Skessuhorn - 24.10.2018, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 201822
Svona verkefni hafa oft leitt af sér
góða vináttu sem endist mörg ár,“
bætir hún við.
Prjóna fyrir
Hvíta Rússland
Öll mánudagskvöld á milli klukk-
an 20 og 22 hittist prjónahóp-
ur í Rauðakrossbúðinni og prjón-
ar teppi, húfur, vettlinga og sokka
sem svo verður sent til Hvíta Rúss-
lands. „Þetta er verkefni undir
stjórn Guðnýjar Margrétar Ing-
varsdóttur og Halldóru Ragnars-
dóttur og geta allir áhugasam-
ir tekið þátt. Fyrir þá sem þurfa
er hægt að fá leiðsögn svo það er
engin krafa um að vera flinkur að
prjóna,“ segir Guðrún Vala. Rauði
krossinn útvegar allt garn í verk-
efnið. Áhugasamir prjónarar þurfa
því aðeins að mæta með góða skap-
ið á mánudagskvöldum og eiga
kvöldstund í góðum félagsskap
og styrkja gott málefni í leiðinni.
„Þátttaka mætti vera betri en það
hafa sex konur mætt undanfarna
mánudaga. Ég lofa að þetta er mjög
skemmtilegt og það er engin krafa
að mæta í hverri viku. Félagsstarfið
í Brákarhlíð hefur einnig tekið þátt
í verkefninu með því að prjóna fyr-
ir okkur og erum við mjög þakklát
fyrir það og stefnum á áframhald-
andi samstarf.“
Talþjálfun á íslensku
Nýtt verkefni sem Borgarfjarð-
ardeild Rauða krossins mun fara
af stað með í vetur er talþjálf-
un á íslensku undir stjórn Guð-
nýjar Guðmarsdóttur. Verkefnið
er unnið í samstarfi við Símennt-
unarmiðstöðina og er hugmyndin
að sjálfboðaliðar og innflytjend-
ur hittist og kynnist. „Við verðum
alltaf með þemu í gangi sem tengj-
ast Íslandi á einhvern hátt. Fyrsta
kvöldið verður 10. desember og þá
mun þemað vera íslensk jól. Við
munum þá kynna innflytjendur
fyrir okkar jólahefðum,“ útskýr-
ir Guðrún Vala. „Þetta er verkefni
sem ég held að geti bæði hjálpað
innflytjendum að komast betur inn
í samfélagið og okkur að kynnast
þeim.“ Þeir sem hafa áhuga á að
taka gerast sjálfboðaliðar og taka
þátt í þessu geta haft samband við
Guðnýju eða við Rauða krossinn.
Stofna
neyðarvarnarnefnd
Eitt af brýnustu verkefnum Rauða
krossins í Borgarbyggð er að efla
neyðarvarnir og stendur nú til að
skipa sérstaka neyðarvarnarnefnd.
„Það hefur verið mikil og auk-
in krafa gerð á Rauða krossinn
varðandi neyðarvarnir, að koma
fram með skýra stefnu og kynna
hana fyrir íbúum. Við erum með
fjöldahjálparstöðvar í Borgarnesi,
á Hvanneyri og á Bifröst og er nú
hugmynd um að koma einnig slíkri
stöð upp í Húsafelli. Þetta er mik-
ið forgangsmál hjá okkur og í vet-
ur ætlum við að koma neyðarvörn-
um vel í gang hér í Borgarbyggð,“
segir Guðrún Vala. Þá býður Rauði
krossinn upp á skyndihjálparnám-
skeið og hvetur Guðrún Vala þá
sem óska eftir slíku námskeiði
að hafa samband. „Venjulega eru
þetta fyrirtæki sem óska eftir nám-
skeiðum fyrir sitt starfsfólk og það
er vert að minna á að það er alltaf
gott fyrir fólk að skerpa á kunnátt-
unni með reglulegum námskeið-
um.“
Þá vill Guðrún Vala benda á
að Rauði krossinn taki alltaf vel á
móti öllum sjálfboðaliðum. „Það
er í heild mjög jákvæður og góður
hópur sjálfboðaliða sem starfar fyr-
ir Rauða krossinn í Borgarfirði, og
eru þeir í raun burðarásinn í allri
starfsemi okkar. Stjórnin okkar er
líka góð og starfar vel saman. Ég
get fullyrt að starfið innan Rauða
krossins er afskaplega skemmti-
legt og gefandi,“ segir hún glöð að
endingu. arg
Bleiki dagurinn nýtur sívax-
andi athygli landsmanna. Þenn-
an októberdag er fólk hvatt til
að klæðast bleiku og hafa bleikt
í fyrirrúmi. Tilefnið er árvek-
niátak um brjóstakrabbamein. Í
október eru einnig ýmis mann-
virki lýst upp með bleikum ljós-
um til að sýna samstöðu. Félagar
í Lionsklúbbi Ólafsvíkur láta sitt
ekki eftir liggja og hafa því lýst
Tindinn upp með bleikum ljós-
um og munu þau loga út októ-
bermánuð.
