Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Qupperneq 11

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Qupperneq 11
Davið Logi Sigurðsson: Óvinurinn býr innra með okkur tmm bls. 9 streitist hins vegar á móti, reynir að gæta rétt- inda Serba og skapa jafnvægi í samskiptum þjóðanna, sbr. þá áherslu sem lögð var á að tryggja þátttöku þeirra í þingkosningum í nóv- emþer 2001.9 En rétt eins og ungu hjónin í Leigjandanum sjá eigið einbýlishús í hillingum þrá Kosovo-AI- banar sjálfstæði svo heitt að ekkert annað kemst að. Hér fer Leigjandinn að gagnast veru- lega við rýni í stöðu mála í Kosovo - og kemur kannski ekki á óvart, því ýmsir hafa túlkað sög- una þannig að fyrri hluti hennar fjalli einmitt um þá tíma er íslendingar börðust fyrir sjálfstæði sínu (eigin húsnæði), en sá síðari um reynslu þeirra eftir að í húsið var flutt og á daginn kom að leigjandinn var kominn til að vera. Fluttur með þeim í húsið nýja af þeirri ástæðu að hann hafði veitt parinu unga dágóða fyrirgreiðslu er upp á vantaði (Bandaríkjaher sem keypti íslend- inga til fylgis við sig og fékk þannig að ílengjast, hinni nýfrjálsu þjóð til ævarandi hneisu). Allt hafði virst svo tryggt þegar húsið varð fokhelt, segir í Leigjandanum og mætti líkja því við þá trú Kosovo-Albana að sjálfstæði væri inn- an seilingar þegar þeir streymdu aftur til heim- kynna sinna I júní 1999 eftir að NATO hafði sprengt Serba til sáttfýsi. Margir þeirra trúa því enn að NATO hafi vísvitandi tekið sér það hlut- verk að verða eins konar lofther Frelsishers Kosovo, UCK, í sjálfstæðisbaráttunni. Af því hljóti að leiða að menn hafi stutt sjálfstæði Kosovo. Nú hefur staðan hins vegar breyst, Milosevic verið sendur til Haag og átök í Makedóníu valdið því að hinir háu herrar í Brussel, Washington og Moskvu mega ekki heyra minnst á frekari fjölgun ríkja á Balkanskag- anurn.'0 Húsið glæsta er semsé fokhelt að utan en holt að innan, eiginlega tálsýnin ein." Landamærin sem Kosovo-Albanar vilja byggja milli sín og Serba - skjólveggir hatursins - eru bein og breið, örugg gata sem skilur hið nýja frá hinu gamla svo fremi sem ekki er gengið yfir hana. Átökin í Makedóníu á síðasta ári - þar sem albanski minnihlutinn beindi spjótum sín- um að Slövum sem þar hafa ráðið ferðinni - styrktu enn stoðir skjólveggjanna. Því miður eru fá teikn á lofti um að Albanar og Serbar hyggist ganga yfir götuna og slá striki yfir fortíðina. Þvert á móti var það tilfinning mín að langt væri í að menn fyndu hjá sér viljann til að setjast nið- ur í sófann saman, ef svo má að orði komast. Eðlilegt er að velta fyrir sér hvort sófinn rúmi í reynd báða íbúa hússins - ólíkt því sem áður var haldið fram um Norður-írland.12 III. Á síðasta ári var sýnd í bíóhúsunum á íslandi kvikmyndin The Others. Sagan segir af ungri konu (Nicole Kidman) sem verndar heimili sitt og tvö ung börn fyrir ofsóknum óboðinna gesta, Hinna; The Others. Hún skilur ekki hvað þeir vilja henni og fjölskyldu hennar, engu frekar en þeir skilja hvað hún vill þeim, líkt og kemur á daginn. Ekki er allt sem sýnist, konan hefur þjáðst af blindu á hina raunverulegu skipan mála (eða má kannski alltaf deila um hver hún er?) en skynjar um síðir að sjálf er hún hinn óboðni gestur (The Other), vofa í húsi sem hún eitt sinn átti. Fléttan ( myndinni er snjöll, einkum fyrir þá sök að hún skilur áhorfandann eftir með eitt- hvað sem setja má í samhengi við samfélag mannanna í heild sinni.13 Þannig verður varla um það deilt að þjóðernishyggjan hefur náð að sveipa svo hulu yfir augu manna á Balkanskaga og á Norður-írlandi að sorglegt má telja. Raunar er það efni sem rannsaka mætti til eilífðarnóns hvernig öfgakennd þjóðernishyggja - og sú blinda söguvitund sem henni gjarnan fylgir - hefur á undanförnum áratugum náð slíkum tök- um á fólki að það hefur framið hræðileg ódæð- isverk í hennar nafni. í Kosovo telja hvorir um sig, Serbar og Alban- ar, sig réttmæta eigendur hússins og á Norður- írlandi takast líka á tvær andstæðar þjóðernis- stefnur. Litlar líkur eru á að annar hvor aðilinn muni átta sig á því, líkt og Nicole Kidman ( The Others, að hann þjáist af ranghugmyndum um sjálfan sig og stöðu sína í veraldlegu samfélagi. Það er þó ekkert endilega vandamál í sjálfu sér, því hver á að segja hvað eru ranghugmyndir og hvað ekki? Þær hugmyndir sem við höfum um sjálf okkur eru þær einu sem máli skipta, það eina sem raunverulegt er. Hitt er verra, að þess- ar sömu hugmyndir hafa afleiðingar fyrir Hina, The Others: Kidman gerði fyrir sitt leyti allt sem hún mátti til að losna við hina óboðnu gesti og þeir guldu líku líkt. Áherslan á þjóðlega sjálfsmynd skiptir hér miklu máli. Þó að írskir lýðveldissinnar séu jafn- an nefndir þjóðernissinnar, Irish nationalists, eru sambandssinnar ekki síður þjóðernissinnar (bara ekki af sama skóla). Hið sama má augsýnilega segja um Serba og Albana í Kosovo, báðir hóp- ar eru þjakaðir af þjóðernishyggjunni svo um munar. Af því leiðir að hin pólitísku markmið deilendanna eru exklúsív, þ.e. útiloka hvort ann- að, og þegar þau hafa verið skilgreind í sinni allra einföldustu mynd (fleygt inn sögulegri sýn á fortíðina þar sem andstæðingurinn er málaður svörtum litum) aukast líkur á átökum. Óhugs- andi virðist við þessar aðstæður að menn geti lifað í sátt og samlyndi. Möguleikar á sáttum milli stríðandi fylkinga í Kosovo, á Norður-írlandi, í Miðausturlöndum og annars staðar þar sem eþnískátök, þ.e. þjóðern- isátök, hafa átt sér stað, felast sjálfsagt á end- anum í því að menn skynji að þeir deili einhverju sem vert er að sameinast um, þó ekki væri nema öllu friðvænlegri túlkun fortíðarinnar, sög- unnar (sem oftast nær er notuð sem réttlæting ofbeldisins og leiðir til endalausrar hringrásar of- beldisverka). En spurningin er að hversu miklu leyti þetta er hugsanlegt. Söguvitund manna, sýn þeirra á fortíðina, tengist sjálfsmynd þeirra tryggðaböndum. Og sjálfsmynd manna byggist oftast á skýrri sýn á það hvað maður er ekki. Trúi Albanar í Kosovo og mótmælendur á Norð- ur-írlandi því að Serbar og norður-írskir kaþólikk-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.