Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Side 16
bæði lært að vinna og tala ensku til að auðvelda lífsbaráttuna, þetta gæti vitnað um hvorttveggja en líka eitthvað allt annað. Vesturferðirnar sem þáttur í alþjóðavæðingu Hvort sú athygli sem fjölmiðlar hafa sýnt vest- urförunum og afkomendum þeirra vestanhafs að undanförnu er til marks um vaxandi almenn- an áhuga landsmanna skal ósagt látið. En víst er að samskipti þjóðarbrotanna hafa ekki verið jafnmikið til umræðu á opinberum vettvangi um langa hríð og nú er. Trúlega eru ástæðurn- ar fyrir vesturferðaáhuga samtímans ekki síður margvíslegar en þær voru á tímum vesturfar- anna sjálfra. Saga íslensku vesturfaranna hefur fyrst og fremst heillað þann sem þetta skrifar vegna þess að þeir voru þátttakendur í raunverulegri alþjóðavæðingu. Um miðja 19. öld urðu fjar- skipti í fyrsta sinn óháð hefðbundnum sam- göngum með tilkomu ritsímans. Þegar sú nýja tækni fór saman við stórfelldar siglingar gufu- skipa um úthöfin varð til heimsmarkaður þar sem æ minna var verslað með raunverulegan varning og æ meira með pappíra - spákaup- mennska og verðlagning á áhættu langt fram í tímann ól af sér heimsmarkaðsverð.15 Svo dæmi sé tekið kostaði hveiti fljótlega það sama í Buenos Aires, Liverpool og Winnipeg að flutn- ingskostnaði slepptum. Skipstjóri sem lét úr höfn í Boston gat fengið upplýsingar um hvað helst væri hægt að selja kaupmönnum í Glas- gow þann sama dag í stað þess að þurfa að treysta á gamlar fréttir sem höfðu borist með síðasta skipi austan um haf. Það helsta sem síðan hefur gerst er að hraðinn hefur aukist stig af stigi með tilkomu nýrrar tækni. Vegalengd- unum verður hins vegar aldrei útrýmt hvað sem líður öllu blaðri samtímans um „heims- þorpið", sem er reyndar meira en 35 ára gam- alt hugtak.16 Þeir sem hæst hrópa um að mann- kynið standi frammi fyrir algjörlega nýjum heimi í dag vegna þess að það hafi orðið bylt- ing í gær eru endalaust að „finna upp hjólið" í stað þess að viðurkenna að okkur standi ein- faldlega til boða nýrri og fullkomnari hjólbarðar. Vesturferðirnar voru alþjóðlegt fyrirbæri sem náði svo sterkri fótfestu á íslandi á ofanverðri 19. öld að íslendingar teljast óefað í hópi mestu vesturfaraþjóða á síðasta þriðjungi þeirrar ald- ar.17 Vesturfararnir tókust á við feiknalega erfið- leika en þeir fundu líka ýmiss konar frelsi sem almúgafólki stóð ekki til boða á íslandi. Illu heilli hefur komist á sterk hefð fyrir þvf að líta á trú- málasögu íslendinga í Vesturheimi sem sögu sundurlyndis og illdeilna. Þar má þó ekki síður lesa sögu frjálslynds og leitandi fólks sem kynntist nýjum hugmyndum og átti þess kost að sjá tilveruna í nýju Ijósi. [ leit sinni að landi fyrir íslenska byggð ( Kanada staðnæmdust íslensku vesturfararnir um skamma hrfð í Kinmount í Ontario-fylki 1874-1875. Svo mikið var þeim í mun að láta fræðslu barna sinna ekki sitja á hakanum að þeir komu á fót sunnudagaskóla, m.a. með fjár- stuðningi ensku kirkjunnar (Anglican).18 Og þessi 160 manna hópur (slendinga fékk prest úr ensku biskupakirkjunni (Episcopalian) til að flytja þeim guðsorðið á sunnudögum. Tveir fs- lendinganna skiptust á að túlka ræður prestsins og var gerður góður rómur að boðskapnum þótt formlegheit ensku kirkjunnar virðist ekki hafa vakið mikla hrifningu.19 Þar sem erfitt er að rekja hverjir úr þessum hópi settust að í Winnipeg er ekki hægt að full- yrða um áhrifin af þessum guðsþjónustum að svo stöddu. En það liggur fyrir að árið 1881 kváðust rúmlega 150 íslendingar í Winnipeg vera anglíkanar, tæplega 210 lútherstrúar og fá- einir sögðust vera episcopal.20 Það skal tekið fram að þetta var áður en deilurnar milli for- svarsmanna lúthersku safnaðanna og únítara hófust. Þær deilur hafa orðið vinsælt umfjöllun- arefni en sjónarhornið hefur yfirleitt verið held- ur þröngt og athyglin einkum beinst að ritdeil- um og opinberu hnútukasti. Það sem seinni tfma mönnum hættir til að Ifta á sem hreint og klárt rifrildi getur verið merkileg heimild um það sem gerðist þegar

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.