þa
Tindurinn bleikur í október
Stjórn Borgarfjarðardeildar Rauða
krossins hélt fund síðastliðinn
mánudag þar sem starfsemi kom-
andi vetrar var skipulögð. Blaða-
maður heyrði í Guðrúnu Völu El-
ísdóttur formanni Borgarfjarðar-
deildar Rauða krossins eftir fund-
inn og rædd við hana um áherslur
vetrarins. Eitt af stærri verkefn-
um RKÍ í Borgarfirði er fataversl-
un sem deildin hefur rekið í Borg-
arnesi um nokkurra ára skeið. Þar
er að finna fatnað og skó í öllum
stærðum og gerðum. Rauðakross-
búðin, eins og hún er alla jafnan
kölluð, er nú staðsett að Brákar-
braut 3, við hliðina á Dússabar. Í
vetur verður opnunartími í versl-
uninni á milli klukkan 15 og 18 á
föstudögum og 13 og 16 á laugar-
dögum.
Leynast alltaf gullmolar
í búðinni
Vörurnar sem seldar eru í Rauða-
krossbúðinni koma allar að sunn-
an. „Við erum með söfnunargám
fyrir notuð föt í Borgarnesi en fólk
þarf ekki að hafa áhyggjur af því
að finna fötin sín í versluninni hjá
okkur. Allt sem safnast í gáminn
hér fer annað hvort úr landi eða
í verslanir í öðrum landshlutum,“
útskýrir Guðrún Vala og hvetur
alla til að kíkja við í Rauðakross-
búðina, því þar leynast allskonar
gullmolar. „Við fáum alltaf reglu-
lega fallega merkjavöru og ann-
an vandaðan fatnað,“ segir hún og
bætir því við að lopapeysur væru
vel þegnar í verslunina. „Við tök-
um öllum lopafatnaði fagnandi og
það er í góðu lagi þó fötin séu göt-
ótt því við kunnum að laga það.
Lopafatnað má koma með beint
í búðina til okkar, en ferðamenn-
irnir eru æstir í lopapeysur svo þær
stoppa ekki lengi hjá okkur.“ Guð-
rún Vala segir enn fremur mikið
úrval af barnafatnaði og stundum
sé hægt að gera extra góð kaup á
pokadögum annað slagið sem eru
auglýstir sérstaklega. Núna um
helgina verður hægt að gera góð
kaup á buxum, þar sem allar buxur
kosta 500 krónur. Þá áréttar Guð-
rún Vala að Rauði krossinn taki á
móti öllum fatnaði í söfnunargám-
ana. „Það er allt notað sem safnast
í gámana, hvort sem það er rúm-
fatnaður, nærföt, eða annar fatnað-
ur. Allt sem ekki er heilt er nýtt í
vefnað eða endurunnið á einhvern
hátt.“
„Borgarnes
borðar saman“
Rauði krossinn er nú að fara af
stað með nýtt verkefni sem kallast
„Borgarnes borðar saman“. „Borg-
nesingurinn Heiðrún Bjarnadóttir
mun sjá um verkefnið en hún er
nýlega flutt heim frá Danmörku
þaðan sem hún tekur þessa hug-
mynd með sér. Hugmyndin er að
fólk af ólíkum uppruna og aldri
komi saman yfir máltíð í Safnaðar-
heimilinu. Búið væri að elda áður
þannig að fólki þyrfti ekki að sjá
um matinn, bara koma saman til
að borða,“ útskýrir Guðrún Vala.
„Þetta gæti verið góð samveru-
stund þar sem fólk spjallar saman
og kynnist hvert öðru. Ég sé fyrir
mér að þetta væri góður vettvang-
ur fyrir þá sem eru nýfluttir í Borg-
arnes að kynnast öðrum íbúum.“
Viðburðurinn verður sérstaklega
auglýstur þegar nákvæm dagsetn-
ing liggur fyrir. „Við stefnum á að
hafa fyrsta skiptið í nóvember og
svo í hverjum mánuði eftir það,“
segir Guðrún Vala.
Vantar fólk fyrir
heimsóknarvini
Verkefnið „heimsóknarvinir“ er í
umsjón Margrétar Ástrósar Helga-
dóttur. Það gengur út á að sjálf-
boðaliðar heimsæki fólk sem af
einhverjum ástæðum stendur höll-
um fæti félagslega. Það getur t.d.
verið eldra fólk, fatlaðir eða bara
þeir sem af einhverjum ástæðum
eru einmana. „Fyrirkomulag heim-
sóknanna getur í raun verið hvern-
ig sem er. Sjálfboðaliðar geta heim-
sótt fólk eða jafnvel hitt viðkom-
andi á kaffihúsi, það fer bara eftir
því hvað hentar best fyrir báða að-
ila. Ef fólk kýs væri jafnvel hægt að
spjalla saman í síma,“ segir Guð-
rún Vala og bætir því við margir
sjálfboðaliðar hafi boðið sig fram í
þetta verkefni. „Okkur vantar bara
fólk sem vill fá heimsóknir,“ segir
hún. „Ef einhver gæti notið góðs
af svona heimsóknum eða veit
um einhvern sem gæti gert það er
hægt að hafa samband við Mar-
gréti eða bara við Rauða krossinn.
Vetrarstarf Rauða krossins í Borgarfirði skipulagt
Rætt við Guðrúnu Völu formann Borgarfjarðardeildar Rauða krossins
Frá vinstri: Dorota Gluszuk sjálfboðaliði, Halldóra Ragnarsdóttir gjaldkeri og Guðrún Vala Elísdóttir formaður.