Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2018, Page 30

Skessuhorn - 20.06.2018, Page 30
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 201830 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað er uppáhalds liðið þitt á HM? Spurni g vikunnar Eyrún Reynisdóttir Ísland Hlini Eyjólfsson Þýskaland Birgir Þórisson Ísland og Argentína Valgeir Sigurðsson Ísland og England Rósa Sigtryggsdóttir Íslenska liðið (Spurt á Akranesi) Búið er að ákveða lokahóp í U20 ára landsliða Íslands í körfubolta karla og kvenna. Þar eru fjórir Vestlending- ar innanborðs. Þetta eru þau Anna Soffía Lárusdóttir, Bríet Lilja Sig- urðardóttir, Bjarni Guðmann Jóns- son og Eyjólfur Ásberg Halldórsson. Anna Soffía spilar með Snæfelli og Bríet Lilja, Bjarni Guðmann og Eyjólfur Ásberg spila öll með Skalla- grími. Þess má geta að þjálfarateym- ið fyrir U20 kvenna eru Borgnes- ingarnir Finnur Jónsson og Hörður Unnsteinsson, sem eru einnig þjálf- arar meistaraflokks karla hjá Skalla- grími. U20 karla mun keppa í A-deild Evrópumótsins og fer mótið fram í Chemnitz í Þýskalandi 14. til 22. júlí. Ísland mun spila í sama riðli og Ítalía, Svíþjóð og Serbía. U20 kvenna keppir hins vegar í B-deild Evrópumótsins sem verður haldið í Oradea í Rúmeníu 7. til 15. júlí. Íslensku stelpurnar verða í sama riðli og Hvíta-Rússland, Danmörk, Tyrkland, Búlgaría og Tékkland. glh Fjórir Vestlendingar í lokahópi U20 Anna Soffía Lárusdóttir spilar með Snæfelli. Bríet Lilja Sigurðardóttir, leikmaður Skallagríms. Bjarni Guðmann Jónsson, leikmaður Skallagríms. Eyjólfur Ásberg Halldórsson, Skalla- grími. ÍA og HK skildu jöfn í toppslag 1. deildar karla í knattspyrnu sl. mið- vikudag. Þrátt fyrir fjörugan leik með fullt af góðum færum tókst hvorugu liðinu að koma boltanum yfir línuna og staðan því markalaus í leikslok. Jafnræði var með liðunum framan af leik og bæði liðin náðu að skapa sér ágætis færi. Heimamenn í HK áttu góða sókn á 26. mínútu sem endaði með skoti í varnarmann og þaðan rétt framhjá markinu. Skömmu síð- ar sendu Skagamenn góða sendingu inn á vítateig HK-inga. Þar var Al- bert Hafsteinsson í upplögðu færi en skalli hans að marki var varinn. ÍA sótti í sig veðrið og var öflugra það sem eftir lifði fyrri hálfleiks án þess þó að skapa sér afgerandi mark- tækifæri. HK-ingar komu boltan- um í netið á 32. mínútu en markið var ekki dæmt gilt vegna rangstöðu. Staðan í hálfleik því markalaus. Skagamenn voru ívið sterkari framan af síðari hálfleik en náðu ekki að ógna markinu af neinni alvöru fyrr en á 70. mínútu. Þá átti Þórð- ur Þorsteinn Þórðarson þrumufleyg sem Arnar Freyr Ólafsson í marki HK mátti hafa sig allan við að verja. Besta færi síðari hálfleiks og leiks- ins alls áttu hins vegar heimamenn á lokamínútu leiksins. Ingiberg Ólaf- ur Jónsson átti þá skalla sem small í þverslánni eftir aukaspyrnu. Skaga- menn sluppu þar með skrekkinn og niðurstaðan markalaust jafntefli. Skagamenn sitja í efsta sæti deild- arinnar með 17 stig eftir sjö um- ferðir og hafa tveggja stiga forskot á HK í sætinu fyrir neðan. Næst leika Skagamenn í kvöld, miðvikudaginn 20. júní, þegar þeir mæta Magna frá Grenivík á Akranesi. kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh. Markalaust í toppslagnum Síðarliðinn mánudag hófst knatt- spyrnuskóli Víkings á hinum nýja knattspyrnuvelli og mættu um 50 hressir krakkar frá 5 til 13 ára á fyrstu æfinguna. Knattspyrnuskól- inn stendur yfir í tvær vikur og er Ejub Purišević yfirþjálfari og eru fjórir leikmenn Víkings og fjórar knattspyrnukonur honum til að- stoðar. Kennt er allt sem viðkemur knattspyrnu eins og tækni og annað sem íþróttinni fylgir. Ekki var ann- að að sjá en að börnin hefðu gaman af þessari kennslu og nutu þess að vera úti við. af Knattspyrnuskóli Víkings Ólafsvíkur Ejub Purišević þjálfari útskýrir eina þrautina og börnin fylgjast vel með. Leikmaður Víkings sýnir sýnir listir og áhugasöm börn fylgjast vel með full af aðdáun af tækni leikmannsins.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.