Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Qupperneq 32

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Qupperneq 32
... virðulegasta lærdómssetur Bandaríkjamanna og vörslustofnun hinnar viðurkenndu sögu ... Sendiherrann hefst á skáldlegt flug yfir þessum stórmerkjum og stuðlar mál sitt, hugsanlega til að vekja anda þjóðarinnar af svefni. Enn og aft- ur verður að hafa í huga að undir orðræðunni liggur að Bandaríkin eru ekki aðeins eitthvert útlenskt ríki heldur stórveldi og það er stærsta, mesta og besta lærdómssetur stórveldisins sem staðfestir að Leifur sé úrvalsmaður. Og enn er klifað á of mikilli hógværð íslend- inga. Hógværðin virðist vera orðin helsti löstur þjóðarinnar ef orðræðubrot Morgunblaðsins eru sett í samhengi hvert við annað: Útkoma þessarar þókar hlýtur að teljast stór- tíðindi í íslenskri og norrænni menningarsögu. Sjálfir hafa Islendingar ekki lagt þá rækt við landafunda- og landnámssögu sina í Vestur- heimi sem henni ber. [...] Þannig verður hinum mikla sæfara og landkönnuði, Leifi Eirikssyni, loksins sýndur sá sómi sem honum ber í huga þeirra sem nú byggja þau lönd, sem hann nam fyrstur Evrópumanna, hálfu árþúsundi á undan Kólumbus. Og íslendingar hafa nú loksins, með útkomu þessarar tfmamótabókar, komist inn í mann- kynssöguna, á vegum Smithson-safnsins: Hér eftir er glæsilegasti kafli íslandssögunn- ar orðinn viðurkenndur sem kapítuli í heims- sögunni. Reyndar er ekki nóg með að íslendingar marki spor sín í heimssöguna heldur hafa þeir einnig haft mikilvæg áhrif á tungumál heimsins: Reyndar er það einn arfur víkingasögunnar að ómældur orðaforði enskrar tungu - hins nýja alþjóðatungumáls upplýsingaraldar - er af nor- rænum rótum runninn.34 Lesendum er gefið til kynna að íslendingar séu í raun forfeður mesta stórveldis heimsins, Bandaríkjanna, og standi þeim þar með jafnfæt- is. Þetta er ný útfærsla þjóðernisstefnunnar. Við íslendingar fáum viðurkenningu sem við höfum unnið fyrir. Ekki einungis fundum við landið heldur er tungumál okkar mikilvægur hluti af tungumáli flestra Bandaríkjamanna. Með öðrum orðum er verið að setja íslenska þjóð í flokk með stórveldum mannkynssögunn- ar af menningarsögulegum ástæðum. íslend- ingar eru eins konar forfeður Bandaríkjamanna og fslenskan formóðir alheimstungunnar ensku. En hvers vegna leggur sendiherrann svo mikla áherslu á að íslendingar séu hluti bandarískrar sögu? Af hverju er ekki mikilvægt að (sland sé hluti grænlenskrar sögu? Getur verið að eitthvað meira búi að baki en áhugi á menningarsögu? Öll þessi orðræða um áhuga Bandaríkjanna á íslandi er dulbúin sem menning og fræði- mennska. ísland öðlast sess í bandarísku menntakerfi, Bandaríkjamenn lesa íslendinga- sögurnar og svo framvegis. Á bak við leynist rótgróin pólitisk skoðun um að ísland eigi að til- heyra Atlantshafsbandalaginu, eigi að vera hluti af áhrifasvæði Bandaríkjanna. Það sé leiðin til að fslendingar hljóti heiðurssess i heiminum. Verið er að búa til goðsögn um að íslendingar séu hluti af sögu Bandarikjanna og því er eðli- legt að þeir haldi áfram að vera hluti hennar. Roland Barthes hefur rætt um goðsagnir og tilgang þeirra og telur að goðsögnin virki þannig að hugmyndir manna virðist hluti af eðlilegu og náttúrulegu ferli sem um leið er óhjákvæmi- legt. Þannig gegni goðsögnin því hlutverki að gera orðræðuna ópólitíska35 en f borgaralegu samfélagi er goðsögnin samkvæmt Barthes „depoliticized speech".36 Þá sé goðsögnin í eðli sínu hægrisinnuð og viðhaldi ríkjandi ástandi.37 Hinir kúguðu skapi heiminn með byltingarkrafti sínum en kúgararnir vilja varðveita ríkjandi ástand: „the oppressor conserves it [the world], his language is plenary, intransitive, gestural, theatrical: it is Myth."38 Þannig má velta því fyrir sér hvort goðsögn- in um íslenskt þjóðerni hafi verið vinstrigoð- sögn á tímum sjálfstæðisbaráttunnar, byltingar- kennd en um leið gervileg og gagnsæ en sam- kvæmt Barthes vantar vinstrigoðsögnina sann- færingarkraft hægrimýtunnar vegna þess að hún verður til í tengslum við þá kúguðu en ekki hina ráðandi stétt.39 íslendingar gætu hafa litið á sig sem kúgaða í samskiptum við Dani sem voru þá ráðandi. Goðsögnin gæti svo hafa þró- ast út i kyrrstöðu þegar sjálfstæði var náð og orðið undirliggjandi en um leið raunveruleg hægrigoðsögn. Þjóðernisstefna án hátíðahalda En þjóðernisstefna, þjóðremba og ættjarðarást eru ekki alltaf klæddar í augljósan búning. Þjóð- ernisstefna getur verið dulbúinn undirlægju- háttur gagnvart öðrum þjóðum, pólitískur rétt- trúnaður í gervi ættjarðarástar þar sem talað er um að verja landið en hugsað um að þóknast stærri og voldugri þjóðum. Þjóðernisstefna get- ur líka verið yfirlæti, upphafning yfir aðra í formi þjóðrembu. Algengustu birtingarmyndir slíkrar þjóðernisstefnu eru líklega í tengslum við íþróttir en þeir sem eru miklir þjóðernissinnar í íþróttum þurfa ekki endilega að vera pólítiskir þjóðernissinnar.40 Hvergi er þjóðernisstefna Morgunblaðsins meira áberandi en einmitt á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.