sig- urður Guðmundsson, Davíð Sig- urðsson og Orri Jónsson. Fræðslunefnd er skipuð þeim Magnúsi Smára Snorrasyni for- manni, Lilju Björg Ágústsdótt- ur varaformanni, Guðmundi Frey Kristbergssyni, Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur og Einari Guðmanni Örnólfssyni. Velferðarnefnd skipa Silja Rún Steingrímsdóttir formaður, Logi Sigurðsson varaformaður, Frið- rik Aspelund, Finnbogi Leifsson og Kristín Erla Guðmundsdóttir. Samþykkt var að Halldóra Lóa Þorvalsdóttir yrði áheyrnarfulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og María Júlía Jóns- dóttir yrði fulltrúi Borgarbyggðar í stjórn Faxaflóahafna. Kjöri í aðr- ar nefndir var frestað fram að auka- fundi sveitarstjórnar í byrjun júlí. Vilja niðurgreiða máltíðir Málefnasamningur meirihluta- samstarfs Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar var lagður fram á fundinum. „Þau, sem að þessu samstarfi standa, vilja að Borgarbyggð nýti þau miklu og fjölbreyttu tækifæri sem blasa við. Tækifæri til að bæta þjónustu og bú- setuskilyrði, byggja upp innviði og mannauð,“ segir í samningnum. Meðal þess sem nýr meirihluti leggur áherslu á er að áfram verði gætt aðhalds í rekstri og sett skýr fjárhagsleg markmið fyrir kjörtíma- bilið þar sem meðal annars verði sett markmið um lækkun fasteigna- gjalda. Rafræn stjórnsýsla verði auk- in og íbúagáttin notuð með mark- vissari hætti og haldið fast við áætlun um ljósleiðaravæðingu sveitarfélags- ins. Leitað verði leiða til að flýta lagningu þriggja fasa rafmangs til að styrkja atvinnustarfsemi í dreifbýli og þrýst á Vegagerðina um endur- bætur á tengivegakerfinu. Nýr meirihluti vill „lækka leik- skólagjöld í leikskólum Borgar- byggðar með niðurgreiðslu á skóla- máltíðum. Einnig skal stefnt að frekari niðurgreiðslu á máltíðum í grunnskólum sveitarfélagsins,“ seg- ir í samningnum. Þar kemur einnig fram að fjöldi starfsstöðva grunn- skólans verði óbreyttur og unnið að því að bæta aðstöðu nemenda og starfsfólks allra skóla. Þá verði staðið vel að viðbyggingum og endurbót- um á skólahúsnæði sem eru á fram- kvæmdaáætlun. Málefnasamninginn má lesa í heild sinni í frétt á vef Skessuhorns eða á heimasíðu Borgarbyggðar. kgk Fyrsti fundur nýrrar sveitar- stjórnar í Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar ásamt sveitarstjóra. Ljósm. Borgarbyggð. Ný sveitarstjórn Reykhólahrepps fundaði fyrsta sinni þriðjudag- inn 12. júní síðastliðinn. Við upp- haf fundar bauð karl Kristjáns- son, aldursforseti sveitarstjórnar, nýju sveitarstjórnina velkomna. Vakti hann máls á því að kon- ur væru í fyrsta sinn í meirihluta sveitarstjórnar Reykhólahrepps og að Embla Dögg Bachmann væri yngsti kjörni sveitarstjórnarfulltrú- inn frá upphafi, en Embla verður tvítug seinna í mánuðinum. Að því búnu var kosið í nefnd- ir. Ingimar Ingimarsson var kos- inn oddviti og tók hann við stjórn fundarins. Árný Huld Haralds- dóttir var kosin varaoddviti. Skipulags-, húsnæðis- og hafn- arnefnd skipa Karl Kristjánsson, Ingimar Ingimarsson og Jóhanna Ösp Einarsdóttir. Mennta- og menningarmála- nefnd skipa Árný Huld Haralds- dóttir, Vilberg Þráinsson og Ólafía Sigurvinsdóttir. Umhverfis- og náttúruverndar- nefnd skipa Embla Dögg Bach- mann, Tómas Sigurgeirsson og Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir. Velferðarnefnd er skipuð Árnýju Huld Haraldsdóttur, Emblu Dögg Bachmann og Ingimari Ingimars- syni. Fjallskilanefnd skipa Arný Huld Haraldsdóttir, Bergur Þrastar- son, Styrmir Sæmundsson, Hjalti Helgason og Vilberg Þráinsson. Nánari skipan í nefndir og full- trúa í stjórnir er að finna í fundar- gerð á vefsíðu Reykhólahrepps. kgk/ Ljósm. úr safni/ sm. Konur í fyrsta sinn í meirihluta Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar fór fram í bæjarþingsalnum á Akra- nesi í gær. Það var aldursforseti