Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Page 14
Steinþór Heiðarsson Þegar alþjóðavæðingin náði til fslands - Um vesturferðaáhuga í nútíð, fortíð og framtíð Nýtega komu út tvær bækur sem hafa að geyma mikinn fróðleik um ístensku vesturfar- ana. Þetta eru Bréf Vestur-ís/endinga, I. bindi, sem Böðvar Guðmundsson hefur búið til prent- unar, og Burt - og meir en bæjarieið: Dagbæk- ur og persónuieg skrif Vesturheimsfara á síðari hiuta 19. aidarsem Davíð Ólafsson og Sigurð- ur Gylfi Magnússon hafa tekið saman og er hún fimmta bókin í ritröð sem nefnist Sýnisbók ísienskrar aiþýðumenningar.' Óhætt er að segja að það sé fengur að báðum bókunum fyrir áhugamenn um þessa sögu. Sérstakiega er mikil þörf fyrir útgáfu heimilda enda vill það gera fræðimönnum erfitt fyrir að þær eru dreifðar um fjölmörg söfn beggja vegna Atlantshafsins. Nú kynnu margir að spyrja hvort þessari sögu hafi ekki verið gerð þokkaleg skil og hvers vegna svo mikilvægt sé að auðvelda aðgang að heimildum með útgáfum af þessu tagi. Vissu- lega hefur talsvert verið skrifað um vesturferð- irnar, líf og starf vesturfaranna og afkomenda þeirra í nýjum heimkynnum vestanhafs. Engu að síður er það nú svo að grundvallarrit á ís- lensku um sögu íslendinga ÍVesturálfu eru gef- in út á tímabilinu 1926-1953. Þær bækur eru dæmigerðar fyrir sagnaritun- arhefð innflytjenda í Norður-Ameríku á árunum 1930-1970 en hún einkenndist m.a. af tilhneig- ingu til að undirstrika hetjulega baráttu frum- herjanna og varpa jafnvel rómantísku Ijósi á erf- iðleika frumbýlingsáranna.2 Höfundarnir setja „landnámið" vestra í brennidepil og sækja gjarnan efnivið í fjölskyldusögu þeirra sem tóku sér land í Nýja-íslandi, Argyle-byggð í Manitoba og Pembina-sýslu í Norður-Dakóta. Sömuleiðis er fjallað skilmerkilega um ýmsa þá íslendinga sem komu ár sinni vel fyrir borð í þéttbýlinu. Af þeim sökum urðu Saga íslendinga í Vestur- heimieftir Þorstein Þ. Þorsteinsson og Tryggva J. Oleson og Saga íslendinga I Norður-Dakóta eftir Thorstínu Jackson fyrst og fremst saga ís- lenskra bænda, auk félagasamtaka á borð við kristna söfnuði og þeirra sem á einhvern hátt sköruðu fram úr, s.s. stjórnmálamanna, presta, kaupmanna menntamanna og skálda.3 Sem dæmi um hvílíkt öndvegi „landnámið" skipaði í orðræðu íslendinga vestra má nefna viðleitni til að yfirfæra ímynd landnámsmannsins á íslend- inga í Winnipeg. Sú viðleitni birtist afar skýrt í þeirri mynd sem Jón Jónsson frá Sleðbrjót dró upp af þeim vorið 1915: „Þeir námu land á viss- an hátt; enda voru sumir þeirra gamlir land- námsmenn, sem sneru sér síðar að því, að byggja upp borgina."4 En ef frá er talið hið fræga kvæði Jóhanns M. Bjarnasonar er ekki ýkja margt sem við vitum um líf íslenskra sög- unarkarla og fjölmargra landa þeirra sem fóru á mis við auðæfin í Ameríku:5 Jeg átt hefi mikið - og opt verið sæll - en allt er það horfið og misst. Hér hími' eg, sem stormbarin, afgömul eik, sem engan á laufgaðan kvist. Hvar voru íslendingar f Norður-Ameríku 1880-1881? Það þarf ekki annað en að líta á opinber skjöl vestanhafs til að sjá hversu margt er órannsak- að af sögu Vestur-íslendinga og hér verður tek- ið dæmi af manntalinu sem gert var í Kanada 1881. Þar sést að Islendingar voru þá hér um bil jafnmargir í Nýja-íslandi og Winnipeg eða ná- lega 385 á hvorum stað. Svo virðist því sem Winnipeg hafi þá þegar verið orðin miðstöð ís- lendinga í Kanada enda hafði fólkflúið unnvörp- um frá Nýja-íslandi 1879-1880. En það er eftir- tektarvert að í þessu manntali koma aðeins fram 1009 (slendingar.6 Það er rúmur þriðjung- ur skráðra vesturfara árin 1870-1880 en þeir eru 2951 í allt; þar af fóru örugglega 29 til Bras- ilíu og aðeins 39 voru fyrir víst á leið til Utah, hins fyrirheitna lands mormónahreyfingarinn- ar.7 Hvar voru þá allir hinir? Auðvitað var framkvæmd manntala ekki full- komin í þá daga og ekki má gleyma því að mik- il hreyfing var á fólki vestra en það hrekkur skammt til að skýra svo lága tölu. Svo mikið er víst að (slendingum í Kanada hefur ekki verið ruglað saman við Norðmenn, Dani eða Svía. I fyrsta lagi spurðu manntalsfulltrúarnir bæði um fæðingarland eða -fylki og þjóðerni fólks (upp- runa) svo þar ætti ekkert að geta farið milli mála. Af manntalsskýrslunum verður heldur ekki ráðið að tungumálaörðugleikar hafi bjagað svör Islendinga í þessum efnum þar sem þeir telja skilmerkilega fram hver af börnum þeirra eru fædd á íslandi, í Manítoba, Ontario,

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.