Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Side 6
Sjón Háfurinn Smásaga Þegar ég var strákur var á allra vitorði að í Fischersundinu væri hórukassi. Enginn okkar vissi almennilega hvað hóra var, eða hvernig hórur báru sig að í þessum kassa sínum - ef þær voru þá ekki ofan á honum - en þetta orð sem var sett saman úr voðalegum kvenmanni (svo mikið grunaði okkur) og efni í dúfnakofa, það var sveipað svo miklum leyndardómi að hrein og klár bannhelgi hvíldi á stuttu sundinu sem tengir miðbæ og vesturbæ; þangað inn hætti maður sér ekki. Allar konur sem sáust í grennd við Fischer- sundið voru grandskoðaðar úr öruggri fjarlægð i von um að þær færðu okkur nær sannleikan- um um fyrirbrigðið hóru; þær reyndust hins vegar svo líkar okkar eígin mæðrum, systrum, frænkum og jafnvel ömmum að niðurstaðan varð sú að hórur væru annaðhvort öðruvísi í höfðinu en venjulegar konur eða þá líkamlega vanskapaðar á einhvern þann hátt að ekki sást þegar þær voru í fötum; um það síðarnefnda þorði maður ekki einu sinni að hugsa - sérstak- lega eftir að læknissonurinn í hópnum fullyrti að þær væru tvítóla. Gullfiskabúðin var eina skrautfiskaverslun Reykjavíkur. Ég var tiu ára, að ganga ellefu, og með algjöra fiskadellu eins og það var kallað í fjölskyldunni; í herþerginu mínu voru þrjú stór fiskabúr (5, 13 og 20 lítra) ásamt klak- og eldis- stöðvum (fjöldanum öllum af sultukrukkum og skálum sem stóðu þar sem því varð við komið. Það setti mig því í nokkurn vanda þegar Gull- fiskabúðin flutti af Skólavörðustíg niður í Fischersund. Ég var á skilorði með fiskana: Ef ég sæi ekki alfarið um þá og fjármagnaðí ræktunina - sem ég gerði með því að bera út bæði Tlmann og Morgunblaðið - þá færu þeir þeínt í klósettið. En með því að gera mér upp veikindi tókst mér einu sinni að fá föður minn til þess að koma við ( búðinni á leið heim úr vinnu og kaupa fóður og slý fyrir gúramana að hrygna í. Og stóra systir mín fór og keypti fyrir mig skalahæng þegar ég sagðist hafa orðið fyrir aðkasti götustrákanna sem héldu til á Hallærisplaninu. Mér fannst ég vondur bróðir að senda hana inn í það lífshættulega rör sem Fischersundið var, en réttlætti það fyrir sjálfum mér með því að ef hún yrði hóra, og ætti ekki afturkvæmt, þá myndi ég mæta á staðinn og frelsa hana - það yrði þegar ég væri orðinn stór og báðir foreldr- ar okkar dánir. Þegar hún hins vegar sá sem var, að á plan- inu þrifust engin hrekkjusvín, þá komst ég ekki undan því að fara í Gullfiskabúðina sjálfur, enda sporðáta farin að hrjá neonfiskana mína og ég þurfti að velja meðalið í samráði við eigandann - amatörum varekki treystandi fyrir því. Ég fór úr strætisvagninum á Lækjartorgi og var lengi á leiðinni vestur Austurstræti. Þar var allt í einu svo margt að skoða; rúmenskt lakk- rískonfekt í Kaupfélaginu, nýir sparibaukar í Búnaðarbankanum, handprjónaðir vettlingar í Thorvaldsensbasar. Eftir að ég hafði eytt þarna . . . sérstaklega eftir að læknisson urinn í hópnum fullyrti að þær væru tvítóla. . . . enda sporðáta far- in að hrjá neonfiskana mfna og ég þurfti að velja meðalið í sam- ráði við eigandann. . .

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.