bæj- arstjórnar, Einar Brandsson, sem setti fundinn og bauð nýkjörna bæj- arstjórn velkomna til starfa og jafn- framt til fyrsta fundar á kjörtíma- bilinu. Valgarður Lyngdal Jónsson, odd- viti Samfylkingarinnar var kosinn forseti bæjarstjórnar og Elsa Lára Arnardóttir, oddviti Framsóknar- flokks, formaður bæjarráðs. Athygli vakti að báðir oddvitar listanna sem mynda meirihluta nýrrar bæjar- stjórnar, Samfylkingar og Fram- sóknarflokks, voru fjarverandi á fyrsta fundi. Gerður Jóhanna Jó- hannsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylk- ingar og fyrsti varaforseti bæjar- stjórnar, stýrði fundinum í fjarveru forseta bæjarstjórnar. Sævar Freyr Þráinsson var endur- ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstað- ar til næstu fjögurra ára, eða út kjör- tímabilið 2018 til 2022. Nefndir og ráð Kosið var í nefndir og ráð og voru allar tillögur samþykktar samhljóða. Skipan nefnda og ráða er sem hér segir: Í bæjarráði er Elsa Lára Arnar- dóttir formaður, Valgarður Lyng- dal Jónsson varaformaður og Rakel Óskarsdóttir aðalmaður. Í skóla- og frístundarráði er Bára Daðadóttir formaður, Ragnar B. Sæ- mundsson varaformaður og Sandra Sigurjónsdóttir aðalmaður. Í skipulags- og umhverfisráði er Ragnar B. Sæmundsson formaður, Gerður Jóhannsdóttir varaformaður og Karítas Jónsdóttir aðalmaður. Í velferðar- og mannréttindaráði er Gerður Jóhansdóttir formaður, Elsa Lára Arnarsdóttir varaformað- ur og Einar Brandsson aðalmaður. Í menningar- og safnanefnd er Ólafur Páll Gunnarsson formaður, og aðalmenn eru Guðríður Sigur- jónsdóttir, Helga Kristín Björgólfs- dóttir, Ingþór Bergmann Þórhalls- son og Guðmundi Claxton. Auk þess á sveitarfélagið Hvalfjarðar- sveit einn aðalmann í menningar- og safnanefnd. Í barnaverndarnefnd er Sigrún Guðnadóttir formaður, Ragnheiður Stefánsdóttir varaformaður og aðal- menn þær Guðríður Haraldsdóttir, Hildur Karen Aðalsteinsdóttir og Hafrún Jóhannesdóttir. glh Skipað í nefndir á fyrsta bæjarstjórnarfundi Ný bæjarstjórn samþykkir nefndarskipan. Bára Daðadóttir fer yfir málefnasamn- ing meirihlutans. Nýkjörin sveitarstjórn Dalabyggð- ar kom saman til fyrsta fundar síð- astliðinn fimmtudag. Einar Jón Geirsson starfsaldursforseti setti fundinn. Að því búnu var skýrsla kjörstjórnar um sveitarstjórnar- kosningarnar lögð fram og síðan kosið í trúnaðarstörf, nefndir og ráð. Eyjólfur Ingvi Bjarnason var kosinn oddviti og Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti, bæði til eins árs. Byggðarráð er skipað Skúla Hreini Guðbjörnssyni formanni, Sigríði Huld Skúladóttur varafor- manni og Þuríði Jóneyju Sigurð- ardóttur. Í umhverfis- og skipulagsnefnd eru Hörður Hjartarson formaður, Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Ragn- heiður Pálsdóttir, Vilhjálmur Arn- órsson og Jón Egill Jónsson. Félagsmálanefnd er skipuð Ing- veldi Guðmundsdóttur formanni, Níels Hermannssyni og Þuríði Sigurðardóttur. Í fræðuslunefnd eru Sigríður Huld Skúladóttir formaður, Eva Björk Sigurðardóttir, Jóhanna H. Sigurðardóttir, Pálmi Jóhannsson og Jón Egill Jóhannsson. Þorgrímur Einar Guðbjarts- son var kosinn formaður menn- ingarmálanefndar og með honum í nefndinni eru Sigrún Sigurðar- dóttir og Hlöðver Ingi Gunnars- son. Atvinnumálanefnd er skip- uð Pálma Jóhannssyni formanni, Garðari Vilhjálmssyni, Gyðu Lúð- víksdóttur, Þóreyju Björk Þóris- dóttur og Einari Jóni Geirssyni. Þá var samþykkt að leita sam- starfs við Hagvang um aðstoð við ráðningu nýs sveitarstjóra, en til- boða hafði verið aflað frá fjórum ráðningastofum. Eins og áður hef- ur verið greint frá hafði Sveinn Pálsson, fráfarandi sveitarstjóri, gefið það út fyrir kosningar að hann myndi ekki sækjast eftir því að gegna starfinu áfram. kgk/ Ljósm. úr safni/ sm. Kosið í trúnaðar- störf í Dalabyggð

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.